Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 33
BARNAHEILL boða til há-
degisfundar í Kornhlöðunni
miðvikudaginn 5. desember
kl. 12-13. Hvernig eru starfs-
stéttir sem vinna með börn-
um, eða að málefnum þeirra,
búnar undir það að takast á
við mál tengd kynferðislegu
ofbeldi gegn börnum? Hvern-
ig búa íslenskir háskólar
nemendur sína undir slíkt?
Þessum spurningum var leit-
að svara við í úttekt sem
Barnaheill létu gera sumarið
2007.
Á fundinum mun Margrét
Júlía Rafnsdóttir, verkefn-
isstjóri hjá Barnaheillum,
kynna niðurstöður úttekt-
arinnar. Enn fremur mun hún
fjalla um aðkomu Evrópuhóps
Barnaheilla að baráttunni
gegn mansali. Fundurinn er
framlag Barnaheilla í 16 daga
átaki félagasamtaka gegn
kynbundnu ofbeldi.
Fundastjóri er Petrína Ás-
geirsdóttir, framkvæmda-
stjóri Barnaheilla. Þátttöku
skal tilkynna á: raningvars-
@barnaheill.is
Sjá nánar um 16 daga átak
um kynbundið ofbeldi á:
www.humanrights.is.
Kynferðis-
legt ofbeldi
gegn börnum
og menntun
fagstétta
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 33
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, jóga kl.
9, hádegismatur kl. 12, postulínsmálning og út-
skurður kl. 13, lestrarhópur kl. 13.30 og kaffi 15.
Árskógar 4 | Kl. 8.15-16 baðþjónusta. Kl. 9.-16.30
opin handavinnustofa. Kl. 9-16.30 opin smíðastofa/
útskurður. Kl. 9 leikfimi. Kl. 9.45 botsía.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, handa-
vinna, vefnaður, dagblöð, fótaaðgerð, hádeg-
isverður, línudans, kaffi. Aðventuskemmtun verður
7. des. kl. 17. Söngur, gamanmál, jólasaga, hátíð-
arkór. Jólahlaðborð frá Lárusi Loftssyni. Miðaverð
3.500 kr. Skráning í s. 535-2760 f. 5. des.
Dalbraut 18-20 | Kl. 9-16.00 Vinnustofa í hand-
mennt opin kl. 9-16, leiðb/Halldóra frá kl. 9-12.
Framsögn kl. 14, leiðb/Guðný, félagsvist kl. 14.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13. Fé-
lagsvist kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl.
9.55. Gler- og postulínsmálun kl. 9.30. Handavinna
kl. 10, leiðbeinandi verður til kl. 17. Jóga kl. 10.50.
Hádegisverður kl. 11.40. Róleg leikfimi kl. 13. Alkort
kl. 13.30.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl.
9.15 jóga, kl. 9.30 myndlistarhópur, kl. 10 ganga, kl.
11 leikfimi. kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 bútasaumur,
kl. 18.15 jóga, kl. 20 leshópur.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Línudans kl.
12, karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, trésmíði og tré-
skurður kl. 13.30, kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, spil-
að kl. 13, vatnsleikfimi kl. 14, miðar á jólagleði seldir
í Jónshúsi kl. 10-16.
Furugerði 1, félagsstarf | Kl. 13 frjáls spilamennska.
Herrafatasala frá Herrafataverslun Andrésar verð-
ur frá kl. 13.30 til 15. Aðventuskemmtunin verður
fimmtudaginn 6. des. kl. 20. Allir velkomnir.
Garðaholt samkomuhús | Jólafundur Kvenfélags
Garðabæjar verður haldinn 4. des. kl. 20. Jóna
Hrönn Bolladóttir flytur hugvekju og Ragnar
Bjarnason flytur jólalög. Fundarsölunefnd verður
með varning til sölu. Kaffinefnd – hverfi: 1, 7, 8, 9 og
16 mætir kl. 19.
Hraunbær 105 | Handavinna, glerskurður, hjúkr-
unarfræðingur kl. 9, botsía kl. 10, leikfimi kl. 11, mat-
ur kl. 12, Bónusbíllinn kl. 12.15, kaffi kl. 15. Hár-
greiðslustofan Blær opin alla daga sími 894-6856.
