Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
V
ið byrjum í símanum, hún hjá
heimili sínu skammt frá Mont-
pellier, ég í Reykjavík. Hún
nýbúin að gefa út ljóðabókina
Ástarljóð af landi, þá fyrstu í
átta ár (en ljóðasafn kom út 2004). Venjulega
líða átta ár á milli ljóðabóka – hún segir það
taka þennan tíma að moða úr ljóðasarpinum.
„Það koma tímabil þar sem ég tek kúrsinn á
næstu ljóðabók og geri þá ekki neitt annað.
En ljóðagerð, allavega mín ljóðagerð, er ekki
þannig að ég ákveði fyrirfram hvenær ég
ætla að yrkja. Ljóðið kemur til mín, þegar
því sýnist svo, ekki þegar ég kalla á það.
Maður getur pínt sig í að vinna skáldsögu í
ákveðinn tíma á dag en ég myndi aldrei
reyna það við ljóðið. Ljóðið lýtur ekki lög-
málum skrifstofutímans.“
Leikmynd úr raunveruleika
Það eru margar borgir, alltumlykjandi
borgir, í fyrsta hlutanum. Borgir sem bera
engin nöfn en bera með sér blæ Miðjarðar-
hafsins. „Ef ég nefni ekki borgirnar þá er
það náttúrlega af því að það passar ekki að
nefna þær,“ segir hún þegar ég reyni að
hnýsast. „Þá á maður til að splæsa saman
borgum …“ bætir hún við en stenst svo ekki
freistinguna að nefna eina borg, nýju borgina
í „Ást í nýju borginni“. „Genúa á Ítalíu, þessi
borg er einhver stórkostlegasta leikmynd
sem ég hef komið í,“ segir fyrrum bíópistl-
ahöfundur Morgunblaðsins. „Þetta er ekki
mikil ferðamannaborg, hún liggur fyrir fótum
manns og maður getur uppgötvað hana eins
og maður sé að uppgötva hana fyrstur allra.“
Aldurslausir draumar
Eitt ljóðanna í bókinni heitir „Ljóð fyrir
lengra komna“. Ég velti því fyrir mér hvort
ég sé kominn nógu langt. „Ég kann eiginlega
ekki við að spyrja þig um aldur,“ segir hún
hlæjandi – og heldur áfram að hlæja þegar
hún heyrir svarið. „Þetta kallast á við „Upp-
hafsljóð fyrir eilífa byrjendur“, en ég er að
vona að sá sem teljist ekki lengra kominn sé
forvitinn og sá sem er lengra kominn sjái
sjálfan sig í þessu.“ Það er mikill leikur með
aldur í bókinni. „Manneskjan er í raun og
veru á öllum aldri. Hversu gömul sem mann-
eskja er ber hún þetta í sér alla ævi, hún er
barnið, unglingurinn og öldungurinn, allt er
þetta í manneskjunni.“
Vænn skammtur af draumum er líka nauð-
synlegur í uppskriftina. „Manneskjan er sam-
sett úr dagdraumum, skáld ekki síst. Það er
hluti af starfi skáldsins að láta sig dag-
dreyma og gera grein fyrir dagdraumum sín-
um,“ segir Steinunn um starfið sem hún ann
og rifjar upp orð sem Stefán Hörður Gríms-
son sagði við hana unga: „Ég sé hamingju
skáldsins í augunum á þér.“
Bókinni lýkur á merkilegum ljóðabálki,
„Einu-sinni-var-landið“, þar sem Steinunn
rekur sögu Íslands frá því fyrir landnám til
okkar daga á 20 blaðsíðum í gegnum írskan
einsetumunk. „Mér er svo hugleikið hvaða
augum menn litu Ísland þegar þeir komu
hingað fyrst. Hvernig var þessi eyja … þetta
hlýtur að hafa verið paradís að sumarlagi,
svona gróið og ósnortið og öll þessi fallvötn.
Svo nýtti ég mér sagnir af írsku munkunum
og fór að lesa mér til um þá, en þó ekki fyrr
en ég var komin vel inn í ljóðið.“ En þegar
hún fór að lesa heillaðist hún enn meira.
„Þeir héldu út á opið haf í bátkænum og
voru ekki einu sinni alltaf með árar eða segl.
Þeir fóru bara einhvern andskotann, létu
bara öldurnar taka sig,“ og þetta minnir mig
dálítið á hvernig Steinunn lýsir ljóðagerð.
„Þetta small allt saman, þeir voru mjög sér-
stakir varðandi afstöðu sína til náttúrunnar.
