Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 64

Morgunblaðið - 24.12.2007, Page 64
...og hef jafnvel hug- leitt að gerast lesbía í von um betri veiði… 66 » reykjavíkreykjavík Flugu sýndist Jesú Kristi bregðafyrir á Klapparstígnum í aðvent-umyrkrinu eitt kvöldið í vikunnien um það leyti sem englakórinn hóf upp raust sína kom í ljós að þetta var bara hann Krummi karlinn Björgvinsson í stuttum, hippalegum pels. Ekki seinna vænna að klæðast dauðum dýrum þegar maður er u.þ.b. að verða Súperstar. Og stíf- bónaðri rennireið forseta lýðveldisins var lagt ólöglega upp á gangstéttina á Vest- urgötunni fyrir framan antíkbúlluna Fríðu frænku en fyrirfólkið okkar hefur einstakt lag á að redda sér alltaf stæðum í miðborg- inni. Langaði pínulítið til að prakkarast og hringja á dráttarbíl frá Vöku en ákvað að halda jólaskapið í heiðri og vona bara að Dorrit hafi fundið persónulega og fallega gjöf hjá frænkunni handa forseta vorum. Kannski var hún ekkert að spara og versl- aði í Kirsuberjatrénu sem er önnur af uppá- halds verslunum frúarinnar fögru. Stuð- stemning var hjá lestrarhestum og öðrum dýrum í bókabúðunum; Í anddyri Eymunds- son var Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntarýnir á góðlátlegu spjalli við Hrafn Jökulsson rithöfund, sem kominn var um langan veg, búsettur í Krummaskuði þessa dagana. Tónlistarmaðurinn og síðhærði síð- hippa-afinn Daníel Ágúst var þar einnig að grúska. Fólk stóð í löngum röðum við af- greiðslukassana með Harðskaufa undir hendinni sem eflaust verður vinsælasta jóla- ritið í ár en fast á hæla þeirrar metsölu- bókar koma líklega Þúsund bjartar sálir og Rimlarokkið. Fluga tók danska kúrinn föstum tökum í desember en hann samanstendur af bjór, smurbrauði, dönskum jólahlaðborðum og spægipylsu. Og ákavíti, nema hvað? Hlaup- in upp og niður Laugaveginn í gjafakaupum hafa svo gert sitt til þess að vinna með heilsubótinni þeirri arna og þar voru í fyrrakvöld, á meðal annarra jólasveina og álfa, þeir Egill Helgason sjónvarpsstjarna og Magnús Scheving íþróttafrömuður. Og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdarstjóri Sjálfstæðisflokksins leit á vegfarendur út um gluggann á glansandi bónuðum jeppanum sínum sem hann ók nið- ur ljósum prýddan Laugaveginn á meðan grínarinn Pétur Jóhann Sigfússon var á vappi í höfuðstöðvum Kaupþings í Austur- stræti, líklega í þeim tilgangi að þefa uppi gott hlutverk í auglýsingaherferð bankans. En slíkt mun vera aukabúgrein helstu gam- anleikara landsins. Hann gæti sem best leikið Kertastubb, sem er einmitt uppáhalds jólasveinn flugu – fyrir utan Hurðarsleiki. Til hamingju með jólin! Morgunblaðið/Golli Baldvin Oddsson, Steindór Arn- steinsson og Jón Oddur Jónsson. Rakel Leifsdóttir, Rakel Unnur Thorla- cius og Eva Margrét Sigmundsdóttir.Sara Dís Hjaltested og Egill Rafnsson.Íris Dögg Einarsdóttir og Harpa Björnsdóttir. Jóhann Ingi Ottósson, Júlían Jóhann Karl Jó- hannsson og Friðrik Þórðarson. Þórdís Sif Sigurðardóttir og Gunn- laugur Grétarsson. Bjarni Grímsson og Samúel J. Samúelsson. Thorsten Henn, Jökull Hrafn og Lovísa Lóa Sigurðardóttir. Flugan ... Kristur á Klappar- stígnum og Hrafn í krummaskuði ... ... Kertastubbur og Hurðarsleikir... Alma Rún Hreggviðsdóttir, Hreggviður Jónsson og Leifur Hreggviðsson. Einar Logi Vignisson og Linda Sigurðardóttir. » Árlegir jólatónleikar útvarpsstöðvarinnar X-ins 97,7 fóru fram á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöldið. » Fjöldi fólkslagði leið sína í miðborg Reykjavíkur, og voru flestir á höttunum eftir fallegum jóla- gjöfum. Andre Bachman og Birgir J. Birgisson. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.