Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 1

Morgunblaðið - 01.12.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 328. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is LJÓSBERARNIR Á AÐVENTUNNI ER HUGGULEGT OG HLÝLEGT AÐ KVEIKJA Á KERTUM >> 32 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DÓMSMÁLARÁÐHERRA und- irritaði í lok vikunnar reglugerð sem verður fyrirmynd að lögreglusam- þykktum sveitarfélaga og kemur í stað lögreglusamþykktar í sveitar- félögum þar sem engin slík hefur verið sett. Þetta er í fyrsta skipti sem slík samræmd lögreglusam- þykkt er gefin út hér á landi. Í lögum um lögreglusamþykktir sem tóku gildi árið 1988, fyrir tæp- lega 20 árum, er mælt fyrir um að þessi reglugerð verði sett. Engin sérstök skýring er á því hvers vegna svo langur tími leið frá því lögin voru sett og þar til reglugerðin leit dags- ins ljós, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu, en þess ber auðvitað að geta að í lögunum frá 1988 voru dómsmálaráðherra ekki sett nein sérstök tímamörk, hvorki í árum né áratugum. Geta breytt og bætt Eins og fyrr segir er reglugerð- inni ætlað að vera fyrirmynd að lög- reglusamþykktum en það er ekki þar með sagt að sveitarfélögin þurfi að hafa sínar samþykktir nákvæmlega eins. Þannig geta sveitarfélög bætt við ákvæðum eða breytt, allt eftir að- stæðum á hverjum stað. Það er því í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að í lögreglusamþykkt Árborgar verði áfram ákvæði um að umferð skipa, báta og annarra vatnafarartækja sé bönnuð á Ölfusá. Nýja reglugerðin um lögreglu- samþykktir tekur gildi eftir sex mánuði og sex mánuðum síðar munu hinar eldri samþykktir falla úr gildi, nema sveitarfélögin hafi áður breytt sínum samþykktum. Í ljósi þess að lögregluembætti hafa stækkað mjög og ná yfir mun fleiri sveitarfélög en áður má ætla að þessi samræming sé tímabær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa hinar mismunandi lögreglusamþykktir sveitarfélaganna sjö á svæðinu þó ekki valdið neinum sérstökum vand- ræðum við löggæslu. Morgunblaðið/Eyþór Bannað Í nýju samþykktinni er bannað að henda rusli. Sam- þykkt fyrir alla Ný lögreglusamþykkt verði fyrirmynd Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STÓRIR hluthafar í FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann í fararbroddi, hafa tekið ákvörðun um að fram fari hlutafjáraukning í félaginu, sem verði á bilinu 60 til 70 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur aukningin nánast öll frá Baugi, sem mun renna stórum hluta af fasteigna- safni sínu inn í FL Group. Þannig fer eignarhlutur Baugs í FL Group úr 17,7% í 38-39%, þannig að ekki myndast yfirtökuskylda hjá Baugi. Meðeigendur Baugs í FL Group eru, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, flestir mjög ánægðir með að Baugur skuli ákveða að auka hlut sinn með ofan- greindum hætti og að Jón Ásgeir Jóhannesson taki ótvíræða forystu í félaginu. Flestir stórir hluthafar hafa af- salað sér rétti til þátttöku í hluta- fjáraukningunni. Ekki er talið að Hannes Smárason hafi fjárhagslega burði til þátttöku í aukningunni og mun eignarhlutur hans því þynnast úr rúmum 20% í um 10% hlut. Heimildir Morgunblaðsins herma að líklegt sé að Hannes Smárason muni hætta sem forstjóri FL Group á næstunni. Ekki liggi fyrir hver taki við af honum. Eignarhlutur annarra hluthafa mun að sama skapi þynnast. Þannig minnkar eignarhlutur Gnúps, fjár- festingarfélags í eigu Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristins- sonar og Þórðar Más Jóhannesson- ar umtalsvert, sömuleiðis hlutur Materia Invest, sem er í eigu Þor- steins Jónssonar, Magnúsar Ár- mann og Kevin Stanford, eignar- hlutur FS37 ehf. og Solomons ehf. Óljóst er hvort eignarhlutur Sunds minnkar. Ákveðið hefur verið að gengi bréfa í hlutafjáraukningunni verði 19, sem er um 1,9 undir lokagengi FL Group í Kauphöllinni í gær, sem var 20,9, en það er tæplega 10% undir markaðsgengi. Búist er við að eigendur FL kynni Landsbankanum og öðrum lánardrottnum sínum þessi áform nú um helgina. Jafnframt er ráð- gert að óháðir matsaðilar meti þær eignir sem Baugur vill renna inn í FL Group, áður en endanlega verð- ur gengið frá hversu mikil hluta- fjáraukning verður í raun og veru. Þá mun ráðgert að kalla fljótlega saman hluthafafund, þar sem ný stjórn verður kjörin og gengið frá ráðningu nýs forstjóra. Baugur í 38-39% í FL Í HNOTSKURN »FL á 31% í Glitni og tengd-ir aðilar eiga önnur 8%. Eftir hlutafjáraukningu verð- ur Baugur með ráðandi hlut í Glitni. »Eftir hlutafjáraukninguverður markaðsvirði fé- lagsins nálægt 260 milljörðum króna. »Eignarhlutur flestra ann-arra hluthafa en Baugs minnkar því að hluthafar af- sala sér rétti til þátttöku í hlutafjáraukningunni.  Hlutafé aukið í FL Group um allt að 70 milljarða króna  Baugur rennir stórum hluta fasteignasafns síns inn í FL Group  Ný stjórn verður kosin fljótlega „BÍLSTJÓRAR geta átt von á okk- ur hvar og hvenær sem er,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri um- ferðardeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, en hún hóf í gærkvöldi sérstakt átak gegn ölv- unarakstri sem standa mun til ára- móta. Átakið hófst á Sæbrautinni þar sem allir bílar á vesturleið voru stöðvaðir og bílstjórar beðnir að blása í blöðru. Ungu stúlkurnar á myndinni voru auðvitað með allt sitt á hreinu. Að sögn Árna tóku ökumenn þessu vel og ljóst var að þeir voru ánægðir með aukið eft- irlit. Segir hann markmið átaksins vera að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og að hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni í desem- berösinni.Morgunblaðið/Júlíus 450 bílar stöðvaðir á Sæbraut VIÐBRÖGÐ á markaði eru með allt öðrum hætti hér á landi en erlendis þegar spár um verðbólgu ganga ekki eftir. Hér á landi lækka vextir ef verðbólga er yfir væntingum, en hækka ef verðbólga er minni en spáð var. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að skýringin á þessu sé verðtryggingin. Hún valdi því að stýrivaxtavopn Seðlabankans virki seint og illa. „Ég held að það megi gagnrýna stjórnvöld fyrir eitt. Íslenska ríkið á tvo banka, Seðlabanka Íslands og íbúða- banka ríkisins, sem toga hvor í sína áttina. Á und- anförnum fjórum árum hefur Seðlabankinn hækkað og hækkað vexti, en íbúðabanki ríkisins hefur reynt með öllum tiltækum ráð- um að halda vöxtum niðri.“ | Miðopna Viðbrögð með allt öðrum hætti hér Hreiðar Már Sigurðsson Leikhúsin í landinu Töfrar leikhúsins >> 64

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.