Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 29 lagsskap hver annars og vina okkar á veiðislóð. Frá upphafi giltu þær óskrifuðu reglur að athafnir og ábyrgðir hópsins væru félagslegar og enginn einn öðrum fremri. Þá sjaldan að á þessa reglu reyndi hafði Tóti alltaf síðasta orðið því við leituðum til hans vegna þess að hann var bæði réttsýnn og úrræðagóður. Þannig minnumst við Tóta. Það verður tómlegt að snúa aftur austur á heiðar á hreindýraveiðar án hans. Betri félaga en Tóta er ekki hægt að hugsa sér og minningin um glaðan og góðan dreng lifir ávallt með okkur. Á þessum dimmu dögum aðventunn- ar kveðjum við góðan vin og veiði- félaga. Guðbjörgu, Kjartani, Skúla og öðr- um aðstandendum vottum við inni- lega samúð okkar. Þórður og Kristinn. Það er komið að kveðjustund. Kvaddur er Þórarinn Kjartansson viðskiptafræðingur, sérstakur maður og hollvinur. Framkvæmdastjóri Bláfugls. Rekstraraðili og ráðgjafi um flugrekstur og flugflutninga um árabil. Þórarinn Kjartansson var traustur vinur, bekkjarbróðir og samstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1973. Staðfastur og viljasterkur mað- ur sem ávallt gekk hreint til verks. Dugmikill athafnamaður sem ávann sér stuðning og traust með starfi sínu hvar sem hann kom og hvert sem hann fór. Einlæg vinátta okkar hefur vaxið og dafnað í gegnum tíðina. Makar okkar hafa eflt hana enn frekar og látið gott verða betra. Minningar lið- ins tíma, um bjarta skóladaga, loka- spretti í prófum, íþróttir, afslöppun, baráttu lífsgöngunnar, fjölskylduna, flug mannsandans og veruleika, eru okkur nú huggun harmi gegn. Vinátta Þórarins var sérstök og söknuðurinn er mikill að honum flognum. Við þökkum þér samfylgd- ina, stuðninginn og öll tækifæri gleð- innar sem við áttum saman. Djúp eft- irsjá fyllir hugann er við kveðjum þig. En um leið fögnum við þeirri velferð sem þú stuðlaðir að með lífshlaupi þínu. Vinskapur okkar mun lifa út yf- ir gröf og dauða. Við Sigríður Ólafsdóttir vottum fjölskyldu Þórarins Kjartanssonar, Guðbjörgu, Kjartani og Skúla, móður hans Ásdísi, systkinum og öllum að- standendum okkar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði kæri vinur. Árni Rafnsson. Lífið er hverfult – á svipstundu breytist allt, vanmátturinn gagnvart almættinu verður algjör. Þannig er því farið við skyndilegt fráfall náfrænda okkar Þórarins Kjartanssonar sem varð bráðkvadd- ur 17. nóvember sl. Afkomendahópur ömmu okkar Guðrúnar og afa Þórarins á Lauga- vegi 76 er orðinn stór, enda varla von á öðru þar sem systkinin voru 12. Í áranna rás hafa þung högg rofið skörð í hópinn og nú dynur enn eitt höggið yfir. Þórarinn var einn þriggja drengja sem fæddust á nokkurra vikna tíma- bili árið 1952. Allir fengu þeir nafnið Þórarinn eftir móður- og föðurafan- um Þórarni Kjartanssyni sem lést skyndilega langt fyrir aldur fram á fæðingarári þeirra. Skólagöngu sína hófu þeir allir þrír í sama bekk í Ísaksskóla og skal eng- an undra þótt það hafi stundum vald- ið kennaranum einhverjum misskiln- ingi. Þessir þrír jafnaldrar settu einnig sterkan svip á afkomendahóp- inn í afmælis- og fjölskylduboðum. Fullyrða má að Þórarinn Kjartans- son væri þó hinum fremri í prúð- mennsku, hógværð og kurteisi. Eig- inleikar sem hann bar með sér alla tíð og voru einkennandi fyrir allt hans líf. Eftir að barnaafmælum lauk má segja að samgangur hafi ekki verið mikill. Þórarinn fór snemma utan til náms og starfa en alltaf fylgdumst við vel með honum og fengum fréttir af honum og fjölskyldunni frá Dídí móð- ur hans – hvernig hann byggði upp fyrirtæki, umsvifin jukust, fyrst í Ameríku og síðan hér á Íslandi. Í huga okkar systkina var Þórar- inn frændi dæmið um þennan full- komna athafnamann, traustur, áreið- anlegur, á ferð og flugi að byggja upp ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim – laus við tildur og hamagang. Hann bar ekki tilfinningar sýnar á torg né hreykti sér af umsvifum sín- um, en ávallt var stutt í ljúfmennsk- una og kankvíslegt brosið. Hann hlúði vel að fjölskyldu sinni og ekki síst Dídí móður sinni á marg- víslegan hátt. Svipmyndir renna hjá – hann brosandi á leið í 70 ára afmæli föður okkar með risastóra blóma- körfu í fanginu – brosandi og sæll í gönguferð með hundinn sinn í Heið- mörk – glaður, fagnandi í 80 ára af- mæli móður sinnar á síðasta ári. Það er gott að eiga slíkar myndir, þær eru vel geymdar. Við spyrjum – af hverju hann, núna, en fáum engin svör. Lífið er hverfult. Ásamt fjölskyldum okkar og móð- ur, Gerði (Bíbí), sendum við hans nánustu okkar innilegustu samúðar- kveðjur Góður drengur er genginn, blessuð sé minning hans. Auður Sveinsdóttir, Þórarinn Egill Sveinsson. Tóti er farinn í sína hinstu ferð í þessu lífi. Hugur hans leitaði út frá unga aldri enda ferðaðist hann mikið alla tíð vegna starfa sinna. Við kynnt- umst vel í Menntaskólanum í Reykja- vík. Við höfðum báðir áhuga á íþrótt- um, flugi og hinum stóra heimi sem okkur þyrsti í að kanna og skoða. Sú draumsýn okkar beggja rættist þótt með ólíkum hætti væri. Tóti var á þessum árum þegar sigldur enda fað- ir hans flugliði hjá Loftleiðum en frá honum fékk Tóti flugbakteríuna. Tóti var hleðslumaður hjá Loftleiðum í New York eitt sumarið á mennta- skólaárunum og annað hjá Cargolux- fraktflugfélaginu í Lúxemborg. Hann tók einkaflugmannspróf og helgaði starfskrafta sína verkefnum tengd- um flugi og fraktflutningum að loknu námi í viðskiptafræði. Hann vann sig til æðstu metorða hjá Cargolux-flug- félaginu en hjá því félagi starfaði hann sem framkvæmdastjóri til fjölda ára. Að loknu háskólanámi hitt- umst við sjaldan en ég frétti jafnan af honum í gegnum bróður minn, Þór- arin Brand, sem einnig vann hjá Cargolux og Kristin, bróður Tóta. Eftir heimkomu til Íslands setti hann á fót flugafgreiðslufélagið Vallarvini ásamt mági sínum Skúla Skúlasyni og síðar fraktflugfélagið Bluebird ásamt gömlum samstarfsmönnum frá Cargoluxárunum. Hann gekk einnig til liðs við okkur Nýsismenn og gerðist hluthafi í Nýsi og stjórnar- maður árin 1993-1994. Hann lagði okkur þá lið við að byggja upp fisk- veiðiverkefni í Namibíu með reynslu sinni og þekkingu. Síðar seldi hann hlut sinn og sneri sér alfarið að flug- inu. Tóti var áræðinn og slyngur við- skiptamaður, brautryðjandi á mörg- um sviðum. Hann var einn fremsti sérfræðingur Íslendinga í flugfrakt- flutningum og flugafgreiðslu og vann fjölda ráðgjafarverkefni á því sviði fyrir flugvelli og flugfélög um allan heim um tíma. Hann náði langt og komst hátt á eigin verðleikum einum saman. Hann var það sem Amerík- anar kalla „self made man“. Síðustu árin hafa leiðir okkar legið saman suður á Keflavíkurflugvelli. Hann með félögin Vallarvini og Bluebird og ég í stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar hf. Mér er minnisstæð rimman sem Tóti tók þegar hann braut á bak aftur einokun Flugleiða hf. á flugaf- greiðslu á Keflavíkurflugvelli. Hann beitti sér af fullum þunga og fékk m.a. Össur Skarphéðinsson, bekkjar- bróður okkar félaga, til að taka málið upp á Alþingi. Nú ríkir samkeppni í flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Við ferðarlok samferðamanna úr líf- inu streyma fram minningarnar um augnablik sem tengja okkur saman. Hinsta kveðja, söknuður, engin frek- ari samskipti, minningarnar einar eftir. Ég hitti Tóta síðla dags mánu- daginn 12. nóvember sl. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann var á leið vestur um haf eins og ég. Við gönt- uðumst góðlátlega með minningar frá handboltaárunum. Hann var bros- mildur, fágaður, glæsilegur á velli en eilítið hlédrægur eins og alltaf. Hann flíkaði aldrei sínum innstu hugsunum eða kveinkaði sér að óþörfu. Ég þakka þér Tóti minn fyrir augnablik- in sem við ferðuðumst saman í þessu lífi. Minningin um þig lifir. Stefán Þórarinsson. Um síðustu helgi varð vinur okkar Þórarinn Kjartansson bráðkvaddur langt fyrir aldur fram á göngu til rjúpna. Við kynntumst Tóta fyrst fyrir 14 árum þegar hann kom ásamt Skúla mági sínum austur á Egilsstaði og við héldum til hreindýraveiða saman. Við áttum ógleymanlega daga saman á margumtöluðum Eyjabökkum og inn við Snæfell. Í þessari ferð var rætt um heima og geima. Um þetta leyti var mikil umræða á Héraði um stækkum flugvallarins á Egilsstöðum og hve mikil lyftistöng það myndi verða fyrir atvinnulíf á svæðinu. Í umræddri ferð ræddum við Tóti þessi mál fram og til baka, enda fáir Íslend- ingar með meiri reynslu af flugi, flug- frakt og flugrekstri en hann. Ári áður hafði stækkun flugvallarins verið að- alhitamálið fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar á Egilsstöðum. Eftir að hafa rætt þetta við Tóta varð strax ljóst hve lítil vitglóra hafði verið í um- ræðunni fyrir kosningarnar ári áður. Enda kannski ekki von að tilvonandi bæjarfulltrúar hafi mikið vit á flug- rekstri. Á komandi árum hittumst við svo reglulega og þá oftast í tengslum við veiðiskap og matargerð. Þórarinn og Skúli mágur hans hafa í mörg ár farið fyrir hópi veiðifélaga sem hafa í byrj- un árs farið til veiða í Skotlandi. Við höfum verið svo heppin að vera hluti af þessum félagsskap. Við höfum oft á orði að eftir að hafa haldið jólahátíð- ina hér heima á Íslandi í desember er svo stórhátíð hjá okkur þegar við höldum út til Skotlands í byrjun jan- úar. Það má með sanni segja að hóp- urinn sé svolítið eins og kýrnar á vor- in þegar við hittumst á Keflavíkurflugvelli á leið til Glasgow brosandi allan hringinn. Í Skotlandi varð okkur strax ljóst hve mikill sént- ilmaður og heimsborgari Tóti var. Hann sá líka að ekki var vanþörf á að kenna okkur ódönnuðum félögunum nokkrar grundvallarreglur í mann- legum samskiptum á erlendri tungu. Þarna tókst honum á sinn yfirlætis- lausa hátt að siða okkur félagana til. Við höfum oft hugsað til þess, eftir að ferðalög erlendis urðu stór þáttur af vinnu okkar, hversu mikið við eigum Tóta að þakka að hafa verið okkur fyrirmynd og kennt okkur almennar umgengnisvenjur á enskri tungu. Við viljum á þessum erfiðu tímum senda Guðbjörgu, Kjartani, Skúla og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristín og Bjarni. Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÖGMUNDUR JÓHANNESSON, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðvikudaginn 21. nóvember. Útförin fer fram í Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. desember kl. 13:30. Kristín Ögmundsdóttir, Sigurjón Kristinsson, María Ögmundsdóttir, Sæmundur Einarsson, Alda Ögmundsdóttir, Erlendur Jónsson, Sigurður J. Ögmundsson, Guðrún J. Aradóttir, Jón J. Ögmundsson, Unnur G. Knútsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilega þökkum við öllum þeim fjölmörgu vinum, sem með kveðjum, skeytum og minningargjöfum til líknarsjóða heiðruðu minningu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, RAGNHEIÐAR BJARMAN, sem andaðist 12. nóvember og var jarðsungin 19. nóvember síðastliðinn. Sérstaklega eru þeim færðar þakkir sem sendu minningargjafir í styrktar- sjóð Hjúkrunarfræðiskorar við Háskóla Íslands, sem ber nafn dr. Guðrúnar Marteinsdóttur, hjúkr- unarfræðings, en móður hennar var hann einkar hugleikinn. Nú hvíla þær mæðgur hlið við hlið í Gufuneskirkjugarði. Alúðarkveðjur til ykkar allra. Marteinn Friðriksson, Sveinn Bjarman Marteinsson, Friðrik Marteinsson, Guðbjörg Marteinsdóttir, Sigurður Marteinsson, Björn Ragnar Marteinsson, Sigríður Jóna Marteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SIGURÐARDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Sólvangi, áður til heimilis að Álfaskeiði 64, lést 6. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks D4 á Sólvangi. Svava Jóhannsdóttir, Kjartan B. Ólafsson, Elín Kjartansdóttir, Ingimar J. Þorvaldsson, Jóhann Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Lilja Ingimarsdóttir. ✝ Þökkum öllum sem af hlýhug vottuðu okkur samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU S. MÖLLER, og heiðruðu minningu hennar með ýmsum hætti. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 3C á Sóltúni fyrir umhyggju og alúð. Jakob Þ. Möller, Isabel Contreras Möller, Jóhanna G. Möller, Sigurður Pálsson, Þóra G. Möller Sigurður Briem, Helga Möller, Benedikt Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Kær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEINGRÍMUR SKAGFJÖRÐ FELIXSON, Arnarsmára 16, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans 17. nóvember. Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum samúð og vinarhug. Dana Arnar Sigurvinsdóttir, Friðbjörn Örn Steingrímsson, Kristín Björk Guðmundsdóttir, Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, Björg Jóhannesdóttir, Gréta Sigríður Steingrímsdóttir, Kristján Guðmundsson, Inga Sólveig Steingrímsdóttir, Guðmundur Bragason, barnabörnin og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.