Hvassaleiti 56-58 | Bútasaumur hjá Sigrúnu kl. 9-
13. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádeg-
isverður kl. 11.30. Námskeið í myndlist kl. 13.30-
16.30 hjá Ágústu. Helgistund kl. 14 í umsjón séra
Ólafs Jóhannssonar, söngstund á eftir. Hársnyrting
517-3005.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega.
Jólafundur bókmenntahóps 11. des. kl. 20. Jólahlað-
borð 14. des. kl. 17, húsinu lokað kl. 15. Verð: 3.800
kr. Jólaheimsókn leikskólans Jörva 20. des. Skap-
andi skrif á mánud. kl. 16. Allir velkomnir.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla
kl. 14.20. Uppl. í síma 564-1490 og 554-5330.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, miðvikudag, kl.
13.30 er gaman saman á Korpúlfsstöðum.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og vísna-
klúbbur kl. 9, botsía, kvennaklúbbur kl. 10.15, hand-
verkstofa opin kl. 13. Opið hús, spilað á spil kl. 13,
kaffiveitingar kl. 14.30. Aðventuskemmtun verður
7. desember kl. 17.30, matur, skemmtiatriði og
dans, Ómar Ragnarsson verður veislustjóri.
Leshópur FEBK Gullsmára | Íslenzka stakan og ís-
lenzk fyndni verða í öndvegi 5. desember. Sr. Hjálm-
ar Jónsson dómkirkjuprestur, Ólafur G. Einarsson,
fv. forseti Alþingis, og Steingrímur J. Sigfússon,
formaður VG leiða. Enginn aðgangseyrir.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan opin kl. 9-16, m/leiðb.
Daníel. Vinnustofan í handmennt opin. m/leiðb Hall-
dóra kl. 13-16. Myndlistarnámskeið m/leiðb. Hafdís
kl. 9-12. Þrykk og postulín leiðb. Hafdís kl. 13-16.
Leikfimi leiðb. Janick kl. 10.
Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu
| Bingó kl. 19.30, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höf-
uðborgarsvæðinu, Hátúni 12.
Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík | Jólafundur
verður 6. desember á Grand Hótel við Sigtún kl. 20.
Kaffihlaðborð, leiksýning, o.fl., munið jólapakkana.
Verð 2.000 kr
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir, mynd-
mennt kl. 9-16, enska kl. 10.15, hádegisverður kl.
11.45, leshópur 13.30, spurt og spjallað /Mynd-
bandasýning kl. 13, bútasaumur og spil kl. 13-16,
kaffiveitingar kl. 14.30.
Kirkjustarf
Áskirkja | Opið hús kl. 10-14. Föndur og spjall.
Bænastund í umsjá sóknarprests kl. 12, léttur há-
degisverður eftir bænastundina.
Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 17.30.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11, kirkjustarf aldr-
aðra kl. 11.45, léttur málsverður. Helgistund og sam-
vera, umsjón dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, kaffi.
KFUM&K fyrir 10-12 ára kl. 17- 18.15. Æskulýðsstarf
Meme fyrir 9.-10. bekk kl. 19.30-21.30. (www.digra-
neskirkja.is)
Fella- og Hólakirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Org-
elleikur, íhugun og bæn. Kirkjustarf eldri borgara kl.
13-16 í safnaðarheimili kirkjunnar. ,,Steinafólkið“
Auður Gísladóttir listakona kemur í heimsókn.
Kaffiveitingar. Helgistund í kirkju.
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30.
Hægt er að senda kirkjunni bænarefni á bjorg@ke-
fas.is
Fríkirkjan Kefas | Almenn bænastund kl. 20.30.
Hægt er að senda inn bænarefni á bjorg@kefas.is
Grafarvogskirkja | Opið hús fyrir eldri borgara kl.
13.30-16. Helgistund, handavinna, spilað og spjall-
að. Kaffiveitingar. TTT fyrir 10-12 ára í Engjaskóla
og Borgaskóla kl. 17-18.
Grensáskirkja | Kyrrðarstund kl. 12.10. Stutt helgi-
stund með altarisgöngu og bæn fyrir bænarefnum.
