Morgunblaðið - 04.12.2007, Side 31

Morgunblaðið - 04.12.2007, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 31 Atvinnuauglýsingar Ritari /fulltrúi forstjóra Hafrannsóknastofnunin óskar eftir að ráða ritara/fulltrúa forstjóra. Auk almennra starfa ritara forstjóra hefur ritari/fulltrúi umsjón með skjalasafni aðalskrifstofu stofnunarinnar. Leitað er eftir áhugasömum starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt, hefur lokið háskólaprófi og býr yfir haldgóðri reynslu og góðri kunnáttu í íslensku, ensku og norðurlandamáli. Umsækjendur þurfa að hafa góða tölvukunn- áttu og nokkra reynslu af skjalavörslu. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist Hafrannsókna- stofnuninni fyrir 10. desember nk. Hafrannsóknastofnunin er stærsta rannsókna- stofnun landsins á sviði haf- og fiskirannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafsins. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrann- sóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur 5 útibú, tilraunaeldisstöð í eldi sjávarlífvera, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði 160 starfs- menn í þjónustu sinni. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. S. 575 2000 Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir, á eftirfarandi eign: Skessugil 9, 02-0202, Akureyri (225-4579), þingl. eig. Lilja Hannes- dóttir, gerðarbeiðandi Glitnir banki hf, föstudaginn 7. desember 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 3. desember 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrifstofu embættisins að Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir: M.b. Strókur HF-167, skipaskr.nr. 2024, Hafnarfirði, þingl. eig. Þ.A.G. ehf, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf, miðvikudaginn 12. desember 2007 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 3. desember 2007. Tilboð/Útboð Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Reykjavíkurborg Innkaupaskrifstofa Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Sími 411 1042/411 1043 Bréfsími 411 1048 Netfang: utbod@reykjavik.is ÚTBOÐ F.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, mannvirkjaskrifstofu: Sæmundarskóli - jarðvinna. Útboðsgögn fást afhent, hjá síma- og upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur. Opnun tilboða: 14. desember 2007 kl. 14:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 12056 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um mats- skyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Rannsóknaborun við Gráuhnúka. Sveitarfélagið Ölfus. Go-kart kappakstursbraut Iceland Moto- park. Reykjanesbær Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofn- unar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 2. janúar 2007. Skipulagsstofnun. Félagslíf Jóhannes Hinriksson predikar á samkomu í kvöld kl. 20.00.  HLÍN 6007120419 VI I.O.O.F. Rb. 4 1561248-8 ½ III* HAMAR 6007120419 I FJÖLNIR 6007120419 I EDDA 6007120419 III FULLVELDISDAGINN laugar- daginn 1. desember sl. var haldið sjötta minningarmót Ottós Árnason- ar. Á næsta ári verður heil öld liðin síðan Ottó fæddist en hann var um nokkurra áratuga skeið potturinn og pannan í félagslífi Ólafsvíkinga. Hann var formaður verkalýðsfélags, var bíóstjóri og sá um félagsheimilið. Taflfélag Ólafsvíkur, nú Taflfélag Snæfellsbæjar, stofnaði hann árið 1962. Það er án efa vel til fundið að halda alþjóðlegt mót árið 2008 í Ólafsvík til að heiðra minningu þessa mikla frumkvöðuls á Vesturlandi eins og forseti Skáksambands Ís- lands, Guðfríður Lilja, stakk upp á í setningarræðu sinni á Ottómótinu í ár. Þess má geta að eitt slíkt mót hefur verið haldið í Ólafsvík árið 1987. Sem fyrr var Ottómótið vel skipað en í ár tóku þátt tveir stórmeistarar og tveir alþjóðlegir meistarar. Jón Viktor Gunnarsson var fremstur í flokki framan af og þegar sex