Morgunblaðið - 24.12.2007, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SÝNINGIN Undra-
börn sem stendur yfir
í Þjóðminjasafni hefur
vakið mikla athygli og
hefur þegar verið
fjallað um hana í
gagnrýni hjá blaðinu. Ljósmyndir
Mary Ellen eru nú komnar út á
bók og ritar Einar Falur Ingólfs-
son ljósmyndari inngang að henni
þar sem saman koma fróðleikur
um Öskjuhlíðarskóla og Safamýr-
arskóla og viðtöl við aðstandendur.
Heimildarmynd Martins Bell,
Alexander, er síðan hluti af sýn-
ingunni Undrabörn en þar segir
frá daglegu lífi Alexanders, nem-
anda í Öskjuhlíðarskóla.
Mary Ellen Mark nálgast mynd-
efni sitt af virðingu
og varfærni með
möguleika ljósmynd-
arinnar í huga. Bókin
er í stóru broti,
myndirnar allar í
svarthvítu, og áhersl-
an á myndbyggingu,
áferð, ljós og skugga
skilar sér vel. Hún
dregur fram augna-
blik í lífi barnanna,
góð og slæm og birtir
tengsl barnanna við
þá sem þau eiga sam-
skipti við. Afstaða
hennar er hlutlaus en
samúð hennar fer
ekki á milli mála. Þó veitir hún
áhorfandanum ávallt ráðrúm til að
lifa sig á sinn hátt inn í þann oft á
tíðum erfiða veruleika sem þarna
birtist. Tæknilegir og listrænir
þættir ljósmyndanna forða þeim
frá því að verða tilfinningalegum
rússíbana áhorfandans að bráð,
þær yfirþyrmandi tilfinningar sem
koma upp verða bærilegri því í
sömu andrá grípa mann sjónrænir
þættir myndarinnar og þannig
verður til samspil myndefnis og
umhverfis, samspil sem er rauði
þráður myndanna. Ljósmyndir Ív-
ars Brynjólfsonar sem eru aftast í
bókinni, af innviðum skólanna, eru
síðan áhrifamiklar í einfaldleika
sínum.
Heimildarmynd Martins Bell um
Alexander, nemanda í Öskjuhlíð-
arskóla, er sömu kostum búin. Það
er erfitt að horfa á þessa mynd en
um leið gaman að fá að kynnast
Alexander sem birtist sem sterk-
ur, blíður og glaður persónuleiki.
Engin leið er að skilja í raun þann
veruleika sem hann býr við eða
þau sem standa honum næst en
hér tekst afburða vel að varpa
ljósi á hið ósagða. Myndin segir
frá erfiðu ferli sem er í sífelldri
þróun og umbreytingu, auk þess
að varpa ljósi á báða skólana og
starfsemi þeirra.
Hér kemur einstaklega vel fram
hvers listin er megnug en bæði
bók og kvikmynd miðla af full-
komnu listrænu innsæi veruleika
sem margir þekkja ef eigin raun
en er mestan part ósýnilegur í
samfélaginu frá degi til dags.
BÆKUR
Ljósmyndabók
Undrabörn, ljósmyndir eft-
ir Mary Ellen Mark og Ívar
Brynjólfsson, texti eftir
Mary Ellen Mark og Einar
Fal Ingólfsson, Þjóðminja-
safnið 2007.
Alexander, heimildarmynd
eftir Martin Bell, 2007.