Að helgistund lokinni gest kostur á málsverði í
Safnaðarheimili gegn vægu gjaldi.
Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15-11, í
umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar héraðs-
prests.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK kl. 20. Aðvent-
an og við. Sr. María Ágústsdóttir íhugar boðskap
aðventunnar. Kaffi eftir fundinn. Allar konur eru vel-
komnar.
Laugarneskirkja | TTT-fundur kl. 16 (5.-6. bekkur).
Umsj. hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Andri Bjarna-
son. Kvöldsöngur kl. 20, Þorvaldur Halldórsson
leiðir sönginn og sóknarprestur flytur Guðsorð og
bæn. Sorgarhópur með Sigrúnu Guðmundsdóttur
og trúfræðsla hjá sr. Bjarna Karlssyni kl. 20.30.
Vídalínskirkja Garðasókn | Opið hús kl 13-16. Spil-
að og rætt saman. Spiluð vist, bridds og lomber,
púttgræjur á staðnum. Kaffi kl. 14.45. Akstur fyrir
þá sem vilja, upplýsingasími: 895-0169.
Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðastund er kl. 12.
Tónlist leikin og ritningartextar lesnir frá kl. 12.10.
Súpa og brauð kl. 12.30, 400 kr.
dagbók
Í dag er þriðjudagur 4. desember, 338. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. (I. Kor. 12, 4.)
Þjónustuhópur Stjórnvísi býðurtil fyrirlestrar næstkomandiföstudag, kl. 8.30 til 10 í gamlaMorgunblaðshúsinu, jarðhæð.
Þar mun Emil B. Karlsson, for-
stöðumaður Rannsóknaseturs versl-
unarinnar flytja erindið Nýsköpun í
þjónustugreinum.
„Mikil nýsköpun hefur átt sér stað í
þjónustugreinum hér á landi, og ætla ég
að ræða um þróunina og hvað þurfi að
gera til að stuðla að enn frekari nýsköp-
un á þessu sviði,“ segir Emil. „Vert er
að hafa í huga að þjónustugreinar hafa
ekki setið við sama borð og aðrar grein-
ar hvað varðar stuðning til nýsköpunar,
og virðist allt stuðnings- og styrkjakerf-
ið miðast við framleiðslugreinarnar,
þrátt fyrir að um 70% af vinnuafli á Ís-
landi starfi í þjónustugreinum, og að
þær standi undir tveimur þriðju af
landsframleiðslunni og þriðjungi gjald-
eyristekna.“
Emil segir að sumum virðist verka
framandi, að hægt sé að stunda nýsköp-
un í þjónustugreinum eins og til dæmis
fjármálastarfsemi, verslun og ráðgja-
fastarfsemi: „Hugtakið nýsköpun verð-
ur fyrst til með komu nýsköpunartog-
aranna á sínum tíma, og breiddist
hugtakið síðan út til iðnaðarins og há-
tækni. Á meðan nýsköpun í fram-
leiðslugreinum snýst oftast um að búa
til nýja vöru og tæknilausnir, þá snýst
nýsköpun í þjónustugreinum um bætta
starfsferla og betri nýtingu mannauðs.“
Emil bendir jafnframt á að nýsköpun í
þjónustugreinum hafi staðið undir
styrkingu íslenska hagkerfisins á und-
anförnum árum: „Fjármálaþjónusta,
flutningastarfsemi og verslun hafa þar
leikið mun stærra hlutverk en fram-
leiðslugeirinn.“
Emil segir aldrei hafa verið mik-
ilvægara að styrkja þjónustugrein-
arnar: „Mikilvægt er að byggja upp
sterka virðiskeðju, allt frá framleiðslu
til markaðssetningar og þjónustu, því
allir hlekkir keðjunnar eru jafnmik-
ilvægir,“ segir hann. „Með alþjóðavæð-
ingunni verða þjónustugreinarnar æ
mikilvægari, sérstaklega í ljósi þess að
framleiðslugreinarnar færast í meira
mæli til Asíu og annarra láglaunasvæða,
þjónustugreinarnar verða eftir á Vest-
urlöndum og keppa sín á milli.“
Efnahagsmál | Fyrirlestur á vegum þjónustuhóps Stjórnvísi á föstudag
Nýsköpun í þjónustugreinum
Emil B. Karls-
son fæddist í
Reykjavík 1953.
