Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.12.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SVEITARFÉLÖGIN hafa flest aðgang að flugvelli sem nýta mætti mun betur en nú er gert í þágu þeirra sem þar búa. Nýsköpun í atvinnu og þjónustu með eflingu flugsamgangna í hverju sveitarfélagi myndi virka sem vítamínsprauta fyrir marga þætti atvinnulífsins á viðkomandi stað. Oft finnst mér undarlegt að aka um sveitir landsins og sjá hvernig litlir flug- vellir sem standa við blómleg byggðarlög eru í raun vannýtt við- skiptatækifæri. Hér áður fyrr … Flugið hélt mörgum sveitum í byggð hér á árum áður og flogið var til margra staða sem höfðu ekki einu sinni flugbrautir. Slétt gras, sandur eða möl var lát- ið duga svo hægt væri að flytja fólk, varning og dýr milli staða. Sú frumkvöðlastarfsemi sem þá átti sér stað hefur skilað þjóðinni vel inn í hraðar og traustar flug- samgöngur og það er fréttnæmt í dag ef fella þarf niður flug og er það þá oftast vegna veðurs. En þó má gera enn betur. Hvar er þessi gamli góði drifkraftur nú? Flugsamgöngur eiga að vera sjálfsögð gæði Sveitarfélögin hafa á silfurfati flugvelli sem bíða eftir því að verða nýttir enn betur í þágu íbúanna af framsýnu fólki sem vill byggja upp öflugt atvinnulíf og fjölbreytt sam- félag með framúrskarandi sam- göngur og þjónustu. Eins og allir vita gegnir flugið nú þegar stóru og mik- ilvægu hlutverki í helstu þéttbýlis- kjörnunum eins og Reykjavík, Ísa- firði, Akureyri, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ. Ættu smærri byggðakjarnar ekki sömuleiðis að njóta góðs af öflugri flugstarfsemi? Bíllinn er ekki heilög kýr sem hefur unnið alla samkeppni í samgöngum enda er mikill eðl- ismunur á bílum og flugvélum þegar kemur að þeim verkum sem þarf að vinna og verkefnum sem þarf að leysa. Miklir möguleikar Eftirfarandi þættir heyra allir undir starf- semi sem gæti þrifist vel á mörgum flug- völlum landsins og er þá sama hvort um sérhæf- ingu eða fjölbreyttan flugrekstur eins aðila er að ræða og á bæði við þyrlur og flugvélar: 1. Mikilvægast er lík- lega sjúkraflugið, leit og björgun og aðstoð við hjálparsveitir. 2. Flugkennsla. 3. Flug með fólk í viðskiptaer- indum. 4. Flug milli sveitarfélaga með fólk og vörur. 5. Ýmis þjónusta við ferðamenn eins og ljósmyndaflug, kvikmynda- flug eða útsýnisflug. 6. Sérverkefni fyrir ýmis fyrirtæki, ríkisstofnanir og háskóla eins og t.d. línuflug til að fylgjast með ástandi raflína, veiðieftirlit, dýratalningar, umhverfisrannsóknir, krókavinna og aðstoð við smölun. Allt ofantalið hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti í daglegu lífi sveitarfélag- anna. Þeir sem nýta sér flugið þurfa á annarri staðbundinni þjónustu að halda eins og t.d. hótelgistingu, bíla- leigubílum, veitingum, fararstjórn, fólki til aðstoðar við ákveðin tíma- bundin verkefni, fólki með sérþekk- ingu á svæðinu í kring og margt fleira. Ekki má heldur gleyma þeirri þjónustu og aðföngum sem flugrekst- urinn sjálfur þarfnast á hverjum stað. Það færist sífellt í aukana að íbúar höfuðborgarsvæðisins leiti út fyrir borgina til að losna við streitu og öðlast hvíld um leið og þeir end- urnýja kynnin af náttúrunni. Eru möguleikar þar fyrir aukinn flug- rekstur í smærri byggðarlögum? Hvar er hvatningin? Hvaða gulrætur geta sveitar- og bæjarfélög úti á landsbyggðinni boð- ið núverandi flugrekstraraðilum í landinu til að efla og bæta sam- göngur sínar og möguleika til frekari atvinnuþróunar? Hvað gætu þau gert til að fá nýja aðila til að hefja flug- rekstur á svæðinu? Í fyrsta lagi þurfa sveitar- og bæjarfélögin að VILJA þessa starfsemi til sín og kanna áhuga flugrekenda á aukinni þjón- ustu á sínu svæði. Ef það verður nið- urstaðan þá eru þessar spurningar hér með lagðar fram til sveitar- og bæjarstjórna í landinu. Ég vil hvetja þær til að finna