Morgunblaðið - 04.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 25
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
GUÐMUNDUR Egill Árnason,
gjaldkeri Heimdallar, lýsir velþókn-
un sinni yfir áfengisfrumvarpinu um
að ótakmarkað
frelsi í sölu áfeng-
is verði lögleitt í
nafni frelsis og
Sjálfstæð-
isflokksins. (Mbl.
14. nóv. sl.) Rök-
semd Guðmundar
Egils er sam-
þykkt lands-
fundar Sjálfstæð-
isflokksins, „… að
fólki væri treyst-
andi fyrir svo lítilli ákvörðun sem
hvort það vildi kaupa rauðvínið í 10-
11 eða ÁTVR“. Frelsi/ábyrgð annars
vegar og áfengisböl/vínmenningu
hins vegar þarf að skoða í ljósi sam-
hengis, hafa ekkert með óhefta sö-
lugræðgi að gera, sem virðist undir-
tónn greinar Guðmundar Egils.
Staðreyndin sem við blasir er, að
þrjátíu þúsund manns hér á landi
eiga við áfengisvanda að stríða. Má
reikna með að a.m.k um hundrað og
fimmtíu þúsund manns, fjölskyldur
þessa fólks, eigi í samfélagslegum
erfiðleikum vegna áfengisneyslu
vandamanna sinna fyrir utan alvar-
leg umferðarslys og sjúkdóma, sem
áfengi veldur.
Fjöldi samtaka og almennir borg-
arar hafa lýst andstöðu sinni við
áfengisfrumvarpið: Hjúkr-
unarkvennafélagið, læknafélagið,
kirkjan, SAMAN-hópurinn, Lýð-
heilsustöð, skólabörn, þingmenn í
öllum flokkum, fræðslustjóri/
skólamenn og yfirlæknir á Vogi svo
eitthvað sé nefnt. Eru engir sjálf-
stæðismenn innan framangreindra
samtaka og borgara?
Veit Guðmundur Egill ekki að í
Suður-Evrópulöndum, þar sem vínið
er framleitt og er ódýrt, er verið að
reyna að takmarka áfengisneyslu,
einnig er það yfirlýsing ESB? Nú ný-
lega lýstu læknar, lögmenn og heim-
spekingar í Englandi yfir ófremdar-
ástandi í neyslu áfengis þar, vilja
stytta afgreiðslutíma veitingahúsa
og takmarka sölu þess.
Undirrituð vill benda Guðmundi
Agli á ágæta gein Ellerts Schram
þingmanns í Fréttablaðinu 10. nóv.
sl. Þar segir hann: „Ef ég er alveg
hreinskilinn, þá hef ég sem fjöl-
skyldufaðir mestar áhyggjurnar af
því, hvort og hvenær unglingarnir
mínir falla fyrir þeim freistingum að
smakka áfengi. Það veit enginn hvar
sú drykkja endar.“ Það er merg-
urinn málsins, börnum og unglingum
er fyrir bestu að alast upp við að
áfengi sé vímuefni, sem beri að um-
gangast með varúð. Við eigum að
sýna þá siðferðilegu samfélagslegu
ábyrgð að áfengi getur verið skað-
legt, sem þýðir takmarkað aðgengi.
Ef áfengi er keypt í matvöruversl-
unum 10-11 allan sólarhringinn;
„… leggja bjór að jöfnu við mjólk“,
eins og Ellert skrifar, skapast sú
undirmeðvitund, ekki síst hjá börn-
um og unglingum, að vín sé ómiss-
andi við öll tækifæri. Áfengi er óum-
deilanlega vímuefni sem ber að
meðhöndla sem slíkt rétt eins og
verkjalyf í apótekum hafa afmarkaða
sölu án tilvísunar læknis. Takmarkað
aðgengi áfengis hefur ekkert með
vantraust á fólki að gera, sem er ein
meginröksemd Guðmundar Egils.
Nútímafjölmiðlun með áhrifamiklar
auglýsingar og innrætingu um
neyslu víns er síst það sem vantar
fyrir uppeldi unglinga, sem verður
næsta skref ef áfengisfrumvarpið
nær fram að ganga. Með hvaða sið-
ferðilegum forsendum skrifar Guð-
mundur Egill í nafni unga fólksins í
landinu? Frelsi og ábyrgð verða ekki
sundurslitin í meðferð áfengis. Tak-
markalaust frelsi getur tæplega lagt
grunninn að þeirri vínmenningu sem
öll börn og unglingar þurfa að alast
upp við. Ábyrgðarlaus/takmarkalaus
sala áfengis mun aðeins auka það
áfengisböl sem fyrir er í landinu.
