Morgunblaðið - 04.12.2007, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Í framhaldi umræðunnar um listí almenningsrými á síðumMorgunblaðsins er ekki úr
vegi að velta fyrir sér list í einka-
rými. Undirrituð fjallaði í pistli sl.
sumar um dúkkuhús auðugrar hol-
lenskrar konu frá 17. öld en húsið
felur í sér smækkaða mynd einka-
rýmisins þar sem getur að líta ýmis
agnarsmá söfn, t.d. söfn skelja,
postulíns, bóka og myndverka. Ís-
lensk heimili fara ekki varhluta af
þessari borgaralegu söfnunarhefð.
Það er raunar áberandi einkenni á
íslenskum heimilum hversu rík
áhersla hefur verið lögð á að prýða
þau með upprunalegum listaverk-
um, einkum málverkum en einnig
öðrum listmunum eftir lærða sem
leika listamenn (þ.m.t. yngstu fjöl-
skyldumeðlimina!).
Stundum er rætt um sérstakahefð „sófamálverka“, eða
„sófastykkja“ (eins og Laxness
komst að orði), en þau birta skýrast
mikilvægi málverksins á íslenskum
heimilum. Ekki þarf annað en að
líta á fasteignaauglýsingar dag-
blaðanna til að minna sig á hversu
algeng málverk eru á veggjum
heimilanna. Í húsnæðisauglýs-
ingum sést oft hin dæmigerða stað-
setning stærsta (og oft dýrasta)
málverksins fyrir ofan stofusófann.
Málverk á íslenskum einkaheim-
ilum hafa vakið athygli utan land-
steinanna – nú nýlega gaf banda-
ríska listakonan Roni Horn út
bráðskemmtilega bók með myndum
af Herðubreiðarmálverkum al-
þýðulistamannsins Stórvals (Stef-
áns V. Jónssonar heitins) eins og
þau koma fyrir á íslenskum heim-
ilum, m.a. í formi sófamálverka.
Sófamálverk og önnur myndlist íeinkarými geta sagt okkur
heilmikið um fólkið í landinu og
gildismat þess. Flutningar vekja
fólk gjarnan til vitundar um mik-
ilvægi ýmissa eigna, ekki síst þeirra
sem tengjast minningum um fólk,
atburði og staði. Mikill áhugi kvikn-
aði á að eignast málverk af átthög-
unum eða úr sveitinni við fólks-
flutninga úr sveit í borg samfara
umbreytingatímum í íslensku þjóð-
lífi á seinustu öld. Slík verk skipuðu
oft sérstakan virðingarsess á hinu
nýja, borgaralega heimili. Þá röt-
uðu landslagsmálverk inn á heim-
ilin sem táknmyndir fyrir sérstöðu
Íslands á tímum sjálfstæðisbarátt-
unnar. Hér skapaðist á tiltölulega
skömmum tíma almennur myndlist-
aráhugi og átti listgreinin virkan
þátt í sköpun nýs verðmætamats og
sameiginlegra minninga.
Sé skyggnst inn á heimili afkom-enda vesturfaranna – fólks sem
fluttist búferlum vestur um haf – í
Kanada og Bandaríkjunum sést að
landslagsmálverk frá Íslandi og
aðrir munir sem tengjast Íslandi,
einkum minjagripir, eiga einnig
þar þátt í mótun „íslenskrar“ sjálfs-
myndar, m.a. með „minningum“
sem hafa verið teknar í arf frá fyrri
kynslóðum. Undirrituð hefur um
árabil í samvinnu við Ólöfu Odd-
geirsdóttur myndlistarmann safnað
ljósmyndum og öðrum heimildum
úr einkarými fólksins vestra sem
tengjast íslenskri menningar-
arfleifð – þetta verkefni kom í
framhaldi af könnun okkar á ís-
lenska „sófamálverkinu“ og sam-
nefndri sýningu í Listasafni
Reykjavíkur árið 2001. Vestan hafs
tróna furðuvíða Herðubreið, Þing-
vellir og Snæfellsjökull yfir sófum,
kommóðum og rúmgöflum, tölvu-
skjám og sjónvarpstækjum – rétt
eins og í gamla heimalandinu.
Á Íslandi hanga nú mörg mál-verk frá fyrri hluta 20. aldar á
veggjum heimila sem erfðagripir.
Verk „gömlu meistaranna“ ganga
einnig kaupum og sölum, sem og
yngri listaverk. Málverk eru á
mörgum heimilum stöðutákn og
áherslan á sannferði verkanna hef-
ur aukist eftir Stóra fölsunarmálið.
Það þykir flott að eiga „orginal“
Kjarval eða eignast verk eftir
ákveðna „dýra“ listamenn í „safn-
ið“. Heimili landsins hýsa raunar
margvísleg einkasöfn sem end-
urspegla áhugasvið, smekk og
myndlistarþekkingu eigendanna.
Slík söfn spegla í mörgum tilvikum
vinsældir listamanna í samræmi við
markaðslögmál – sem þó samræm-
ast ekki endilega listsögulegri
stöðu þeirra, þ.e.a.s. hvort verk
þeirra séu í eigu opinberra lista-
safna.
Hin opinberu söfn gegna lyk-ilhlutverki við mótun (og síð-
an ritun) miðlægrar listasögu þjóð-
arinnar. Einkarýmið er hins vegar
sköpunarvettvangur hinnar „óop-
inberu“ listasögu – sem vissulega
mótast að einhverju leyti af verð-
mætasköpun listasafnanna. Einka-
rýmið felur í sér annað sjónarhorn
á listasöguna – og annan túlk-
unarmöguleika – þar sem mörk af
ýmsu tagi verða óskýr, t.d. milli
lærðra og leikra listamanna, svo
sem fyrr segir, og jafnframt mörk
listarinnar sjálfrar. Segja má að á
einkaheimilinu líti margur á listina
frá sínum bæjardyrum séð, í sam-
hengi fjölskyldulífs, tómstunda og
daglegs amsturs. Verk Stórvals eru
kannski ekki þau sem við sjáum oft-
ast á veggjum stóru listasafnanna –
en þau skortir ekki í einkarýminu
og eru í samfloti með Kjarval í
heildarlistasafni íslenskra heimila,
sem er stærsta listasafn landsins.
Stærsta listasafn landsins?
AF LISTUM
Anna Jóa
»Málverk eru á mörg-um heimilum stöðu-
tákn og áherslan á sann-
ferði verkanna hefur
aukist eftir Stóra föls-
unarmálið.
Sófamálverk Myndin, sem tekin var á heimili Bergs og Ingibjargar J. Gíslason þar sem sést m.a. Þingvallamálverk
eftir Kjarval, er ein þeirra mynda sem sýndar voru á sýningunni „Sófamálverkið“ í Listasafni Reykjavíkur árið 2001.
annajoa@simnet.is
ÞÝSKA ofurfyr-
irsætan Heidi
Klum á tvo syni
með breska
söngvaranum
Seal auk dóttur
úr fyrra hjóna-
bandi en segist
sakna þess mik-
ið að vera ólétt.
Sig langi í fleiri
börn.
„Ég sakna
óléttunnar mik-
ið, auk þess sem
smábörn geta
verið ávanabind-
andi. Um leið og
þau byrja að
stækka fer mað-
ur að sakna þess
tíma þegar þau
voru lítil,“ sagði
Klum í nýlegu
viðtali. Fyrir þremur árum eignaðist
fyrirsætan dótturina Leni með Flav-
io Briatore, eiganda Renault liðsins í
formúlu 1 kappakstrinum, en hún
segir að Seal komi fram við hana eins
og hún væri sín eigin. Klum segist af-
ar ánægð með Seal, hann sé hennar
besti vinur og auk þess opni hann
dyr fyrir hana.
Klum Sannarlega
glæsileg kona.
Háð barn-
eignum
1.12.2007
1 2 9 19 26
7 7 5 0 4
0 3 3 6 2
28
28.11.2007
5 8 11 21 27 45
2510 35
/ ÁLFABAKKA
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL
SYDNEY WHITE kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ
AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára
AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 LÚXUS VIP
JESSE JAMES kl. 10:30 B.i.16.ára
30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i.7.ára
STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára
FORELDRAR kl. 6 Síðustu sýningar B.i.7.ára
„BEOWULF ER EINFALDLEGA
GULLFALLEG...“
ENTERTAINMENT WEEKLY
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
eeee
KVIKMYNDIR.IS
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI