Morgunblaðið - 27.11.2007, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
24.11.2007
2 3 4 25 33
5 7 7 2 2
0 6 6 7 2
11
21.11.2007
4 10 15 26 42 43
25 7
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15
Dan in Real Life kl. 3:40 - 5:45 - 10:15 LÚXUS
Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára
Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára
Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Lions For Lambs kl. 10 B.i. 12 ára
Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 - 6
Dan in Real Life kl. 8 - 10
Rendition kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
Wedding Daze kl. 6 B.i. 10 ára
Rogue Assassin kl. 6 B.i. 16 ára
Sími 564 0000Sími 462 3500
Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15
La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára
Lions For Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
This is England kl. 6 - 8 - 10 * Gildir á allar
sýningar merktar
með rauðu
450
KRÓNUR
Í BÍÓ
*
Sími 551 9000
Ve
rð a
ðeins
600 kr
.
Með íslensku tali
- Kauptu bíómiðann á netinu -
THIS IS
ENGLAND
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM
"THERE´S SOMETHING
ABOUT MARY"
ÁSTARSORG
Gríðarstór
gamanmynd
með litlum
kúlum!
BORÐTENNISBULL
Vönduð frönsk stórmynd,
sem er að fara sigurför um heiminn,
um litskrúðuga ævi Edith Piaf.
LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF
Stórskemmtileg rómantísk
gamanmynd um ungan mann sem er
sannfærður um að hann muni aldrei
verða ástfanginn aftur!
Sannkölluð stórmynd
með mögnuðum leikurum.
LJÓN FYRIR LÖMB
eeee
- V.J.V., Topp5.is
eeee
- EmpireDAN Í RAUN OG VERU
Frábær
róman
tísk ga
man-
mynd e
ftir ha
ndrith
öfund
About
a Boy
Eitthvað hefur komið fyrir Dan.
Það er flókið.
Það er óvenjulegt.
Það er fjölskylduvandamál.
Steve Carell úr 40 year Old Virgin
og Evan Almighty leikur ekkill sem
verður ástfanginn af kærastu bróður síns!
S T E V E
C A R E L L
Hvað ef sá sem þú elskar...
Hverfur sporlaust?
eeee
- H.J. Mbl.
eeee
- T.S.K., 24 Stundir
eee
- Ó.H.T., Rás 2
“Grípandi!”
eee
- H.J., MBL
“Töfrandi”
EKKILLINN Dan (Carell) er kom-
inn í árlegt frí til foreldra sinna með
dæturnar þrjár í eftirdragi. Það er
löng hefð fyrir þessum heimsóknum,
þar sem stórfjölskyldan kemur sam-
an á æskuheimilinu, glæsivillu á
Rhode Island. Dan er dálkahöf-
undur sem gefur lesendum heilræði
í skrifum sínum, og bókaormur sem
lítur inn í bókabúð á leiðinni, og sá
krókur á eftir að draga dilk á eftir
sér. Dan hefur verið ekkill í fjögur ár
og verið lítið við konur kenndur síð-
an, en í bókabúðinni hittir hann
Marie (Binoche), undurfagra konu
sem tekur hann fyrir afgreiðslu-
mann og þau kynnast lítils háttar.
Dan vill hitta Marie aftur en á því
eru meinbugir nokkrir, konan segist
vera nýbyrjuð í föstu sambandi.
Ættarmótið hefst og þegar Mitch
(Cook), piparsveinninn og hjarta-
knúsarinn í fjölskyldunni, birtist
kemur hann á óvart, með kærustu
sér við hlið. Þar er komin Marie úr
bókabúðinni og Dan veit ekki í hvorn
fótinn hann á að stíga.