Undrabörn, Alexander
Ragna Sigurðardóttir
Mary Ellen Mark
Að birta hið ósegjanlega
Í skáldsögunni
Hundshaus eftir
Norðmanninn
Morten Rams-
land er sögð ætt-
arsaga þriggja
ættliða í Noregi
og í Danmörku og
nær sögutíminn
frá millistríðs-
árunum fram í nú-
tímann. Sagan er sögð af ungum list-
málara af þriðja ættliðnum sem snýr
til Danmerkur frá Amsterdam til að
kveðja ömmu sína á dánarbeði. Fjöl-
skyldan er í upplausn; faðirinn er fyr-
ir löngu stunginn af með annarri
konu og er talinn hafa farist við fjalla-
klifur, móðirin annast munaðarlaus
börn einhvers staðar í þriðja heim-
inum og heima hjá systur sinni reynir
hinn ungi listmálari að henda reiður á
flókinni og átakanlegri fjölskyldusög-
unni með því að mála hana á striga.
Þannig rifjar hann upp ýmsar sögur
af fjölskyldumeðlimum; sorglegar,
fyndnar, ljótar og fallegar. Hann seg-
ir meðal annars sögur af afa sínum
sem lenti í fangabúðum nasista og
varð síðan drykkfelldur frístund-
armálari og slæmur eiginmaður og
faðir, af braskaranum föður sínum
sem forðaðist alla tíð að enda eins og
sinn eigin faðir og sögumaðurinn af-
hjúpar jafnframt ýmis viðkvæm fjöl-
skylduleyndarmál. Og í ljósi ætt-
arsögunnar allrar gerir hann upp
eigin sögu sem inniheldur meðal ann-
ars ótímabæran dauða þroskaheftrar
frænku og óhugnanlegan hundshaus.
Þegar komið er áleiðis í söguna þá
er ljóst að Hundshaus er ekki ein af
þeim bókum sem einblína á fegurðina
í lífinu. Þó svo að það sé heilmikill
húmor í frásögninni þá fer meira fyrir
óhamingju en hamingju í bókinni en
persónurnar verða fyrir eilífum áföll-
um og vonbrigðum. Ástin er vissulega
til staðar en hún kólnar yfirleitt fljótt
og verður yfirleitt sem eins konar tál-
sýn eða goðsögn sem á ekkert skylt
við raunveruleikann. Þó blundar ein-
hver angurvær fegurð undir þessu
öllu saman.
Persónuflóran í bókinni er heil-
mikil og með henni hefur höfundur
unnið stórkostlegt verk. Persónurnar
eru allar mannlegar og óútreikn-
anlegar, hafa sínar björtu og myrku
hliðar og þrátt fyrir að fæstar þeirra
séu sérlega viðkunnanlegar þá eru
þær heillandi á sinn sérstaka hátt og
erfitt annað en að finna til sam-
kenndar með þeim.
Hundshaus er hrífandi bók; rík af
fyndnum, sorglegum, fallegum,
óþægilegum og átakanlegum sögum.
Þó er eins og eitthvað vanti í endann
og lokauppgjörið í samræmi við und-
irbúning og aðdraganda.
Textinn er lifandi og skemmtilegur
og Kristín Eiríksdóttir á hrós skilið
fyrir íslensku þýðinguna.
Ættarfjötrar
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Morten Ramsland. Kristín Eiríks-
dóttir þýddi. 366 bls. Forlagið, Mál og
menning 2007.
Hundshaus
Þormóður Dagsson
Morten Ramsland
BÆKUR
Unglingabók
Ef þú bara vissir...
Eftir Mörtu Maríu Jónasdóttur og Þóru
Sigurðardóttur, 242 bls. Salka, 2007.
ÞAÐ má telja víst að skáldsagan Ef
þú bara vissir... verður vinsæl hjá
unglingunum. Sagan er nefnilega
prýðilega skrifuð og furðu heildstæð
ef haft er í huga að höfundarnir eru
tveir. Hún er raunsæisleg lýsing á því
mikilvægasta í lífi unglingsstelpna;
ástamálum, útliti, hvernig best er að
koma fyrir, net- og sms heiminum og
síðast en ekki síst samskiptum við
fjölskylduna.
