Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VISTAKSTUR hefur komið til umræðu síðustu misserin en með slíkum akstri má minnka eldsneyt- isnotkun að minnsta kosti um 10% og draga úr losun mengandi efna. Vistakstur fellur þannig mjög vel að umhverfismarkmiðum sam- gönguáætlunar. Með vistakstri er átt við aðferðafræði í akstri sem miðar einkum að því að aka mjúklega og huga jafnframt að ýmsum atriðum varðandi um- hirðu bílsins. Akstur með þessu lagi er vistvænn og hagkvæmur andrúms- loftinu og um leið lækkar eldsneyt- iskostnaður sem þýðir sparnað fyrir notand- ann. Enn ein jákvæð afleiðing vistaksturs er aukið um- ferðaröryggi þar sem menn verða meðvitaðri um akstur sinn og hafa hugann betur við hann. Af þessum sökum öllum mætti allt eins segja að vistakstur sé skynsemisakstur. Hérlendis hefur Ökukenn- arafélag Íslands haft forgöngu um að kynna vistakstur. Félagið hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir fé- lagsmenn sína, ökukennara sem vilja bjóða nemendum og öðrum ökumönnum að nýta þessa að- ferðafræði. Þá hefur ferðaþjón- ustufyrirtækið Hópbílar, sem einnig rekur Hagvagna, gengist fyrir námskeiðum um vistakstur fyrir bílstjóra sína í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins. Vistakstur getur því jafnt átt við fólksbíla og stóra sem litla at- vinnubíla. Hegðunin hefur mest áhrif Í skýrslu um um- hverfismat fyrir til- lögu að samgöngu- áætlun áranna 2007 til 2018 er fjallað um áhrif samgangna á loftslag. Þar kemur fram að mæta þurfi aukningu útblásturs sem hlýst af auknum akstri með mótvæg- isaðgerðum sem ann- aðhvort snúast um að minnka los- un eða binda kolefni. Er fyrst og fremst horft til lausna sem felast í sparneytnari bílum og nýtingu umhverfisvænni orkugjafa. Einnig segir í skýrslunni: ,,Hegðun fólks hefur einna mest áhrif á eldsneytisbrennslu. Bæði það hvernig fólk notar bílinn sem samgöngutæki og hvernig það ek- ur honum getur haft mikil áhrif. Í samgönguáætlun er talað um beitingu áróðurs og menntunar til að kenna fólki vistakstur. Fjöldi stuttra bílferða innanbæjar eru umhugsunarefni fyrir samgöngu- yfirvöld og sveitarfélög. Gefst þar færi á að minnka allverulega elds- neytisnotkun heimilanna.“ Unnt er að fræðast um vis- takstur til dæmis með því að sækja námskeið hjá ökukennara. Einnig er hægt að gera tilraunir áður en til þess kemur og freista þess að meta hvaða árangri unnt er að ná. Hér eru nokkrar ábend- ingar sem dæmi um hvernig við getum breytt hugsunarhætti okk- ar við akstur og vitanlega er ekki alltaf hægt að fara eftir þessu til hins ýtrasta.  Auktu hraðann ákveðið. Hér er átt við að menn aki rösk- lega af stað en án þess að stíga í botn.  Hægðu á þér með því að sleppa bensíngjöf í tíma – til dæmis þegar rautt ljós er framundan.  Dreptu á vélinni. Alltof al- gengt er að við látum vélina ganga meðan makinn skreppur inn í búð eða með- an við fylgjum börnunum í leikskólann. Við skóla og leikskóla er líka iðulega bent á að bíll í lausagangi meng- ar.  Óþarft er að hita upp bílinn áður en lagt er af stað að morgni. Það skal hins vegar viðurkennt að freistandi er að setja í gang og skafa síð- an rúðurnar.  Best er að geta skipulagt aksturinn. Tíu mínútna óþarfa akstur á klukkutíma ferð þýðir 14% minni nýt- ingu eldsneytis.  