Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 04.12.2007, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína í kvikmyndahús um helgina. Flestir sáu spennumyndina Hitman, þótt ævintýramyndin Beowulf eða Bjólfskviða sé í efsta sæti Bíólist- ans. Ástæða þessarar skekkju er sú að myndirnar raðast í sæti eftir tekjum en ekki fjölda áhorfenda, en þessar tvær stærðir fara ekki alltaf saman. Þannig hefur miðaverð á Beowulf um helgina verið hærra að meðaltali en á Hitman og þar liggur hundurinn grafinn. Annars sáu tæp- lega 4.400 manns Beowulf en tæp- lega 4.500 manns sáu Hitman, þann- ig að munurinn er ekki mjög mikill. Hitman er byggð á samnefndum tölvuleik og fjallar um leigumorð- ingja sem stendur mjög framarlega á sínu sviði, en fer svo allt í einu að finna fyrir tilfinningum og sam- viskubiti vegna þess sem hann ger- ir. Heiða Jóhannsdóttir, kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðsins, er hins vegar ekki par hrifin af Hitman og gefur henni aðeins eina stjörnu í blaðinu í dag. Gamanmyndin Sidney White hafnar í þriðja sætinu, en alls skelltu rúmlega þúsund manns sér á þá mynd um helgina. Myndin fjallar um unga stúlku, sem Am- anda Bynes leikur, en stúlka þessi gengur í lið með nördunum í skól- anum sínum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Athygli vekur að spennumyndin American Gangster situr enn í fjórða sætinu eftir þrjár vikur á lista, en það þarf þó ekki að koma á óvart enda góð mynd þar á ferð. Loks vekur athygli að hin drama- tíska Across The Universe sem frumsýnd var um helgina nær að- eins tíunda sætinu, en myndin er að vísu aðeins sýnd í Háskólabíói. Tekjuhæstu myndirnar í íslenskum kvikmyndahúsum Bjólfur berst við leigu- morðingja á toppnum         C 4  /                     !"#$ % &  '   #%( )* + , -. /  ,011 &    ! $$ 2 . $              Bjólfur Tölvuteiknuð útgáfa hetjunnar sem Ray Winstone leikur. FJÖLMARGAR vinsælar kvik- myndir öðlast framhaldslíf í tölvu- leikjaformi, en stundum er málum öfugt farið, líkt og tilfellið var með myndirnar um ofurskutluna Lauru Croft. Sama er að segja um kvik- myndina Leigumorðinginn (Hit- man) en hún er spunnin í kringum karakterinn í samnefndum tölvu- leik, nauðrökuðum leigumorðingja með strikamerki á hnakkanum sem fremur launmorð samkvæmt skipan háþróaðrar umboðs- skrifstofu með flókin alþjóðleg og pólitísk tengsl. Leikarinn Timothy Olyphant fer með hlutverk leigu- morðingjans, sem kenndur er við töluna 47. Olyphant vakti tals- verða athygli í hlutverki fógetans í þeim ágætu sjónvarpsþáttum Deadwood. Þessi stífi, svip- brigðalitli og beinvaxni leikari minnir í hreyfingum um margt á tölvuleikjapersónu, en fyrir utan það gerir hann lítið til þess að gæða dauðyflislega persónu sína lífi. Í sjónrænni útfærslu mynd- arinnar má greina viðleitni við að tengja myndina við tölvuleikja- form og útlit, en það er ekki þar með sagt að tilþrifin virki sem bíó- mynd. Tilraunir til þess að búa til sannfærandi spennumynd í anda Bourne-myndanna í kringum Hit- man-vörumerkið eru klaufalegar og sama er að segja um þver- sagnakenndar tilraunir til þess að gæða morðingjann húmanískum eiginleikum. Dauðyflislegur leigumorðingi KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn og Borgarbíó Leikstjórn: Xavier Gens. Aðahlutverk: Timothy Olyphant, Dougray Scott, Olga Kurylenko og Ulrich Thomsen. Frakk- land/BNA, 100 mín. Leigumorðinginn (Hitman)  Heiða Jóhannsdóttir Beinvaxinn Stífur og svipbrigðalítill leikari hann Timothy Olyphant. Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Hitman 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Hitman 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Dan in Real Life kl. 8 - 10:15 Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Balls of Fury kl. 4 - 6 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 4 Sími 564 0000Sími 462 3500 * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 - Kauptu bíómiðann á netinu - DAN Í RAUN OG VERU Frábær rómant ísk gamanm ynd efti r handrit höfund About a Boy Steve Carell úr 40 year Old Virgin og Evan Almighty leikur ekkill sem verður ástfanginn af kærastu bróður síns! S T E V E C A R E L L Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? ÁSTARSORG Stórskemmtileg rómantísk gaman- mynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! Með íslensku tali THIS IS ENGLAND eeee - T.S.K., 24 Stundir eeee - H.J. Mbl. eee „...Raunsæ, hugljúf og angurvær í senn“ -T.S.K., 24 Stundir „Gamandrama sem kemur á óvart“ -T.S.K., 24 Stundir eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - Empire Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” eee - H.J., MBL “Töfrandi” Ve rð a ðeins 600 kr . Leigumorðinginn Njósnari 47 er hundeltur bæði af Interpol og rússnesku leyniþjónust- unni og þarf að komast að því hver sveik hann! Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvu- leikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. Með íslensku tali LEIGUMORÐINGINN FYRIR LÖMB LJÓN eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” Hitman kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Dan in Real Life kl. 6 - 8 Rendition kl. 10 B.i. 16 ára Hitman kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 16 ára Dan in Real Life kl. 5:45 - 8 - 10:15 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 eee - V.J.V., TOPP5.IS BORÐTENNISBULL SÍÐUSTU SÝNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.