Morgunblaðið - 24.12.2007, Síða 54

Morgunblaðið - 24.12.2007, Síða 54
54 MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA JÓLASKÁKÞRAUTIR Morgun- blaðsins koma úr ýmsum áttum. Að venju eru hafðir í heiðri kunnir skákdæmahöfundar eins og Samu- el Lloyd, Aleksei Troitzky og Leo- nid Kubbel. Mikill hluti dæmanna er að þessu sinni tileinkaður ný- bökuðum heimsmeistara í skák- dæmalausnum, enska stórmeistar- anum og stærðfræðingnum dr. John Nunn. Heimsmeistarakeppnin í ár fór fram á grísku eyjunni Rhódos í október sl. og dró til sín tæplega 100 þátttakendur. Slíkar keppnir fara fram undir ströngum skilyrð- um og eru dæmin oft geysilega erfið. Í ár fékk hver keppandi sex verkefnablöð og voru þrjú dæmi á hverju blaði. Verkefnin voru af ýmsu tagi: mát í tveim, þrem, fjór- um, fimm eða sex leikjum, hjálp- armát og „langlokumát“ svo eitt- hvað sé nefnt. Stundum þurfa keppendur að rekja leiki afturábak o.s.frv. Einkunn er gefin fyrir skil lausna, tíma sem tekur að leysa þau og réttmæti lausnanna. Eftir fyrri keppnisdag mótsins var Nunn með 44 stig af 45 mögu- legum en tveir voru fyrir ofan hann með 45 stig. Seinni daginn voru dæmin erfiðari en Nunn fékk 45 stig og því alls 89 stig af 90 mögulegum. Landi Nunn, Jonat- han Mestel, sem er einn sá snjall- asti á þessu sviði, fékk ekkert ein- asta stig seinni keppnisdaginn. John Nunn sem er fæddur árið 1955 vann sér það til frægðar árið 1970 að verða yngsti nemandi til að hefja stærfræðinám við Oxford háskóla og er jafnframt annar tveggja sem hafa öðlast stórmeist- aranafnbót í venjulegri skák og stórmeistaratitil í skákdæmalausn- um. Hann er mikill áhugamaður um stjörnufræði og hefur reist stjörnukíki í garði sínum. Helsta áhugasviðið innan stjörnufræðinn- ar snýst þessa dagana um það hversu hratt birtir yfir halastjörn- unni Holmes. Hann var um árabil einn fremsti skákmaður Englend- inga og er í dag einn afkastamesti rithöfundur skákarinnar. Tvö dæmi eru tekin úr nýútgefinni bók hans um skákdæmi. Önnur bók hans um svipað efni ber nafnið Solving in style og er einskonar leiðbeiningarbæklingur fyrir þá sem hyggja á þátttöku í skák- dæmakeppnum. Fyrstu þrjú dæmin hér að neðan eru fengin úr nýafstaðinni heims- meistarakeppni á Rhódos. Nunn notaði 17 mínútur á fyrstu þrjú dæmin en eftir það frá 46 til 61 mínútu á hvert verkefnablað: Jólaskákþrautir helol@simnet.is Helgi Ólafsson Skákdæmi nr. 2 T. Taverner Hvítur mátar í 2. leik. Skákdæmi nr. 3 Stephen Dowd Hvítur mátar í 3. leik. Skákdæmi nr. 4 Samuel Lloyd Hvítur mátar í 3. leik. Skákdæmi nr. 5 Aleksei Troitzky Hvítur leikur og vinnur. Skákdæmi nr. 6 Leonid Kubbel Hvítur leikur og vinnur. Skákdæmi nr. 7 Leonid Kubbel og A. Herbstman Hvítur leikur og heldur jafntefli. Skákdæmi nr. 8 V. Korolkov Hvítur leikur og vinnur. Skákdæmi nr. 1 Godfrey Heathcote Hvítur mátar í 2. leik. H ennar er einungis getið í Matteus- arguðspjalli, 2. kafla. Þar segir: „Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dög- um Heródesar konungs komu vitr- ingar frá Austurlöndum til Jerúsal- em og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotn- ingu.““ Í næstu versum er svo á hana minnst þrisvar í viðbót. Síðan ekki meir. Frásögnin er látlaus og hrífandi, þar er engan afsökunartón að finna, þótt verið sé að ræða um fyr- irbæri sem öllum mannlegum skilningi var ofvaxið, enda engin ástæða til. Hér var það nefnilega Guð sem hélt um taumana. Hann var leikstjórinn. Og honum var ekkert ómögulegt þá, frekar en nú. Æði lengi hafa menn, jafnt trú- aðir sem ekki, velt fyrir sér hvað þarna gæti hafa verið á ferðinni, og ekki sér fyrir endann á þeim vangaveltum öllum. Nú er það svo, að Jesús fæddist ekki árið 0, heldur einhvers staðar á bilinu 14–2 f. Kr., að því er flestir telja. Nokkrir stjarnfræðilegir viðburðir urðu um það leyti. Einhver elsta tilgátan, færð í let- ur árið 248 af Órigenesi kirkju- föður, er sú, að þetta hafi verið halastjarna. Þær voru álitnar boð- berar mikilla tíðinda. Vitað er um eina árið 13 f. Kr., aðra árið 12 f. Kr., enn aðra árið 11 f. Kr. sem og 9 f. Kr., og svo