Morgunblaðið - 04.12.2007, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FJÓRIR þurrir dagar voru í Reykja-
vík í nóvember. Úrkoman var 55 pró-
sentum yfir meðallagi fyrir nóvember
sem er álíka mikið og árið 2004, en
ekki hefur mælst meiri úrkoma síðan
1993.
Það kemur því ekki á óvart að alauð
jörð var í borginni allan mánuðinn og
sólarstundir fáar, aðeins 25, en þær
eru 39 að meðaltali í nóvember. Í
skammdeginu og rigningarveðrinu
var þó ögn hlýrra en venjulega á þess-
um árstíma, en meðalhiti var 3,1 stig,
en hefur að meðaltali verið 1,1 stig.
Ef október og nóvember eru skoð-
aðir saman kemur í ljós að þessir
mánuðir hafa ekki verið jafn úrkomu-
samir í Reykjavík síðan árið 1993 og
þar á undan 1958, segir í upplýsingum
Veðurstofunnar.
Á Akureyri var hinsvegar óvenju
þurrt, aðeins fjórðungur af meðalúr-
komu hefur fallið á Eyfirðinga síðast-
liðinn mánuð. Minni úrkoma hefur
ekki verið á þessum slóðum síðan
1952. Úrkoma haustsins er þó í með-
allagi þegar síðustu tveir mánuðir eru
lagðir saman, því óvenju úrkomusamt
var nyrðra í október.
Alhvít jörð var í fjóra daga en
flekkótt nokkra til viðbótar. Akureyr-
ingar nutu einnig fimm fleiri sólar-
stunda en að jafnaði.
Aðeins fjórir
þurrir dagar
Morgunblaðið/Frikki
Rigning Reykvíkingar hafa haft
drjúg not af regnhlífum í haust
SJÚKLINGAR sem þurfa á áfengis- og vímuefna-
meðferð að halda þurfa að taka þátt í kostnaði
vegna greiningar og eftirskoðunar sem og vegna
göngudeildarþjónustu og eftirmeðferðar sam-
kvæmt minnisblaði sem formaður samninga-
nefndar heilbrigðisráðherra lagði fram á fundi
með forsvarsmönnum SÁÁ nýverið. Þar kemur
fram að afeitrunarmeðferð á sjúkrahúsi sé sjúk-
lingi að kostnaðarlausu eða niðurgreidd að fullu í
samræmi við gjaldskrá ráðherra. Gjaldskráin mið-
ast við tiltekinn meðalkostnað á hvern innlagn-
arsólarhring. „Ég sé ekki betur en að þarna sé
verið að boða kostnaðarauka fyrir sjúklingana,“
segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.
„Sjúklingar geta þurft að greiða fyrir hluta afeitr-
unarmeðferðar og síðan fyrir endurhæfingu, sem
fram hefur farið á Staðarfelli og Vík.“ Önnur ný-
mæli samkvæmt minnisblaðinu, sem fjallar um
greiðsluþátttöku TR vegna áfengis- og vímuefna-
meðferðar, eru þau að afeitrunarmeðferð skal
byggð á tilvísun læknis. Innan 14 daga eftir að
meðferð hefst skal meðferðaraðili meta árangur-
inn og gera tilvísunarlækni grein fyrir niðurstöð-
unni. Á þeim grunni tekur læknirinn afstöðu til
framhaldsins. Næsti fundur í samninganefndinni
er í dag.
„Þetta er alveg ný nálgun,“ segir Þórarinn.
Undanfarin sex ár hefur SÁÁ síðan fengið fjár-
magn með þjónustusamningi. Sá samningur sem
verið hefur í gildi undanfarin sex ár rennur út nú
um áramótin. „Við höfðum gengið út frá því að
samið yrði á sömu nótum,“ segir Þórarinn. „En
allt í einu núna, korteri fyrir þriðju umferð fjár-
laga, þá kemur þetta útspil frá samninganefndinni
sem ekki verður skilið á annan hátt en þann að
menn hafi ekki vilja til að ná samningum strax.
Þetta er einhver skógarferð sem við vitum ekki
hvar endar.“
Þórarinn segir marga þætti óljósa varðandi þá
útfærslu sem samninganefndin boðar. Vonast
hann til að fá skýringar á fundi nefndarinnar í dag.
Þórarinn segir helsta vandann felast í frum-
varpi til fjárlaga fyrir næsta ár.
„Í fjárlögunum er SÁÁ og starfsfólki þess sýnd
gríðarleg lítilsvirðing,“ segir Þórarinn. „Fjárhæð-
in er mun lægri en það sem við fengum til starf-
seminnar 2005 miðað við verðlag. Það vantar um
170 milljónir upp á að við getum sinnt okkar verk-
efnum.“
Þórarinn segir SÁÁ hafa átt á brattan að sækja
fjárhagslega vegna nýrra verkefna og kostnaðar-
auka. M.a. sé kostnaður vegna nýrra lyfja og
nýrra aðferða mikill. „Svo hefur orðið gríðarleg
aukning á þeim verkefnum sem við höfum þurft að
sinna,“ segir Þórarinn og bendir á að sjúkrahús
bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu
hafi dregið úr þjónustu við áfengissjúka. „Ef fjár-
lögin verða ekki leiðrétt með tilliti til þessa erum
við í mjög mikum vanda.“
„Skógarferð sem við
vitum ekki hvar endar“
Í HNOTSKURN
»Fjármögnun SÁÁ var á árum áður ígegnum TR samkvæmt daggjaldakerfi.
