Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 8

Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 8
8 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fáskrúðsfjörður | Í sundlaug Eskifjarðar er stunduð vatnsleikfimi, undir stjórn Maríu Johönnu van Dijk sjúkraþjálfara á Fáskrúðsfirði. Nú fyrir jólin mættu all- ir með jólasveinahúfur í sund og eftir æfingar var busl- að í grunnu lauginni. Áður en fólk fór heim var drukkið súkkulaði með rjóma og snæddar smákökur sem fólkið lagði til. Allir héldu svo heim liprir og gegnhreinir til að undirbúa jólahátíðina. Með jólahúfur í sundi „GEITIN hefur selst mest, en þétt á eftir fylgja hænur og grænmetis- garðar,“ segir Lydía Geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, um sölu gjafabréfa sem nýtast í þróunaraðstoð. Hún segir að enn hafi ekki náðst að skrá alla söluna vegna anna, en hiklaust hafi selst gjafabréf fyrir andvirði rúmlega 4 milljóna króna. Aðstandendur verkefnisins eru að vonum ánægðir með árangurinn. Ný vefsíða verkefnisins, gjofsem- gefur.is hafi gert söluna auðveldari, en af henni geti landsmenn keypt bréf, skrifað á þau texta og prentað svo út heima. Lydía segir þó að margir hafi komið við á skrifstofu Hjálparstofnunarinnar og keypt bréfin á staðnum. Afgreiðslan verð- ur opin í dag, aðfangadag, frá 10-12, en að sjálfsögðu er hægt að prenta út af vefnum hvenær sem er. Hjá UNICEF á Íslandi, sem vinn- ur innan Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig vel selst af gjafabréfum, jólakortum og gjafa- vöru fyrir jólin. Snjólaug Aðalgeirs- dóttir, fjáröflunarfulltrúi hjá UNI- CEF, segir söluna hafa verið ótrúlega góða. Engar tölur liggi fyr- ir, en greinileg aukning sé á milli ára. „Við vorum með búð á Laugavegin- um fyrir jólin og þar seldist nánast allt upp,“ segir Snjólaug. Hún segir áberandi að fleiri kaupi ekki pakka í ár, heldur kaupi frekar gjafabréf fyrir alla fjölskylduna. Nokkuð sé um að fyrirtæki gefi deildum sínum gjafabréf í stað hefðbundinna jóla- gjafa. „Fólk virðist meðvitaðra um hvað það gefur,“ segir Snjólaug. Mest sala í geitum, svo koma hænurnar Sala gjafabréfa komin yfir 4 milljónir BANDARÍSKI vísindamaðurinn Charles J. Vörösmarty naut óskiptr- ar athygli á málþingi í tilefni 60 ára afmælis Vatnamælinga Orkustofn- unar í Reykjavík í liðinni viku þegar hann brá upp mynd þar sem spurt var „nálg- umst við vendi- punktinn?“ Myndin var hluti af tveimur myndafyrirlestr- um Vörösmartys sem fjölluðu um áhrif loftslags- breytinga á ís- helluna á norður- pólnum annars vegar og vatnsskort hins vegar. Í þeim fyrri kom fram að hraði bráðnunarinnar á norðurpóln- um samkvæmt líkaninu CCSM3 er slíkur að ísinn hefur hopað nokkurn veginn jafn mikið og ráðgert var að hann mundi hopa á árunum 2024- 2025, eða um 1,6 samanborið við 1,8 milljónir ferkílómetra sem hopið til 2025 var áætlað. Alls hafi ísinn minnkað úr 7,8 (1980) í 4,2 milljónir ferkm. (2007). Til samanburðar er flatarmál Íslands um hundrað þús- und ferkílómetrar. Glöggari samanburður fæst ef til vill með því að bera saman flatarmál þess íss sem bráðnað hefur síðan ár- ið 1980 við flatarmál Bandaríkjanna, að ríkjunum Hawaii og Alaska frá- töldum, en flatarmálið er gróflega á við helming þeirra 48 ríkja Banda- ríkjanna sem hér um ræðir. Rétt