Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 04.12.2007, Síða 36
■ Fös. 7. desember kl. 19.30 Lífið kallar. Styrktartónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og FL Group til fjáröflunar fyrir BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Uppselt. Stjórnandi: Alistair Dawes Söngvarar: Dame Kiri Te Kanawa og Garðar Thór Cortes. ■ Lau. 15. desember kl. 14 örfá sæti laus og kl. 17 örfá sæti laus Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. 3. jan. nokkur sæti laus 4. jan. nokkur sæti laus 5. jan. kl. 17 örfá sæti laus 5. jan. kl. 21 laus sæti Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Athugið: Þeir sem eiga frátekna miða á Vínartónleikana í janúar þurfa að greiða þá í síðasta lagi í byrjun desember. Nú þegar karla- landsliðið í knatt- spyrnu er svona lélegt er alveg jafn gott að halda með okkur … 41 » reykjavíkreykjavík Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er magnað hvað hægt er að finna á blessuðu alnetinu og enn er maður að furða sig á þessum undr- um tíu árum eftir að netið var lagt. Sem kynningarmiðill hefur netið reynst æði lúmskt og íslenskir tón- listarmenn eru að poppa upp á ólík- legustu stöðum og stundum með sér- kennilegum formerkjum. Rafpoppsveitin múm, sem á sér harðsnúna aðdáendur víða um ver- öld – m.a. vegna netvæðingarinnar – er þannig hyllt á myndbandavefnum youtube. Ungur tónlistarmaður, Jo- seph Rogers, fer þar glæsilegum höndum um inngangsstef lagsins „We have a map of the piano“, sem er að finna á annarri plötu múm, Fi- nally We Are No One frá 2002 (þess má geta að platan var og gefin út á íslensku sem Loksins erum við engin og þar heitir lagið „Við erum með landakort af píanóinu“). Rogers ger- ir þetta af miklum metnaði og notar glerkrukkur, bækur og gítara til að endurskapa sérstæðan hljóðheim múm. Um 30.000 manns hafa nú skoðað gjörninginn. Sjón er sögu ríkari og myndbandið auk upplýs- inga um nefndan Rogers má nálgast hér: www.youtube.com/user/veeriou. Múm heiðruð á YouTube Matthías Árni Ingimarsson Loksins Hljómsveitir eru víst ekki orðnar heimsfrægar fyrr en menn búa til sínar eigin útgáfur af lögum sveitarinnar og vista á YouTube.  Dr. Gunni reið ekki feitum hesti frá Laugardags- lögunum að þessu sinni. Lagið sem var flutt af Dr. Spock þótti nokk- uð hresst og skemmtilegt en þó var eins og bygging lagsins væri ekki alveg að virka. Þar að auki virtust þeir Finni og Óttar Proppé vera frekar stressaðir – enda svo sem ekki markhópur Dr. Spock sem sat þarna í Sjónvarpssal. En það var lag Hafdísar Huldar sem fór alla leið og eitursnjall leikur hennar að tefla fram Birgittu Haukdal og Magna RockStar gekk fullkomlega upp. Nú er bara að sjá hvað stjörnu- parið gerir þegar það mætir tek- nótröllum Barða. Doktorarnir áttu ekki erindi sem erfiði  Bandaríska rokksveitin Skid Row þótti fara á kostum á tón- leikum sínum á Nasa á laugardags- kvöldið og fékk til að mynda fjórar stjörnur fyrir frammistöðu sína í Mogganum í gær. Kvöldið var hins vegar rétt að byrja hjá þeim fé- lögum því eftir tónleikana skelltu þeir sér út á lífið, og fóru beint á Café Oliver. Þar lögðu þeir undir sig efri hæðina þangað sem ein- ungis útvaldir fengu að koma, en fregnir herma að