Morgunblaðið - 27.11.2007, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 2007 41
sjónarsömum stellingum. Mér var
sagt að lestur á manga hefði dregist
töluvert saman frá miðjum 10. ára-
tug síðustu aldar þegar manga bók-
staflega tröllreið japanskri lestrar-
menningu. Sala á fjölda titla hefur
síðan dregist mikið saman og al-
mennt er eins og stemningin fyrir
forminu sé takmarkaðri en hún var
áður. Töluverðu af manga-verslun-
um hefur þurft að loka. Ekki er vitað
hvað veldur þessari lægð en hún
byggir væntanlega á flóknu samspili
markaðs og menningarþátta. Þessa
hnignun var þó ekki að sjá í áður-
nefndum verslunarkjarna, Nakano
Broadway, þar sem heil hæð er
undirlögð öllu því sem hugur
myndasögunörds kann að girnast,
þar var allt frá endalausu úrvali lít-
illa vínylfígúra til búninga úr manga
og anime (japönskum teiknimynd-
um) í fullri stærð.
Manga-búðir eru erfiðir staðir.
Áreitið er fullkomið. Hávaðinn, lit-
irnir og lyktin blandast saman í kok-
teil sem erfitt er að lýsa. Skynfærin
hafa ekki undan. Þúsundir manga-
titla þekja hillurnar frá parketi til
loftflísa og í boði eru endalausar sög-
ur á þessu fallega, óskiljanlega máli.
Í raun eru fyrstu viðbrögð áhuga-
mannsins að hlaupa fram og aftur,
reyna að finna efni sem maður þekk-
ir úr vestrænum þýðingum og vinna
sig þaðan inn á við. Snemma í ferlinu
áttar maður sig þó á að slíkt er hæg-
ara sagt en gert. Í fyrsta lagi eru all-
ar merkingar með japönsku letri og
flestar forsíður eru frábrugðnar því
sem maður á að venjast. Maður þarf
því helst að fletta í bókunum til að
komast að innihaldinu, en þá rekur
maður sig á að flestar eru þær í
plasti, þannig að erfitt getur verið að
átta sig á hvort um sojo- eða ju hachi
kin-manga (bannað innan 18 ára) er
að ræða og slík mistök geta verið
dýrkeypt. Manga-verslanir voru líka
einu staðirnir sem við komum á þar
sem þjónustan var slök. Afgreiðslu-
fólkið skeytti varla um fyrirspurnir
og benti bara eitthvað út og suður
eins og til að losna við mann sem
fyrst. Mér var einmitt sagt seinna að
það væri talið mikið vandamál hve
margir sem vinna við sölu manga
eru síst mannblendnir, og finnst því
nýjum kúnnum þeir oft vera óvel-
komnir. Einnig reyndi ég ítrekað að
spyrja hvort ég mætti taka ljósmynd
af dýrðinni en þá hlupu menn upp til
handa og fóta með boð og bönn. Það
var rétt að ég næði að stelast til að
smella af nokkrum myndum í slök-
um gæðum til að geta sýnt þegar
heim var komið.
Fyrir áhugamann um myndasög-
ur er heimsókn til Tókýó ómissandi.
Eftir að heim var komið og ég fór að
fletta manga-blöðum fann ég að sá
takmarkaði skilningur sem ég hafði
þó fengið á japanskri menningu á
þessum stutta tíma stórbætti skiln-
ing minn á frásagnarmáta og um-
fjöllunarefni japanskra mynda-
sagna. Það var eins og hulunni hefði
verið svipt af leyndardómnum. Tók-
ýó er í alla staði fyrirtaksstaður til
heimsóknar. Þrátt fyrir mann-
mergðina gerir hið japanska skipu-
lag manni auðvelt fyrir og ég þreyt-
ist seint á að hrósa japönum fyrir
kurteisi og hjálpsemi. Snorri okkar
skemmti sér líka vel þótt hann hafi
oft þurft að sýna aðdáunarverða
þolinmæði í kerrunni sinni meðan
foreldrarnir stóðu týndir á götu-
hornum. Borgin býður upp á ótelj-
andi möguleika sem vert er að skoða
betur. Við hlökkum mikið til að kom-
ast þangað aftur.
Takk Tókýó.
Sojo- eða ju hachi kin Þúsundir manga-titla þekja hillurnar.
Höfundur skrifar um myndasögur
í Morgunblaðið.
Upp með Vestfirði!
Pantanir: 456-8181- jons@snerpa.is
Vestfirska forlagið
Hver var Jón Sigurðsson?
Allir Íslendingar ættu að
kunna skil á nokkrum grund-
vallaratriðum úr ævi Jóns
Sigurðssonar. Ekki þó hans
vegna, sem löngu er fallinn
frá, heldur okkar sjálfra vegna
sem lifum á undarlegum tím-
um. Minnumst þess, að ef við
gleymum sögu okkar, er hætta
á að við týnumst í eigin landi.
