Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Búðardalur | „Það er á engan hall- að þótt sagt sé að það sé Sturlu Þórðarsyni að þakka að Dalasýsla á svo langa og merka skráða sögu frá fyrri öldum Íslandsbyggðar,“ segir Friðjón Þórðarson, fyrrver- andi ráðherra, sem stóð fyrir því að opnuð var Sturlustofa í Dölum til heiðurs lögmanninum og sagnarit- aranum Sturlu Þórðarsyni. Sturlustofa er í Héraðsbókasafni Dalamanna sem er í Stjórnsýslu- húsinu í Búðardal. Ætlunin er að safna þar saman öllum ritum eftir Sturlu Þórðarson og því sem skrif- að hefur verið um hann og rit hans. Sturla Þórðarson er fæddur 1214, sonur Þórðar Sturlusonar í Hvammi í Dölum. „Þegar málið er athugað vekur athygli hversu víða Sturla kemur við sögu,“ segir Frið- jón. Þannig liggja eftir hann mörg og merkileg rit. Friðjón nefnir Landnámabók Sturlu og Íslend- inga sögu í Sturlungu. Hann er einnig höfundur fjölda annarra rita og fræðimenn eigna honum enn fleiri. Lengi verið á döfinni Við opnun Sturlustofu var hengd upp mynd af Dalamanninum Árna Magnússyni handritasafnara og Friðjón og fjölskylda hans afhentu Sturlustofu að gjöf útgáfu af Skarðsbók. „Ég vildi ekki koma al- veg tómhentur til þessarar athafn- ar,“ segir Friðjón. „Þessi hugmynd hefur lengi verið á döfinni og menn höfðu sig nú í að koma formlega á laggirnar,“ segir Friðjón. Hann segir að löngu tímabært hafi verið að gera eitthvað til að halda nafni þessa mikla sagnaritara á lofti. Hann vonast til að opnun Sturlu- stofu sé aðeins byrjunin á ein- hverju meiru og verkefnið þróist áfram. Undirbúningur Sturlustofu hefur meðal annars fengið stuðn- ing ríkisvaldsins samkvæmt fjár- lögum. Friðjón segist hafa rætt málið við marga og allir tekið sér vel. Þannig ætla nokkrir menn að vinna með honum áfram að verk- efninu. Nefnir Friðjón sérstaklega Björn Stefán Guðmundsson hér- aðsbókavörð, Ólaf Pálmason, Bjarna Guðnason og Þórð Frið- jónsson. „Við þurfum nú að vinna úr því sem fram kom við athöfnina í gær,“ segir hann. Mikið verk en skemmtilegt Friðjón er Dalamaður og var um skeið sýslumaður í Búðardal. Sturlustofa er ekki fyrsta fram- faramálið sem hann vinnur að í þágu átthaganna. Hann er formað- ur Eiríksstaðanefndar sem lét byggja tilgátubæinn á Eiríksstöð- um og vinnur að undirbúningi Leifssýningar í Búðardal. Síðasti áfangi síðarnefnda verkefnisins er eftir, að koma upp veglegri sýn- ingu um Leif heppna og landafund- ina. Vonast Friðjón til að nú verði hægt að ráðast í það. „Þetta er mikið verk en mjög skemmtilegt. Allar taka manni vel enda er full ástæða til að halda sög- unni á lofti,“ segir Friðjón þegar talið berst aftur að Sturlustofu. Sturlustofa opnuð í Búðardal Sturlu að þakka hvað Dalirnir eiga merka sögu skráða Skarðsbók Ingibjörg, María og Viðar skoða Skarðsbók við opnun Sturlustofu. Friðjón Þórðarson og fjölskylda gáfu bókina. Ljósmynd/Helga H. Ágústsdóttir Opnun Friðjón Þórðarson opnar Sturlustofu í Héraðsbókasafninu. Suðurland | Vest- mannaeyjabær fékk hæsta styrkinn við fyrstu úthlutun menn- ingarráðs Suðurlands á styrkjum til menn- ingarverkefna. Styrkurinn, þrjár milljónir kr., rennur til verkefnisins „Pompei norðursins“. Menningarráðið úthlutaði um 21,7 milljónum kr. samtals til 55 verkefna. Styrkirnir voru á bilinu 30 þúsund kr. til 3 milljóna kr. Þeir voru afhentir við at- höfn sem fram fór í Listasafni Árnes- inga í Hveragerði í fyrradag. Kammerkór Suðurlands fékk styrk að fjárhæð 1,5 milljónir vegna verkefnisins „Tavener“. Sömu fjárhæð fékk Sigur- geir ljósmyndari ehf. vegna vefsetursins Eldgos í Eyjum. Hannes Lárusson fékk eina milljón vegna verkefnis sem hann nefnir „Íslenski bærinn“ og Karlakór Hreppamanna sömu fjárhæð vegna verkefnis sem tengist Sigurði Ágústs- syni tónskáldi. Stórsveit