er að taka fram að umræddar áætlanir um hop til 2025 byggjast á ákveðnu líkani um hraða bráðnunar, en tölur um hopið til og með 2007 byggjast hins vegar á mælingum. Eftir því sem ísinn hopar hitnar sjórinn umhverfis, þegar geislar sól- ar verma yfirborðið sem ekki er lengur hulið frerabrynjunni. Sú hlýnun, ásamt öðrum þáttum er varða flókið náttúrulegt samspil ýmissa þátta, svo sem flæði hlýs sjós frá Atlantshafinu sem og frá Kyrra- hafinu um Beringssund, er talin hraða hopinu. Málið snýst sem sagt um það að árið 2006 jókst bráðnunin svo um munar, hliðstæð breyting var ekki talin verða fyrr en um miðjan þriðja áratug þessarar aldar. Enginn veit framhaldið, en rætist spár um hlýn- andi loftslag má leiða að því líkur að ísinn sé á hröðu undanhaldi. Samsett úr nokkrum líkönum Umrætt líkan, CCSM3, er í raun samsett úr nokkrum líkönum er greina m.a. gögn um andrúmsloftið, höfin, ísbreiður og þætti á landi. Fjölmargir vísindamenn eiga aðild að líkanasmíðinni og var Vörösmarty öðrum þræði að kynna niðurstöðurn- ar fyrir íslenskum sérfræðingum, sem og ýmsum ráðuneytum. Sérsvið hans varðar vatn og segist hann aðspurður vera þeirrar hyggju að sá ásetningur að tryggja öllum jarðarbúum vatn verði á meðal helstu áskorana mannkyns á tuttug- ustu og fyrstu öldinni. Víða beri á vatnsskorti og kort af framboði á einstökum svæðum sýni að ekki dugi að horfa á meðaltalsgildi ríkja. Af slíkum kortum megi ráða að nóg vatn sé í Bandaríkjunum en raunin sé að gengið hafi verið mjög á eitt helsta vatnsból landsins, High Plains Aquifier, ásamt því að t.d. megi finna þurra árfarvegi á Nýja Englandi vegna sölu vatns til svæða sem búa við takmarkað vatnsmagn. Með sama áframhaldi sé t.d. ekki hægt að ganga að því vísu að Banda- ríkin og Ástralía framleiði mikið af matvöru fyrir erlenda markaði, síð- arnefnda landið hafi farið illa út úr þurrkum. Á móti komi að mikið svig- rúm sé til að spara vatn, vitundar- vakning sé að verða og fyrirtæki sjái sér nú hag í „grænni“ ímynd. Hann leggur áherslu á að greining á vatnsskorti sé afar flókin, en vísar jafnframt á bug þeirri gagnrýni á umræðu um skortinn að þar fari stórlega ofmetið vandamál. Aðeins 16% jarðarbúa búi á því sem lauslega megi skilgreina sem „votari helming“ plánetunnar, 84% þar sem aðgangur að vatni sé minni. Nýjar tölur og þróaðri aðferðir, m.a. með gervitunglum, renni stoð- um undir kenningar um vatnsskort. Tæknin geri það smátt og smátt kleift að fylgjast nákvæmar með hinni félagslegu hlið málsins, hann taki sjálfur þátt í alþjóðlegri rann- sókn á samspili vatnsskorts og átaka, nú þegar talið sé að slík tengsl séu fyrst og fremst að finna innan ríkja, reynslan sýni að vatn sameini oftar ríki heldur en hitt. Um fimmtungur jarðarbúa hafi ekki aðgang að endurnýjanlegum vatnslindum. Um 2,6 milljarðar eigi ekki kost að mannsæmandi hrein- lætisaðstöðu og varlega megi áætla að 1,7 milljónir manna láti lífið ár hvert af völdum sjúkdóma sem tengjast skorti á hreinu vatni. Áætlað sé að jarðarbúar muni að óbreyttu telja um níu milljarða manna um miðja þessa öld og ljóst sé að ekki muni allir geta tileinkað sér lífsstíl meðal Bandaríkjamanns í dag. Hvað snerti uppbyggingu inn- viða til að anna vatnsþörf mannfjöld- ans beri að taka með í reikninginn að fjölgunin muni fara