Morgunblaðið - 04.12.2007, Page 6

Morgunblaðið - 04.12.2007, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is STARFSMENN Vélsmiðju Orms og Víglundar (VOOV) í Hafnarfirði unnu í gær að tiltekt, málningu og lokafrágangi á þeim verkþáttum sem vélsmiðjan tók að sér. Verið var að taka bakborðsakkerið um borð og rann akkeriskeðjan með skruðn- ingum yfir nýja perustefnið. Guðmundur Víglundsson, fram- kvæmdastjóri VOOV, sagði að skipið hefði verið endurnýjað nánast frá kili og upp í mastur auk þess sem gerðar voru á því verulegar breyt- ingar. Á skrokkinn var sett peru- stefni sem auka á sjóhæfni skipsins, byggð vöruflutningalest á þilfar og settar vökvaknúnar hurðir og lúgur á lestar. Þá var settur vökvaknúinn rampur á skut skipsins svo hægt verður að aka tækjum og bílum að og frá borði. Vélbúnaður allur og skrúfubúnaður var tekinn upp og endurnýjaður, að undanskildum gír- um aðalvéla. Um borð í skipinu eru alls sjö vélar, tvær aðalvélar og fimm ljósa- og hjálparvélar. Aðstaða fyrir farþega verður í tveimur sölum. Í farþegasal á efra þilfari er gert ráð fyrir 57 stólum og þar verða sjónvarpsskjáir til afþrey- ingar auk þess sem farþegar geta notið útsýnis um stóra glugga sem eru á þrjá vegu. Á neðra þilfari verð- ur veitingasalur og eldhús. Þar er líka svonefndur sjúkraklefi, það er klefi með einni koju og tveimur legu- bekkjum. Gert er ráð fyrir því að áhöfnin geti gist um borð í skipinu ef þörf krefur, t.d. ef það tefst vegna veðurs. Neðan þilja eru fjórir klefar fyrir áhöfn og klefi fyrir skipstjór- ann í brú. Guðmundur taldi mikilvægt að hafa fengið þetta verkefni unnið hér innanlands. Það stuðlaði að varð- veislu mikilvægrar verkþekkingar á skipasmíðum og skipaviðgerðum. Hann taldi gagnrýni á tafir og hækkun kostnaðar vera óréttmæta, því verkið væri unnið eftir föstu ein- ingaverði. Umfang verksins hefði hins vegar orðið miklu meira en upp- haflega var gert ráð fyrir. Nokkur atriði eftir Eftir er að útbúa farþegainngang á stjórnborðshlið sem fær verður hreyfihömluðum og samsvarandi neyðarútgang bakborðsmegin. Einnig er eftir að setja borð og stóla í farþegarými. G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar, taldi að verkþættir sem eft- ir væru tækju ekki langan tíma. Stefnt er að því að ferjan hefji áætl- unarsiglingar eftir næstu áramót. Grímseyjar- ferjan afhent á morgun Vélsmiðja Orms og Víglundar er að ljúka þeim verkþáttum við nýju ferjuna sem fyrirtækið tók að sér. Nokkrum atriðum er ólokið áður en ferjan hefur áætlunarsiglingar. M.a. er eftir að setja húsgögn í farþegarými og útbúa nýjan farþega- inngang og samsvarandi neyðarútgang. Morgunblaðið/RAX Fjölnota ferja Guðmundur Víglundsson í vörulest á þilfari en þar er yfirbyggt rými til vöruflutninga og einnig stór lest neðan þilja. Fullkominn vökvaknúinn búnaður opnar og lokar lúgum og hlerum á lestunum. Farþegasalur Gert er ráð fyrir 57 stólum fyrir farþega í sal á efra þilfari. Þar verða sjónvörp til afþreyingar. Veitingasalur Á neðra þilfari verður eldhús og veit- ingaaðstaða fyrir farþega. SKRIFSTOFUR Grímseyjarhrepps voru enn innsiglaðar í gærkvöldi og ákvörðun hefur ekki verið tekin um það hvenær innsiglið verður rofið. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær, innsiglaði fulltrúi sýslumanns skrifstofurnar fyrir helgi. Rök- studdur grunur liggur fyrir um að sveitarstjórinn hafi dregið að sér fé og framið önnur bókhaldsbrot. Garðar Ólason, einn þriggja sveitarstjórnarmanna, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort lögregla rannsakaði málið. Fundað var með sýslumanninum á Akureyri í gær og komist að þeirri niðurstöðu að umfang málsins yrði fundið áður en frekari ákvarðanir verði teknar. Líklegt er þó að lög- regla verði kölluð til rannsóknar. Málið þykir afar viðkvæmt en oddviti Grímseyjarhrepps var fyrir skömmu dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófn- að á olíu. Bókhaldið verður rannsakað FRÉTTASKÝRING Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is SAMKEPPNI um lögfræðinga fer harðnandi og seilast fjármálafyrir- tæki, fasteignafélög, lögmannsstofur og fleiri einkafyrirtæki í auknum mæli eftir sérfræðingum ráðuneyta. Ráðuneytin eru vart samkeppnishæf er kemur að launum, enda laun ráðu- neytisstjóra og skrifstofustjóra (þar til sl. sumar) bundin af ákvörðun kjararáðs. Þótt aðrir starfsmenn séu ekki á launum samkvæmt því setja ákvarðanir ráðsins ákveðin viðmið. Samkeppnin er þó ekki síður á milli einkafyrirtækjanna sjálfra og einnig eru dæmi um það að ráðuneyt- in nái til sín starfsfólki úr einkageir- anum. Fleiri lögfræðingar útskrifast nú en áður en það virðist ekki duga til. „Mér sýnist að markaðurinn fyrir lögfræðinga sé frekar eftirspurnar- en framboðsmarkaður,“ segir m.a. einn ráðuneytisstjóri sem Morgun- blaðið ræddi við. Einn viðmælandi sagði að erfitt væri nú að fá lögfræð- inga til starfa í ráðuneytunum en annar sagði það ekki stórt vandamál. Hreyfing á fólki Starfsmannavelta bæði í opinbera og einkageiranum hefur almennt aukist sem m.a. skýrist af fjölgun at- vinnutækifæra og því að starfsfólk er nú hreyfanlegra en áður, vill afla sér sem víðtækastrar reynslu og þekk- ingar. Hollusta við ákveðinn vinnu- veitanda fyrir lífstíð er því á miklu undanhaldi. „Það er liðin tíð að menn séu á sama vinnustað í 25 ár,“ segir einn lögfræðingur sem starfaði hjá ráðuneyti í nokkur ár en hefur nú söðlað um og fært sig yfir í einkageir- ann. Hann segir launin vissulega hærri en ákvörðunin hafi fyrst og fremst byggst á því að afla sér auk- innar reynslu á öðrum sviðum lög- fræðinnar. Agi og reynsla En hvers vegna ásælast einkafyr- irtækin sérfræðinga ráðuneytanna? Margt kemur til. Þar lærast fólki ákveðin vinnubrögð og agi, þar fær það einnig þjálfun í alþjóðasamskipt- um og stjórnsýslurétti sem hefur víða skírskotun í lögfræðinni. „Að starfa hjá ráðuneyti er rosalega góður skóli,“ segir fyrrverandi ráðuneytis- starfsmaður. Kostir þess að starfa í ráðuneytum eru m.a. þeir að þar býðst meira starfsöryggi en í einka- geiranum, lífeyrisréttindi eru betri og starfsfólki er falin mikil ábyrgð sem færir því mikla reynslu. „Í ráðu- neytunum bjóðast spennandi verk- efni sem áhrif hafa á þjóðfélagið í heild, ekki eingöngu eitt fyrirtæki,“ segir ráðuneytisstjóri sem rætt var við. Álagið svipað Lengi vel var skaplegur vinnutími einn af fýsilegustu kostum þess að starfa hjá ráðuneytum. Það á hins vegar ekki endilega við í dag, að mati viðmælenda Morgunblaðsins. Vinnu- álag er vaxandi, því ekki fækkar verkefnum nema síður sé. „Flækju- stigið og álagið er ekki mjög ólíkt,“ segir fyrrverandi ráðuneytisstarfs- maður sem nú starfar í einkageiran- um. „Hagsmunirnir eru hins vegar aðrir. Í einkageiranum er þetta ein- göngu spurningin um afkomu.“ Annar viðmælandi, sem starfar hjá ráðuneyti, orðar muninn á störfum hjá hinu opinbera og einkafyrirtækj- um á þennan veg: „Eftir sem áður eru flestir á því að störf innan ráðu- neytanna og hinu opinbera almennt séu gefandi enda fólk þar að ákveðnu leyti að vinna í almannaþágu. Það er hins vegar ekki alveg metið til fjár.“ Bitist um lögfræðinga Samkeppni um lögfræðinga fer harðnandi og einkafyrirtæki seilast í auknum mæli eftir „reynsluboltum“ ráðuneytanna Morgunblaðið/Jim Smart Samkeppni Starfsmenn stjórnarráðsins eru eftirsóttir starfskraftar. Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.