Suðurlands fékk styrk að fjárhæð 780 þúsund vegna tónleikahalds. Vestmannaeyjabær fékk 700 þúsund vegna stórtónleika Sigur Rósar í gíg Eldfells og Menningarfélag um Brydebúð sömu fjárhæð vegna sýn- ingar um Skaftfelling. Meðal annarra verkefna sem styrkt voru má nefna Sveitarfélagið Ölfus vegna „Verstöðin Þorlákshöfn“, Karl Hallgrímsson og Hilmar Örn Agnarsson vegna verkefnis sem nefnist „Í liði með listamönnum“, Fiska- og náttúrugripa- safn Vestmannaeyja vegna „Maður og lundi“, Skaftárhreppur vegna kammer- tónleika á Kirkjubæjarklaustri, Lær- dómssetrið á Leirubakka vegna „Mannlíf í nýju landi“, Sveitarfélagið Ölfus vegna tónleikaraðarinnar „Tónar við hafið“ og Byggðasafn Árnesinga vegna heimildar- myndar um Húsið á Eyrarbakka. Pompei norðurs- ins fékk hæsta menningarstyrk Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HELGI Jónsson hefur lengi fengist við skriftir, stofnaði fyrir margt löngu bókaútgáf- una Tinda og gefur út 12 bækur á þessu ári. Meðal þess sem Helgi gefur út að þessu sinni eru þrjár bækur sem hann hefur skrifað sjálf- ur, tvær í Gæsahúðarflokknum, fyrir börn og unglinga, og ein skáldsaga, Blá birta, þar sem hann fjallar um elstu kynslóðina. Helgi er hálffimmtugur Ólafsfirðingur, nú búsettur á Akureyri. Blá birta byrjaði sem smásaga, að sögn Helga, „reyndar frekar löng smásaga“, eftir að afi hans, Þorvaldur Þorsteinsson, dó árið 1988. „Þá kviknaði hug- mynd að sögu um gamla fólkið, þar sem það sat saman og ræddi um bestu árin. Sagan hét einfaldlega Bestu árin.“ Eftir jarðarför afa síns sá Helgi fyrir sér fullorðin hjón saman í stofu að spjalla. „Þetta var langt samtal þar sem þau voru að rifja upp það besta sem þau höfðu upplifað – til- efnið var dauði vinar.“ Helgi kveðst hafa haft í nógu að snúast á þessum árum. „Ég var nýfluttur norður á Ólafsfjörð, heim á fornar slóðir, var í tvöfaldri vinnu við kennslu og blaðamennsku, og hafði enga nægan tíma til að skrifa bók eins og þessa.“ Hann skrifaði reyndar nokkrar barna- og unglingabækur; segir þær hafa verið stílæfingar. Helgi gaf bækurnar út sjálfur, stofnaði Tind 1989. „Ég var kennari við gagnfræðaskóla og blöskraði úrvalið sem boðið var upp á fyrir kennara og nemendur í íslenskukennslu í skólakerfinu. Kennarar hefðu átt að segja upp störfum! Þetta var afar dapurt,“ segir Helgi og spyr: „Hvernig er hægt að láta þús- undir nemenda lesa bara Íslandsklukkuna án þess að þau fái ógeð á snilldinni? 14-15 ára nemendur lesa ekki Íslandsklukkuna. Það eru bara draumórar. Þá var runa af verkum eftir Jón Trausta ekki til að vekja traust á íslensk- um bókmenntum meðal unglinga. Mér datt því í hug að búa til bók sem gerðist ekki í raunveruleikanum, hefði ákveðna leturstærð og fjallaði um hluti sem nemendur hefðu hugsanlega áhuga á, þótt þeir hefðu í sjálfu sér ekki áhuga á bóklestri. Einhvern veginn varð að draga þá að bókinni, kveikja áhugann. Það tókst bærilega með Gæsahúðarbók- unum.“ Langmestur tími Helga fór í að skrifa aðr- ar bækur, sem hann hefur ekki gefið út ennþá. „Ég á til að mynda fimm skáldsögur nánast tilbúnar til útgáfu og mun gefa þær út á næstu árum,“ segir hann. Helgi tók aftur til við Bláa birtu árið 2005 og kláraði hana í fyrra. Hann segist alltaf hafa haft áhuga á gamla fólkinu, „þessu sem var ungt eða miðaldra löngu áður en maður sjálfur fæddist, þessu hrukkótta og veika fólki, fólkinu með reynsluna.“ Blá birta á að vera látlaus. „Þess vegna segja sumir að ekkert gerist!