Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 50

Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 50
50 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fasteignasala Ármúla 21 - Reykjavík - Sími 533 4040 - Fax 533 4041 - Netfang: kjoreign@kjoreign.is - Heimasíða: www.kjoreign.is Starfsfólk Kjöreignar óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is JAFNRÉTTISMÁLARÁÐHERR- ANN frú Jóhanna Sigurðardóttir fer mikinn í því að jafna að- stöðumun karla og kvenna um þess- ar mundir. Ráðherrann hengir verðlaunapeninga á þann ráð- herrann sem fremstur fer í því að jafna stöðu dætra og sona Íslands í skólum Íslands. Þar ber þó skökku við því stefnubundið ójafnræðið er hvergi grimmara en hjá háttvirtum menntamálaráðherra Íslands. Næstur í röðinni fyrir grimmt ójafnræði dætra og sona Íslands er að finna hjá háttvirtum utanrík- isráðherra Íslands en þar er ástandið slæmt og fer versnandi. Það má rekja þessa stefnu um kerf- isbundið misræmi um ójafna stöðu karla og kvenna hjá ríkisstjórn Ís- lands til fyrsta embættismanna- verks jafnréttismálaráðherrans í skipan í Jafnréttisráð, þar sem sitja 9 einstaklingar. Jóhanna ráðherra fer þá leið að skipa 6 dætur og 3 syni í Jafnréttisráð. Út á þetta embættismannaverk verður Jafn- réttisráð með öllu ómarktækt þar sem 6 dætur kúga skoðanir og at- kvæði 3 sona. Allar úrlausnir ráðs- ins verða því innantóm markleysa. Þetta nýja Jafnréttisráð Jóhönnu ráðherra á mikið og erfitt verk fyrir höndum í því að jafna stöðu dætra og sona Íslands í ráðuneytum rík- isstjórnar Íslands. Eins og áður sagði er ástandið verst í mennta- málaráðuneytinu en þar eru dætur skráðar 50 en synir 27 á launum hjá því ráðuneyti. Næst kemur utanrík- isráðuneytið en þar eru dætur 61 en synir 48. Svo er það jafnrétt- ismálaráðuneytið með 24 dætur en bara 14 syni. Hér á eftir kemur þversnið að jafnrétti dætra og sona hjá ráðuneytum ríkisstjórnar Ís- lands, sjálft framkvæmdavaldið. Hjá dómsmálaráðuneyti eru dætur 27 en synir bara 12. Hjá forsæt- isráðuneyti eru dætur 17 en synir 14. Hjá Hagstofu Íslands eru dætur 67 en synir 39 sem framkallar slæma stöðu fyrir forsætisráð- herrann því alls verða dætur hér 84 en bara 53 synir. Hjá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti eru dætur 37 en synir 22. Iðnaðarráðu- neytið með 13 dætur en synir eru 8. Landbúnaðarráðuneytið hefur 14 dætur en 12 syni. Samgöngu- ráðuneytið hefur 13 dætur en 11 syni. Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefur 12 dætur en 9 syni Umhverf- isráðuneytið hefur 20 dætur en 11 syni. Viðskiptaráðuneytið síðan með dætur 12 en bara 5 syni. Síðast en ekki síst kemur svo fjármálaráðu- neytið sem sker sig allverulega úr þessum ójöfnuði enda fer rík- isstjórn Íslands þá leið að skipa dýralækni sem ráðherra í þessu dýra ríki en hjörðin telur bara 28 dætur en 44 syni og er þetta mjög slæmt. Þegar reikningsdæmið dæt- ur og synir er gert upp þá eru dæt- ur alls 407 en synir alls 276. Er þetta jöfn staða hjá konum og körl- um í þjónustu ríkisstjórnar Íslands á vef stjr.is? Allt þetta lið er í því alla daga með meiru að semja laga- texta fyrir peðin í Alþingishúsinu. Þegar til kastanna kemur eru flest- ir með lagafrumvarpi, margir sitja hjá en hinir mæta ekki í vinnuna. Þetta lið Jóhönnu, þingmanns Sam- fylkingarinnar og ríkisstjórnin öll, er að leggja grunninn að því sem kalla mætti embættismannalýðveldi Íslands, sannkallað dætraríki. Hvað er til ráða þið synir Íslands? Mis- rétti kynjanna er mest í þeim ráðu- neytum þar sem konur eru ráð- herrar með einni undantekningu. Er það tilviljun? Jóhanna Sigurð- ardóttir, háttvirtur félagsmálaráð- herra, og ríkisstjórn