e.t.v. árið 5 f. Kr. og 4. f. Kr. Þýski stjörnufræðingurinn Jó- hannes Kepler áleit hins vegar, eft- ir að hafa orðið vitni að samspili Júpíters og Satúrnusar árið 1603, að það gæti hafa verið Betlehems- stjarnan, því árið 7 f. Kr. varð ein- mitt hið sama upp á teningnum og ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Öll áttu þau sér stað í Fiskamerk- inu, sem löngum hefur verið tengt hebresku þjóðinni. Slíkt verður einungis á um 900 ára fresti. Fyrsta samspilið var seint í maí, annað í september og hið þriðja snemma í desember. Í febrúar árið 6 f. Kr. dönsuðu þrjár plánetur saman, og enn í Fiskamerkinu; þetta voru Júpíter, Mars og Satúrnus. Það gerist á um 800 ára fresti og hefur þótt afar merkilegt, eins og hitt á undan. Önnur samstöðukenning er með Júpíter og Venus í aðalhlutverkum; svo mun hafa verið 12. ágúst árið 3 f. Kr. og 17. júní árið 2 f. Kr. Og 25. desember árið 2 f. Kr. var Júpíter líka staðbundinn á himn- inum. Á Vísindavefnum segir eft- irfarandi um það: „Þegar pláneta er í bakhreyfingu virðist hún mynda lykkju á ferð sinni bakvið stjörnum prýtt himinhvelið. Plán- etan virðist með berum augum staðbundin á hvorum enda lykkj- unnar í um það bil viku. Hreyfing plánetunnar á þeim tíma í vestur hefði leitt vitringana til Jerúsalem en vegna bakhreyfingar Júpíters virtist plánetan „stöðvast“ á himn- inum, frá Jerúsalem séð, beint í suðri, yfir Betlehem. Og ekki nóg með það, heldur „stöðvaðist“ plán- etan í Meyjarmerkinu og var þannig stöðug í næstum sex daga. Auk þess virtist sem sólin „stæði kyrr“ vegna þess að stutt var liðið frá vetrarsólstöðum.“ Öðrum finnst sennilegra, að at- burður nokkur í mars árið 6 f. Kr. hafi ýtt vitringunum af stað, en þá bar tunglið fyrir Júpíter í Hrúta- merkinu. Enn önnur hugmynd er, að þeir – líklega babylónskir eða kaldeískir stjörnuskoðarar – hafi óvænt komið auga á plánetuna Úr- anus, en hún uppgötvaðist einmitt fyrir tilviljun hinn 13. mars 1781 af ensk/þýska stjörnufræðingnum William Herschel, og er jafnan við hann tengd síðan. Og loks er að geta blossastjarn- anna. Ein er svokölluð nóva, sem verður til þegar hvít dvergstjarna eykst á skömmum tíma hundr- aðþúsundfalt að birtumagni; annað nafn hennar er nýstirni. Sumir vilja meina, að áðurnefnd hala- stjarna, séð árið 5 f. Kr., hafi frek- ar verið ein slík, en erfitt er úr að ráða af þeim ævafornu kínversku lýsingum sem fyrir liggja. Enn aðrir leggja til aðra gerð og öllu kraftmeiri, eða súpernóvu. Þar er um að ræða sprengistjörnu er verður í mesta hamaganginum allt að 100 milljón sinnum bjartari en sólin okkar. Nýjasta framlagið til þessa máls, úr penna Franks J. Tiplers, prófessors í stærð- fræðilegri eðlisfræði, og birt í vís- indariti í mars árið 2005, er svo hypernóva – enn massameiri en sú á undan – í stjörnuþokunni Andró- medu. Er þó ekki allt upp talið, s.s. Venus ein og sér, eða þá hið yf- irnáttúrlega. Var þetta e.t.v. eitt- hvað svipað og greint er frá í 2. Mósebók, þar sem lýst er björgun Ísraels yfir Sefhafið? En þar segir: „Drottinn gekk fyrir þeim í ský- stólpa á daginn til að vísa þeim veginn og í eldstólpa um nætur til að lýsa þeim svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag. Skýstólpinn vék hvorki úr augsýn fólksins á daginn né eldstólpinn um nætur.“ Og í 2. kafla Lúkasarguðspjalls er þetta: „Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði kringum þá.“ Og í 9. kafla Post- ulasögunnar: „En þegar hann [Sál frá Tarsus] var á ferð sinni kominn í nánd við Damaskus leiftraði skyndilega um hann ljós af himni.“ Af hverju ekki? En þegar upp er staðið er aðal- málið auðvitað ekki hvað nákvæm- lega gerðist þarna í fyrndinni, heldur að það gerðist. Gleðileg jól, mín kæru. Jólastjarnan Morgunblaðið/Sigurður Ægisson sigurdur.aegisson@kirkjan.is Jólin eru innan seilingar, með hinn ódauðlega boðskap sinn um lítinn dreng í jötu, um eilífðina sem kom inn í veröld okkar. Og í því sjónarspili öllu er Betlehemsstjarn- an áberandi. Sig- urður Ægisson tileinkar henni pistil þessa dags.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.