Það eru til dæmis ævintýralegar og fallegar
sögusagnir um samskipti þeirra við dýr. Og
því meira sem ég skoðaði þá þeim mun
merkilegri urðu þeir. Svo bara liðu einhver
ár og ég hélt áfram, ofboðslega sæl í minni
iðju.“
Víkingarnir, Kárahnjúkar og Vigdís
Virkjanaglaðir víkingarnir fá þó ekki góða
dóma hjá munkunum. „Það er reginmunur á
hugsun þessara manna um náttúruna og okk-
ar hugsun – ef þú reynir að ímynda þér
hvernig þetta var og íhugar hvernig við höf-
um farið að ráði okkar í gegnum tíðina. Það
er búið að vinna yfirgengileg spellvirki, sér-
staklega kringum Kárahnjúka, og aðeins
hluti af þjóðinni áttar sig almennilega á
þessu – en sá dagur kemur að fólk mun sjá
þetta skýrt,“ segir Steinunn og segir nið-
urstöðu ljóðsins óumflýjanlega. „Ég lagði
ekki upp með nákvæmlega þessa framvindu í
ljóðaflokknum. Ég byrja að yrkja í meira
sakleysi, áður en það var fyrirséð hvað
myndi gerast næst,“ segir hún og segist ekki
líta á sig sem sérstaklega pólitískt skáld.
„Mín ritmennska beinist yfirleitt meira inn á
við en út á við, líka í skáldsögunum. Ef ég
skrifa texta sem gæti flokkast sem beinlínis
pólitískur þá er það af því mér er ýtt út í það
– vegna þess að það var ekki annað hægt.“
Bókin er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrum forseta og einu sögupersónu Stein-
unnar sem er óskálduð, en um hana skrifaði
hún bókina Ein á forsetavakt og vann síðar
heimildarmynd um forsetann. „Ég er svo lán-
söm að við höfum verið vinir lengi og hennar
vinátta er mér mjög dýrmæt. Mig langaði að
tileinka henni þessa bók, sérstaklega út af
þriðja kaflanum. Henni er lagið að tala um
Ísland á þann hátt að augu manna opnast.
Henni hefur líka tekist að skila væntumþykju
sinni á Íslandi í verki,“ segir Steinunn. „Þá
er Vigdís einn af mínum allra bestu les-
endum og segir ýmislegt um bækurnar mín-
ar sem enginn annar kemur auga á.“
Við byrjum í óræðri borg. Borgum. Ástin er í loftinu, óræð eins og aldurinn, en allir eru á óræðum aldri. Svo
höldum við austur yfir fjall, upplifum þar sumar og haust áður en við þeytumst þúsund ár og aldir aftur í tím-
ann þar sem á móti okkur tekur írskur einsetumunkur sem fer með okkur til baka, heim.
Spjall við Steinunni Sigurðardóttur, höfund Ástarljóða af landi, um ljóðin, ástina, borgirnar og Ísland.
Lögmál ljóðtímans
Dagdraumar „Manneskjan er samsett úr dagdraumum, skáld ekki síst. Það er hluti af starfi
skáldsins að láta sig dagdreyma og gera grein fyrir dagdraumum sínum,“ segir Steinunn um
starfið sem hún ann, en „Dagdraumaklasi“ er einmitt eitt af lengri ljóðum bókarinnar.
Ljósmynd/Lena Roth
ÉG fagna nýrri bók Hrafns Jökuls-
sonar. Ungur byrjaði hann að yrkja
ljóð og skrifa greinar sem sýndu at-
hyglisverða skáldskapar- og stílgáfu.
Í nýju bókinni, Þar sem vegurinn
endar, gætir þess sem sjá mátti
snemma hjá Hrafni; þar eru ljóð-
rænar myndir, líflegar frásagnir, gott
vald á knöppum stíl en síðast en ekki
síst gætir einlægni.
Bókin er óvenjuleg og áhugaverð
blanda af persónulegum minningum
höfundar og hugleiðingum um eigið
líf, frásögnum af samtímafólki og
sögulegum atburðum ásamt ljóð-
rænum náttúrulýsingum. Hún minnir
að nokkru leyti á hina miklu þriggja
binda skáldsögu Péturs Gunn-
arssonar um heiminn þar sem höf-
undur setur sögu þjóðarinnar skáld-
lega í samhengi við nútímamanninn
og stóra heiminn. Öfugt við Pétur
fjallar Hrafn Jökulsson um sjálfan sig
og eigið líf, en hvorugur hikar við að
spyrja stóru spurninganna um sam-
hengi hlutanna og leitina að tilgangi
lífsins. Þetta er það fallegasta við
bókina og einna best gert hjá Hrafni.
Þó er ekki laust við
að hann skauti yfir
einlæga tjáninguna í
bókarlok, þar sem
hann segir frá áfeng-
ismeðferð og ástinni
eins og hann verði að
koma því að í lokin en
hafi ekki nógan tíma
eða pláss til að dvelja
í dýptinni. Lesandi
vill fá meira að heyra.
