Morgunblaðið - 04.12.2007, Side 39

Morgunblaðið - 04.12.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 39 NÚ ERU Bítlarnir búnir að fá sömu söngleikjameðferð og Abba, Queen, Rod Stewart o.fl, nema þeir sleppa sviðsútgáfunni og skella sér beint í bíó. Lögin þeirra eru endurnotuð og aðlöguð til að segja sögu – einfalda ástarsögu – af því hverjir sungu bet- ur um ástina? En þarna eru líka hipp- ar og byltingarseggir, víma og sorg. Bandaríski leikstjórinn Julie Taymor sér í þessu tilfelli um umgjörðina fyr- ir söngleikjamyndina með tilþrifum. Hún er þekktust fyrir flotta sviðs- uppsetningu á Disney-teiknimynd- inni Lion King og kvikmynd um lista- konuna Fridu (sjáum líka Salma Hayek í litlu gestahlutverki). Across the Universe er rómantísk skraut- sýning. Taymor fær til liðs við sig her manns til að skapa allar krúsindúll- urnar í þessari sýn. Leikbrúður, tölvugrafík, sérstæð hönnun, kvik- myndataka og að sjálfsögðu söngur. Hér er enginn John Travolta í aðal- hlutverki en allir eiga að syngja sjálf- ir og gera það af miklum sannfæring- arkrafti. Það er stílað inn á það að einn líkist Hendrix, og ein Joplin, en aðalparið er einfaldlega sykursætt og krúttlegt. Sögusviðið er tími Víet- namstríðsins. Mótmæli, dóp, og upp- reisn gegn kerfinu er bakgrunn- urinn. Sagan er sundurlaus og útþynnt, en hún er hvort sem er hálf- gert aukaatriði. Sumar útgáfur á lög- unum eru skemmtilega matreiddar. Myndmálið er oft leiftrandi og glett- ið. En svo dettur allt niður í klisju- kennda eftiröpun á söngleiknum Hárinu, Þarna er stiklað á stóru á froðukenndan hátt yfir sláandi sögu- lega atburði. Það má túlka andófið gegn Víetnam sem einhvers konar boðskap gegn Írak í dag. Allur þessi metnaðarfulli hrærigrautur endar svo á ,,All You Need Is Love. Þeim tekst því miður bara ekki að láta það hljóma nógu sannfærandi. Metnaðarfull skrautsýning KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Julie Taymor. Leikarar: Evan Rachel Wood, Jim Sturgess, Joe And- erson, Dana Fuchs, Martin Luther McCoy, T.V. Carpio, Bono, Salma Hayek, Joe Cocker, Eddie Izzard. Bandaríkin. 133 mín. 2007. Across the Universe  Anna Sveinbjarnardóttir Aukaatriði Sagan er sundurlaus og útþynnt en hálfgert aukaatriði. Stærsta kvikmyndahús landsins Across the Universe kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Rendition kl. 5:30 - 10:30 B.i. 16 ára Eastern Promises kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Veðramót Síðustu sýningar kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 og 8 Kauptu bíómiða í Háskólabíó á SÍÐUSTU SÝNINGAR eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ Miðasala á www.laugarasbio.is Sýnd kl. 5:30, 8 og 10 B.i. 16 ára Kauptu bíómiða í Háskólabíó á eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - T.S.K., 24 STUNDIR eeee - L.I.B., TOPP5.IS Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? Sýnd kl. 6, 8 og 10:30 B.i. 16 ára -bara lúxus Sími 553 2075 MÖGNUÐ MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF - STÚTFULL AF ÆÐISLEGRI BÍTLATÓNLIST! YFIR 30 BÍTLA- LÖG Í NÝJUM ÚTFÆRSLUM, SUNGIN AF FRÁBÆRUM AÐALLEIKURUM MYNDARINNAR. ALL YOU NEED IS LOVE FRÁ LEIKSTJÓRANUM DAVID CRONEBERG 2 fyrir 1 til 6. desember ALHEIMSFERÐ www.haskolabio.is Sími 530 1919 eee - Ó.H.T., Rás 2 “Grípandi!” ENGIN MISKUN Áhrifamikil mynd um aðferðir Bandaríkjamanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Hvað ef sá sem þú elskar... Hverfur sporlaust? eee - L.I.B., TOPP5.IS eee - H.J., MBL eee - T.S.K., 24 STUNDIR Leigumorðinginn Njósnari 47 er hundeltur bæði af Interpol og rússnesku leyniþjónustunni og þarf að komast að því hver sveik hann! LEIGUMORÐINGINN Magnaður spennutryllir sem gerður er eftir hinum frábæru tölvuleikjum með Timothy Olyphant úr Die Hard 4.0 í fantaformi. eeee - H.S. TOPP5.IS eee - V.J.V., TOPP5.IS SÍÐUSTU SÝNINGAR Einsöngvari: BOGOMIL FONT Stjórnandi: SAMÚEL J. SAMÚELSSON Ráðhús Reykjavíkur Miðvikudag 5. des. kl.: 20:30 Aðgangur ókeypis vi lb or ga @ ce nt ru m .is STÓRSVEITAR REYKJAVÍKUR JÓLATÓNLEIKAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.