Síðan vildu menn einfalda kerfið og koma á
fastri fjárveitingu.
»Undanfarin sex ár hefur SÁÁ síðanfengið fjármagn með þjónustusamningi.
»Sá samningur sem verið hefur í gildiundanfarin sex ár rennur út nú um ára-
mótin.
Samninganefnd leggur til að áfengissjúkir taki þátt í kostnaði við eftirmeðferð
ÓLAFUR F.
Magnússon,
borgarfulltrúi F-
lista, Frjáls-
lyndra og
óháðra, verður
kosinn forseti
borgarstjórnar á
fundi hennar í
dag. Hann mun
jafnframt taka
sæti í borgarráði.
Margrét Sverrisdóttir, varaborg-
arfulltrúi F-lista, sem leyst hefur
Ólaf af í veikindum hans mun
áfram gegna formennsku í menn-
ingar- og ferðamálaráði auk þess
sem hún á sæti í umhverfisráði.
Verður for-
seti borg-
arstjórnar
Ólafur F.
Magnússon
Morgunblaðið/Sverrir
VEGGURINN sem var reistur til að
fela brunarústir húsanna á horni
Lækjargötu og Austurstrætis hefur
heldur betur látið á sjá undanfarnar
vikur og óhætt að segja að hann sé
orðinn til vansa fyrir borgina. Til
stendur að skipta um klæðningu á
veggnum og er vonast til að því ljúki
fyrir helgi.
„Haustrigningarnar fóru með
myndina, illu heilli,“ sagði Þor-
steinn Bergsson, framkvæmdastjóri
Minjaverndar, sem hefur verið
borginni innan handar varðandi
ýmislegt sem varðar húsin og vegg-
inn sem hlífir þeim. Minjavernd ber
þó ekki ábyrgð á verkinu, að sögn
Þorsteins.
Myndirnar voru á dúk sem var
límdur við krossviðarplötur en í
slagviðrinu í haust gaf sú líming sig
og smám saman kvarnaðist úr dúkn-
um. Að sögn Þorsteins höfðu vegg-
urinn og myndirnar fengið að vera í
friði fyrir skemmdarvörgum, allt
þar til skemmdir fóru að sjást á
veggnum. Eftir það leið skammur
tími þar til fyrstu veggspjöldin
höfðu verið límd á vegginn. „Með
það sama var búið að betrekkja með
þeim ófögnuði,“ sagði Þorsteinn.
Aðspurður sagði Þorsteinn að
engin leyfi hefðu verið veitt fyrir
því að veggspjöld yrðu límd þarna
upp. Þar með er ljóst að þeir sem
límdu spjöldin upp brutu gegn lög-
reglusamþykkt Reykjavíkurborgar
því þar stendur m.a. að á mannvirki
og hluti megi „ekki mála, teikna eða
festa auglýsingar, nema með leyfi
eiganda eða umráðamanns“. Góð
auglýsing það.
Morgunblaðið/Friðrik
„Búið að
betrekkja
með þeim
ófögnuði“
Veggurinn fékk ekki frið eftir að húsamyndin skemmdist
EIGNAMIÐLUN og Nýsir hafa
auglýst til sölu þjónustuíbúðir fyr-
ir eldri borgara við Suðurlands-
braut, þ.e. í Mörkinni í Reykjavík.
Alls er um 78 2ja til 4ra herbergja
íbúðir að ræða, á bilinu 90-140 fer-
metrar.
Samkvæmt upplýsingum frá
sölumanni Eignamiðlunar, er verð
íbúðanna á bilinu 31-61 milljón
króna, 2ja herbergja íbúðir á rúm-
ar 30 milljónir króna, upp í 4ra
herbergja íbúðir á rúmar 60 millj-
ónir króna. Þjónustan við íbúðirn-
ar verði mikil og innangengt í
þjónustumiðstöð, þar sem boðið
verði upp á líkamsrækt, heilsulind
og fleira tengdu heilsu og vellíðan.
Flestar íbúðanna eru þriggja her-
bergja og kostar ein slík, 113 fer-
metra, rúmar 45 milljónir króna.
Fermetraverð er nokkuð breyti-
legt og segir sölumaður það fara
eftir staðsetningu íbúðanna, íbúðir
nálægt Miklubraut verði ódýrari
en aðrar, en algengasta verðið sé
rúmar 400.000 krónur á fermetra.
Nýjar þjón-
ustuíbúðir
í Mörkinni
♦♦♦
TALSVERT hef-
ur verið um veik-
indi á leikskólum
og vinnustöðum
að undanförnu.
Samkvæmt upp-
lýsingum frá
Þórði G. Ólafs-
syni, yfirlækni á
Læknavaktinni,
hafa heimsóknir
þangað verið
heldur fleiri síð-
ustu daga en vanalegt er. Helst sé það
streptókokkasýking í hálsi sem leggst
á börn og fullorðna þessa dagana, en
einnig hefðbundnar umgangspestir.
Starfsfólk Læknavaktarinnar hefur
að hans sögn vel undan álaginu og
hægt er að kalla út aukastarfsfólk eft-
ir því sem þarf.
Flensan hefur ekki látið á sér
kræla, en hún berst yfirleitt til lands-
ins í kringum áramótin, þó oftast í
byrjun nýs árs.
Veikindi með
meira móti
♦♦♦