Hann lauk Cand.-
phil. gráðu frá Há-
skólanum í Lundi
1983 og B.S.-prófi í
viðskiptafræði frá
Háskólanum á Bif-
röst 2000. Hann
var alþjóðafulltrúi Iðntæknistofnunar
1988-2001, og starfsmaður Samtaka
verslunar og þjónustu frá 2001 til
2006 þegar hann tók við starfi for-
stöðumanns Rannsóknaseturs versl-
unarinnar. Emil er kvæntur Hallveigu
Thordarson förstðumanni hjá TR,
eiga þau alls fimm börn.
Myndlist
Mosfellsbær | Þóra Sigurþórs-
dóttir leirlistarkona hefur opnað
sýningu á verkum sínum í nýju
galleríi á Hvirfli í Mosfellsdal. Sýn-
ingin verður opin til 14. desember,
alla daga vikunnar kl. 14-18.
Tónlist
Bústaðakirkja | Jólasveifla Létt-
sveitar Reykjavíkur verður 4. og
6. des. kl. 20, bæði kvöldin. Að
þessu sinni aðstoða Tómas R.
Einarsson og Stína Bongó á
bassa og slagverk. Miðasala í
síma 897-1885.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía |
Jólatónleikar Fíladelfíu verða 4.,
5., og 6. desember. Flytjendur eru
Gospelkór Fíladelfíu undir stjórn
Óskars Einarssonar ásamt ein-
söngvurum. Flutt verða þekkt
jólalög á íslensku ásamt nýju efni.
Um útsetningar og tónlistar-
stjórn sér Óskar Einarsson. Að-
gangseyrir rennur óskiptur til
þeirra sem minna mega sín.
Laugarneskirkja | Tónlistarmað-
urinn Bjarni Þór flytur eigin lög
og annarra á tónleikum 7. desem-
ber. Bjarni Þór á fjölbreyttan feril
að baki í tónlist, hann hefur kom-
ið fram með hljómsveitum, sem
trúbador og sungið í kórum og
óperuuppfærslum o.fl. Tónleik-
arnir hefjast kl. 20.30.
Norræna húsið | Daglega í des-
ember verður opnaður einn
gluggi í jóladagatali Norræna
hússins. Hver gluggi hefur ein-
hverja óvænta lifandi uppákomu
að geyma. Hvað er á bak við
gluggann? Er það Megas? Mug-
ison? Ólöf Arnalds? Það er bara
að koma og sjá kl. 12.34 á hverj-
um degi fram að jólum.
Dans
Næsti bar | Kennsla í argent-
ínskum tangó kl. 20-21. Frá kl. 21-
23 er danskvöld með leiðsögn.
Umsjón María Shanko. Ein-
staklingar og pör velkomin. Tekið
er við frjálsum framlögum.
Skemmtanir
Aflagrandi 40 | Jólafagnaður
föstudaginn 7. desember í fé-
lagsmiðstöðinni Aflagranda 40.
Húsið opnað kl. 18. Fordrykkur og
jólahlaðborð. Senjórítukórinn
flytur jólalög. Guðrún Steph-
ensen flytur jólasögu. Ræðumað-
ur kvöldsins er Helgi Hjörvar.
Miðaverð 3.300 kr.
Fyrirlestrar og fundir
Félag Nýalssinna | Kynningar- og
umræðufundur á Álfhólsvegi 121 í
Kópavogi 5. des. kl. 20. Jarð-
fræðingurinn og náttúrufræðing-
urinn dr. Helgi Pjeturss. Rann-
sóknir hans á eðli drauma og
sambandi lífs í alheimi. Allir vel-
komnir.
Geðhjálp | Túngötu 7. Þunglynd-
ishópur Geðhjálpar kemur saman
kl. 20-21.30. Allir sem eiga eða
hafa átt við þunglyndi að stríða
og aðstandendur eru velkomnir.
Fréttir og tilkynningar
AA-samtökin | Neyðarsími AA-
samtakanna er 895-1050.
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn
verður við Rauðakrosshúsið í
Grindavík 5. des. kl. 10-17.
FRÉTTIR
SÍÐASTA Hitt Femínistafélags
Íslands á þessu ári verður
haldið í kvöld, þriðjudag 4.
desember. Umræðuefni verður
kristin trú og jafnrétti. Dag-
skrá kvöldsins hefst á uppboði
á handmáluðum jólakúlum
fjöllistakonunnar Tinnu Krist-
jánsdóttur. Kúlurnar eru
prýddar jólasveinum Fem-
ínistafélagsins. Allur ágóði af
uppboðinu rennur til Konu-
kots.
Fyrra erindi kvöldsins held-
ur Ingibjörg María Gísladóttir,
meistaranemi í guðfræði, og
nefnist það „Trú og mannrétt-
indi“ og Toshiki Toma, prest-
ur innflytjenda, fjallar um
samræmingu þess að vera
prestur og að vera virkur í
mannréttindabaráttu.
Á Hittinu verða einnig seld
jólakort femínistafélagsins
með óskum um frið og jafn-
rétti á komandi ári.
Kortin verða seld 8 í pakka
á 1.500 krónur. Eftir Hittið
fara kortin í sölu í Kaffi
Hljómalind. Hittið hefst að
venju kl. 20 og verður haldið á
Bertelstofu á Thorvaldsenbar í
Austurstræti.
Femínistar
með jóla-
kúlnauppboð
KENND verður hugleiðsla
nýrrar aldar og hvernig hægt
er að auka meðvitund í dag-
legu lífi á hugleiðsluhelgi í
Bláfjöllum um næstu helgi.
Pierre Stimpfling annast hug-
leiðsluna og segir í frétta-
tilkynningu að boðið sé upp á
rólega helgi í sönnum jóla-
anda í Bláfjöllum.
Þema helgarinnar er „sam-
skipti í samböndum“ en þar
verður unnið að því að
styrkja þátttakendur í að eiga
kærleiksrík og sönn samskipti
við nánustu vini og maka.
Pierre hefur komið til Íslands
undanfarin ár og haldið nám-
skeið og þar sem hann hefur
kennt annarskonar hug-
leiðsluaðferð en flestir eiga
að venjast.
Þessi hugleiðsla er oft
nefnd „hugleiðsla þessarar
aldar“ (Meditation for This
Age) þar sem tekið er á því
sem veldur streitu og vanlíð-
an í nútímasamfélagi, segir í
tilkynningunni.
Kynning á hugleiðsluhelg-
inni er í Pósthússtræti 13
miðvikudaginn 5. Desember
kl. 19.30. Á föstudag er mæt-
ing er milli kl. 17 og 18 í Blá-
fjöll og helginni lýkur kl. 16 á
sunnudag.
Hugleiðsla
í Bláfjöllum
MÁLÞING um forvarnir og að-
gerðir gegn einelti og kynferð-
islegri áreitni á vinnustöðum
verður haldið 5. des. nk. á Grand
hóteli, Gullteigi. Markhópar mál-
þingsins eru þjónustuaðilar í
vinnuvernd, fulltrúar stjórnsýslu,
heilbrigðisstarfsfólk, fulltrúar
samtaka á vinnumarkaði, stjórn-
endur og starfsmenn á vinnustöð-
um.
Auknar forvarnir
á vinnustöðum
Markmið málþingsins er að
varpa ljósi á stöðu þessa mála-
flokks í íslensku samfélagi.
Fjallað verður um hvernig auka
megi forvarnir á vinnustöðum
gegn einelti og kynferðislegri
áreitni. Einnig verður fjallað um
hvernig gera má viðbrögð og
þjónustu gagnvart þolendum
markvissari.
Fyrirlesarar og aðrir þátttak-
endur verða sérfræðingar Vinnu-
eftirlitsins, fulltrúar þjónustuaðila
á sviði vinnuverndar, fulltrúar
atvinnulífsins og fleiri. Aðgangs-
eyrir er 1.500 kr. og er morgun-
verður innifalinn. Málþingið hefst
með skráningu og morgunverði
kl. 8. Formleg dagskrá hefst kl.
8.30 og stendur til kl. 10.15. Ósk-
að er eftir að þátttaka verði til-
kynnt á netfangið gudrun@ver.is.
Málþing um
áreitni og
einelti á
vinnustöðum