Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 23 Eitt af því sem gerirMorgunblaðið sjarm-erandi eru aðsendugreinarnar sem eru birtar án tillits til þess hvort þeir sem skrifa þær hafi vit á því sem þeir eru að fjalla um eða ekki. Þær hafa veitt Íslendingum möguleika á nokkuð óheftri op- inberri tjáningu á öllu sem þeim hefur legið á hjarta og með því leyft þeim að praktísera ábyrgð- arlaust hjal sjálfum sér til léttis og öðrum til angurs. Þegar ég hef kvartað undan þessum aðsendu greinum í eyru ritstjóra Morg- unblaðsins hafa þeir tjáð mér að þessi tegund af eigin létti og ann- arra angri sé ein af forsendum lýðræðis á Íslandi. Það má því leiða að því rök að aðsendu grein- arnar í Morgunblaðinu séu for- faðir bloggsins sem er einn af fáum hornsteinum lýðræðis í landinu eftir að eignarhald fjöl- miðla hraktist á svo fáar hendur sem raun ber vitni. Sunnudaginn 2. desember 2007 birtist í Morgunblaðinu pistill eft- ir tvo lækna, Jóhann Ágúst Sig- urðsson og Elínborgu Bárð- ardóttur, sem er með öll aðals- og einkennismerki aðsendu grein- anna. Pistillinn er fullur af tilfinn- ingum sem ég efast ekki um að séu einlægar, stráður sleggjudóm- um sem eru órökstuddir eða mót- ast af því að höfundarnir hafa ekki kynnt sér málið og endar svo á hreinum ósannindum. Tilefni pistilsins er ný þjónusta sem Íslensk erfðagreining býður upp á sem miðast við að arfgerða- greina fólk (kanna breytileg svæði í erfðamengi þess) og gefa því síðan kost á því að skoða nið- urstöðurnar í samhengi við það sem vitað er um tengsl milli arf- gerðar og áhættu á algengum sjúkdómum og uppruna fólks. Þetta er sem sagt þjónusta sem býður viðskiptavinum upp á þann möguleika að setja sig sjálfa í samhengi við það sem vitað er um mannerfðafræði. Hún er hönnuð til þess að gefa mönnum tækifæri til þess að læra meira um sig sjálfa. Þetta finnst læknunum tveimur vont vegna þess að það geti aukið mönnum áhyggjur að vita hvernig erfðamengi þeirra berst saman við erfðamengi þeirra sem eru með skilgreinda áhættu á sjúkdómum, hvort svo sem hún er mikil eða lítil. Með þessu er gefið í skyn að það sé ekki bara best að menn viti sem minnst um það hvers konar áhættu þeir hafi á algengum sjúk- dómum heldur sé beinlínis rangt að þeir viti um hana vegna þess að þeir muni að öllum líkindum misskilja þekkinguna og nota hana sem ástæðu til þess að íþyngja heilbrigðiskerfinu með því að fara of oft til læknis. Skila- boðin sem felast í þessu eru ein- faldlega þau að það sé best að menn séu ekki að fikta við að afla sér þekkingar um þær hættur sem steðja að heilsu þeirra heldur skilja þetta allt eftir í höndum lækna sem þeir eiga síðan að angra sem minnst. Þessi afstaða læknanna tveggja endurspeglar forræðishyggju sem var ekki óal- geng meðal embættismanna hér á öldum áður en er í engu samræmi við það hvernig nútímamaðurinn lítur á sjálfan sig. Þessi afstaða brýtur líka í bága við aldagamla manngildishugmynd, forsendur stórrar greinar læknisfræðinnar og gildandi hugmyndir um það hvernig menn eigi sjálfir að taka þátt í eigin heilbrigðisþjónustu: Manngildishugmyndin sem ég er að vitna til hér er sú að okkur beri skylda til þess að læra sem mest um okkur sjálf og reikna með því að við höfum kjark til þess að breyta því til batnaðar stökkbreytinguna færðu ekki sjúkdóminn. Staðhæfingin er að því leyti röng að uppgötvun stökkbreytinga í fágætu sjúkdóm- unum hefur leitt til sárafárra nýrra meðferðarúrræða þótt sum- ar þeirra