Þrátt fyrir að form
bókarinnar sé fyrst
og fremst frásagn-
arbrot er þarna sögu-
þráður sem hverfist
að mestu leyti um
sveitadvöl höfundar í Stóru Ávík á
Ströndum frá því að hann er átta ára,
en þar var hann í fimm sumur og oft
eftir það. Fyrstu línur sögunnar færa
lesanda strax inn í hugarheim
drengsins: ,,Við Guðmundur náðum
aldrei að heilsast, því hann byrjaði
strax að öskra. Hann sat á for-
sögulegri dráttarvél sem skreið í átt-
ina til mín, hóstandi og rymjandi …
Og mjakaðist í áttina að spóaleggj-
unum mínum.“ (bls. 11)
Hann tengist Ströndunum sterkt
og eru hugleiknir þeir atburðir sem
þar gerðust og settu mark sitt á Ís-
landssöguna. Hrafn fer fram og aftur
í Íslandssögunni; allt aftur til land-
náms og tekst honum að
smíða brú milli sín og sög-
unnar; honum tekst að
miðla tilfinningu um sam-
hengi heimsins og lífs síns.
Lífs síns sem fullorðins
manns sem í auðmýkt leit-
ar svara við tilvistarspurn-
ingum og sem barnsins
sem horfir undrandi á
fólkið, dýrin og landslagið
og söguna í afskekktu
byggðarlaginu. Eftir að
hafa sagt nokkuð ná-
kvæmlega frá galdraof-
sóknunum á 17. öld bætir
hann við: ,,Þegar lítill
smalapiltur hraðar sér
framhjá þessum slóðum, 320 árum
síðar, er einsog reykur og kvalast-
unur liggi enn í loftinu.“ (23) Þetta er
aðeins lítið dæmi um það hvernig
Hrafn smíðar brýr milli fortíðar og
nútíðar; milli sögunnar og ljóðrænna
mynda. Þar sem vegurinn endar er
fyrst og fremst persónuleg frásögn
og minningar höfundar, um lítinn
dreng og fullorðinn mann í óvenju-
legum kringustæðum og með óvenju-
lega sára lífsangist en hann setur
reynslu sína fallega fram. Hann horf-
ir á líf sitt í auðmýkt, fullur þakklætis,
þrátt fyrir andstreymið og villur
vega. Mættum við fá meira að heyra.
Samhengið við söguna
BÆKUR
Frásagnabók
Eftir Hrafn Jökulsson.
144 bls. Skuggi forlag, Reykjavík 2007.
Þar sem vegurinn endar
Hrafn Jökulsson
Hrund Ólafsdóttir
Í HÚFI er fornt leyndarmál sem
ógnar öryggi og valdastöðu Banda-
ríkjanna. Ef ljóstrað
yrði upp leyndarmálinu
tæki heimsmynd vest-
ursins róttækum
breytingum. Dularfull
samtök eru reiðubúin
að gera hvað sem er til
að koma í veg fyrir að
nokkur komist að
sannleikanum, jafnvel
myrða þá sem vita of
mikið. Vísbendingar er
hins vegar að finna á
víð og dreif í menning-
unni, þar á meðal í
fornum ritum og sögu-
legum heimildum.
Söguþráðurinn hljómar
kunnuglega, bandaríski
rithöfundurinn Dan Brown var að
sýsla við eitthvað þessu líkt í
skáldsögu fyrir nokkrum árum, en
hér er þó ekki vísað til hans, a.m.k.
ekki beint, heldur nýrrar spennu-
sögu eftir Óttar M. Norðfjörð,
Hnífur Abrahams. Bók þessi sækir
sér reyndar innblástur til Browns
og sporgöngumanna hans, það ger-
ir hún alveg ófeimin, og það er
mesta furða hversu nákvæmlega
höfundur nær að fanga helstu stíl-
brögð tegundarinnar:
fólk gengur aldrei
milli staða heldur
hleypur, þá sjaldan
það hægir á sér er
það gert til að safn-
ast saman í hnapp
umhverfis einhvern
besservisserinn sem
lætur dæluna ganga
um enn eina samsær-
iskenninguna. Kaflar
eru örstuttir, ekki
nema rúm blaðsíða
flestir, og allir enda
þeir með dauða, upp-
ljóstrun, hugljómun
eða magnþrunginni
vísbendingu. Þetta er
allt að því líkamleg aðferð til að
halda frásögninni á hraðri ferð,
svo beinskeytt er hún.
Íslenski Da
Vinci lykillinn
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Óttar M. Norðfjörð
Sögur. 2007. 294 bls.
Hnífur Abrahams
Óttar M. Norðfjörð