Látum það ekki henda
okkur, að þeir sem eiga að
erfa landið, viti ekki hvers
vegna 17. júní var valinn þjóð-
hátíðardagur á Íslandi.
Á nokkrum stöðum eru
kaflar sem nefnast Til áherslu.
Þá ættu sem flestir, einkum
þeir sem ungir eru, að læra
utan að.
Það eru eindregin tilmæli til allra hinna eldri að hlýða ungdómnum yfir
þá og láta æskulýðinn bara læra þetta utanað. Munið: Ungur nemur
gamall temur. Sumt af því sem menn lærðu í æsku, muna margir ævi-
langt. Þá þarf ekkert að vera að fletta því upp í tölvu! Auk þess hafa allir
gott af að læra eitthvað utanbókar.
Verð: 390,-kr.
Fæst í bókaverslunum um land allt
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI
BEOWULF kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
WEDDING DAZE kl. 8 LEYFÐ
30 DAYS OF NIGHT kl. 10 B.i. 16 ára
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI
SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA
BEOWULF kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára
AMERICAN GANGSTER kl. 8 B.i. 16 ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 6D - 9D B.i. 16 ára DIGITAL
THE INVASION kl. 10 B.i. 16 ára
FORELDRAR kl. 6 - 8 B.i. 7 ára
„RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR
RUSSELL CROWE OG
DENZEL WASHINGTON
Í BESTU MYND
ÞESSA ÁRS!“
Ó.E.
„Óskarsakademían mun standa á
öndinni... toppmynd í alla staði.“
Dóri DNA - DV
eeee
„American gangster er
vönduð og tilþrifamikil“
- S.V., MBL
eeee
„MÖGNUГ
C.P. USA,TODAY
eeee
HJ. - MBL
600 kr.M
iðaverð
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd
í anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
SÝND Í KRINGLUNNI
6 EDDUVERÐLAUN
KVIKMYND ÁRSINS
HANDRIT ÁRSINS
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
MYNDATAKA OG KLIPPING
eeee
KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI
BEOWULF kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
MR. WOODCOCK kl. 8 - 10 LEYFÐ
SÝND Í ÁLFABAKKA
OG AKUREYRI
UPPSELT er á jólatónleika
sænsku söngkonunnar Carolu sem
fara fram í Grafarvogskirkju hinn
20. desember kl. 20, en samið hefur
verið um aukatónleika sem fara
munu fram kl. 22 það sama kvöld.
Carola kemur fram ásamt
sænsku tónlistarfólki og flytur efni
af nýrri jólaplötu. Carola er hvað
þekktust fyrir þátttöku sína í Evr-
óvisjón en hún vann þá keppni árið
1991 með laginu „Fångad av en
Stormvind.“
Carola þykir hafa bæði kraft-
mikla rödd og gott vald á mjúku og
hlýju tónunum sem eiga vel við
jólalögin, og því verður að teljast
líklegt að bæði hátíðleg og hlýleg
jólastemning muni umvefja tón-
leikagesti í Grafarvogskirkju.
Miðasala á aukatónleikana hefst
kl. 10 í dag og fer hún fram í Fíla-
delfíu, Hátúni 2, í síma 535 4700 og
á hljomar.is. Miðaverð er 5.900 kr.
Carola heldur
aukatónleika
Vinsæl Carola á greinilega aðdá-
endur hér á landi.
BANDARÍSKA
söngkonan Brit-
ney Spears vinn-
ur nú að því að
ættleiða kín-
verska tvíbura.
Spears, sem
missti nýverið
forræðið yfir
sonum sínum
tveimur, hefur
að undanförnu
staðið í samningaviðræðum við
stofnun sem sérhæfir sig í ættleið-
ingum, en um er að ræða sex ára
tvíbura. Ekki er vitað hvert kyn
þeirra er.
Vinir söngkonunnar segja að hún
þurfi eitthvað til þess að fylla í það
tómarúm sem myndaðist þegar hún
missti forræðið yfir drengjunum
tveimur en þá fær hún aðeins að
hitta þrisvar í viku.
Britney
vill ættleiða
tvíbura
Myndarleg Britney
Spears.
KEVIN DuBrow, söngvari og for-
sprakki bandarísku þungarokks-
hljómsveitarinnar Quiet Riot,
fannst látinn á heimili sínu í Las
Vegas á sunnudaginn. Það var
Frankie Banali, trommuleikari
sveitarinnar, sem greindi frá þessu
á heimasíðu sinni.
DuBrow varð 52 ára í síðasta
mánuði og var talinn við góða
heilsu. Ekki er vitað hvað dró hann
til dauða.
Quiet Riot naut mikilla vinsælda í
upphafi níunda áratugar seinustu
aldar, en platan Metal Health sem
kom út árið 1983 komst í efsta sæti
bandaríska vinsældalistans það ár.
Margir þekkja eflaust eitt lag af
plötunni, slagarann „Cum on Feel
the Noize“.
Söngvari
Quiet Riot
látinn
Þögult uppþot Kevin DuBrow.