séu meira en hálfrar aldar gamlar. Og það sem meira er, það er oftast erfitt að sjá fyrir sér hvernig megi laga þá galla sem stökkbreytingar í sjaldgæfu sjúkdómunum valda á starfi eggjahvítuefna. Þessu er öðru vísi farið í algengu sjúk- dómunum og mik- ilvægt að gera sér grein fyrir því að þeir eru í eðli sínu allt öðru vísi en sjaldgæfu sjúkdóm- arnir. Í fyrsta lagi er alltaf umhverf- isþáttur í áhættunni á algengu sjúkdóm- unum en nær aldrei í þeim sjaldgæfu. Þetta þýðir að það er eitthvað í umhverfi okkar sem hefur áhrif á sömu líf- fræðilegu ferla og þær erfðabreytingar sem auka áhættuna á sjúkdómunum al- gengu og í sömu átt. Þetta vekur þær von- ir að það sé hægt að setja eitthvað út í umhverfið (eins og lyf eða lífstílsbreyt- ingar) til þess að minnka líkur á því að arfgeng áhætta verði að sjúkdómi. Þar af leiðandi hefur nýja erfðafræðin aukið meira meðferðarvonir í al- gengum en sjaldgæfum sjúkdóm- um. Það er líka ljóst að það er samspil erfða og umhverfis sem við hljótum að beina sjónum okk- ar að og það sem mestu máli skiptir þegar kemur að erfðaþátt- unum er hvernig við nýtum skiln- ing á þeim til þess að hjálpa okk- ur við að hanna umhverfi sem hlúir að heilsu. 2. Þegar höfundarnir segja að forspárgildi erfðaupplýsinga um algenga sjúkdóma, eins og þá 17 sem taldir eru upp hjá ÍE sé óljóst eða lítið, er um að ræða heldur vafasama staðhæfingu. Það er fyrst og fremst fátt óljóst þeg- ar kemur að þeirri áhættu sem fylgir breytanleikunum sem er lýst hjá ÍE og þeir hafa allir verið þaulreyndir. Meðal þeirra er til dæmis breytanleiki sem tvöfaldar líkur á hjartaslagi hjá tiltölulega ungu fólki, annar sem tvöfaldar líkur á krabbameini í blöðruháls- kirtli og sá þriðji sem tvöfaldar líkur á sykursýki fullorðinna. Áhætta af þessari stærðargráðu er nokkuð sem samfélagið hefur tekist á við um margra ára skeið, til dæmis í tengslum við hækkun á kólesteróli í blóði og krans- æðastíflu. Það er líka alrangt að það séu engin úrræði til staðar til þess að takast á við þá áhættu sem um ræðir nema að hreyfa sig meira, borða hollan mat og reykja ekki. Þetta eru að vísu allt góð ráð en það gengur illa að fá menn til að fara að þeim og þarf þá jafnvel hvatningu (eða kvíða) sem á rætur sínar í niðurstöðum erfðaprófa til þess að koma mönn- um yfir þröskuldinn. 3. Tvímenningarnir kvarta und- an því að það vanti upplýsingar um kosti og galla þjónustunnar á heimasíðu ÍE. Hér misskilja þau hrapallega það sem í boði er og ætti þó ekki að vera erfitt fyrir þau að sækja um það upplýsingar. Það sem er boðið upp á eru ekki erfðapróf heldur möguleiki á að fá nákvæma arfgerðagreiningu og síðan að geta skoðað niðurstöð- urnar í samhengi við það sem vit- að er um arfgerðir sem sýnt hef- ur verið fram á að tengjast sjúkdómsáhættu. Það fylgja síðan nokkuð nákvæmar upplýsingar um sjúkdóma og eðli áhættuþátta, hvernig þeir eru reiknaðir út og hvernig megi bregðast við þeim. Það er hins vegar lögð rík áhersla að ekki sé um erfðapróf að ræða. 4. Læknarnir tveir rekja harm- sögu þess þegar sjúkrahús ein- hvers staðar út í heimi hafi upp á sínar eigin spýtur farið að bjóða upp á erfðafræðilega skimun fyrir sykursýki (gerð I) hjá nýfæddum börnum. Þessi skimun olli for- eldrum í það minnsta eins barns miklum kvíða vegna þess að það féll í áhættuhóp. Guði sé lof fékk barnið ekki sykursýki en foreldr- arnir höfðu þjáðst vegna þess að þau voru sífellt að búast við því að barnið yrði lasið. Í kjölfarið stöðvuðu yfirvöld skimunartilboð sjúkrahússins. Áfram halda lækn- arnir tveir: „ÍE hefur nú um nokkurt skeið boðið upp á skimun fyrir sykursýki af tegund I, eins og greint er frá að yfirvöld er- lendis hafi stöðvað í dæminu hér að ofan. Okkur finnst því ekki óeðlilegt að heilbrigðisyfirvöld hérlendis taki þá skimun til at- hugunar.