Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 25

Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 25 Grundarfjörður | Bæjarstjórn Grundar- fjarðar kallar eftir tafarlausum aðgerð- um ríkisstjórnarinnar til að bæta fjár- hagsstöðu bæjarins sem sér fram á tekjumissi vegna ákvörðunar um að skerða þorskveiðar um þriðjung. Kemur þetta fram í ályktun bæjarstjórnarinnar. Vísað er til þess að í mörg ár hafi fulltrúar sveitarfélaga rætt um að þau þyrftu meira fé til að framfylgja skyldum og verkefnum sínum. Allra síðustu ár hafi komið enn skýrar í ljós mikill að- stöðumunur sveitarfélaga á landsbyggð- inni samanborið við höfuðborgarsvæðið. Sérstök framlög úr Jöfnunarsjóði dugi skammt til að leiðrétta hann. Ríkið standi ekki við sínar skuldbindingar, t.d. um að greiða 60% í uppbyggingu framhalds- skóla, og umframkostnaður lendi á sveit- arfélögum. „Við þessar fjárhagslegu aðstæður koma áhrif 30% skerðingar þorskaflans mjög harkalega fram hjá Grundarfjarð- arbæ og sveitarfélögum sem byggja á sjósókn og vinnslu sjávarafurða,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Minnt er á að rík- isstjórnin hafi ekki greint frá því hvernig sveitarfélögum verði bætt tekjutap vegna niðurskurðarins og hingað til hafi mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar siglt stóran sveig framhjá Grundarfirði. Kalla eftir aðgerðum ríkisvaldsins úr því var að hann sendi frá sér ályktun sem mér finnst felast nokk- uð stór sannleikur í, en málið geng- ur út á það að ekki sé hægt að áfell- ast ráðuneytið fyrir mína höfnun, því þó að það hafi ekki unnið faglega í málefnum annarra þá geti ég ekki átt sjálfkrafa rétt á því sem lögin leyfa ekki. Þannig hafi ráðuneytið vissulega ekki farið eftir lögum þeg- ar það afgreiddi aðra í minni stöðu jákvætt.“ Guðmundur segir aðalástæðuna fyrir þessari baráttu vera spurningu um starfsöryggi og betri laun. „Ég hef einu sinni þurft að flytja vegna þess að ég missti vinnuna, kennari með réttindi sótti um starf í skól- anum sem ég kenndi í og því varð ég að víkja. Ennfremur er það forsenda fyrir ráðningu að hafa þessi réttindi og t.d. algjörlega nauðsynlegt ef menn sækja um skólastjórastöðu.“ Þrátt fyrir að hafa ekki starfs- heitið starfaði Guðmundur í fimm ár í stjórn Kennarafélags Vesturlands. „Mér fannst oft pínlegt að sitja und- ir árásum ýmissa kennara, þar sem þeir tala niður til leiðbeinenda, sem þó geta haft miklu meiri menntun en þeir sjálfir. Þetta sárnaði mér mest, því ég hef litið á sjálfan mig sem kennara frá því ég lauk kennsluréttindanáminu og borga mín gjöld í KÍ.“ Guðmundur segist þó ekki hafa beitt sér í sínu máli inn- an Kennarafélagsins því í rauninni snúi þetta að því, þar sem verið sé að sía inn í stéttina, að varna ófag- lærðum inngöngu og verja starfs- réttindi. „Mér datt í hug í öllu þessu ferli að þetta væri kannski birting- armynd kynjamisréttis, hvort svona hefði verið komið fram við konu. Ennfremur varð ég hissa á því að Meistarafélag kjötiðnaðarmanna skyldi ekki beita sér því ég tel það niðurlægjandi fyrir greinina að vera ekki virt meira.“ Á eftir að halda upp á starfsleyfið Í haust tók Guðmundur upp þráð- inn að nýju og nú í ljósi starfs- reynslu. „Þetta er 10. starfsárið mitt og núna fékk ég starfsleyfið umyrðalaust. Ég varð mjög hissa og átti alveg eins von á að þurfa gera eitthvað meira. Ég sendi að vísu með bréf frá tveimur skólastjórum, og kannski hefur það haft eitthvað að segja.“ Guðmundur bindur vonir við að nýtt frumvarp taki á þessum málum svo að kennarar geti flætt meira á milli skólastiga. Hann segist enn- fremur þeirrar skoðunar að fleiri karlmenn vanti inn í skólana en þar fæli fyrst og fremst lág laun frá. Hann segist hafa gaman af kennsl- unni og nýtur samskiptanna við krakkana. „Ég er ekki búinn að halda sérstaklega upp á nýfengið starfsleyfi enda ekki hægt að halda mikið upp á fyrir mann með svona laun,“ segir Guðmundur og bætir við að jólagjöfin frá ráðaneytinu í ár sé ein besta jólagjöf sem hann hafi getað hugsað sér. Morgunblaðið/Guðrún Vala sex ára baráttu við „kerfið“. METÞÁTTAKA var í árlegri frið- argöngu á Ísafirði í gær. Segir Jóna Benediktsdóttir, skipuleggjandi göngunnar, fjöldann aukast frá ári til árs og er þetta tólfta árið sem gangan er farin. „Veðrið var ynd- islegt, næstum logn og smá snjó- drífa. Þetta var akkúrat rétta stemningin til að skapa jólafriðinn í hjartanu,“ segir Jóna. Anna Sigríður Ólafsdóttir fór með fallega hugvekju um þýðingu orðsins „friður“ í tilefni göng- unnar, Skúli Þórðarson trúbador spilaði og söng og tvær ungar stúlkur sungu jólasálm í lokin. Fjölmenn friðarganga Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.