SIGRÍÐUR LAUFEY
EINARSDÓTTIR,
situr í fjölmiðlanefnd IOGT.
Takmarkað aðgengi áfengis
er fyrir venjulegt fólk
Frá Sigríði Laufeyju Einarsdóttur
Sigríður Laufsey
Einarsdóttir
MEÐ þessari grein vil ég taka und-
ir sum þau sjónarmið sem forstjóri
Kaupþings setti fram í viðtali við
Morgunblaðið um helgina þar sem
hann fjallar um útlánsvexti Íbúða-
lánasjóðs í samhengi við stýrivaxta-
ákvarðanir Seðlabankans en hann
nefnir máli sínu til stuðnings að á síð-
ustu fjórum árum hefur Seðlabank-
inn ítrekað hækkað vexti en á sama
tíma hafi Íbúðalánasjóður reynt með
öllum tiltækum ráðum að halda vöxt-
um niðri.
Viðfangsefnið um samspil ákvarð-
ana Íbúðalánasjóðs og
Seðlabanka er hægt að
takast á við án þess að
reiða svo hátt til höggs
að verðtryggingin sé af-
numin sem lausn á við-
fangsefninu. Afnám
verðtryggingar er stórt
mál og ekki til þess fallið
að stilla strengi þessara
stofnana saman.
Ég tel að ekki sé
hægt að bíða með að
taka á samhengi ákvarð-
ana Íbúðalánasjóðs og þeirrar pen-
ingastefnu sem Seðlabankinn rekur
til þess að ná verðbólgumarkmiðum
sínum þar til Ísland tekur upp evru
með inngöngu í Evrópusambandið
eða algjört jafnvægi hafi náðst í hags-
tjórninni eins og viðskiptaráðherra
nefnir í samtali við Morgunblaðið.
Afar þýðingarmikið er að grund-
völlur skapist sem fyrst fyrir lækk-
unarferli stýrivaxta Seðlabankans.
Undirliggjandi þáttur í hækkun verð-
lags umfram verðbólgumarkmið
Seðlabankans á liðnum misserum
hefur verið veruleg hækkun íbúða-
verðs á þessum tíma. Ljóst er að
verðtryggðir húsnæðislánavextir
hefðu átt að hækka mun fyrr til að
hægja á hækkun fasteignaverðs.
Við sem störfum á fjármagnsmark-
aði höfum á liðnum misserum skynjað
að Íbúðalánasjóður upplifi sig í sam-
keppni við bankana um lánveitingar
til íbúðakaupenda. Ef rétt er að slík
viðhorf hafi verið ríkjandi innandyra
hjá Íbúðalánasjóði tel ég að stjórn-
endur sjóðsins misskilji hlutverk
stofnunarinnar. Ef til vill kom upp
rígur á milli aðila vegna þess að bank-
arnir töldu að með innkomu þeirra á
fasteignamarkaðinn væri hlutverki
Íbúðalánasjóðs lokið og stofnunin
óþörf nema í þeim tilvikum að lána til
dreifðustu svæða þar sem bankarnir
kærðu sig ekki um að lána. Nú er
ljóst að Íbúðalánasjóður er ekki á
leiðinni út af markaðnum og því
óþarft fyrir forráðamenn hans að
upplifa sig í samkeppni við aðrar fjár-
málastofnanir.
Hvernig sem því er varið er ljóst að
Íbúðalánasjóður og Seðlabankinn
ganga hvor í sína áttina á sama tíma
og reynt er að koma böndum á verð-
bólguna. Þetta gengur alls ekki leng-
ur. Mikilvægt er að þess-
ari umræðu sé ekki
blandað saman við um-
ræðu um verðtryggingu.
Sem allra fyrst þarf að
stilla saman ákvarðanir
Íbúðalánasjóðs og Seðla-
bankans og eru hæg
heimatökin hjá stjórn-
völdum ef vilji er til stað-
ar. Vil ég varpa hér fram
hugmyndum sem ætti
að vera auðvelt að
hrinda nánast tafarlaust
í framkvæmd:
Einfaldast væri að Íbúðalána-
sjóður fengi meira frjálsræði
um ákvörðun útlánsvaxta þann-
ig að samband yrði rofið á milli
þeirra kjara sem sjóðurinn nýt-
ur á verðbréfamarkaði við lán-
tökur sínar og þeirra vaxta sem
hann býður á nýjum íbúða-
lánum á hverjum tíma. Þannig
yrði stjórn sjóðsins fyrirlagt að
horfa til peningamálastefnu
Seðlabankans á hverjum tíma
við vaxtaákvarðanir sínar.