“ Við þessa frásögn hef ég ýmislegt að athuga. Í fyrsta lagi er alls ekki víst að það hafi verið skynsamlegt af yfirvöldum í þessu ónefnda útlandi að stöðva skimunina. Það fer allt eftir því á hverju skimunin byggðist, hvernig hún var boðin og hvernig nið- urstöður voru birtar foreldrunum. Sá möguleiki er svo sannarlega fyrir hendi að skimunin hafi verið snjöll og slysið hafi verið ákvörð- unin að hætta henni. Lesendanum er einfaldlega ekki boðið upp á þann möguleika að leggja mat á söguna. Það sem truflar mig hins vegar mest við skimunarsöguna er að ÍE hefur aldrei boðið upp á skimun fyrir sykursýki af tegund I, né fyrir nokkrum þeim sjúk- dómi sem leggst á börn. Hér nota því prófessorinn í heimilis- lækningum og formaður félags heimilislækna sögu úr ónefndu landi, um skimunarpróf sem ekk- ert er sagt frá, til þess að varpa rýrð á skimunarpróf sem ÍE hef- ur aldrei boðið upp á. Og geri aðrir betur. Að endingu vil ég leggja áherslu á að notkun uppgötvana í mannerfðafræði til þess að meta áhættu sem einstaklingar (og samfélagið í heild) hafa á hinum ýmsu algengu sjúkdómum er í fullu samræmi við það hvernig læknisfræði hefur verið stunduð um langan tíma. Það hefur alltaf verið partur af starfi læknisins að meta áhættu á sjúkdómum og af meðferð og að reyna að útskýra fyrir sjúklingum (og heilbrigðu fólki) hver áhættan sé og hvernig megi bregðast við henni. Það sem er nýtt hér og víða annars staðar, er að nú er ekki allur aðgangur að upplýsingum um læknisfræði og áhættu á sjúkdómum í gegnum lækna og við það vinnst töluvert frelsi. Það er líka vel þess virði fyrir læknana tvo að hyggja að því að ÍE er ekki að bjóða þessa þjónustu sérstaklega á Íslandi heldur um allan heim og er því í stífri samkeppni við í það minnsta tvö önnur fyrirtæki, Navigenics og 23 and Me. Munurinn á ÍE og hinum fyrirtækjunum tveimur er að þau hafa ekkert lagt af mörk- um til mannerfðafræði sem þessi þjónusta byggist á en ÍE hefur upp á síðkastið leitt heiminn í rannsóknum á því sviði. Hjá okk- ur er þessi þjónusta því í höndum þeirra sem bæði kunna og geta. Það er því full ástæða fyrir okkar smávaxna samfélag að vera hreykið af því hvernig ÍE er að varða veginn inn í nýjan kafla í sögu fyrirbyggjandi læknisfræði. um sjálf okkur sem breytt verður, höfum kjark til þess að horfast í augu við það sem ekki verður breytt og berum til þess gæfu að sjá muninn á þessu tvennu. Sú stóra og vaxandi grein læknisfræðinnar sem ég er að tala um er fyrirbyggjandi lækn- isfræði sem byggist alfarið á því að hægt sé að meta áhættu á sjúkdómum sem síðan leiði til þess að það séu gerðar ráðstaf- anir til þess að minnka áhættuna. Getan til þess að meta áhættuna hlýt- ur alltaf að koma á undan getunni til þess að fyrirbyggja, nákvæmlega eins og getan til þess að greina sjúkdóma hlýtur alltaf að koma á undan getunni til þess að meðhöndla. Þar af leiðandi er það ávinningur fyrir læknisfræðina sem og einstaklinginn að hægt sé að meta áhættuna á sjúkdóm- um þótt ekki sé búið að finna aðferðir til þess að fyrirbyggja þá. Þær hugmyndir sem menn hafa um það hvernig þeir eigi að taka þátt í eigin