Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 51

Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 51 UMRÆÐAN Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Samkvæmt lögum VR auglýsir kjörstjórn eftir framboðum í stjórn og trúnaðarráð félagsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 10 félagsmanna þarf vegna framboðs til setu í stjórn. Framboð til setu í trúnaðarráði er hægt að senda rafrænt á kjorstjorn@vr.is Framboðsfrestur er til 8. janúar 2008 Kjörstjórn Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HEILSUVERND í margvíslegri mynd hefur verið stunduð af hjúkr- unarfræðingum og ljósmæðrum alla þeirra tíð. Ljósmæður hafa um aldir sinnt fæðandi konum, sængurkonum og fjölskyldum þeirra inni á heim- ilunum, leiðbeint varðandi hreinlæti, næringu og umönnun ungbarna og sængurkvenna og gera enn. Skipu- lögð ungbarnavernd hefur verið stunduð hérlendis af vel menntuðum og færum hjúkrunarfræðingum allt frá því snemma á síðustu öld. Hjúkr- unarfræðingar í ungbarnavernd sinna öllum börnum og fjölskyldum þeirra, á upptökusvæði heilsugæslu- stöðvanna, erlendum sem inn- lendum, óháð því hvort barnið og fjölskylda þess er skráð með heim- ilislækni á viðkomandi stöð eða með heimilislækni yfirhöfuð. Hjúkr- unarfræðingar fara í vitjanir heim til flestallra nýfæddra barna, veita ráð og styðja móðurina/fjölskylduna í nýju hlutverki. Hjúkrunarfræðingar sinna heilsuvernd skólabarna; bólu- setningum, skimunum og skoðunum. Þeir veita fræðslu, styrkja og styðja heilbrigði og heilsueflingu í skól- unum. Hjúkrunarfræðingar sinna mun fleiri og fjölbreyttari störfum á heilsugæslustöðvum en hér er rætt um. Vel menntaðar ljósmæður sinna flestum konum og fjölskyldum þeirra á meðgöngu. Þær sinna öllum konum sem búa á upptökusvæði heilsugæslustöðvanna, án tillits til hvort konan eða fjölskylda hennar hafi heimilislækni á viðkomandi stöð. Ljósmæður veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf. Þær greina áhættuþætti á meðgöngu og bregðast við þeim ásamt því að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu. Þessi heilsuvernd sem ljósmæður og hjúkrunarfræðingar stunda, oft við bágbornar aðstæður og lélegan að- búnað, skiptir þjóðfélagið okkar miklu máli. Markmið heilsuverndar er m.a. að stuðla að heilbrigði. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sinna starfi sínu af miklum metnaði og leitast við að tileinka sér nýjustu þekkingu sem til er. Vissulega eru háar fjárhæðir sem fara í rekstur heilsugæslunnar. En hvað fáum við fyrir þennan kostnað? Við getum m.a. státað af lágri tíðni ung- barnadauða, burðarmálsdauða og mæðradauða, svo nefnd séu vel þekkt viðmið um árangur heilsu- verndar. Viljum við ekki viðhalda þessum góða árangri og gera enn betur ef hægt er? Viljum við ekki stuðla að heilbrigði? Við erum til- tölulega heilsuhraust þjóð og langlíf, og það er að miklu leyti þátttöku okkar hjúkrunarfræðinga og ljós- mæðra í heilsuvernd að þakka. Við erum í samstarfi við aðrar stéttir eins og fæðingarlækna, barnalækna, heilsugæslulækna, næring- arráðgjafa og sálfræðinga. Ég er ekki að gera lítið úr aðkomu þeirra að heilsuvernd en af gefnu tilefni tel ég rétt að benda á okkar hlut. Með von um áframhaldandi gott samstarf innan heilsugæslunnar, því eins og komið hefur fram er árangur starfsins góður en betur má ef duga skal og næg verkefni framundan. RAGNHEIÐUR BACHMANN, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Merkilegt starf Frá Ragnheiði Bachmann Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.