Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
hinn 28.11. 2007 þar sem Vil-
hjálmur Egilsson segir að núver-
andi réttindakerfi
framleiði öryrkja vil
ég koma hér á fram-
færi nokkrum leiðrétt-
ingum sem segja
meira um ástandið
heldur en flestir gera
sér grein fyrir og ég
tel það mjög mik-
ilvægt að fólk hugsi
aðeins út í það sem ég
ætla að telja upp hér
á eftir hvað það varð-
ar.
Í fyrsta lagi þá spyr
ég úr hvaða stéttum
koma öryrkjar helst? Svar: Jú. Úr
láglaunastéttum. Og þá af hverju
úr þeim? Jú. Vegna þess að fólk
þarf að þræla baki brotnu á lægstu
laununum í minnst 12 tíma á dag
til að eiga í sig og á. Margir hafa
jafnvel verið í tveim til þrem
vinnum til að geta séð sér og sínum
farborða og það að vinna þannig í
mörg ár jafnvel áratugi gerir það
að verkum að fólk verður að út-
slitnum aumingjum langt fyrir ald-
ur fram. Einnig sem það er stað-
reynd að þegar fólk er sífellt þreytt
þá er meiri hætta á slysum eða
óhöppum og þó vinnudagurinn sé
langur er það ekkert ávísun á meiri
afköst starfsmannsins. Reyndar
hafa rannsóknir sýnt að sá sem
vinnur í 8 tíma afkastar að jafnaði
meiru heldur en sá sem vinnur í 10
til 12 tíma.
En hverjir eru það sem í raun
bera ábyrgð á fjölgun öryrkja? Jú
það eru í fyrsta lagi atvinnurek-
endur og í öðru lagi verkalýðs-
félögin. Hvers vegna? Jú vegna
þeirrar stefnu að
halda niðri launum og
stuðla þannig að óhóf-
legri yfirvinnu til að
fólk geti haft í sig og
á. Stjórnvöld bera
einnig ábyrgð á
ástandinu með því að
vera óábyrg í skatta-
málum og þessi sí-
fellda skattalækkun
skilar þeim lægst
launuðu engum ávinn-
ingi heldur aðeins
þeim sem eru með há-
ar tekjur. Þarf ekki
stærðfræðiprófessor til að reikna
það út því það sér það hver heilvita
maður.
Hvaða tillögur hef ég svo fram
að færa? Jú, það er einfalt. Hækka
lægstu laun upp í 200 þúsund á
mánuði og hækka skattleys-
ismörkin í 160 til 180 þúsund og
gera fólki þar með kleift að vinna
sína 8 tíma og geta lifað af því. Það
yrði að auki atvinnuhvetjandi fyrir
þá öryrkja sem hafa getu og áhuga
til þess að vinna, en til þess að það
geti orðið verður að hækka skerð-
ingarmörk örorkubóta verulega til
að öryrkjar geti í raun tekið þátt í
atvinnulífinu en þau eru nú 350
þúsund.
Hvað kemur þetta til með að
kosta þjóðfélagið? Því get ég ekki
svarað en ég held þegar á heildina
er litið þá skili þetta þjóðinni betra
starfsfólki, betri framleiðni og það
sem meira er að þetta minnkar fá-
tækt og skilar okkur að auki fjöl-
skylduvænna þjóðfélagi þar sem
börnin fá þá að eyða einhverjum
tíma á degi hverjum með for-
eldrum sínum í stað þess að vera
lokuð inni á stofnunum mestan part
dagsins.
Ég ætla að leyfa mér að segja
það aftur að ég tel yfirlýsingu Vil-
hjálms Egilssonar rakalaust bull
þar sem hann reynir að koma sök-
inni á fjölgun öryrkja alfarið yfir á
núverandi réttindakerfi og honum
væri hollara að skoða hlutina eins
og þeir eru en ekki reyna að búa til
blóraböggul og þannig reyna að
firra sig og umbjóðendur sína
þeirri ábyrgð sem þeir raunveru-
lega bera á þessu ástandi.
Hverjir bera ábyrgð
á fjölgun öryrkja?
