Morgunblaðið - 24.12.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 24.12.2007, Síða 32
gæludýr 32 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fyrst og fremst þurfum viðað vara okkur á því að veraekki að gefa gæludýrunumokkar reyktan, kryddaðan og saltan mat því það endar bara yf- irleitt með magapínu og uppköstum og ekkert sérlega gleðilegum jólum hjá þeim,“ segir Katrín Harðardóttir, dýralæknir á Dýralæknaspítalanum í Víðidal. Þrátt fyrir að dýraeigendur leiti gjarnan leiða til þess að gera dýr- unum sínum dagamun yfir hátíð- arnar, þola bæði hundar og kisur reyktan og kryddaðan mat mjög illa þar sem meltingarfæri þeirra eru alla jafna mjög viðkvæm. Því er ekki ráð- legt að bera í þau jólamat mannanna á borð við hamborgarhrygg eða hangiket. Ókryddað fuglakjöt og lambakjöt ætti þó ekki að koma að sök, en rétt þykir að sneiða algjörlega hjá sósum, sem eru bara fitandi og kalla á maga- verk og niðurgang, að sögn Katrínar. Það er oft ansi fjörugt að gera hjá okkur við að svara í síma og taka á móti dýrum, sem þarf að rétta af eftir magakveisur jólanna. Venjulega er þá byrjað á því að gefa þeim soðin hvít hrísgrjón og AB-mjólk til þess að freista þess að koma heilsufarinu í lag á ný. „Ég skil vel að fólk vilji gleðja dýr- in sín með einhverju góðgæti á jólum, en þá þarf helst að sneiða hjá allri þeirri óhollustu, sem mannfólkið læt- ur ofan í sig yfir hátíðarnar. Séu hundar og kettir ekki vanir öðru en þurrmat og vatni mæli ég með því að menn sleppi því að gefa þeim fram- andi fæði, en kaupi þess í stað gott blautfóður, svona til hátíðabrigða. Það eru nefnilega mun meiri líkur á því að blautmaturinn fari betur í meltingarkerfi þessarra ferfættu fjöl- skyldumeðlima heldur en hangikjöt- ið,“ segir Katrín. Skrautböndin eru stórhættuleg Gæludýraeigendur þurfa sér- staklega að passa upp á pakka- skrautsböndin. Hvolpum og kisum finnast krulluböndin sérstaklega ómótstæðilegt og spennandi jóla- skraut, sem í mörgum tilfellum endar í maga dýranna. „Í reynd eru bönd þessi stór- hættuleg í meltingarveginum. Þarm- arnir þræðast upp á böndin og oft lendum við í því að þurfa að skera kis- ur upp til að sækja jólaskraut í maga eða garnir. Uppköst og lystarleysi eru merki um að skrautband hafi ver- ið borðað, sem aftur getur leitt til dauða ef ekkert er aðhafst,“ segir Katrín. Hún bætir að lokum við að góð leið til að sýna dýrunum sínum vænt- umþykju og umhyggju sé að hafa fæðuvalið sem líkast því sem þau séu vön. Hinsvegar myndu þau örugglega fagna nýju dóti í jólagjöf auk þess sem góðir göngutúrar með eigendum væru kærkomnir í þokkabót. Þá gerði maður sjálfum sér greiða í leiðinni með smá hreyfingu á milli veislu- máltíða. join@mbl.is Dýrajól Þeir, sem elda sérstakan jólamat fyrir gæludýrin sín, skulu forðast eins og heitan eldinn reyktan, kryddaðan og saltan mat því það kallar aðeins á magapínur og miður gleðileg jól. Morgunblaðið/RAX Dýralæknirinn Gleðja má gæludýrin með útiveru og nýju dóti í jólapakka fremur en að bregða mjög mikið út af venjubundnu dýrafæði, segir Katrín Harðardóttir. Hundar og kisur þola illa reykt og kryddað Hangiket og hamborgarhryggur kalla aðeins á tóm vandræði, niðurgang og uppsölur og því ætti slíkur matarforði alls ekki að sjást á jólaborði fer- fætlinga. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Katrínu Harðardóttur, dýralækni, hvernig best væri að gleðja gæludýrin á jólum. Morgunblaðið/Ómar Fæðuval Séu hundar og kettir ekki vanir öðru en þurrmat og vatni borgar sig að gefa þeim ekki framandi fæði, en kaupa þess í stað gott blautfóður, til hátíðarbrigða. Ég skil vel að fólk vilji gleðja dýrin sín með einhverju góð- gæti á jólum, en þá þarf helst að sneiða hjá allri þeirri óholl- ustu. Óskum aðildarfélögum okkar, viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Staðlaráð Íslands ÞAU eru óneitanlega jólaleg ásýndar stjörnulaga ljósin sem þessi kaupmaður í Manila á Filippseyjum er með á boðstólum. Litríku perurnar sem hann var önnum kafinn við að koma fyrir í ljósunum í gær áttu líka sinn þátt í að skapa litfagra jólastemningu. Reuters Stjörnur sem skína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.