“ segir Helgi, en vonast til þess að eitthvað kraumi undir niðri. „Rammi sögunnar er dagur í lífi fullorðinna hjóna. Þau ætla að fara til læknis en komast ekki alla leið. Minningarnar sækja á. Hvað verður um gamla fólkið þegar það eldist, þeg- ar vinir týna tölunni, minnið bregst, heilsu hrakar, líkaminn hrörnar, heilinn er ekki jafn sprækur og áður og á það til að týna stað- reyndum úr daglega lífinu? Hvernig bregst fólk við þessum ósköpum ? Hvað gerist þegar líkaminn hrörnar? Það eru ekki bara vöðvar sem missa þrótt sinn og mátt. Minnið á það til að hverfa. Og þá er dýrmætt að eiga ástvini. Þessi saga er um ástina og tryggðina í dvín- andi dagsljósi. Sjálfsagt er það ekki merkilegt umræðuefni í ljósi alls þessa efnahagsbata þjóðarinnar, en ég gat ekki slitið mig frá þessu efni nema með því að klára bókina.“ Helgi segir minningarnar dýrmætar. „Hvað er það fyrsta sem fólk vill bjarga úr brenn- andi húsi? Ljósmyndum fjölskyldunnar. Þær eru öllum dýrmætar, ómetanlegar, þær eru lífið sjálft. Getur eitthvað komið í stað lið- innar stundar nema mynd eða minning? Hvað ef við eigum ekki mynd af tilteknu atviki, fólki? Hvað ef við, sem alla tíð höfum munað ákveðna atburði, hættum að muna þá? Hvað er að gerast? Hvert fara minningarnar? Er einhver sem tekur þær? Man þær einhver fyrir okkur? Hvernig bregst eiginkona við þegar maður hennar hættir að muna? Hvað verður um ást- ina og tryggðina þegar dagsljósið dvín – það er meginþema sögunnar. Hver á að annast mann sem er orðinn andlegt skar og getur ekki séð um sig sjálfur? Konan? Börnin? Heilbrigðiskerfið? Má gefast upp? Er hægt að gefast upp?“ Helgi hefur orð á því að það sé merkileg tilviljun að Edda Andrésdóttir skuli senda frá sér bók um föður sinn þetta sama haust. „Þar fjallar hún um Alzheimer sem hrjáði föður hennar. Svo vill til að Edda tók viðtal við mig um páskana 1975, þá á Vísi; fjallaði um Viku- blaðið mitt á Ólafsfirði, og mynd birtist meira að segja af mér og bróður mínum á baksíðu Vísis. Nú hittumst við þrjátíu árum síðar og hún hefur ekki hugmynd um mig! Kápurnar eru meira að segja sláandi líkar.“ Helgi undirstrikar að hann sé að kljást við skáldsögu og hafi frelsi til að leika sér. Nefni Alzheimer ekki á nafn. „Sagan mín lifir ákveðnu lífi og fylgir ákveðnu lögmáli skáld- skaparins. Þetta er ekki heimildarsaga. Fjarri því. Þetta er allt ímyndun veru- leikans.“ Helgi segir heiminn háværan, en að gamla fólkið eigi á ekki sök á því. „Það er frekar hlutlaus þátttakandi, jafnvel þolandi frekar en gerandi. Gamla fólkið hefur heillað mig alla tíð. En samt er heimurinn ekki sérlega spenntur fyrir gamla fólkinu. Það koma frétt- ir þegar einhver verður 90 ára, 100 ára eða 102 ára. Það er það helsta.“ Helgi segir Bláa birtu fyrst og síðast ást- arsögu. „Fólk kynnist og lifir lífinu saman fram á efri ár. Allt er sjálfsagt, allt fram streymir þar til einhver er orðinn gamall. Meira að segja börnin eru orðin gömul. Hala- rófan öll, barnabörnin og barnabarnabörnin. Það sem einu sinni var sjálfsagt, heilsan, er ekki lengur til staðar. Þetta er ef til vill ekki efni í dramatík í augum einhverra, en hér er saga sem ég vil leggja í dóm lesenda. Við þurfum ekki að þekkja neinn sem hefur tapað sjálfum sér til að skynja þessa bók. Skynja. Það er ekkert að skilja. Þetta snýst allt um að skynja.“ Alltaf haft áhuga á gamla fólkinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helgi Hver á að annast mann sem er orðinn andlegt skar og getur ekki séð um sig sjálfur? Í HNOTSKURN »Eiginkona Helga er Halla HuldHarðardóttir, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru þrjú; Hörður, Hafþór og Halla María. »„Ég hef lengi haft áhuga á gömlufólki; safnaði t.d. röddum gamla fólksins í Ólafsfirði á bláar Philips kass- ettur þegar ég var unglingur en ég not- aði viðtölin í bæjarblað, Vikublaðið, sem ég gaf út vikulega frá því í september 1973 þar til í ágúst 1977. Handleggs- brotnaði þá í vinnuslysi í sjóhúsi og not- aði tækifærið og steinhætti!“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.