Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LJÓS voru tendruð á jólatré
Kringlunnar í fyrradag við hátíð-
lega athöfn. Dorrit Moussaieff for-
setafrú kveikti ljósin og Margrét
Eir Hjartardóttir og skólakór Kárs-
ness sungu við athöfnina auk þess
sem jólasveinar mættu á svæðið.
Við sama tækifæri hófst góðgerða-
söfnun á jólapökkum undir tréð.
Jólapakkasöfnun Kringlunnar í
samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og
Fjölskylduhjálp Íslands er árviss
viðburður á aðventunni. Íslend-
ingar hafa tekið þessari söfnun afar
vel og í fyrra gáfu 4.000 viðskipta-
vinir í söfnunina, segir í frétta-
tilkynningu. Þessum gjöfum deila
Mæðrastyrksnefnd og Fjölskyldu-
hjálpin út til fjölskyldna sem hafa
úr litlu að moða fyrir jólin. Starfs-
fólk Fjölskylduhjálparinnar og
Mæðrastyrksnefndar metur þörf-
ina mikla og á mörgum heimilum
gera þessar gjafir gæfumuninn á
jólahátíðinni. Skapast hefur
skemmtileg hefð hjá mörgum fjöl-
skyldum að kaupa „eina gjöf til við-
bótar“ þegar farið er í Kringluna
pakka henni inn á staðnum og skilja
eftir við jólatréð.
Íslandspóstur býður þeim sem
búsettir eru utan höfuðborgar-
svæðisins að koma pökkum í söfn-
unina án endurgjalds.
Í jólaskapi Dorrit Moussaieff forsetafrú tendraði ljósin á jólatrénu og við
sama tækifæri hófst góðgerðasöfnun á jólapökkum.
Jólapökkum safnað undir
jólatré í Kringlunni
DAGUR B. Eggertsson borgarstjóri
og Clarence E. Glad, stjórnarfor-
maður Reykjavíkurakademíunnar,
skrifuðu nýlega undir endurnýjað-
an þjónustusamning Reykjavíkur-
borgar og Reykjavíkurakademí-
unnar. Samningurinn er til tveggja
ára og kveður á um að fyrir 4,8
milljónir á ári vinni RA ýmis verk-
efni sem RA og Reykjavíkurborg
komi sér saman um auk þess sem
hluti fjárframlagsins renni til um-
sýslu verkefnanna, þ.e. starfs-
manns á skrifstofu RA.
Reykjavíkurakademían fagnaði
tíu ára starfsafmæli sínu síðastliðið
vor. Hún hefur frá upphafi notið
velvildar og stuðnings borgarinnar.
Starfsemin hefur vaxið og dafnað
frá því 12 fræðimenn fluttu inn í
jafnmargar skrifstofur í JL-húsinu
við Hringbraut í nóvember 1998,
rúmu ári eftir að félagið var stofn-
að. Á síðasta ári var RA gerð að
sjálfseignarstofnun. Nú starfa um
80 manns þar innan veggja, í 57
skrifstofum.
Samvinna Dagur B. Eggertsson og
Clarence E. Glad.
Samstarf við
akademíuna
NORRÆNA ráðherranefndin um atvinnulíf setti baráttu
gegn veikindafjarveru í brennidepil árið 2005. Skipaður
var vinnuhópur, sem fékk tvö ár til að skoða þróun veik-
indafjarvista á Norðurlöndunum, hvað gert hefði verið til
að koma í veg fyrir þær og til að afla upplýsinga um það
starf sem unnið hefði verið í hverju landi.
Í nýju tölublaði Atvinnulífs á Norðurlöndum er fjallað um rannsóknina.