Aðalpersóna bókarinnar er Klara,
fimmtán ára þroskuð og klár stelpa í
Reykjavík samtímans, sem býr við
allsnægtir hjá stressuðum en um-
hyggjusömum foreldrum. Klara er
mjög jákvæð að eðlisfari og trúverðug
persóna þó að nokkuð vanti upp á við-
brögð hennar við þeim dramatísku at-
burðum sem breyta lífi hennar. Hún
er hreinlega of þægt og hlýðið barn.
Höfundar sýna fram á að í flestum
fjölskyldum er eitthvað að, stundum
mikið og stundum lítið, að mennirnir
eru eins ólíkir og þeir eru margir og
að vinátta, trúnaður og traust skiptir
mestu máli. Höfundum tekst líka vel
að sýna málfar unglinga þar sem ensk
orð eru skrifuð upp á íslensku og að-
löguð beygingarkerfinu. Einn af
helstu kostum bókarinnar er þó
hvernig vinkonur styðja og styrkja
hver aðra, burtséð frá aldri. Dýpkar
það söguna meira en almennt gerist
um afþreyingarbókmenntir.
Hrund Ólafsdóttir
Beint í mark
STÆRSTA fíkni-
efnamál í sögu ís-
lensku lögregl-
unnar og reyndar
þjóðarinnar allrar
sprakk út með
hvelli síðla sept-
embermánaðar og
var með sanni
hægt að segja að lögregluyfirvöld
hafi mátt hrósa sigri í enn einni
orrustu þess harðvítuga stríðs
sem geisar linnulaust gegn fíkni-
efnavánni. Um fullnaðarsigur er
þó ekki að ræða því mál það sem
hér um ræðir, Fáskrúðsfjarð-
armálið, er ekki einu sinni búið að
fá meðferð ríkissaksóknara. Engu
að síður náðust sönnunargögn,
tugir kílóa af fíkniefnum sem ætla
má að hefðu getað selst á hátt í
milljarð króna á íslensk-
um fíkniefnamarkaði.
Um rannsókn þessa
máls hefur nú Ragnhild-
ur Sverrisdóttir lög-
fræðingur skrifað ágæta
bók. Efnistök hennar
hæfa umfjöllunarefninu
vel, hér er knappur stíll,
lúmskur húmor inn á
milli og nokkuð hröð
frásögn, með hæfilega
mörgum útúrdúrum þar
sem varpað er fróðlegu
ljósi á vinnubrögð lög-
reglunnar og ýmislegt
sem gengur á í undir-
heimunum. Þótt vel-
þóknun höfundar á lög-
reglunni sé til staðar, fær hún eigi
að síður svolitlar sneiðar t.d. þeg-
ar Ragnhildur ræðir um samskipti
fjölmiðla og lögreglu. „Vangavelt-
ur fjölmiðla um verðmæti [fíkni-
efna] fara alltaf jafn mikið í taug-
arnar á lögreglunni, sem segir
þær til þess eins fallnar að hvetja
aðra til að taka mikla áhættu í
fíkniefnainnflutningi.“ (139).
Ragnhildur er ekki sammála lög-
reglunni hér og segir að nauðsyn-
legt sé að almenningur fái tæki-
færi til að átta sig á hversu
gríðarlega umfangsmikill fíkni-
efnainnflutningur er orðinn og
hversu miklir fjármunir eru í
spilinu, eigi hann að eiga ein-
hverja möguleika á að taka upp-
lýsta ákvörðun um hvernig beri að
taka á vandanum.
Ýmislega forvitnilega þætti rek-
ur Ragnhildur síðan í tengslum
við rannsóknina og þar eru eft-
irminnilegir þættir dönsku her-
skipsmannanna af Triton og ís-
lensku varðskipsmannanna sem
fylgdu smyglskútunni á leiðinni
milli Færeyja og Íslands á loka-
kafla smyglsins sem síðan fór út
um þúfur. Ragnhildur segist hafa
skrifað bókina á nokkrum vikum í
haust eftir bestu fáanlegu heim-
ildum á þeim tíma. Þarna hefði
mátt geta einhverra heimilda en
að öðru leyti nær bókin tilgangi
höfundar, sem er að varpa ljósi á
vinnubrögð lögreglu og leyfa les-
endum að skyggnast inn í heim
fíkniefnanna.