Hrafnkell Daníelsson skrifar
opið bréf til samtaka atvinnu-
lífsins, atvinnurekenda og
verkalýðsfélaga á Íslandi
»Margir hafa jafnvelverið í tveim til
þrem vinnum til að geta
séð sér og sínum far-
borða og það að vinna
þannig í mörg ár jafnvel
áratugi gerir það að
verkum að fólk verður
að útslitnum aumingjum
langt fyrir aldur fram.
Hrafnkell Daníelsson
Höfundur er öryrki og búsettur í
Danmörku.
HVERNIG eru starfsstéttir sem
vinna með börnum, eða að mál-
efnum þeirra, búnar undir það að
takast á við mál tengd
kynferðislegu ofbeldi
gegn börnum? Hvernig
búa íslenskir háskólar
nemendur sína undir
slíkt? Þessum spurn-
ingum var leitað svara
við í úttekt sem Barna-
heill létu gera sumarið
2007.
Helstu niðurstöður
úttektarinnar eru þær,
að alls fjalla 32 nám-
skeið í íslenskum há-
skólum að einhverju
leyti með beinum hætti
um kynferðislegt of-
beldi gegn börnum, þar
af voru 17 í Háskóla Ís-
lands. Fimm námskeið
í Lögregluskóla ríkisins
fjalla um þetta mál.
Fjallað var með beinum
hætti um kynferðislegt
ofbeldi gegn börnum í
tæplega 3% námskeiða
innan þeirra deilda sem
skoðaðar voru. Nám-
skeiðin eru jafnmisjöfn
og þau eru mörg. Í sumum nám-
skeiðanna er umfjöllunin í eina
kennslustund en önnur fjalla um
kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
frá ýmsum hliðum og fjalla um
barnavernd og aðra skylda þætti.
Enga heildstæða stefnu er að finna
um kennslu í þessum málaflokki í ís-
lenskum háskólum. Það virðist að
mestu fara eftir áhuga og þekkingu
kennara hvort einhver umfjöllun er
um málefnið og með hvaða hætti.
Úttektin náði til Háskóla Íslands,
Háskólans í Reykjavík, Háskólans á
Bifröst, Háskólans á Akureyri og
Kennaraháskóla Íslands og einnig
til Lögregluskóla ríkisins. Skoðuð
voru námskeið innan deilda eða
brauta, sem útskrifa
fólk sem gera má ráð
fyrir að eigi eftir að
vinna með börnum eða
að málefnum þeirra.
Fagfólk í skólakerf-
inu, í félags- og heil-
brigðisþjónustu, í
dómskerfinu og í lög-
gæslu er í lykilhlut-
verki varðandi for-
varnir og fræðslu,
varðandi greiningu og
þekkingu á einkennum
barna sem hafa orðið
fyrir kynferðislegu of-
beldi, varðandi með-
ferð og stuðning við
börn og foreldra þeirra
og einnig varðandi
meðferðarúrræði og
refsingu fyrir ger-
endur. Góður und-
irbúningur í námi hlýt-
ur að vera ein af
undirstöðum þess að
vel takist til í vinnu
fagfólks, börnum og
samfélaginu til heilla.
Barnaheill hafa um árabil unnið
að málefnum tengdum kynferð-
islegu ofbeldi gegn börnum og telja
samtökin mjög mikilvægt að mótuð
verði heildstæð stefna í íslenskum
háskólum hvað varðar kennslu um
barnavernd og um ofbeldi gegn
börnum.
Á morgun, miðvikudaginn 5. des-
ember, boða Barnaheill til hádeg-
isfundar þar sem nánar verður
fjallað um úttektina og niðurstöður
hennar. Á fundinum verður enn
fremur fjallað um aðkomu Evr-
ópuhóps Barnaheilla að baráttunni
gegn mansali. Fundurinn er haldinn
í Kornhlöðunni, Bankastræti 2,
Reykjavík, frá kl. 12-13 og er öllum
opinn. Skráning fer fram á ran-
ingvars@barnaheill.is
Hvernig er háskólakennslu
um kynferðislegt ofbeldi
gegn börnum háttað?
Margrét Júlía Rafnsdóttir
skrifar í tilefni af 16 daga átaki
gegn kynbundnu ofbeldi
»Enga heild-stæða
stefnu er að
finna um
kennslu í þess-
um málaflokki í
íslenskum há-
skólum.