Skoðanir á veikindafjarvistum eru mjög mismunandi. Danir eru frjálslynd-
astir hvað varðar töku veikindaleyfis, en Finnar og Íslendingar íhaldssam-
astir. Flestir voru þeirrar skoðunar að í lagi væri að vera heima vegna kvefs
og hita, eða 21 prósent aðspurðra. Verst þótti að vera heima vegna „timb-
urmanna“ og mikillar drykkju. Þjóðirnar líta þó fjarveru vegna drykkju
mismunandi augum. 86 prósent Norðmanna töldu ekki að fólk ætti að taka
veikindadag vegna timburmanna og 71 prósent Finna var á sömu skoðun.
Danir frjálslyndastir
TENGLAR
.................................................................................................
norden.org
SEXTÁN tillögur bárust að úti-
listaverki sem Samorka og Mos-
fellsbær hyggjast láta reisa á nýju
torgi við Þverholt í Mosfellsbæ. Til-
efni samkeppninnar eru 100 ára af-
mæli hitaveitu á Íslandi, sem miðast
við frumkvöðulsstarf Stefáns B.
Jónssonar á Suður-Reykjum í Mos-
fellssveit árið 1908, og 20 ára af-
mæli Mosfellsbæjar árið 2007.
Samorka vill á þessum tímamót-
um einkum beina sjónum fólks að
því mikilvæga hlutverki sem heita
vatnið hefur gegnt í því skyni að
bæta heilsufar og almenn lífsgæði
Íslendinga. Er þá horft til þátta á
borð við betur kynt hýbýli og því
bætt heilsufar, hreinna andrúms-
loft (í stað kola- og/eða olíureyks),
sundlaugamenningu og þar með
aukin tækifæri til útivistar, hreyf-
ingar og félagslífs.
Nánar á samorka.is
Margar tillögur
RSE stendur fyrir opnu málþingi
um eignarrétt á auðlindum í jörðu í
dag, þriðjudaginn 4. desember.
Fjallað verður um hverjir eigi auð-
lindirnar og hvernig eignarhaldi sé
best fyrir komið. Málþingið fer
fram á Hótel Sögu (salur Harvard
2. hæð) og hefst kl. 16. Framsögu-
menn verða Karl Axelsson, hæsta-
réttarlögmaður og dósent við Há-
skóla Íslands, og Ragnar Árnason,
prófessor við HÍ. Að loknum fram-
sögum verða pallborðsumræður.
Ásamt framsögumönnum munu
Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Frétta-
blaðsins, Sigurður Líndal, prófess-
or við Háskólann á Bifröst, og Birg-
ir Þór Runólfsson, dósent við HÍ,
taka þátt. Gert er ráð fyrir að fundi
ljúki eigi síðar en kl. 18.
Auðlindir í jörðu
ÞRETTÁNDI loftslagsþing aðildar-
ríkja Rammasamnings Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar
hófst á Balí í Indónesíu í gær og
stendur til 14. desember. Fulltrúar
180 ríkja sitja fundinn ásamt fulltrú-
um alþjóðastofnana, félagasamtaka
og fjölmiðla. Hægt er að fylgjast
með vefútsendingum frá þinginu og
nálgast upplýsingar um gang þess á
heimasíðu rammasamningsins á
slóðinni: www.unfccc.int.
Vonast er til að á Balí verði lagður
grunnur að samkomulagi um hvað
taki við þegar Kyoto-bókunin um
takmarkanir á losun gróðurhúsaloft-
tegunda fellur úr gildi í lok árs 2012.
Stefnt er að því að ljúka þessu samn-
ingaferli í Kaupmannahöfn 2009.
Þinginu lýkur á ráðherrafundi
sem hefst 12. desember. Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfisráð-
herra mun sækja ráðherrafundinn
fyrir hönd Ís-
lands. Aðrir í
sendinefnd Ís-
lands á þinginu
eru Magnús Jó-
hannesson, ráðu-
neytisstjóri um-
hverfisráðuneyt-
isins, Anna
Kristín Ólafsdótt-
ir, aðstoðarkona
umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson,
skrifstofustjóri í umhverfisráðuneyt-
inu, Stefán Einarsson, sérfræðingur
í umhverfisráðuneytinu, Sveinn Þor-
grímsson úr iðnaðarráðuneytinu og
Bjarni Sigtryggsson úr utanríkis-
ráðuneytinu.