Athugaðu loftþrýsting í hjól- börðum reglulega. Réttur þrýstingur getur minnkað eldsneytisnotkun um 2-5% og hjólbarðar endast betur. Hæfilegt er að athuga þrýst- inginn tvisvar í mánuði.  Hentu út óþarfa dóti. Aktu ekki um með toppgrind eða farangurshólf á þakinu árið um kring þar sem það veld- ur óþarfa loftmótstöðu. Far- angursbox getur aukið elds- neytisnotkun um einn lítra á hverja 100 km. Einnig er ráðlagt að nota nagladekk hóflega þar sem þau auka á svifryk og hafa meiri elds- neytisnotkun í för með sér.  Reglulegt þjónustueftirlit. Farið eftir leiðbeiningum í handbók bílsins. Reglulegt eftirlit, stilling, skipting á olíu og síum getur dregið úr eldsneytisnotkun. Hugs- anlega þarf að skipta oftar um síur en handbók segir til um ef mikið er ekið á mal- arvegum. Af þessu má sjá að vistakstur er eins konar hugmyndafræði sem ökumenn geta tamið sér ef þeir vilja leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið. Beinn ávinningur fyrir hvern og einn er minni eldsneytiskostnaður. Má gera ráð fyrir að sparnaður vegna þessa geti verið kringum 18 til 22 þúsund krónur á fólksbíl miðað við meðalakstur á ári. Þar fyrir utan má fastlega gera ráð fyrir að þessi breytta hegðan leiði ósjálfrátt til aukins umferðarör- yggis. Með vistakstri hugsum við líka aðeins út fyrir okkar daglega ramma, verðum meðvitaðri um að jarðefnaeldsneyti endist ekki til eilífðarnóns. Sparnaður og minni losun með vistakstri Kristján L. Möller skrifar um hagkvæman akstur »Enn ein jákvæð af-leiðing vistaksturs er aukið umferðarör- yggi þar sem menn verða meðvitaðri um akstur sinn og hafa hug- ann betur við hann. Kristján L. Möller Höfundur er samgönguráðherra. Í DAG fer fram í öllum grunn- skólum landsins dagskrá þar sem nemendur eru hvattir til umhugs- unar um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi, án áfengis eða ann- arra vímugjafa. Forseti Íslands átti frumkvæði að deginum ásamt for- stjóra Actavis Róbert Wessman, en fyr- irtækið er aðalstuðn- ingsaðili verkefnisins. Ábyrgð er beint að unga fólkinu sjálfu, foreldrum eða öðrum aðstandendum. Vísað er til rannsókna sem sýna að lífsstíll og breytni uppvaxtarár- anna skiptir miklu þegar það ræðst hvort viðkomandi ánetjast fíkniefnum. Þátttaka í fé- lagsstarfi, samvera og náin sam- skipti við foreldra og það að fresta því eins lengi og kostur er að neyta áfengis skiptir sköpum. Þetta virðist einfalt val, en reyn- ist of mörgum ofviða. Framkoma við skólafélaga skiptir líka máli Í nýlegu viðtali við forsvars- mann meðferðarheimilisins Stuðla, þar sem fram fer meðferð yngstu fíkiniefnaneytendanna kom fram, að þeirra skjólstæð- ingar ættu gjarnan að baki langa og erfiða sögu vandamála áður en neyslan hefst. Það væru oft þau verst settu sem leiddust út í neyslu áfengis og fíkniefna. Skólinn getur haft hér úr- slitaáhrif og það minnir okkur á það, að við berum einnig að vissu marki ábyrgð á velferð skóla- félaga okkar. Að framkoma okkar við þá, getur ásamt að sjálfsögðu öðrum þáttum, stuðlað að því þeir leiðast út í að prófa fíkniefni, með skaðlegum og stundum lífshættu- legum afleiðingum. Foreldrar þurfa að brýna þessa ábyrgð fyrir börnum sínum og hvetja þau frá unga aldri til að grípa inn í og styðja skólasystkini sín, sé þess þörf. Ekki