Í staðinn fyrir að þau Dan og Mar-
ie greini fólkinu frá kynnum sínum
yfir Tolstoy og Dickinson fær hand-
ritshöfundurinn og leikstjórinn Hed-
ges þá hugmynd að sjóða saman til-
finningaþrunginn og hjartnæman
há-amerískan söguþráð þar sem
ótrúverðug ást skötuhjúanna þróast
yfir helgina undir þessum pínlegu
kringumstæðum, uns hún verður
óbærileg. Áhorfendum líka. Ásta-
málin sprengja allt utan af sér, hefð-
ir og sambönd og skapa urg og óár-
an í hópnum. Bróðirinn tryllist, og
fjölskyldan verður æf út í Dan, þó
svo hún hafi verið að svekkja mann-
greyið með illkvittnislegum at-
hugasemdum frá mætingu hans.
Dæturnar þrjár láta ekki sitt eftir
liggja og nú er sjálfsagt nóg komið
af vitneskju um hið mislukkaða fjöl-
skylduhóf.
Þetta er ákaflega vel meint og
elskuleg flétta, svo langt sem hún
nær, ef áhorfendur eru tilbúnir að
kaupa sápuverksmiðju-strindberg
með fáránlegri ástarsögu harðfull-
orðins fólks, illþolandi tilgerð-
arsamkundu þar sem fjölskyldu-
meðlimirnir syngja eins og englar,
stunda af fágætri list hópdans í
görðum, og spila keilu undir háróm-
antískum ljósabúnaði. Myndin er
innantóm og ótrúverðug, að-
alpersónan er full af sjálfsmeð-
aumkvun og enn meiri sjálfsásök-
unum, hver einasta persóna er
klisjukennd.
Engin lífsins leið er að ná teng-
ingu við yfirborðskenndar aðal-
persónurnar, utan yngstu dótturina.
Álíka vonlítið er að taka mark á end-
inum; Dan er í rauninni umvafinn
ótrúlegum óraunveruleika frá upp-
hafi til enda.
Dan í botnlausu óraunsæi
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri
Leikstjóri: Peter Hedges. Aðalleikarar:
Steve Carell, Juliette Binoche, Dane Co-
ok, Dianne Wiest, John Mahoney. 95
mín. Bandaríkin 2007.
Dan í raun og veru - Dan in Real Life
Óraunveruleg „Myndin er innantóm og ótrúverðug, aðalpersónan er full af sjálfsmeðaumkvun [...].“
Sæbjörn Valdimarsson
EINBÝLISHÚS sem var í eigu
Flea, bassaleikara bandarísku rokk-
sveitarinnar Red Hot Chili Peppers,
brann til kaldra kola í skógareld-
unum sem geisað hafa í Kaliforníu.
Húsið, sem var metið á 2,6 milljónir
dollara, rúmlega 160 milljónir ís-
lenskra króna, var í Malibu og er tal-
ið ónýtt eftir að hafa orðið eldinum
að bráð um helgina. Flea var ekki
heima þegar kviknaði í húsinu.
Fjölmargar þekktar stjörnur sem
búa á svæðinu hafa þurft að yfirgefa
heimili sín, en á meðal þeirra eru
Minnie Driver, Matthew McConaug-
hey, Britney Spears, Jim Carrey,
Sting, Pierce Brosnan, Courteney
Cox og Bill Murray.
Óheppinn Bassaleikarinn Flea.
Flea missti
húsið í eldi
FREGNIR herma að bandaríska
leikkonan Rosanna Arquette sé nýj-
asta kærasta Bítilsins Pauls
McCartneys. Arquette, sem er 48
ára, hefur ítrekað sést með hinum
65 ára McCartney undir fremur
rómantískum kringumstæðum. Þau
kynntust fyrst í veislu í New York í
júní, og skömmu síðar sást til
þeirra á tónleikum. Á mánudaginn
fyrir viku sáust þau svo leiðast í
Kentwood House-garðinum í Lund-
únum sem þykir benda til að sam-
bandið sé orðið alvarlegt, en þau
höfðu einnig sést saman kvöldið áð-
ur. Parið hefur reynt að fara leynt
með sambandið, án árangurs.
Arquette hefur leikið í fjölda
kvikmynda en hún er trúlega
þekktust fyrir hlutverk sitt í Pulp
Fiction.
Paul McCartney Rosanna Arquette
McCartney
með Arquette?