Íslands ætti að hefja tiltektina í heimahaga áður en farið er útfyrir og yfir í haga ann- arra og byrja á fjármálaráðherr- anum og dýralækninum. GUÐBRANDUR JÓNSSON, Logafold 90, Reykjavík. Hafa dætur og synir Íslands jöfn tækifæri? Frá Guðbrandi Jónssyni NÚ fyrir skemmstu var haldið upp á fæðingardag Jónasar Hallgríms- sonar, 16. nóvember, sem dag ís- lenskrar tungu. Þessi árvissi við- burður gefur óneitanlega tilefni til að hugleiða stöðu tungunnar í landinu. Ekki verður betur séð en að í menntakerfinu sé lögð alúð við ís- lenskukennslu í skólum og einnig er kappkostað að bjóða nýbúum upp á íslenskunámskeið. Íslensku- færni þjóðarinnar virðist þó hafa hrakað nokkuð, einkum að því er lýtur að beygingum tungunnar, en íslenska er allflókið beygingamál. Fjölmiðlafólk, sem ætti að ganga hér á undan með góðu fordæmi, flaskar oft á réttum beygingum. Þjóðtunga vor á í allharðri sam- keppni við alþjóðaviðskiptamálið ensku, sem stöðugt sækir harðar á eftir því sem hnattvæðingin yf- irgengur heimsbyggðina. Ensku- slettur og slettur úr fleiri málum einkenna tungutak sumra lands- manna og varð slíkt háttalag mörgum góðum málverndarsinn- anum til hinnar mestu skapraunar og ásteytingar á árum áður, en þær gagnrýnisraddir virðast nú að mestu þagnaðar. Sjálfur er ég ekki meiri mál- verndarsinni en svo, að ég get vel séð í gegnum fingur við rétta og slétta almúgamenn þó þeir sletti erlendum orðum í ræðu sinni, svo lengi sem þeir beygja rétt. Hitt finnst mér gersamlega forkast- anlegt að forráðamönnum ís- lenskra stórfyrirtækja skuli hald- ast það uppi að klína á þau einvörðungu enskum nöfnum eða – sem er jafnvel enn smekklausara – hræra saman íslenskum og ensk- um orðum í nafngiftum. Dæmi um slíkt eru mýmörg og vel þekkt: Baugur Group, Geysir Green Energy, Reykjavík Energy Invest, Office 1, FISK-Seafood. Það er þó skömminni skárra, ef haldið er úti tveimur aðgreindum nöfnum á einu og sama fyrirtækinu, öðru al- íslensku, hinu alensku, svo sem Ís- lensk erfðagreining og DeCode Genetics. Mannanafnanefnd, sem starf- rækt er hérlendis, hefur það hlut- verk að veita aðhald á nafngiftum manna með málverndarsjónarmið að leiðarljósi, en engri viðlíka stofnun er mér vitanlega haldið úti til að sporna við því að gróðap- ungar haugi saman ónefnum á fyr- irtæki sín. Alþingi ætti að sjá sóma sinn í því að taka á þessu máli með lagasetningu og veita þannig ís- lenskum fyrirtækjum þarft og tímabært aðhald. Hnattvæðingin og gróðakapphlaupið mega aldrei verða á kostnað íslenskrar tungu og þjóðmenningar. GUÐMUNDUR SIGURÐUR JÓHANNSSON, Hólavegi 10, Sauðárkróki. Hugleiðing á degi íslenskrar tungu Frá Guðmundi Sigurði Jóhannssyni UNGIR sjálfstæðismenn hafa lengi barist fyrir afnámi einkasölu ríkisins á áfengi. Það vöknuðu því vonir innan raða okkar um að með nýju rík- isstjórnarsam- starfi Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar mætti ná sam- stöðu um fram- faramál í frjálslyndisátt. Ungir jafnaðarmenn höfðu lýst því yfir í málefnaáherslum sínum fyrir al- þingiskosningarnar í maí, að UJ vildi „afnema einokun á áfeng- issölu og færa bjórinn í búðirnar“ ásamt því að „lækka áfeng- iskaupaaldur í 18 ár“. Þessar áherslur voru svo ítrekaðar í stjórnmálaályktun landsþings Ungra jafnaðarmanna í október þar sem UJ segjast „telja að ein- okun ríkisins á sölu áfengis tíma- skekkju og að eðlilegt sé að færa sölu þess í hendur einkaaðila, eins og tíðkast víðsvegar í nágranna- löndum okkar“. Þessar áherslur eru í fullu sam- ræmi við hugmyndir ungra sjálf- stæðismanna. Því hefur komið á óvart hve lítið hefur heyrst frá fulltrúum frjálslyndis í Samfylk- ingunni. Við ungir sjálfstæð- ismenn höfum