Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÖLL VINNAN HAFI SKILAÐ SÉR ÞÉR HEFUR ALDREI GENGIÐ SVONA VEL Í MEGRUN ÁÐUR! TAKK FYRIR ÉG ÞYNGDIST BARA UM KÍLÓ ÉG TRÚI EKKI AÐ EINHVER HAFI BROTIST INN! ÉG HRINGI Í 112! HVAR ER HOBBES? SJÁÐU HVAÐ ÞEIR GERÐU VIÐ ÞETTA HERBERGI! HOBBES! ÉG VISSI AÐ VIÐ HEFÐUM EKKI ÁTT AÐ SKIL- JA HANN EFTIR MAMMA! ÉG FINN EKKI HOBBES! HVAÐ EF ÞEIR TÓKU HANN? KOMDU, HANN HLÝTUR AÐ VERA HÉRNA EINHVERS STAÐAR ÉG EFAST UM AÐ ÞEIR HAFI STOLIÐ TUSKUDÝRI EN HOBBES TREYSTIR ÖLLUM ÉG VILDI AÐ HELGA VÆRI HÉRNA MEÐ MÉR NÚ? HANA LANGAÐI ALLTAF TIL AÐ BÚA VIÐ SJÓINN ÞAÐ STENDUR HÉRNA AÐ FLESTIR SNILLINGAR ÞURFI LÍTINN SEM ENGAN INNBLÁSTUR ÆTLI ÞEIR ÞURFI LÍKA LÍTINN SEM ENGAN ÚTBLÁSTUR VONANDI FINNST KALLA GAMAN Í SUMARBÚÐUNUM HANN VERÐUR BARA Í TVÆR VIKUR TVÆR VIKUR ÁN MÖMMU SINNAR OG PABBA. FASTUR ÚTI Í SKÓGI MEÐ NOKKRUM UNGLINGUM OG HELLING AF KRÖKKUM SEM HANN ÞEKKIR EKKI NEITT HVAÐ ER SLÆMT VIÐ ÞAÐ? ÉG VONA AÐ ÞETTA SÉ GÓÐ HUGMYND MÉR LÍÐUR EKKI VEL... ÉG SKIL ÞAÐ... FYRST VAR ÞAÐ SLYSIÐ OG SÍÐAN VAR BÚIÐ AÐ SKEMMA SKILTIÐ ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ SOFA, EN ÞÚ? ÉG HEF EKKI TÍMA... ÉG ÞARF AÐ VINNA dagbók|velvakandi Ólögleg vottorð? ÉG get ekki orða bundist um þær reglur sem gilda fyrir útlendinga í Reykjanesbæ er þeir þurfa að endur- nýja atvinnuleyfi sitt þar. Farið er fram á búsetuvottorð um að þeir þiggi ekki styrk af ríki né borg. Vottorðið kostar 1 þús. kr. og verður að endurnýja á hverju ári. Þessar reglur eru settar af félags- málastjóra í Reykjanesbæ. T.d. gilda ekki sömu reglur í Grindavík eða á Vestfjörðum og er því verið að mis- muna útlendingum eftir búsetu. Margsinnis hefur verið kvartað til fé- lagsmálaráðuneytisins en ekkert breytist. Mér finnst þessi gjaldtaka svipuð og með öryrkjana á sínum tíma – það átti að gera allt fyrir þá og rétta hlut þeirra og öllu fögru lofað fyrir kosn- ingar en raunveruleikinn er að ekki er staðið við neitt. Kristján Pétursson, Djúpavogi 12, Reykjanesbæ. Hvers vegna? JÁ, hvers vegna þarf saklaust lítið barn að láta lífið svo farið verði að hlusta á okkur og framkvæma sann- gjarna beiðni okkar um að settar verði hraðahindranir á Vesturgötu neðan Hringbrautar. Við vorum tvær af Birkiteignum og tveir af Vestur- götu að ítreka þessar beiðnir á síð- asta hverfafundi bæjarstjóra. Árni Sigfússon, farðu að hlusta á okkur og framkvæma sanngjarnar beiðnir! Gott yrði að fá ljós á gatnamót Hring- brautar og Vesturgötu. Við viljum bæjarstjóra sem hlustar á okkur. Kristín Gestsdóttir, 261023-3779. Fjölmenningarkjaftæði ÉG þoli ekki þetta fjölmenningar- kjaftæði. Ég hef árum saman unnið náið með erlendu fólki og þekki því vel hvað flestir útlendingar eru að pæla. Þeir hafa sáralitla löngun eða áhuga á því sem Íslendingar eru að hugsa eða gera! Þess vegna segi ég: Hafið svínakjöt á matseðli grunn- skólabarna. Ekkert barn, hverrar þjóðar sem það er, hefur vont af því að þekkja Jesú læra bænir og að elska náungann eins og sjálfan sig. Íslensk þjóð og þjóðhættir eru fyrir þá sem hafa hugsað sér að bera bein- in á