heilbrigðisþjónustu sem ég nefndi hér að ofan og stangast á við skoðanir tvímenninganna end- urspeglast í því að þegar nútíma- maðurinn leitar læknis hefur hann oftast farið á netið og náð sér í töluvert af upplýsingum um eigin sjúkdóm eða einkenni. Og ég efast ekki um að það leiði stundum til kvíða hjá sjúklingum og auki erfiði læknisins þegar hann þarf ekki bara að uppfræða sjúklinginn heldur líka að takast á við þá þekkingu sem sjúkling- urinn hefur náð sér í áður en hann kom á stofu til hans. Þjón- usta Íslenskrar erfðagreiningar býður upp á þann möguleika að menn geti tekið þessa þróun inn í fyrirbyggjandi læknisfræði og farið til síns læknis og sagt hon- um að þeir hafi óvanalega mikla áhættu á því að fá ákveðinn sjúk- dóm og spurt hvort það sé eitt- hvað sem þeir geti gert í því. Og stundum verður læknirinn að svara eitthvað á þessa leið: Nei, það er ekkert sem við get- um gert eins og stendur annað en að fylgjast grannt með þér. En vonandi finnst eitthvað fyrr en síðar sem gerir okkur kleift að fyrirbyggja sjúkdóminn og þá er gott að vita að þú sért í áhættu- hópi svo við getum kallað þig inn. Sjúklingurinn fer heim og er kannski áhyggjufullur, en það er vegna þess að hann valdi að læra þetta um sjálfan sig og það á að vera hans val. Þegar orðnar eru til aðferðir til þess að meta arf- genga þætti í áhættu á sjúkdóm- um þá á það ekki að vera á valdi læknastéttarinnar að segja fólki að það megi ekki láta meta sig vegna þess að það gæti orðið áhyggjufullt. Víkjum nú að einstökum mis- færslum í grein tvímenninganna: 1. Í annarri málsgrein segja höfundarnir að það hafi í mörgum tilfellum verið sýnt fram á afger- andi ávinning af erfðagreiningu, sérstaklega á sviði sjaldgæfra arf- gengra sjúkdóma. Því miður er þessi staðhæfing um sjaldgæfu sjúkdómana um margt röng en þó ekki um allt. Hún er rétt að því leyti að grein- ingarpróf í mörgum en þó ekki öllum sjaldgæfu sjúkdómunum eru afdráttarlaus. Ef þú ert með stökkbreytinguna, þá færðu sjúk- dóminn og ef þú ert ekki með Að læra um sjálfan sig – að ráða sér sjálfur Eftir Kára Stefánsson » Þar af leið-andi hefur nýja erfða- fræðin aukið meira meðferð- arvonir í al- gengum en sjaldgæfum sjúkdómum. Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Kári Stefánsson gera svo nauður. við að ð þurfum hvers við m ekki egar sem fa á lífið vera þátt- máli í sam- ning til ut. Þetta tarfi og afræði r, sem nn ein- um hætti að sinni endurhæfingu frá upphafi,“ sagði Geirlaug Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri Starfsendurhæf- ingar Norðurlands. „Það er mikill heiður að fá þessi verðlaun,“ sagði Valentína Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Móður náttúru. Segir hún það skipta for- svarsmenn Móður náttúru miklu að þeim takist að skila góðum hlutum til samfélagsins, bæði í þeirri vöru sem framleidd er, en ekki síður í já- kvæðum skilaboðum til starfs- manna. „Við viljum að fólki líði vel hjá okkur,“ segir Valentína og tek- ur fram að lykillinn að góðu starfi og góðum árangri sé að gera hlut- ina frá hjartanu. sdóttir, framkvæmdastjóri, og Soffía Gísladótt- fsendurhæfingar Norðurlands. , vilja og o margt“ á alþjóðadegi fatlaðra Morgunblaðið/Ómar gar Sæby, Árni Freyr, Freyja, Auður Árnadótt- sín í því að breyta viðhorfi fólks til fatlaðra. anna Þroskahjálpar Morgunblaðið/Ómar æmdastjóri stúdentaráðs KHÍ, Adrían Ó. S. adóttir, formaður Þroskahjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.