stutt dyggilega við bak Sigurðar Kára Kristjánssonar flutningsmanns áfengisfrumvarps- ins svokallaða. Við höfum krafið okkar fulltrúa svara um afstöðu þeirra til frumvarpsins, flestir þeirra hafa svarað og flestir styðja það. Jafnframt höfum við látið í okkur heyra í fjölmiðlum og mun- um halda áfram okkar baráttu. Ég skora því á þá ungliða og aðra frjálslynda jafnaðarmenn í Samfylkingunni að liðsinna okkur í baráttunni fyrir frjálslyndari áfengislöggjöf með því að beita þingmenn sína þrýstingi í op- inberri umræðu sem og öðrum samskiptum. Nú ríður á að koma þessu máli í gegn, nú duga engar afsakanir. SÆVAR GUÐMUNDSSON, varaformaður Heimdallar, fé- lags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hvar eru frjálslyndu jafnaðarmennirnir? Frá Sævari Guðmundssyni „Ágæti“ menntamálaráðherra! Fyrst vil ég óska þér til ham- ingju með að sýna loksins áhuga á menntastefnu þjóðarinnar. Það litla sem við almúginn höfum heyrt er nokkuð jákvætt. Það er lenging kennaranáms sem verið hefur í burðarliðnum í mörg ár. En stund- um finnst mér að þið, sem stjórnið skólamálum á Íslandi, horfið ekki yfir lækinn. Ég sem fyrrverandi dönskukennari furða mig á því að danskan skuli njóta minni virð- ingar en enskan. Þrátt fyrir þá staðreynd að í dag starfa og eru við nám u.þ.b. 10 þúsund Íslend- ingar í Danmörku. Í mörg ár hefur danska ríkið stutt dyggilega við bakið á dönskukennslu á Íslandi, m.a. greitt götu dönskukennara til frekara náms og boðið til dvalar og námskeiða í Danmörku. Ég hef oft heyrt því fleygt að þótt íslensk börn hafi lært dönsku í 3-5 ár skilji hvorki þau né Danir þá dönsku sem hér er kennd. Það tel ég í lagi svo langt sem það nær. Ég veit af eigin reynslu að sá grunnur sem nemendur fá í dönskukennslu hér á Íslandi nýtist þeim vel í Danmörku. Algengt er að Íslendingar sem setjast að eða koma til náms í Danmörku þurfi aðeins tvo til þrjá mánuði til að verða fullfærir í þjóðfélaginu. Ég á dóttur sem búsett er í Danmörku. Þegar hún flutti þangað taldi hún sig ekki nógu góða í tungumálinu og óskaði eftir því að komast í dönskunám fyrir útlendinga. Henni var sagt að taka stöðupróf fyrir út- lendinga og að því loknu var henni sagt að hún væri mjög vel ritfær á dönsku, skildi talað og ritað mál en hún þyrfti bara að drífa sig út í samfélagið. Í mínum huga er Ólaf- ur G. Einarsson eini mennta- málaráðherrann sem gerði sér grein fyrir réttmæti dönsku- kennslu á Íslandi. Hann áttaði sig á þeim sterku tengslum sem ríkja á milli þessara landa. Ég endurtek að danska ríkið hefur stutt veru- lega við bakið á íslenskum dönsku- kennurum og mér þykir leitt til þess að vita að einmitt nú þegar Íslendingar eru að hasla sér völl í Danmörku finnist íslenskum menntamálaráðherra ástæðulaust að styrkja dönskukennslu á Ís- landi. Viðbrögð okkar Íslendinga við ört vaxandi fjölda innflytjenda er að þeir verði að læra tungu- málið. Öðruvísi nái þeir ekki að að- lagast íslensku samfélagi. Danir eru sömu skoðunar. Mín tillaga er því að þeir sem koma að íslenskri menntastefnu athugi sinn gang. Kennsla í dönsku styður ekki að- eins við kunnáttu í dönsku heldur einnig í hinum norrænu tungumál- unum þ.e. færeysku, norsku og sænsku. Með vinsemd. GUÐNÝ HELGA ÁRNADÓTTIR, dönskukennari. Danska Frá Guðnýju Helgu Árnadóttur MORGUNBLAÐIÐ er með í notkun móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna ofarlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Senda inn efni“. Ekki er lengur tek- ið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerf- ið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greina- deildar. Móttökukerfi aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.