Íslandi. Ég segi eins og kollegi minn sagði forðum þegar ég skipti um vinnustað: „Í Róm gerum við eins og Róm- verjar“. Unnur Guðmundsdóttir, kt. 120440-2769. Góð hugmynd RAGNHEIÐUR Elín Árnadóttir viðraði áhugaverða hugmynd í grein í Morgunblaðinu 1. desember sl. Ragn- heiður velti því upp hvort ekki ætti að gera nöfn kynhlutlausari. Ég hef lengi velt þessu sama fyrir mér. Það er eitthvað meira en lítið furðulegt við að á Íslandi sé mannanafnanefnd sem ákveður hvaða nöfn fólk má bera. Persónulega finnst mér að ég ætti að geta borið hvaða nafn sem mér lík- ar við, og að ríkisvaldið ætti ekki að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Ég er á móti svona ríkisfor- sjárhyggju og finnst bæði eðlilegt og sjálfsagt að við afnemum manna- nafnanefnd og setjum það í sjálfsvald fólks hvað það vill láta kalla sig og börn sín. Ein sem væri til í að heita Lovísa Jón. Góð hugmynd. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞEGAR vetur er og kalt í veðri er gott að koma út í volga laugina, eftir kuldann úti. Þessir frísku strákar eru ekkert að læðast út í laugina, heldur stökkva út í með meiriháttar tilþrifum. Morgunblaðið/Golli Frost í laugardalslauginni FRÉTTIR FRAMTÍÐARLANDIÐ efnir til op- ins morgunfundar miðvikudaginn 5. desember frá klukkan níu til tíu í fundarsal Norræna hússins. Umfjöll- unarefni fundarins er staða lýðræðis-, skipulags- og umhverfismála með hliðsjón af Árósasamningnum, sem fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Á fjórða tug ríkja í Evrópu er aðili að samningnum og hafa öll Norðurlöndin fullgilt hann nema Ísland. Þar sem samningurinn tryggir að almenningur og félagasamtök sem starfa að umhverfismálum eigi lög- varða hagsmuni þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á umhverf- ið má telja að fullgilding hans myndi breyta miklu fyrir frjáls félagasam- tök, segir í fréttatilkynningu. Þórunn Sveinbjarnardóttir um- hverfisráðherra verður sérstakur gestur fundarins en að lokinni tölu hennar verða pallborðsumræður. Í pallborði sitja eftirtaldir, auk um- hverfisráðherra: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Salvör Jónsdóttir skipulagsfræð- ingur. Fundarstjóri er Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og meðlimur í sérfræðingaráði Framtíðarlandsins. „Fyrir alþingiskosningar í vor lýsti Samfylkingin yfir vilja til að staðfesta Árósasáttmálann og því er forvitni- legt að vita hvort umhverfisráðherra muni beita sér fyrir því innan ríkis- stjórnarinnar að hann verði fullgiltur. Að sama skapi er áhugavert að ræða hvaða áhrif fullgilding hans muni hafa, t.d. á umhverfi orkufyrirtækja og umhverfismála almennt á Íslandi. Staða frjálsra félagasamtaka á Ís- landi myndi að líkindum taka stakka- skiptum t.a.m. hvað varðar gjafsóknir og hverjir geta kallast lögaðilar að málum en einnig hvað varðar fjár- stuðning til þess að kanna og kynna mál – t.d. andstöðu við fyrirhuguð ál- ver og virkjanaáform,“ segir í frétta- tilkynningu. Árósasamningur ræddur á morgunfundi Framtíðarlandsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.