Margrét Júlía
Rafnsdóttir
Höfundur er verkefnastjóri hjá
Barnaheillum.
JÓLIN, hátíð barnanna, eru að
koma. Tilhlökkun og eftirvæntingu er
þó ekki að finna í hjörtum allra barna.
Hópur barna kvíðir nefnilega jól-
unum. Þar á meðal eru börn foreldris/
foreldra sem eiga við áfengis- og
vímuefnavanda að stríða. Í þessari
grein langar mig að fjalla sérstaklega
um börn foreldra sem hafa litla eða
enga stjórn á áfengisneyslu sinni. Um
jól drekka þessir foreldrar oft meira
en ella þar sem á að-
ventunni og jólahátíð-
inni eru mannfagnaðir
og félagslegar uppá-
komur gjarnan tíðari.
Í aðdraganda jóla og
á jólunum sjálfum líður
barni alkóhólistans oft
illa. Ástand foreldris
sem á við drykkjuvanda
að stríða og aðstæður
sem það skapar valda
því að dýrðarljómi há-
tíðarinnar fær á sig grá-
an blæ og tilhlökkunin
verður kvíðablandin.
Sjúkdómurinn alkó-
hólismi spyr ekki hvort
það er sunnudagur, af-
mælisdagur fjölskyldu-
meðlims, aðfangadagur
jóla eða páskadagur.
Börnin sem kvíða nú
jólunum vegna
drykkjuvanda foreldris
eru farin að hugsa um
hvernig ástandið verði
heima um þessi jól.
Sum börn hafa lifað
mörg jól þar sem drykkja foreldris
hefur sett svartan blett á hátíðina og
nú óttast þau að ástandið verði eins
um þessi jól. Þau biðja og vona innra
með sér að allt verði í lagi enda þótt
reynslan hafi e.t.v. kennt þeim að var-
ast ber að treysta nokkru þegar
áfengi er annars vegar. Þau velta
einnig vöngum yfir því hvort það sé
eitthvað sem þau geti gert til að
mamma eða pabbi drekki ekki ótæpi-
lega á aðfangadagskvöld eða á öðrum
dögum jólahátíðarinnar.
Mörgum þessum börnum finnst
þau ekki geta rætt um kvíða sinn og
áhyggjur við nokkurn mann. Það er
vegna þess að þeim hefur í ótal til-
fellum verið kennt með beinum eða
óbeinum hætti að um þetta má ekki
tala. Sjúkdómurinn meðvirkni sem
herjar einna helst á aðstandendur
alkóhólista nær einnig að festa rætur
í hjörtum barna þeirra eins og hjá
mökum margra alkóhólista. Fjöl-
skyldan og heimilislífið verður að líta
vel út á yfirborðinu þótt vandinn
kraumi innan veggja heimilisins.
Hversu illa sem börnum virkra alkó-
hólista líður gleyma þau því ekki að
um drykkjuskapinn heima má helst
enginn vita. Þau halda þess vegna
áfram að láta sem allt sé í himnalagi
eins lengi og þess er nokkur kostur.
Því miður er meðvirknin, með felu-
leikinn í fararbroddi, oft svo yf-
irþyrmandi að jafnvel þótt einhver í
fjölskyldunni sé farinn að sýna alvar-
leg einkenni andlegrar og lík-
amlegrar vanlíðunar reynist það
sumum fölskyldum samt um megn að
horfast í augu við rót vandans og leita
viðeigandi lausna.
Þess á milli sem kvíða-
hnúturinn í maga barna
virkra alkóhólista herp-
ist við tilhugsunina um
hvort mamma eða pabbi
verði drukkin um jólin
reyna þau að gleyma sér
og taka þátt í jólastemn-
ingunni. Óhjákvæmilega
bera þau heimilislíf sitt
saman við heimilislíf t.d.
vina sinna þar sem sam-
bærilegur vandi er ekki
til staðar. Þau horfa á
fölskvalausa gleði og til-
hlökkun vinanna og
óska þess að þau geti
líka áhyggjulaus hlakk-
að til jólanna. Við svo
óhagstæðan samanburð
upplifa börn alkóhólist-
ans eigin örlög enn bitr-
ari. Tilfinning á borð við
skömm, vanmátt og
vonleysi grípur um sig
og þau spyrja sig hvort
ástandið heima kunni
jafnvel að vera þeim að
kenna, vegna þess að þau hafi ekki
verið nógu þæg eða dugleg börn?