fram í þéttbýli þar sem þegar hafi verið byggð upp dreifikerfi, ásamt því sem hag- kvæmni stærðarinnar njóti við. Auð- veldara sé að miðla vatni til fjölda fólks á litlu svæði en fárra í dreifbýli. Vatnshreinsun sé enn sem komið er mjög dýr og í því ljósi að vatnsskort- ur í stórborgum þróunarlanda kunni að verða vatn á myllu öfgahyggju sé byrjað að meta líkur á slíkri þróun. Stóra myndin sé sú að vatnakerf- um hafi verið raskað með fram- kvæmdum og stíflugerð og dregið hafi úr náttúrulegri ósamyndun með framrás jarðefna í ám til sjávar, þró- un sem víða kunni að kalla á varn- argarða, muni sjávarmál hækka af völdum hlýnunar jarðar. Þá jafngildi aukin notkun og aukn- ar framkvæmdir aukinni mengun í vatni sem að samanlögðu dragi úr hreinleika vatns um víða veröld. Fyrirhugað risanet skurða og áa í Suður-Ameríku, sem fullbúið á að verða um 35.000 kílómetrar að lengd, sé dæmi um umfang og möguleg áhrif stórframkvæmda, viðbúið sé að vatnavistkerfi muni verða fyrir mikl- um spjöllum. Vörösmarty er sú stefna banda- rískra stjórnvalda að auka fram- leiðslu lífræns eldsneytis úr lífmassa hugleikin en hann bendir á að um eitt tonn af vatni þurfi til að rækta eitt kíló af maís, algengt hráefni við etanólvinnslu um þessar mundir. Eigi að tryggja 9.000 milljónum manna aðgang að nægu vatni sé glapræði að knýja farartæki heims- ins með þessum hætti. Hann tekur þó ekki afstöðu til framleiðslu úr svo að segja sellulósa, sem er á meðal síður vatnsfrekra aðferða. Bráðnun íss á norðurpólnum mun hraðari en talið var að hún yrði?                 ! " # $  %  &  ' ( ' )  *%  %    + ',  - ! " )%  .   # )      ', Umfang bráðnunarinnar á norðurpólnum síðast- liðið haust er jafn mikið og áætlað var að bráðn- unin yrði að tveimur ára- tugum liðnum. Baldur Arnarson ræddi við vís- indamanninn Charles J. Vörösmarty. Í HNOTSKURN »CCSM er ensk skammstöfunfyrir Community Climate System Model og hefur Alþjóðleg vísindanefnd um loftslagsbreyt- ingar, IPCC, tekið mið af því ásamt fjölmörgum módelum. »Vörösmarty hefur veittBandaríkjastjórn og SÞ ráð- gjöf um mál er lúta að vatnsbú- skap jarðar. »Hann starfar við háskólann íNew Hampshire og fer fyrir sérstökum hópi vatnafræðinga. VATNSMAGN á hvern Íslending er yfir sex hundruð þúsund rúmmetrar á ári, eða yfir hundraðfalt það magn sem íbúar nokkurra Afríkuríkja þurfa að sætta sig við. Hin mikla vatnslind Íslendinga, sem bruðla með vatn líkt og raforku, kann að hafa áhrif á fýsileika landbúnaðar hér þegar fram í sækir, enda kann áherslan að færast í þá átt að flytja ekki inn matvörur frá ríkjum þar sem skortur er á vatni. Það er að vatnsflutningar, beinir og óbeinir, muni öðlast meira vægi á næstu áratugum. Á þessu stigi eru þetta þó aðeins vangaveltur en hitt er síður umdeilt að bráðnun íshellunnar á norðurpólnum kann að hafa mikil áhrif á vistkerfin á norðurslóðum, sem og veðurfar þar almennt. Áður lokaðar siglingaleiðir verða greiðfærar og áður óbyggð svæði tekin til búsetu. Þá kann miðfjöldamannlínan, lengdargráðan sem skiptir mannfjöldan- um jafnt á milli norður- og suðurhvels, að færast norður á bóginn eins og Trausti Valsson hefur bent á í bók sinni um loftslagsbreytingar. Ísland afar vatnsauðugtCharles J. Vörösmarty

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.