kvenfólk hafi ver- ið þar í miklum meirihluta. Síðar um nóttina sást til þeirra félaga í villtum dansi á gólfinu, og var víst ekki að sjá að þarna færu menn á fimmtugsaldri. Allt er fertugum fært Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is MIKIL rappalda reið yfir Ísland með fyrstu plötu Rottweilerhundanna árið 2001 og árið eft- ir komu plöturnar út í tugatali – og á nærfellt öllum þeirra var rappað á hinu ylhýra. Þó að sú hrina sé yfir gengin lifir íslenska rappið og þannig gaf hinn nítján ára gamli Dabbi T út plötuna Óheflað málfar fyrir stuttu; harða og hressilega plötu sem sækir nokkuð í hispursleysi það sem einkenndi Rottweiler. Rottweiler breytti öllu „Við erum að gera þetta sjálf. Steini vinur minn, fimmtán ára gutti, er búinn að umbast eins og brjálæðingur, græja gigg í borg og úti á landi og hann seldi BT, Skífunni og Hagkaupum helling af eintökum,“ útskýrir Dabbi, eða Davíð Tómas eins og mamma hans þekkir hann. „Ég fór að safna í plötuna fyrir um það bil ári. Það er ekki nóg að pósta lögin bara á Myspace. Að stefna á plötu gefur manni takmark og til- gang.“ Dabbi segir að tilkoma Rottweiler á sínum tíma hafi breytt öllu. „Þeir komu tónlistinni upp á yfirborðið og voru gríðarlega áhrifamiklir. Það var líka mik- ilvægt að heyra að rappað væri á íslensku; tón- listin er svo miklu meira grípandi þannig.“ Dabbi ætlar ekki að láta þar við sitja nú þegar hann er kominn á bragðið. Næsta plata er í smíðum og svo kemur brátt út plata með sveit sem hann tilheyrir, en mikil dulúð er enn í kringum þá tilteknu hljómsveit. Dabbi hefur þá gert þónokkuð af því að spila á tónleikum og þá safnast „krúið“ saman; þeir Mag-B, MC Gauti, Jói Dí og fleiri. Allir reka þeir sólóferil og hægt er að hlýða á lög á myspace-setrum þeirra (hægt er að nálgast þau í gegnum svæði Dabba. Sjá að neðan). Hatar heiminn Dabbi segist taka skorpu í textagerðinni, það komi kannski ekkert í tvo, þrjá mánuði en svo komi tímabil þar sem þeir flæða út, kannski þrír, fjórir á dag. Umfjöllunarefnin eru ýmiss konar, og textarnir eru stundum hryssingslega hreinskilnir. „Ég er afskaplega tilfinningaríkur maður og alveg ofsalega reiður. Ég veit ekki al- veg af hverju. Kannski eru þetta unglingsárin? (í bæklingi plötunnar upplýsir Dabbi: „Ég fokk- ing hata heiminn á sama tíma og ég elska hann“). En um leið er ég hamingjusamur, eins skringilega og það kann að hljóma. Ég á mér von. Einn daginn verður þetta gott. Textarnir fjalla annars að miklum hluta um stelpur og fíkniefni, einfaldlega af því að það er búið að standa mér næst síðustu ár. Ég er búinn að vera edrú í þrjú ár, væri dauður annars. Tíminn sem ég var í neyslu skildi eftir stórt gat og ég velti honum oft fyrir mér.“ Dabbi samþykkir vel að platan sé hörð og áleitin. „Tónlist og textar þurfa að dansa eftir línunni svo fólk taki eftir þessu. Það er nú bara þannig.“ Dansar á línunni Óheflað málfar er fyrsta plata hins nítján ára gamla rappara Dabba T Vinsæll Dabbi T tekur á vandamálum hversdagsleikans á plötu sinni. Hann kvartar m.a. yfir því að það séu aðeins 13 ára stelpur sem séu skotnar í honum. Sjálfur er hann nítján ára gamall. www.myspace.com/dabbihugrof

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.