um- ferðir voru búnar hafði hann fullt hús vinninga en næstir á eftir honum voru Henrik Danielsen, Sigurbjörn Björnsson, Bragi Þorfinnsson og Sigurður Daði Sigfússon með fimm vinninga. Í lokaumferðunum tveim urðu lyktir þær að Henrik, Jón Viktor og Sigurbjörn urðu jafnir og efstir með sjö vinninga af átta mögulegum. Stórmeistarinn Henrik hafði and- stæðingana sína tvo undir í úrslita- skákum og varð meistari eftir harða og jafna baráttu. Henrik varð þar með fjórði stór- meistarinn sem vinnur þetta mót en Hannes Hlífar vann fyrsta mótið, Þröstur Þórhallsson það annað og Helgi Ólafsson hefur unnið mótið tvisvar. Alþjóðlegi meistarinn Stef- án Kristjánsson vann það svo í eitt skipti. Alls tóku 54 skákmenn þátt í mótinu í ár en úrslit efstu manna varð þessi: 1.-3. Henrik Danielsen, Jón Vikt- or Gunnarsson og Sigurbjörn Björnsson 7 v. af 8 mögulegum. 4. Bragi Þorfinnsson 6 v. 5.-9. Ingvar Þ. Jóhannesson, Sig- urður Daði Sigfússon, Björn Þor- finnsson, Omar Salama og Jóhann Ingvason 5½ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir varð hlutskörpust kvenna, Eiríkur Örn Brynjarsson í unglingaflokki, Daði Ómarsson í flokki skákmanna með minna en 2000 skákstig og Sig- urður Örn Scheving í flokki heima- manna. Allir verðlaunahafar fengu vegleg verðlaun sem voru m.a. í boði Snæfellsbæjar, Hraðfrystihúss Hellissands ehf., Fiskmarkaðs Ís- lands, Olís, Deloitte, Söluskálans ÓK í Ólafsvík og fleiri öflugra fyr- irtækja. Eins og venjulega var að loknum fjórum umferðum boðið upp veglegt kökuhald og svo í lokin glæsilega kvöldmáltíð, eða eins og einn skákmaðurinn kallaði það, fermingarveisla í hléinu og brúð- kaupsveisla í kvöldmat. Þar sem útlit var fyrir válynd veð- ur fóru keppendur snemma heim á leið en ef marka mátti símasamtal greinarhöfundar við einn farþega rútunnar mátti ætla að stemningin á meðal skákmanna væri góð þrátt fyrir fjarveru Helga Ólafssonar í að stýra spurningakeppninni í rútunni. Afmælisbarnið, Sigurbjörn Björns- son leysti hann af hólmi og var fyrsta spurningin: „Hvaða lið léku til úrslita í NBA-körfuboltadeildinni í Bandaríkjunum árið 1987?“ Spurn- ingin sem skákmenn gætu spurt á móti er þessi: „Hvaða skákmeistar- ar tefla á alþjóðlega mótinu í Ólafs- vík árið 2008?“ Henrik meistari eftir jafna baráttu Morgunblaðið/Gunnar Björnsson Sigurvegarinn Henrik Danielsen varð efstur á 6. Ottósmótinu. SKÁK Taflfélag Snæfellsbæjar 6. MINNINGARMÓT OTTÓS ÁRNASONAR 1. desember 2007 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is Í minningargrein um Bergþór Guð- jónsson í laugardagsblaðinu 1. des sl. féllu niður síðustu línurnar í grein eftir Guðjón Rögnvaldsson. Við birt- um hér síðustu línurnar úr greininni ásamt lokalínunum sem féllu niður: Beggi sótti konuefnið sitt, hana Gundu, til Færeyja og bjuggu þau heiðurshjón ásamt dætrunum tveim- ur á Hásteinsvegi 51 sem Beggi hafði byggt. Alltaf var ljúft að koma til þeirra í kaffispjall og nokkrar sögur við eldhúsborðið. Að leiðarlokum viljum við Ragnheið- ur og fjölskylda okkar þakka fyrir að hafa átt hann Begga að í öll þessi ár. Hugur okkar er hjá Gundu, dætr- unum Sollu og Guðrúnu og fjöl- skyldum þeirra. Megi almættið styrkja ykkur og styðja. Guðjón Rögnvaldsson. Rangt bankanúmer Misritun varð þegar bankanúmer söfnunarreiknings vegna minn- isvarða um Jón Ósmann var tilgreint í frétt í Morgunblaðinu í gær, mánu- dag. Rétt eru númerin á reikningi „Ferjumannsins“ þannig: Lands- banki: 0161-26-1914 og Kaupþing: 0310-13-1862. Kennitala er í báðum tilvikum 030822-4719. Röng mynd Með frétt í Morg- unblaðinu þar sem sagt var frá frumsýningu á Vatnalífi á Sel- fossi birtist röng mynd. Rétt mynd af Gunnari Sigurgeirssyni birtist hér um leið og beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT Niðurlag í minningar- grein féll niður Gunnar Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.