Lögreglan kemst í feitt
BÆKUR
Sakamál
Ragnhildur Sverr-
isdóttir: Aðgerð Pól-
stjarna. Rannsókn
skútumálsins á Fá-
skrúðsfirði. Skuggi for-
lag, Reykjavík 2007.
Aðgerð Pólstjarna
Örlygur Steinn Sigurjónsson
Ragnhildur
Sverrisdóttir
Í titli þessarar
fyrstu ljóðabókar
Höllu Gunn-
arsdóttur felst
skemmtilegur
leikur; hér er vís-
að til eins fræg-
asta útilegu-
manns á Íslandi
og um leið – þar
sem nafn höf-
undar er það sama – til Höllu sem
fylgdi honum í útlegðina. Fjalla-
Eyvindur og Halla eru að sjálfsögðu
eitt frægasta par Íslandssögunnar og
sá grunur vaknar strax að höfundur
sé hér að lýsa leitinni að sínum
„Fjalla-Eyvindi“; þær grunsemdir
fást staðfestar við lestur ljóðanna.
Um leið er lýst ferðalagi um heiminn,
ljóðmælandi er sjálfur n.k. úti-
legumaður – eða útilegukona – sem
ferðast víða um heim eins og yf-
irskriftir margra ljóðanna bera með
sér. Ljóðin hafa öll staðarheiti að yf-
irskrift; hér er ferðast á milli Mos-
fellsbæjar, Kúbu og Kuala Lumpur
og Singapúr, Sahara og Sóleyjargötu,
svo dæmi séu tekin.
Ljóðin fjalla allflest um það sem
kalla mætti tilraun til sambands, eða
bara einfaldlega leitina að ástinni. En
þránni virðist erfitt að svala og um
miðbik bókarinnar má lesa þetta: „Ég
sit ein í Singapúr og velti því / fyrir
mér hvort ég sé ef til vill / að leita
langt yfir skammt“. Í ljóðinu Áttavillt
er svipuð hugsun á ferðinni: „Á hroll-
köldum haustmorgni blæs / norðan-
áttin úr austri og vestri. // Ég hita
mér te og hugsa suður, / til þín.“
Söknuður og glötuð augnablik koma
víða fyrir en oftar virðist ljóðmæland-
inn láta sér aðskilnaðinn í léttu rúmi
liggja: „Ég og þú erum eins og sand-
ur og / sandalar […] / virkum engan /
veginn saman“.
Leitin að Fjalla-Eyvindi inniheldur
aðeins 27 ljóð og í flestum þeirra er
brugðið upp hnitmiðuðum skyndi-
myndum á einföldu máli. Hér er lítið
um skáldleg tilþrif, myndmálsnotkun
í algjöru lágmarki og undirtexti lítill
(vel heppnuð undantekning frá því er
ljóðið Fossvogur). Höfundur tekst
ekki á við tungumálið sem slíkt held-
ur notar það aðeins til að miðla hugs-
un sinni. Að því leyti mætti tala um
nokkurn byrjendabrag á ljóðunum.
Styrkur bókarinnar liggur hins vegar
í húmorískri sýn höfundar sem víða
bregður fyrir og þeirri heild sem ljóð-
in saman ná að kalla fram.
BÆKUR
Ljóð
Eftir Höllu Gunnarsdóttur.
Nykur 2007, 58 bls.
Leitin að Fjalla-Eyvindi
Soffía Auður Birgisdóttir
Leitað langt yfir skammt?
Halla Gunnarsdóttir
VIÐ Íslendingar lítum gjarnan fram
hjá næstu nágrönnum okkar, Græn-
lendingum og Færeyingum, þegar
við berum okkur saman við „nálæg-
ar þjóðir“, eða þau lönd „sem við vilj-
um bera okkur saman við“, eins og
stundum er sagt. Þá horfum við til
skandinavísku landanna og eins til
Þýskalands, Englands og Bandaríkj-
anna. En þegar hugað er að ýmsum
þáttum sögulegs og menningarlegs
sjálfsskilnings, höfum við fyllstu
ástæðu til að skyggnast annars stað-
ar og nánar um strandir í nálægum
heimspörtum. Á hugann leita þá
staðir eins og Nýfundnaland, Írland
og Bretanía.
Lítt hefur borið á bókmenntum
frá Bretaníuskaga í íslenskri gerð,
en úr þessu hefur Ólöf Pétursdóttir
bætt með tveimur þýddum ljóða-
kverum, fyrst í fyrra með Dimmum
draumum, þar sem eru ljóð eftir sex
bretónsk skáld (sem yrkja ýmist á
bretónsku eða frönsku), og svo nú
með drjúgu safni ljóða eftir Xavier
Grall, Söng regns og grafar. Grall á
raunar flest ljóðin í Dimmum
draumum og jafnframt þau áleitn-
ustu. Þau eru öll endurbirt í Söng
regns og grafar og mörgum bætt við.
Fyrri bókin geymir fáar upplýs-
ingar um skáldin og baksvið þeirra,
en í þeirri seinni fjallar Ólöf í inn-
gangi og eftirmála um Bretaníu,
keltneska menningarsögu, þ. á m.
hið bretónska tungumál, og stutt-
lega um Xavier Grall (1930-1981),
sem var blaðamaður í París en hvarf
heim á bretónskar æskustöðvar til
að huga að þeim arfi sem honum
fannst hann hafa verið rændur.
Hann var meðal fjölmargra Bretóna
af kynslóð sem fékk ekki að eiga
bretónsku sem sitt fyrsta mál. Hann
virðist síðar hafa áttað sig á því að
honum hafði verið breytt í „miðlæg-
an“ Frakka en þá snýr hann líka við
blaðinu, eins og sjá má í hinu magn-
aða ljóði „Segið þeim það í borginni“,
en því lýkur svo:
Orðið varð að segli og þara
lyngmóa og kapellu
Gelískra manna strönd
ég uni hjá þér
Segið þeim það í borginni
Ég kem ekki aftur.
Íslensk vitund á hægt með að
tengjast bretónskri í ýmsum ljóðum
Galls, þar sem maðurinn mátar sig,
stundum á tregablandinn hátt, við
hrjúfa jörðina og söguna sem hún
býr yfir; við ströndina og hafið, og
við gamla sjósóknara: „Heima eru
öldungar með eyjar í augum“. Og
tengslin við Írland eru Grall einnig
jafn ofarlega í huga og mörgum Ís-
lendingnum.
Hver þarf Signu þegar hann hefur
ána Aven og hver þarf Ameríku þeg-
ar hann hefur Armoríku (eins og
Bretaníuskagi er einnig nefndur)?
En Grall minnir þó raunar einnig á
siglingar Bretóna víða um heim og
hann les heimaslóðir sínar reyndar
einnig saman við Ameríku í ljóði sem
ort er til minningar um beat-
höfundinn Jack Kerouac.
Með þessum þýðingum hefur Ólöf
Pétursdóttir hnikað til íslensku
ljóðalandakorti, í áhugaverða átt.
Bretónskir söngvar
BÆKUR
Ljóðaþýðingar
Dimmir draumar: Nokkur ljóð frá Bret-
aníuskaga, Körtur í pyttum 2006 og
Söngur regns og grafar eftir Xavier Grall;
GB-útgáfa 2007. Ólöf Pétursdóttir þýddi.
Ástráður Eysteinsson