Auk þeirra sækja fundinn þeir
Árni Finnsson, formaður Náttúru-
verndarsamtaka Íslands, Björgólfur
Thorsteinsson, formaður Land-
verndar, og Pétur Reimarsson frá
Samtökum atvinnulífsins. Ramma-
samningur Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar var samþykktur
í Ríó de Janeiró árið 1992. Markmið
hans er að koma í veg fyrir hættu-
lega röskun á loftslagskerfinu af
mannavöldum, og tryggja þannig að
matvælaframleiðslu í heiminum
verði ekki stefnt í hættu og að efna-
hagsþróun geti haldið áfram á sjálf-
bæran máta.
Auðvelda á aðlögun
Jafnframt er það markmið samn-
ingsins að stuðla að alþjóðlegri sam-
vinnu um að auðvelda félagslega og
efnahagslega aðlögun að loftslags-
breytingum. Kyoto-bókunin var
samþykkt árið 1997 sem viðbót við
rammasamninginn. Samkvæmt
henni eru sett bindandi markmið um
samdrátt í losun gróðurhúsaloftteg-
unda á tímabilinu 2008-2012.
Þing um loftlagsbreyt-
ingar hófst á Balí í gær
Hugi Ólafsson
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„ÞAÐ blasir við að það þarf að tvö-
falda veginn á Kjalarnesi og tvöfalda
[Hvalfjarðar]göngin miðað við þá
umferðaraukningu sem orðið hefur
og útlit er fyrir að verði á næstu ár-
um,“ segir Gísli Gíslason, stjórnar-
formaður Spalar. „Spurningin er sú
hvernig menn vilja taka á málinu og
hvort menn hafa einhvern hug á því
að Spölur komi að því með einhverj-
um hætti eða ekki,“ bætir hann við.
Afhenda göngin skuldlaus
Stjórn Spalar ehf. bíður nú svara
frá ríkisstjórninni um mögulega
þátttöku Spalar í tvöföldun Hval-
fjarðarganga. Stjórnin hefur kynnt
Kristjáni L. Möller samgönguráð-
herra þrjá kosti sem félagið og rík-
isvaldið standi frammi fyrir varðandi
málefni Spalar og ganganna vegna
uppgreiðslu skulda, gjaldskrár
ganganna, hugsanlegrar aðildar
Spalar að tvöföldun ganganna og
þess verkefnis ríkisins að tvöfalda
veginn á Kjalarnesi. Stjórn Spalar
ætlar að taka afstöðu til málsins á
næstunni og telur hún að það þurfi
stjórnvöld sömuleiðis að gera.
Þeir þrír kostir sem stjórn Spalar
telur að félagið og stjórnvöld þurfi að
taka afstöðu til fljótlega eru eftir-
taldir:
1. Að gjaldskrá Spalar verði haldið
óbreyttri næstu árin. Þannig verði
að óbreyttu unnt að ljúka við að
greiða skuldir félagsins árið 2015 og
afhenda ríkinu Hvalfjarðargöng
skuldlaus, þremur árum fyrr en gert
er ráð fyrir í samningum.
2. Að innheimta veggjald í Hval-
fjarðargöngum út samningstímann,
þ.e. til 2018, en lækka gjaldið enn
frekar innan tveggja til þriggja ára.
3. Að halda óbreyttu veggjaldi til
ársins 2018 og nota umframtekjur af
umferðinni til að fjármagna að hluta
tvöföldun Hvalfjarðarganga og flýta
jafnframt fyrir framkvæmdinni.
Niðurstöðu úr kostnaðarmati
að vænta í vor
Spölur og Vegagerðin undirrituðu
samkomulag í janúar á þessu ári um
að Spölur hraðaði um 10 ár uppgjöri
á 150 milljóna króna skuld við Vega-
gerðina og að þessum fjármunum
yrði varið til undirbúnings fram-
kvæmda við að tvöfalda þjóðveginn
um Kjalarnes og gera ný göng undir
Hvalfjörð. Vegagerðin leggur 100
milljónir króna til viðbótar í þessa
undirbúningsvinnu á árunum 2007
og 2008.