svör við þeim og marka skýra stefnu til eflingar góð- um flugsamgöngum og uppbygg- ingar í ferðaþjónustu í öllum lands- fjórðungum. Flugvellir lands- byggðarinnar eru van- nýtt viðskiptatækifæri Nýta þarf flugvelli landsins bet- ur segir Matthías Ragnars Arn- grímsson » Sveitarfélögin hafa ásilfurfati flugvelli sem bíða eftir því að verða nýttir enn betur í þágu íbúanna af fram- sýnu fólki Matthías Arngrímsson Höfundur er atvinnuflugmaður, flug- kennari og einkaflugmaður. ÞAÐ er uppskerutímabil í ís- lensku samfélagi að margra mati, en á nýútgefnum lista Þróunarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna um lífs- kjör í heiminum er Ísland í efsta sæti. Í ræðum hefur Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir utanríkisráðherra leitt getum að því að það séu þrír lyklar að velgengni íslensks samfélags. Það eru skynsamleg nýting auðlinda hafsins, nýt- ing orkuauðlinda og svo kvenorkan sem hefur leyst úr læðingi í kjölfar aukinna rétt- inda kvenna og áhrifa í íslensku samfélagi. Það gleymist oft að minnast á þetta þriðja atriði. Auðlindanýting og aukið jafnrétti kynjanna eru meginástæður „ís- lenska (efnahags)undursins“ sem margir tala um. Á uppskerutímum vill maður ekki bara þakka meðgjöf og meðbyr heldur líka axla ábyrgð og miðla ein- hverju til annarra. Miklar vonir eru bundnar við útrás með þekkingu. Nú ber hæst að við viljum miðla af þeim þekkingarforða sem hér hefur safnast upp á undanförnum árum á sviði rannsókna og nýtingar jarðhit- ans. Iðnaðarráðherra sagði nýlega að Jarðhitaskóli SÞ hér á landi væri einhver besta fjárfesting og merk- asta framlag Íslendinga til þróun- armála. Jarðhitaskólinn hefur á undanförnum áratugum menntað fjölda nemenda frá þróunarlöndum og átt þátt í að gera þekkingu Ís- lendinga á þessum málum eftirsótta víða um heim. Til að bæta um betur var í síðustu viku settur á stofn al- þjóðlegur orkuskóli sem Orkuveita Reykjavíkur, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík standa að, en þar á að bjóða upp á meistara- og doktorsnám og námskeið fyrir fólk í orkugeiranum. Forseti Íslands sagði í opnunarávarpi sínu að nám í umhverf- is- og auðlindamálum væri hvorki meira né minna en liður í því verkefni „að bjarga heiminum“. Við eigum aðra auð- lind sem færri tala um í tengslum við útrás þekkingar. Það er sú merka hefð í jafnrétt- ismálum sem við búum að og sú þekking á þeim sem við höfum aflað okkur. Það er sóst eftir þeirri þekkingu víða um heim. Sam- kvæmt könnun Alþjóða efnahags- stofnunarinnar er Ísland í fjórða sæti yfir þau lönd þar sem jafnrétti kynjanna þykir hvað best. Nú er vit- að að kynjamisrétti stendur fram- förum í þróunarlöndum einna mest fyrir þrifum. Efling jafnréttis er þess vegna ein helsta forsenda þess að styrkja lýðræði og auka velsæld í löndum sem við viljum styðja á veg þróunar. Ef okkar framlag til að „bjarga heiminum“ felst í að hjálpa öðrum þjóðum að nýta jarðhitann þá ættum við einnig að skapa for- sendur fyrir þeirri björgun. Við gætum gert það með að setja á stofn rannsóknasetur í jafnréttismálum og jafnréttisskóla. Hið norræna líkan í jafnrétt- ismálum er ekki eina viðmiðið í jafn- réttismálum, eins og kom fram í fyr- irlestri Drude Dahlerup á nýafstöðnu þingi Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands. Eigi að síður er nor- ræn jafnréttishefð sú hefð sem hef- ur skilað mestum árangri og dylst engum að velgengni norrænna landa og áhersla á jafnrétti kynjanna er samofin. Svíar tala stundum um að glæsilegasta út- flutningsvara þeirra séu mannrétt- indi, en þar búa þeir að forsögu og þekkingu, sem þeir reyna að koma sem víðast á framfæri. Væri ekki ráð fyrir okkur Íslendinga að gera með svipuðum hætti út á jafnrétt- ismál og setja í þeim tilgangi á stofn jafnréttisskóla og rannsóknasetur í jafnréttismálum? Á þann hátt get- um við