Fjarlægara en ef til vill ekki
óhugsandi væri að færa vaxta-
ákvörðunarvald á nýjum lánum
Íbúðalánasjóðs alfarið til Seðla-
banka Íslands. Þannig hefði
Seðlabankinn sjálfur ákvörð-
unarvald um verðtryggða
íbúðalánavexti sem mynduðu
gólfið við vaxtaákvarðanir ann-
arra fjármálastofnana til íbúða-
lána.
Aðalatriði málsins er að lands-
mönnum er fyrir bestu að vextir
nýrra fasteignaveðlána yrðu virkur
þáttur við að halda aftur af verðbólgu
í þjóðfélaginu. Þannig myndi há-
vaxtaskeið Seðlabankans styttast til
muna og vextir á fasteignamarkaði
jafnframt lækka hraðar eftir að hafa
tekið hækkunum um tiltölulega stutt
skeið.
Rétt er að halda til haga að verð-
tryggingin leiddi af sér grundvall-
arbreytingu til hins betra fyrir þjóð-
félagið í heild sinni frá þeim tíma að
hún var tekin upp fyrir tæpum 30 ár-
um. Hefði verðtryggingin ekki komið
til á þeim tíma sem til hennar var
stofnað er ljóst að lífeyrissjóðir lands-
manna hefðu brunnið upp á nokkrum
árum. Þá byggjum við Íslendingar
við sama fyrirkomulag í lífeyr-
ismálum og víða á meginlandi Evrópu
þar sem samtímaskattlagning stend-
ur undir lífeyrisgreiðslum. Slíkt
gengur í takmarkaðan tíma en þegar
þjóðirnar eldast og færri og færri
vinnandi eiga að fjármagna lífeyr-
isgreiðslurnar skapast vandamál og
mikið tog á milli þeirra sem vinnandi
eru og þeirra sem fara á eftirlaun.
Nægir að nefna nýleg verkfallsátök í
Frakklandi þar sem nýkjörinn forseti
var að hrinda í framkvæmd áformum
um að hækka óvenjulágan eftirlauna-
aldur nokkurra starfsstétta.
Verðtryggingin var einn af horn-
steinum í uppbyggingu íslenska líf-
eyriskerfisins en sparnaðurinn í kerf-
inu í dag reiknast u.þ.b. 137% af
landsframleiðslu. Slíkt sparnaðar-
hlutfall á sér tæpast hliðstæðu meðal
annarra þjóða. Nánari umfjöllun um
kosti og galla verðtryggingar er efni í
aðra grein.
Samspil Seðlabanka
og Íbúðalánasjóðs
Þorgeir Eyjólfsson tekur undir
sum þau sjónarmið sem for-
stjóri Kaupþings setti fram í
viðtali við Morgunblaðið
» Sem allra fyrst þarfað stilla saman
ákvarðanir Íbúðalána-
sjóðs og Seðlabankans
og eru hæg heimatökin
hjá stjórnvöldum ef vilji
er til staðar.
Höfundur er forstjóri Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna.
Þorgeir Eyjólfsson
í tengslum við félagsmiðstöðvarnar í
Suður-Mjódd, Gerðuberg og Sléttu-
veg í góðu samstarfi við Félag eldri
borgara og Samtök aldraðra.
Heimaþjónustan var efld, akst-
ursreglur fyrir aldraða voru rýmk-
aðar og hafnar fyrirbyggjandi heim-
sóknir til aldraðra, 80 ára og eldri
sem er ætlað að rjúfa félagslega ein-
angrun þeirra. Einnig var lögð mikil
vinna í að efla samvinnu heimaþjón-
ustu og heimahjúkrunar og ná
þannig fram enn betri þjónustu.
Samfylkingin og Vinstri grænir í
borgarstjórn hafa löngum talað um
umhyggju sína fyrir eldri borg-
urum, ekki síst fjölgun búsetuúr-
ræða, en lítið sem ekkert aðhafst,
fyrst og fremst talað. Reynslan sýn-
ir að það er lítið mark takandi á yf-
irlýsingum þeirra í þessum efnum.
Við sjálfstæðismenn munum fylgja
því fast eftir að staðið verði við þær
samþykktir og fyrirheit í búsetuúr-
ræðum og þjónustu við aldraða sem
fyrrverandi meirihluti beitti sér fyr-
ir og það verði gert í góðri sam-
vinnu við félagasamtök eldri borg-
ara.
Höfundur er formaður borgarstjórn-
arflokks Sjálfstæðisflokksins.
Yfirgefið aldrei vistarveru þar
sem kertaljós logar
Munið að slökkva
á kertunum
i l
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins