Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.11.2007, Blaðsíða 44
Heimspekingar og aðrir hugsuðir hafa skrifað, letinni til dýrðar … 46 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ ER verið að mála loft og veggi og gera við gólf. Þetta eru svona smáfegrunaraðgerðir,“ segir Ívar Agnarsson, veitingastjóri á Kaffi Sóloni í Bankastrætinu, en staðnum hefur nú verið lokað vegna framkvæmda frá því á mánudaginn. „Þetta er töluverð vinna, að sprauta þessi loft og svona,“ segir Ívar og bætir því við að stefnt sé að því að opna strax í fyrramálið. Engar stórvægilegar breytingar eru fyrirhugaðar á staðnum enda segir Ívar hann ganga mjög vel. „Við stefnum samt að því að vera með nýjan matseðil eftir helgi.“ Eins og gestir miðbæjarins hafa eflaust tekið eftir var glæsilegu skilti komið fyrir utan á húsinu og breytir það svip þess mikið. Lok lok og læs á Sóloni Morgunblaðið/Sverrir Málarar Sólon hét til skamms tíma Hús málarans enda una þeir sér þar vel.  Hljómsveitin Sign þeysist nú um Evrópu og hitar upp fyrir Skid Row. Ragnar Zolberg, söngvari og gítarleikari Sign, bloggar eins og vindurinn á sign.blog.is og þar má lesa allt um hið villta rokklíferni sem fylgir tónleikaferðalögum: „Í gær og fyrradag drógu Skidararnir okkur upp á svið og við sungum með í laginu „Get the fuck out“ … það var ekki raunverulegt […] Eftir nokkra daga er kominn ógeðsleg lykt í bílinn (að sjálfsögðu) og sokkar orðnir meira en skítugir og ég ekki búinn að fara í sturtu síðan við komum út. Sjáum hvað strákarnir þola það lengi áður en þeir henda mér inn í klefa í föt- unum. En vond lykt er samt partur af þessu blessaða rock ’n’roll-líferni sem við völdum okkur … þýðir bara að allt er eins og það á að vera.“ Sign, Skid-arar og skítugir sokkar  Á vefsíðu D3 má nú sjá mynd- band þar sem farið er yfir jólaút- gáfu Senu og aðra starfsemi fyr- irtækisins, en það er Ólafur Ragnar, starfs- maður á plani, sem kynnir. Sér- staka athygli vekur kafli í myndbandinu þar sem farið er yfir starfsemi tónleikahaldarans Concert en þar segir meðal annars: „Á næstu tveimur árum höldum við enn fleiri og stærri tónleika en sést hafa áður hérlendis.“ Í kjölfarið eru svo sýnd- ar myndir af eftirtöldum flytj- endum, og þar með gefið í skyn að þeir séu að koma til landsins: Red Hot Chili Peppers, Gwen Stefani, James Blunt, Beastie Boys, Bob Dylan, Neil Young, Lenny Kravitz, Nine Inch Nails, Smashing Pumpk- ins, Arcade Fire, Paul McCartney, Paul Simon og Pearl Jam. Áhugasamir geta séð mynd- bandið á www.d3.is/SMS/sena. Dylan og McCartney með tónleika hér? Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „OKKUR fannst bara fínt að nefna plötuna eftir sveitinni, hvort sem fólk á eftir að kalla hana Benny Crespo’s Gang eða Nashyrn- ingaplötuna í framtíðinni,“ segir Helgi Rúnar Gunnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Benny Crespo’s Gang, sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu. Eins og sjá má hér á síðunni prýðir gylltur nashyrn- ingur plötuna, sem verður að teljast fremur óhefðbundin skreyting. „Atli Fannar, vinur okkar sem hannaði með okkur umslagið, kom með þessa hugmynd. Við vorum bú- in að taka einhverjar myndir sem okkur fannst ekki passa við plöt- una. Atli fór þá að velta því fyrir sér hvaða dýr myndi lýsa tónlistinni okkar best, og komst að þeirri nið- urstöðu að það væri nashyrningur. Ég veit hins vegar ekkert hvað ég á að segja um það, en þetta kemur samt ótrúlega vel út með þessu gulli og svona.“ Aðspurður segir Helgi Rúnar fremur erfitt að lýsa tónlistinni á plötunni. „Við komum nefnilega mjög víða við á þessari plötu. Þarna má bæði heyra metal-riff, poppaðar melódíur, rokk, elektróník og margt fleira. En ég held reyndar að ég sé ekki sá besti til að lýsa þessu,“ segir hann, en í fréttatilkynningu frá Senu, sem gefur plötuna út, seg- ir að um sé að ræða gítarkennda og hljóðgervlaða poppmetal-kássu. „Ætli það sé ekki bara ágætt, það lýsir þessari plötu kannski bara mjög vel.“ Jólagjöfin í ár Auk Helga Rúnars skipa sveitina þau Björn Sigmundur Ólafsson (Bassi) trommuleikari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low), sem syngur og spilar á gítar og hljómborð. Benny Crespo’s Gang var stofnuð árið 2004, og því hefur verið nokkuð löng bið eftir fyrstu plötu sveitarinnar. „Já, við erum búin að vera svolítið lengi að drulla þessu frá okkur,“ segir Helgi Rúnar. „Við erum eiginlega búin að taka þessa plötu upp þrisvar eða fjórum sinnum. Við byrjuðum til dæmis á að taka hana upp í hljóð- veri hjá pabba hans Bassa tromm- ara, Labba í Mánum á Selfossi. Það var í litlu herbergi sem var alveg dautt þannig að okkur fannst það ekki nógu lifandi,“ segir Helgi Rún- ar en bætir því við að hljómsveit- armeðlimir séu mjög sáttir við hina endanlegu útkomu. Ekki hefur verið ákveðið hvar og hvenær útgáfutónleikar nýju plöt- unnar verða, en Helgi Rúnar býst við því að þeir verði haldnir í byrj- un desember. Aðspurður segir hann að lokum að Benny Crespo’s Gang sé klár- lega jólagjöfin í ár. „Allavega í minni fjölskyldu,“ segir hann og hlær. Nashyrningatónlist Rokkhljómsveitin Benny Crespo’s Gang hefur sent frá sér sína fyrstu plötu Morgunblaðið/G. Rúnar Gengið „Já, við erum búin að vera svolítið lengi að drulla þessu frá okkur,“ segir Helgi Rúnar um fyrstu plötu Benny Crespo’s Gang. www.myspace.com/benny- cresposgang. Platan Gyllti nashyrningurinn. ■ Á morgun kl. 19.30 Pétur Gautur Tónlist Griegs við stórvirki Ibsens. Nótt á Nornastóli eftir Mussorgsky og Ævintýri Ugluspegils eftir Richard Strauss. Stjórnandi: Petri Sakari Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sögumaður: Gunnar Eyjólfsson ■ Fim. 29. nóvember kl. 19.30 Adés og Stravinskíj. Dáðasta tónskáld Breta af yngri kynslóðinni, Thomas Adés, sækir okkur heim og stýrir hljómsveitinni og Hamrahlíðarkórunum í verkum Stravinskíjs og sínum eigin. ■ Fös. 7. desember kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group. Uppselt. ■ Lau. 15. desember kl. 14 nokkur sæti laus og kl. 17 Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.