Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. DESEMBER 2007 39 Björnssonar hafa og jafnan verið einfaldir, alþýðlegir og lausir við illskiljanlegt orðskrúð sem á stund- um hefur loðað við fyrrnefndar sveitir. Eftirminnileg eru unglings- leg yrkisefni Helga, textar á borð við „Blautar varir“, „Bannað“, „Ég verð að fá að skjóta þig“, „Halló, ég elska þig“, „Klikkað“, „Vertu þú sjálfur“ og fleiri félagsmiðstöðv- akvæði. Þótt alþýðleiki Sólarinnar hafi jafnan verið fölskvalaus voru 20 ára afmælistónleikar sveitarinnar í Borgarleikhúsinu ekki alveg lausir við epísk blæbrigði. Jafnvel einföld- ustu rokkslagarar voru komnir í snyrtilegan afmælisbúning, með Floyd-ískum fetilgítar, fiðlu og fögrum flygiltónum. Vitanlega er SEINT á níunda áratug síðustu aldar hófst glæstur ferill fjögurra íslenskra hljómsveita sem enn starfa. Hér er vitanlega átt við Ný dönsk, Todmobile, Sálina og Síðan skein sól. Einhverra hluta vegna er hin síðastnefnda sú eina þeirra sem enn hefur ekki leikið á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ástæða þess er hugsanlega sá al- þýðlegi einfaldleiki sem einkennir tónlist Sólarinnar. Textar Helga viðeigandi að bregða sér í spariföt við af- mæli og önnur merk tímamót en fyrir vikið verður allt svo- lítið settlegt og á stundum þvingað. Sólin hefur annars alltaf verið af- skaplega góð rokksveit og þá í sinni hráustu og einföldustu mynd. Rokkið virkar bara ekki í spariföt- um, ekki frekar en pylsa með öllu á fimm stjörnu steikhúsi. Ballöður Sólarinnar eru margar og góðar. Þær voru og helsta eyrnakonfekt tónleikanna og hefðu að skaðlausu mátt vera fleiri. Eink- um saknaði ég hins gullfallega „Þú kysstir mína hönd“, sem er eitt af bestu lögum Sólarinnar. „Ég stend á skýi“ er annars dæmi um fram- úrskarandi smíð sem var reglulega fallega flutt á tónleikunum. Hið sama má segja um fleiri lágstemmd og melódísk lög af fyrstu plötum Sólarinnar, t.d. „Svo marga daga,“ „Geta pabbar ekki grátið?“ og „Engill“. Þótt Sólin sé í grunninn rokk- sveit má segja að hún skíni einatt skærast í ballöðunum, að minnsta kosti á tónleikaupptökum þeim sem hér eru til umfjöllunar. Bassaleikur Jakobs Smára Magnússonar er sér- deilis melódískur og söngur Helga Björnssonar er fyrsta flokks. Sá mikli sviðsmaður hefur með ár- unum smám saman komist í hóp okkar allra bestu söngvara. Eink- um eru það fraseringar kappans sem gera hann svo góðan sem raun ber vitni. Í Sólinni er annars valinn maður í hverju rúmi og flutningur þeirra er allur hinn vandaðasti, sem og annarra hljóðfæraleikara á tónleik- unum. Þá eiga Silvía Nótt og KK skemmtilega innkomu sem gestir og hrista eilítið upp í snyrti- mennskunni. Útgáfa þessi er prýðilegur vitn- isburður um fínar ballöður og til- gerðarlausar poppsmíðar af löngum og merkum ferli hljómsveitarinnar Síðan skein sól. Því miður kemst þó engan veginn til skila sá kraftur og rokkþungi sem í sveitinni býr. Settleg sól TÓNLIST Geisladiskur / DVD Síðan skein sól – Síðasta vetrardag 20 ára afmælistónleikar í Borgarleikhúsinu  Orri Harðarson MÓÐIR söngkonunnar Amy Wine- house hefur ritað dóttur sinni op- inbert bréf þar sem hún biður hana að hafa samband og koma heim. Auk þess sem hún minnir hana á að hjálp sé í boði. „Þetta bréf er mín leið til að láta þig vita að það eina sem þú þarft að gera er að koma til okkar og við munum gera allt til að láta þér batna,“ skrifar Janis Winehouse í bréfinu sem var birt í dagblaðinu News of the World. „Eftir allt ertu ennþá barnið mitt og verður alltaf.“ Tónlistarferill Winehouse er nú í bið vegna vandræðagangsins sem er á henni og eiginmaður hennar, Blake Fielder-Civil, situr í fangelsi. Móðir hinnar 24 ára stjörnu ráð- leggur henni að taka upp síman, hringja heim og láta vita hvað er að angra hana. „Hún er ennþá ung og viðkvæm þó hún sé orðin stór- stjarna,“ segir mamman. Winehouse hefur komist ansi oft í blöðin á árinu vegna fíkniefna- og áfengismisnotkunar. „Hvar sem þú ert og hvað sem þú þarft, erum við hér fyrir þig dag og nótt. Ég vona að þú vitir það,“ lýk- ur mamma hennar bréfinu. Winehouse var tilnefnd til sex Grammy verðlauna í síðustu viku, meðal annars fyrir plötu ársins. Vandræðagemsi Amy Winehouse. Biðlar til dóttur sinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.