sýnt í verki að við stöndum undir þeim væntingum sem má gera til þjóða sem búa við hvað best lífs- kjör í heiminum, jafnframt því sem það myndi styrkja jafnréttisrann- sóknir hér á landi. Í útrás með jafnréttið Það er sóst er eftir þekkingu okkar og hefð í jafnrétt- ismálum segir Sigríður Þor- geirsdóttir » Við eigum aðra auð-lind sem færri tala um í tengslum við útrás þekkingar. Það er sú merka hefð í jafnrétt- ismálum og sú þekking sem við höfum á þeim. Sigríður Þorgeirsdóttir Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. HLJÓÐLÁT bylting á sér stað í grunnskólum landsins þessa dag- ana. Á grundvelli nýrra laga um námsgögn er menntamálaráðu- neytið í fyrsta sinn að færa til grunnskóla landsins fjármagn til námsgagnakaupa sem skólarnir velja sér sjálfir. Nú fær hver og einn grunnskóli, til við- bótar við sinn kvóta, hjá Námsgagnastofnun fé til innkaupa á náms- gögnum út frá þörfum skólans og hug- myndafræðilegri stefnu. Breyting í kjölfar nýrra laga Ný lög um náms- gögn voru samþykkt á vorþingi 2007. Mark- mið laganna er að tryggja framboð og fjölbreytileika náms- gagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Lögin gera ráð fyrir að starfsemi Námsgagnastofnunar haldist svo til óbreytt. Að auki er kveðið á um námsgagnasjóð sem hefur það hlut- verk að leggja grunnskólum til fé til námsgagnakaupa í því augna- miði að tryggja og auka val þeirra um námsgögn. Með náms- gagnasjóði er brotið blað í sögu námsgagnaútgáfu fyrir grunnskóla en ríkið hefur eitt séð um útgáfu námsgagna frá 1936. Framlag til námsgagnasjóðs er ákveðið í fjár- lögum ár hvert. Á þessu ári er búið að greiða samtals 100 milljónir og í framtíðinni verður greitt úr náms- gagnasjóði í maí ár hvert. Ráð- stöfun á þessu fé er til kaupa á námsgögnum frá lögaðilum og eiga námsgögnin að samrýmast mark- miðum aðalnámskrár. Fjármunir úr námsgagnasjóði mega flytjast milli ára hjá hverjum og einum grunnskóla. Aukið val út frá sýn kennara og skóla Námsgögn grunn- skóla hafa hingað til verið einsleit enda hefur Náms- gagnastofnun ekki haft mikið svigrúm miðað við fjárframlög síðustu ára. Í raun hafa stjórnendur Námsgagnastofnunar unnið þrekvirki í út- gáfu námsgagna fyrir börn þrátt fyrir miklar breytingar á nám- skrám og sinnt þörfum skóla á hagkvæman hátt. Það er hins veg- ar löngu tímabært í ljósi stefnumarkandi ákvarðana skóla, sveit- arfélaga og löggjafa að skólar fái meira svig- rúm til að kaupa inn þau námsgögn sem þeim henta og geti valið úr fjölbreyttu efni frá ólíkum lögaðilum, þ.m.t. Námsgagnastofnun. Nú er vonin að hinir ýmsu lögaðilar, útgefendur skólaefnis og jafnvel fyrirtæki kennara kynni vinnu sína fyrir skólum landsins og auki þannig val og ábyrgð kennara sjálfra á því kennsluefni sem notað er. Aukið val um námsgögn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir fjallar um ný lög um námsgögn Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir »Með náms-gagnasjóði er brotið blað í sögu náms- gagnaútgáfu fyrir grunnskóla en ríkið hefur eitt séð um út- gáfu námsgagna frá 1936. Höfundur er formaður stjórnar náms- gagnasjóðs. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn                     !"#$%!!&'   ! ()%)'%*!+*,- )%%)"!.%/!0#!% # *+"1#)!    ,!%0. ' $  )'%*!+ &*!) !%%2) ! 3       ,- )%!04*!+#522+$26!)!*!-# 7'0+"#4 8!)6!)+!%(02!+),!%% 2!+" 09 $)2:) (()2) $#46!; 0+!%%' $"%"9 $(< -<&)%2! <! )%(&'  !  ;=$2  =>      $(< -<&)%2! <! )%(&' .0%#)) *,- )%)# *+"1#)8)%%? (!"!.6! ? @.":4%))+ "7 0*,- )%%)$2#70# *+"1#)9 $(< -<&)%2! <! )%(&' ! #%6)%&' A :0")%(A=33 !5:)*, B"%2*!2%)#70*,- )%%)# *+"1#)*!+06# ? (!"!.6!? B"%2)%)$27%%0272%"!.*#%)+! # , 8!.!&C2#)+%9 2)"#&:9  !"#$%!!&' A 0+0 )%("6)0# =A=;!5:)*,$29&!.)",+0  !"#$%!!&' DDD . !"#$%! " ').#  $)()2"*,- )%%) !5:)*,A> (!"!.6!?  #%6)%&'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.