liggja fyrir tölur um það hversu margir láta lífið á Íslandi af völdum fíkniefna, beint eða óbeint. Eða hversu margir verða óvinnufærir af afleiðingum þeirra. Ég veit það eitt að þeir eru of margir. Of oft sé ég minn- ingargreinar um ungt fólk þar sem lesa má beint eða milli lína að við dauða þeirra hafi fíkniefni komið við sögu. Sjálfur hef ég átt vin sem lést af þessum völdum og skólafélaga sem byrj- aði snemma að nota kannabisefni og missti andlega heilsu. Við skólafélagar hans sem þá vorum í grunnskóla vissum af þessari neyslu hans, en gerðum okkur enga grein fyrir því til hvers hún gæti leitt. Hefðum við get- að gert eitthvað? Í fangelsum lands- ins sitja á hverjum tíma um 130 manns. Talið er að um 70% þeirra hafi átt eða eigi við fíkniefnavanda að stríða. Það er hátt hlutfall sem sýnir hvert neysla fíkniefna getur leitt. Unglingur sem ákveður að prófa fíkniefni er því að taka mikla áhættu, bæði að skaða eigið líf og valda öðrum sársauka. Framhaldsskólanemar axla ábyrgð Fyrir viku kynntu heilbrigðis- og menntamálaráðherra annað verkefni, sem unnið verður með forsvarsmönnum nemenda í fram- haldsskólum. Það hefur sama markmið og forvarnardagurinn. Unnið verður út frá því að bæta líðan nemenda og efla þá til heil- brigðra lífshátta þar sem fíkniefni eiga ekki heima. Framhalds- skólanemar verða virkjaðir til þátttöku og ábyrgðar, bæði á verkefninu sjálfu og því að leggja sig eftir heilbrigðum lífsháttum. Í forvörnum er, eins og áður sagði, lögð áhersla á þátttöku í félags- og íþróttastarfi: Rannsókn frá árinu 2006 sýnir hins vegar að 20% drengja og 15% stelpna í 9.- 10. bekk segja að þau hafi hætt að stunda íþróttir þar sem það sé þeim of kostnaðarsamt og næst- um helmingi fleiri börn fjárhags- lega illa stæðra foreldra stunda ekki íþróttir, en börn þeirra sem eru betur stæðir. Og um 42% barna sömu foreldra taka nær aldrei þátt í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi. (Ungt fólk 2006, Rannsóknir og greining) Frístundakort sem styrkir öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík til þátttöku í félagsstarfi er því mikilvægt atriði, sem meirihluti sjálfstæðismanna og framsókn- armanna í Reykjavík kom á sl. haust. Og núverandi ríkisstjórn ákvað að börn og aðstæður þeirra væru eitt af forgangs- málum hennar. Það birtist í um- fangsmikilli aðgerðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi sl. sum- ar og nær til alls kjörtímabils- ins. Ábyrgð á eigin lífi? Það er mikið til í því sem for- seti Íslands sagði um síðustu helgi að „eina almennilega vörn- in gegn fíkniefnum fælist í unga fólkinu sjálfu“. En gleymum ekki að þeim eru búin misgóð skilyrði og þau velja ekki sjálf þær aðstæður. Samskipti og samvera við eigin fjölskyldu er ekki bara á þeirra valdi: Í nýrri rannsókn við Háskóla Íslands tjáir stór hluti (30-65%) ung- menna skýrt óskir um meiri fjölskyldustuðning, nánari tengsl, áhuga, ástúð, samtöl og samveru. Um 10% ungmenna telja sig utanveltu í eigin fjöl- skyldu og ekki metin að verð- leikum (Sigrún Júlíusdóttir 2007). Eigi börn og ungmenni að bera ábyrgð á eigin lífi þurfa þau ekki bara að vera sér með- vitandi um þá ábyrgð, þau verða líka að hafa aðstæður til að axla hana. Hvort tveggja þarf til. Tökum ábyrgð á eigin lífi Bolli Thoroddsen skrifar um forvarnir Bolli Thoroddsen » Á forvarnardegi er-um við minnt á mik- ilvægi þess að unglingar séu meðvitaðir um ábyrgð á eigin lífi, en um leið að þeir fái nægi- legan stuðning til þess. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík og situr í menntaráði og íþrótta- og tóm- stundaráði Forvarnardagurinn er haldinn 21. nóvember að frumkvæði forseta Ís- lands í samvinnu við Samband ís- lenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands, Ungmenna- félag Íslands, Banda- lag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg og Háskólann í Reykja- vík. Verkefnið er styrkt af Actavis. Yf- irskrift forvarn- ardagsins er Taktu þátt! Hvert ár skiptir máli. Rannsóknir fræði- manna við HÍ og HR leiða í ljós að sam- verustundir barna og foreldra og þátttaka ungmenna í skipu- lögðu frístundastarfi eru þær forvarnir sem eru einna öflugastar fyrir þennan ald- urshóp. Meginþungi átaks- ins verður í grunn- skólum landsins og er 9. bekkur markhóp- urinn. Þá er miðað við að ein kennslustund verði helguð verkefninu í öllum 9. bekkjum á landinu og munu fulltrúar frá ÍSÍ, UMFÍ og Bandalagi íslenskra skáta, heimsækja nemendur og kynna verkefnið ásamt því að kynna sín samtök Þeir hafa meðferðis kynn- ingu á net-ratleik sem samtökin hafa útbúið og hefur það að markmiði að krakkarnir fari á heimasíður sam- takanna þrennra og leiti þar svara og kynni sér um leið starfsemi sam- takanna. Sambandsaðilar Ungmennafélags Íslands standa fyrir fjölbreyttu íþrótta- og æskulýðsstarfi um allt land. Þátttaka í þannig starfi hefur mikið forvarnargildi. Í gegnum tíð- ina hefur hreyfingin staðið fyrir for- varnarverkefnum og mun gera áfram. Flott án fíknar er forvarn- arverkefni ætlað unglingum sem tekur til þriggja þátta; neyslu tób- aks, áfengis og ólöglegra fíkniefna. Verkefnið byggist á samnings- bundnu klúbbastarfi og viðburða- dagskrá þar sem unglingar skemmta sér saman á heilbrigðan og uppbyggilegan hátt. Hugmyndafræði klúbbsins Flott án fíknar snýst um að koma í veg fyrir að unglingar byrji að fikta við tóbak og áfengi og styrkja þá í þeirri ákvörðun. Markmiðið með klúbbastarfinu er að unglingum finnist eftirsóknarvert að eyða æskunni á heilbrigðan hátt og án tóbaks og vímuefna. Ungmenna- og tóm- stundabúðirnar að Laugum í Sælingsdal hafa verið reknar um þriggja ára skeið. Þangað koma nem- endur úr 9. bekk grunn- skólans og taka þátt í skipulagðri dagskrá sem inniheldur fræðslu, skemmtun, íþróttir, for- varnir, kvöldvökur, úti- vist, heimavistarlíf o.fl. Unglingalandsmót eru haldin á hverju ári um verslunarmanna- helgina. Mótin eru sannkölluð fjöl- skyldumót þar sem for- eldrar og börn koma saman í leik og keppni og áfengi er ekki haft um hönd. Forvarnardagurinn er lofsvert framtak og er kominn til að vera. Það er von mín að dagurinn takist vel og skili þeim árangri sem unnið er að ásamt því að verða mikil og já- kvæð kynning fyrir íþrótta- og æskulýðsstarfið í landinu. Íslandi allt. Taktu þátt – Hvert ár skiptir máli Helga Guðrún Guðjónsdóttir skrifar í tilefni forvarnardags Helga Guðrún Guðjóns- dóttir » Í gegnumtíðina hefur hreyfingin stað- ið fyrir forvarn- arverkefnum og mun gera áfram Höfundur er formaður UMFÍ. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.