Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 61

Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2007 61 Krossgáta Lárétt | 1 sundfuglar, 8 innt eftir, 9 kyrra, 10 dveljast, 11 mannsnafn, 13 eru ólatir við, 15 vatnagangs, 18 gæði, 21 guð, 22 gana, 23 vesæl- um, 24 örlagagyðja. Lóðrétt | 2 Ásynja, 3 skip- ar fyrir, 4 reiðan, 5 ilmur, 6 æsa, 7 bera illan hug til, 12 hagnað, 14 bókstafur, 15 bjálfi, 16 markleysa, 17 trébala, 18 alda, 19 snákur, 20 nokkur hluti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fenna, 4 þarft, 7 jötna, 8 álfar, 9 nær, 11 taut, 13 bali, 14 rykki, 15 edrú, 17 koll, 20 hné, 22 dafna, 23 túðan, 24 runan, 25 ræður. Lóðrétt: 1 fljót, 2 nýttu, 3 aðan, 4 þrár, 5 rifta, 6 torgi, 10 æskan, 12 trú, 13 bik, 15 eldur, 16 rifan, 18 orðað, 19 lin- ur, 20 hann, 21 étur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Er það ímyndun eða ertu alltaf að rekast á vissa manneskju? Þetta er of mikil tilviljun til að hafa enga þýðingu. Já, það er einhver skotinn í þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú trúir á sköpunarkraft einhvers annars og hvetur þann hinn sama til dáða. Þú átt skilið sama stuðning. Leitaðu til vina sem trúa á þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Margt í sambandi vina er of djúpt til að skilgreina það. Sannir vinir ýta hver öðrum áfram til afreka. Það ger- ir mann sterkari að vita að maður getur treyst öðrum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hugmyndirnar flæða og þú tjáir þig án nokkurra hafta. Einhvern tímann í dag leyfir þú ástvinum að finnast þeir merkilegasta fólk í heimi. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Allir hafa skoðanir sem best er að halda leyndum vegna eldfimi þeirra. Samt koma einhverjar þeirra fram í dagsljósið í dag – og þá verður ekki aftur snúið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hvað þú eigir að gefa vinum og fjölskyld- unni. Bréf sem skrifað er af öllu hjarta er alltaf frábær gjöf – og stærðin er líka hentug. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú öðlast meiri trú á sjálfan þig. Það er vegna þess að þú ert að þroska hæfi- leika þína. Ástin blómstrar þegar þú gerir það sem þú ert bestur í. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú getur framkvæmt heilan helling ef þú hefur drifkraftinn. Það sem er á tossalistanum þínum er bara ekki sérlega áhugavert. Ögraðu þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hversdagslegt daður gæti margfaldast í mikilvægi yfir hátíðarnar. Hjarta þitt bráðnar eins og snjókarl við arineld. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þegar þú leyfir hugmyndaflug- inu að ráða för finnst þér næstum fyndið hversu fljótt vandamálin leysast. Þú verð- ur mest skapandi í kringum fiska. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þegar þú gerir plön fyrir há- tíðarnar skaltu ekki gleyma að huga að sjálfum þér. Þú átt það skilið að vera ánægður. Vog og ljón skilja það. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Djarfar ákvarðanir eru góðar fyrir hjartað. Brjóttu niður múrana sem halda þér frá sjálfstæði. Syngdu upphátt, talaðu við ókunnuga og verðu aðra. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 Rbd7 10. g4 0-0 11. 0-0-0 Dc7 12. Kb1 b5 13. g5 Rh5 14. f4 exf4 15. Bxf4 Rxf4 16. Dxf4 Hac8 17. Rd4 Rb6 18. Bd3 Dc5 19. Rf5 Hce8 20. Rxe7+ Hxe7 21. e5 d5 22. h4 Rc4 23. h5 d4 24. h6 g6 Staðan kom upp á heimsbikarmótinu í skák sem er nýlokið í Khanty– Mansiysk í Rússlandi. Sergey Karjak- in (2.694) frá Úkraínu hafði hvítt í at- skák gegn Rússanum Evgeny Alek- seev (2.716). 25. Rd5! nú hótar hvítur Df4-f6 og því getur svartur ekki tekið riddarann með biskup. Framhaldið varð: 25. … Dxd5 26. Bxc4 Dxc4 27. Df6 og svartur gafst upp. Umsjón- armaður skákhornsins óskar öllum skákáhugamönnum gleðilegra jóla. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Teikniæfing. Norður ♠76 ♥865 ♦Á87432 ♣52 Vestur Austur ♠1043 ♠G982 ♥D107432 ♥K9 ♦G ♦D1065 ♣1086 ♣ÁD9 Suður ♠ÁKD5 ♥ÁG ♦K9 ♣KG743 Suður spilar 3G. Suður opnar á 2G og norður lyftir í þrjú í þeirri von að tígullinn nýtist. En því fer víðs fjarri að hægt sé að gera sér mat úr tíglinum. Og það sem verra er: vestur kemur út með hjarta sprengir þann lit í fyrsta höggi. Þetta spil er í rauninni „teikniæfing“ – sagnhafi þarf að teikna upp einu leg- una sem dugir til vinnings. Laufið verður að fría án þess að vörnin geti tekið of marga hjartaslagi og þá þarf að gera ráð fyrir að austur sé með ♣Á– D–x og bara tvílit í hjarta. Sagnhafi dúkkar ♥K í byrjun og fær slag númer tvö á ♥Á. Hann spilar nú ♣G. Austur drepur og skiptir vænt- anlega yfir í spaða. Sagnhafi á þann slag, fer inn í borð á ♦Á og spilar laufi að kóng. Þannig verður laufliturinn góður án þess að vestur komist inn til að taka á fríhjörtun. Og vinningslíkur? Hverfandi litlar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Argentínski landsliðsmaðurinn Carlos Teves þykirhafa staðið sig best allra leikmanna í ensku úrvals- deildinni. Með hvað liði leikur hann? 2 Reykjavíkurborg hefur látið ganga frá nýjum leigubíla-stæðum í miðborginni. Hvar? 3 Nýr héraðsdómari hefur verið skipaður við Hér-aðsdóm Norðausturlands og Austurlands að hluta. Hver er hann? 4 Landsliðsþjálfari þýsku heimsmeistaranna í hand-knattleik er tilbúinn með lið sitt. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Stjórnarformaður Eimskipafélagsins hefur látið af störf- um. Hver er hann? Svar: Magnús Þor- steinsson. 2. Ráð- inn hefur verið nýr skrifstofustjóri borgarstjóra. Hver er það? Svar: Regína Ástvaldsdóttir. 3. Ísbjörn hefur vakið mikla lukku á Barnaspítala Hringsins með tíðum heimsóknum. Hvað heitir hann? Svar: Hringur. 4. Íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu hefur tryggt sér vináttulandsleik á Laugardalsvelli í maí nk. Við hverja? Svar: Wales. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UM það bil 120 skákmenn á aldrinum 6-16 ára tóku þátt í Jólapakkaskákmóti Tafl- félagsins Hellis laust eftir hádegið á laugardag. Mikil og góð stemning var á mótinu, sem fram fór í Ráð- húsi Reykjavíkur, en borg- arstjórinn, Dagur B. Egg- ertsson setti mótið og lék opnunarleik fyrstu skákar- innar. Fórst honum það að sögn vel úr hendi. Nóg af verðlaunum Keppt var í fjórum ald- ursflokkum og hlutu fjórir efstu strákar og stelpur í hvorum flokki verðlaun, auk þess sem happdrætti var í hverjum flokki. Í lok móts- ins var svo happdrætti þar sem stærstu vinningarnir voru dregnir út, þar á meðal skáktölvur frá Bókabúð Pennans. Verðlaunahafar í flokki 8 ára keppenda og yngri voru Hildur Berglind Jóhanns- dóttir og Daníel Bjarki Sig- urðsson. Í flokki 9-10 ára urðu Sonia María og Dagur Ragnarsson hlutskörpust. Þau Hrund Hauksdóttir og Friðrik Þjálfi Stefánsson voru efst í flokki 11-12 ára og í flokki 13-16 ára þau Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir og Svanberg Már Pálsson. Jólapakkamótið hefur verið árviss atburður hjá taflfélaginu Helli síðan 1996, og mælist ávallt vel fyrir. Það er nú stærsta barna- og unglingaskákmót landsins og sækja það ung- menni víða að af suðvest- urlandi. Skákin laðar nú að sér unga þátttakendur sem aldrei fyrr, enda mót sem þetta kjörið tækifæri til að sýna hvað í manni býr og eiga um leið möguleika á einni jólagjöf til viðbótar. Ekki skemmdi heldur fyrir að allir þáttakendur fengu nammipoka í lok mótsins að launum fyrir góða frammi- stöðu. Hellir var stofnaður árið 1991 og hefur aðsetur í Mjóddinni. Þetta reykvíska félag er sitjandi Íslands- meistari í unglingaskák og keppni taflfélaga. Fjölmargir krakkar styttu biðina eftir jólunum með skák Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.