Gísli segir að ágæt samvinna eigi
sér stað við Vegagerðina varðandi
undirbúning, sem hafinn er fyrir
nokkru, um rannsóknir og gerð
kostnaðarmats. Segir Gísli að búast
megi við að skýr mynd af honum geti
legið fyrir næsta vor.
„Í framhaldi af því fer að halla
nærri því að menn hugi að með
hvaða hætti eigi að framkvæma
þetta. Þá fellur það saman við hvern-
ig menn vilja stýra Spalarskútunni
áfram,“ segir hann.
Á aðalfundi Spalar sagði Gísli aug-
ljóst að ef ekki væri áhugi eða sátt
um að safna fjármunum til að hefja
framkvæmdir við tvöföldun Hval-
fjarðarganga næði það mál ekki
lengra og myndi Spölur þá ekki huga
frekar að undirbúningi þeirrar fram-
kvæmdar. „Stefna félagsins yrði þá
sú að halda óbreyttu gjaldi og flýta
uppgreiðslu lána. Ef óskir eru um
það af hálfu ríkisins að lækka
veggjaldið og halda innheimtu þess
áfram til ársins 2018 myndi stjórn
Spalar taka þann þátt til sérstakrar
skoðunar,“ sagði hann.
5.470 ökutæki um göngin á dag
Umferð um Hvalfjarðargöng hélt
áfram að aukast á þessu ári. Frá 1.
október í fyrra til 30. september sl.
fóru alls 1.996.501 ökutæki um göng-
in, sem er 8,94% aukning. Þetta sam-
svarar því að um 5.470 ökutæki hafi
farið um göngin að meðaltali dag
hvern.
Á fyrsta rekstrarári Hvalfjarðar-
ganga fóru 1.030.778 bifreiðir um
göngin en í ár bendir allt til þess að
sá fjöldi verði um tvær milljónir bif-
reiða.
Í nýtútkominni ársskýrslu Spalar
er tekið fram að það sé ekki hlutverk
Spalar að kveða upp úr um veggjald
heldur sé það viðfangsefni ríkisins.
Fram kemur að aðeins einu sinni á
rekstrartíma Hvalfjarðarganga hef-
ur þurft að hækka gjaldskrá félags-
ins, en a.m.k. þrisvar sinnum hefur
veggjaldið verið lækkað, auk þess
sem gerðar hafa verið breytingar á
afsláttarkjörum. Gjaldið hefur því á
síðustu árum lækkað beint og að
verðgildi.
Í september sl. voru nettótekjur af
hverri bifreið 493 kr. og höfðu þá
lækkað frá því í október 2006 úr 515
krónum eða um 4,3% að því er fram
kemur í ársskýrslu Spalar.
Bíða svars um stækkun
Hvalfjarðarganga
Stefnir í metumferð tveggja milljóna bíla um göngin í ár
Ríkið taki afstöðu til þriggja kosta um veggjald og tvöföldun
Morgunblaðið/Sverrir
Sífellt fleiri Bílum sem aka um Hvalfjarðargöng fjölgar að jafnaði um 13%
á ári. Stjórnendur Spalar telja að sá tími renni upp fyrr en varir að umferð-
arþungi fari umfram eðlileg mörk. Taka þurfi ákvarðanir um tvöföldun.
Í HNOTSKURN
» Tekjur Spalar á liðnu fjár-hagsári fóru lítillega yfir
einn milljarð kr. Rekstrar-
kostnaður nam 229 milljónum
og rekstrarhagnaður af reglu-
legri starfsemi fyrir skatta var
337 milljónir.
» Langtímaskuldir Spalareru nú tæpir 3,6 milljarðar
kr.
» 11. júlí 2008 verður haldiðupp á 10 ára afmæli Hval-
fjarðarganga.