Ég vil skora á foreldra, bæði þá
sem eiga við áfengisvandamál að
stríða og maka þeirra, að setja sig í
spor barna sinna og skynja hvernig
það er fyrir litlar sálir að þurfa að
kvíða jólunum af því að pabbi eða
mamma og stundum jafnvel báðir
foreldrarnir verða kannski ölvuð um
jólin. Sé vandinn einvörðungu hjá
öðru foreldrinu er ábyrgð þess for-
eldris sem ekki drekkur mikil. Það er
á valdi þess foreldris sem ekki drekk-
ur að skapa börnum sínum öruggar
aðstæður þar sem þau geta átt
áhyggjulausa tilveru. Að halda upp á
jólin í athvarfi eða á heimili vina eða
vandamanna gætu orðið gleðilegri jól
fyrir börn sem búa við þær heimilis-
aðstæður sem hér hefur verið lýst.
Minningar um jól þar sem áfeng-
isneysla foreldris réð ríkjum eru
minningar sem seint ef nokkurn tím-
ann hverfa í gleymsku.
Börnin sem
kvíða jólunum
Kolbrún Baldursdóttir skrifar
um áfengisdrykkju á jólum
Höfundur er sálfræðingur.
Kolbrún
Baldursdóttir
» Sum börnhafa lifað
mörg jól þar
sem drykkja
foreldris hefur
sett svartan
blett á hátíð-
ina...
FYRIR borg-
arstjórnarkosning-
arnar vorið 2006 voru
málefni eldri borgara,
ekki síst búsetuúrræði,
eitt stærsta kosninga-
málið. Á 12 ára valda-
tíma R-listans höfðu
þessi mál verið al-
gjörlega vanrækt,
skiptir þá ekki máli
hvort verið sé að fjalla
um framboð öryggis-
og þjónustuíbúða eða
uppbyggingu fé-
lagsmiðstöðva, eins og
til dæmis við Furugerði, Lönguhlíð,
Seljahlíð og Norðurbrún. Á sama
tíma var uppbygging hjúkr-
unarheimila í lágmarki og má þar
um kenna sameiginlegum vand-
ræðagangi ríkis og borgar hvað
varðar allan undirbúning, en upp-
bygging hjúkrunarheimila er sam-
starfsverkefni ríkis og
borgar. Þegar um bygg-
ingu og rekstur slíkra
heimila er að ræða hef-
ur verið samkomulag
um það að ríkið greiði
um 70% stofnkostnaðar
en Reykjavíkurborg um
30%. Ríkinu ber að
greiða rekstrarkostnað
slíkra heimila. Einnig
má nefna að R-listinn
ákvað á sínum tíma að
einungis skyldi fjölgað
um 50 félagslegar íbúðir
árlega á árunum 2006-
2010, sem á engan hátt
gat mætt þörfinni fyrir slíkar íbúðir.
Meirihluti sjálfstæðis- og framsókn-
armanna, ákvað að 100 félagslegar
íbúðir yrðu keyptar eða byggðar ár-
lega á þessu tímabili, meðal annars
fyrir eldri borgara.
Í byrjun júlí á síðasta ári skipaði
ég stýrihóp vegna uppbyggingar og
framkvæmda í þágu aldraðra. Stýri-
hópurinn, undir forystu Jórunnar
Frímannsdóttur, fyrrv. formanns
velferðarráðs, vann mjög gott starf.
Ákveðið var að ganga til samstarfs
við Eir um byggingu rúmlega 100
öryggis- og þjónustuíbúða í Spöng-
inni auk þjónustukjarna og á sama
hátt við Hrafnistu um 100 öryggis-
og þjónustuíbúðir við Sléttuveg.
Einnig voru lagðar fram tillögur um
að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
skrifar um málefni eldri borgara
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Búsetuúrræði og þjónusta
við eldri borgara
»Við sjálfstæðismennmunum fylgja því fast
eftir að staðið verði við
þær samþykktir og fyrir-
heit í búsetuúrræðum og
þjónustu við aldraða …