Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 328. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is LJÓSBERARNIR Á AÐVENTUNNI ER HUGGULEGT OG HLÝLEGT AÐ KVEIKJA Á KERTUM >> 32 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DÓMSMÁLARÁÐHERRA und- irritaði í lok vikunnar reglugerð sem verður fyrirmynd að lögreglusam- þykktum sveitarfélaga og kemur í stað lögreglusamþykktar í sveitar- félögum þar sem engin slík hefur verið sett. Þetta er í fyrsta skipti sem slík samræmd lögreglusam- þykkt er gefin út hér á landi. Í lögum um lögreglusamþykktir sem tóku gildi árið 1988, fyrir tæp- lega 20 árum, er mælt fyrir um að þessi reglugerð verði sett. Engin sérstök skýring er á því hvers vegna svo langur tími leið frá því lögin voru sett og þar til reglugerðin leit dags- ins ljós, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu, en þess ber auðvitað að geta að í lögunum frá 1988 voru dómsmálaráðherra ekki sett nein sérstök tímamörk, hvorki í árum né áratugum. Geta breytt og bætt Eins og fyrr segir er reglugerð- inni ætlað að vera fyrirmynd að lög- reglusamþykktum en það er ekki þar með sagt að sveitarfélögin þurfi að hafa sínar samþykktir nákvæmlega eins. Þannig geta sveitarfélög bætt við ákvæðum eða breytt, allt eftir að- stæðum á hverjum stað. Það er því í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að í lögreglusamþykkt Árborgar verði áfram ákvæði um að umferð skipa, báta og annarra vatnafarartækja sé bönnuð á Ölfusá. Nýja reglugerðin um lögreglu- samþykktir tekur gildi eftir sex mánuði og sex mánuðum síðar munu hinar eldri samþykktir falla úr gildi, nema sveitarfélögin hafi áður breytt sínum samþykktum. Í ljósi þess að lögregluembætti hafa stækkað mjög og ná yfir mun fleiri sveitarfélög en áður má ætla að þessi samræming sé tímabær. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa hinar mismunandi lögreglusamþykktir sveitarfélaganna sjö á svæðinu þó ekki valdið neinum sérstökum vand- ræðum við löggæslu. Morgunblaðið/Eyþór Bannað Í nýju samþykktinni er bannað að henda rusli. Sam- þykkt fyrir alla Ný lögreglusamþykkt verði fyrirmynd Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is STÓRIR hluthafar í FL Group, með Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann í fararbroddi, hafa tekið ákvörðun um að fram fari hlutafjáraukning í félaginu, sem verði á bilinu 60 til 70 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur aukningin nánast öll frá Baugi, sem mun renna stórum hluta af fasteigna- safni sínu inn í FL Group. Þannig fer eignarhlutur Baugs í FL Group úr 17,7% í 38-39%, þannig að ekki myndast yfirtökuskylda hjá Baugi. Meðeigendur Baugs í FL Group eru, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, flestir mjög ánægðir með að Baugur skuli ákveða að auka hlut sinn með ofan- greindum hætti og að Jón Ásgeir Jóhannesson taki ótvíræða forystu í félaginu. Flestir stórir hluthafar hafa af- salað sér rétti til þátttöku í hluta- fjáraukningunni. Ekki er talið að Hannes Smárason hafi fjárhagslega burði til þátttöku í aukningunni og mun eignarhlutur hans því þynnast úr rúmum 20% í um 10% hlut. Heimildir Morgunblaðsins herma að líklegt sé að Hannes Smárason muni hætta sem forstjóri FL Group á næstunni. Ekki liggi fyrir hver taki við af honum. Eignarhlutur annarra hluthafa mun að sama skapi þynnast. Þannig minnkar eignarhlutur Gnúps, fjár- festingarfélags í eigu Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristins- sonar og Þórðar Más Jóhannesson- ar umtalsvert, sömuleiðis hlutur Materia Invest, sem er í eigu Þor- steins Jónssonar, Magnúsar Ár- mann og Kevin Stanford, eignar- hlutur FS37 ehf. og Solomons ehf. Óljóst er hvort eignarhlutur Sunds minnkar. Ákveðið hefur verið að gengi bréfa í hlutafjáraukningunni verði 19, sem er um 1,9 undir lokagengi FL Group í Kauphöllinni í gær, sem var 20,9, en það er tæplega 10% undir markaðsgengi. Búist er við að eigendur FL kynni Landsbankanum og öðrum lánardrottnum sínum þessi áform nú um helgina. Jafnframt er ráð- gert að óháðir matsaðilar meti þær eignir sem Baugur vill renna inn í FL Group, áður en endanlega verð- ur gengið frá hversu mikil hluta- fjáraukning verður í raun og veru. Þá mun ráðgert að kalla fljótlega saman hluthafafund, þar sem ný stjórn verður kjörin og gengið frá ráðningu nýs forstjóra. Baugur í 38-39% í FL Í HNOTSKURN »FL á 31% í Glitni og tengd-ir aðilar eiga önnur 8%. Eftir hlutafjáraukningu verð- ur Baugur með ráðandi hlut í Glitni. »Eftir hlutafjáraukninguverður markaðsvirði fé- lagsins nálægt 260 milljörðum króna. »Eignarhlutur flestra ann-arra hluthafa en Baugs minnkar því að hluthafar af- sala sér rétti til þátttöku í hlutafjáraukningunni.  Hlutafé aukið í FL Group um allt að 70 milljarða króna  Baugur rennir stórum hluta fasteignasafns síns inn í FL Group  Ný stjórn verður kosin fljótlega „BÍLSTJÓRAR geta átt von á okk- ur hvar og hvenær sem er,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri um- ferðardeildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, en hún hóf í gærkvöldi sérstakt átak gegn ölv- unarakstri sem standa mun til ára- móta. Átakið hófst á Sæbrautinni þar sem allir bílar á vesturleið voru stöðvaðir og bílstjórar beðnir að blása í blöðru. Ungu stúlkurnar á myndinni voru auðvitað með allt sitt á hreinu. Að sögn Árna tóku ökumenn þessu vel og ljóst var að þeir voru ánægðir með aukið eft- irlit. Segir hann markmið átaksins vera að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og að hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni í desem- berösinni.Morgunblaðið/Júlíus 450 bílar stöðvaðir á Sæbraut VIÐBRÖGÐ á markaði eru með allt öðrum hætti hér á landi en erlendis þegar spár um verðbólgu ganga ekki eftir. Hér á landi lækka vextir ef verðbólga er yfir væntingum, en hækka ef verðbólga er minni en spáð var. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, segir að skýringin á þessu sé verðtryggingin. Hún valdi því að stýrivaxtavopn Seðlabankans virki seint og illa. „Ég held að það megi gagnrýna stjórnvöld fyrir eitt. Íslenska ríkið á tvo banka, Seðlabanka Íslands og íbúða- banka ríkisins, sem toga hvor í sína áttina. Á und- anförnum fjórum árum hefur Seðlabankinn hækkað og hækkað vexti, en íbúðabanki ríkisins hefur reynt með öllum tiltækum ráð- um að halda vöxtum niðri.“ | Miðopna Viðbrögð með allt öðrum hætti hér Hreiðar Már Sigurðsson Leikhúsin í landinu Töfrar leikhúsins >> 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.