Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 76

Morgunblaðið - 24.12.2007, Side 76
MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Ný tök eða vopn?  Árásum á lögreglumenn hefur fjölgað um 19% á tveimur árum og telur formaður Landssambands lög- reglumanna að athugandi sé hvort taka þurfi upp ný tök, eða jafnvel að vopna lögreglumenn rafbyssum. » Forsíða Ísinn hopar  Bráðnun íss á norðurpólnum hef- ur verið hraðari en áður var gert ráð fyrir, að sögn vísindamanna. » 8 Réttindabarátta  Guðmundur Eyþórsson hefur loks, eftir sex ára baráttu, fengið heimild til að nota starfsheitið grunnskólakennari. » 24 og 25 SKOÐANIR» Staksteinar: Sjöunda greinin Forystugrein: Jólin geta ekki mistekist UMRÆÐAN» Merkilegt starf Stanslaust stuð Einvígið á akbrautinni Aukið val um námsgögn Heitast 3°C | Kaldast -9°C  Sunnan- og suðvest- an 8-13 metrar á sek- úndu og él. Léttskýjað norðaustan og austan til. » 10 Tvær mjög ólíkar stórmyndir verða frumsýndar í ís- lenskum kvik- myndahúsum annan í jólum. » 70 KVIKMYNDIR» Heiminum bjargað FÓLK» Stone vill frekar hunda en menn. » 66 Bónus og Krónan? Eggert og Björg- ólfur? Einar og Arn- ar? Páll og Kolbrún? Eða Georg og Ólafur Ragnar? » 72 FÓLK» Hver eru pör ársins? TÓNLIST» Bo Hall fær þrjár af fimm. » 66 FÓLK» Litla jólaflugan flaug um bæinn. » 64 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Lögregla lýsir eftir manni 2. Rugluðust á heila og hné 3. Phil Spector gagnrýnir … Turner 4. Ronaldo tryggði United þrjú stig  Jólasveinar | 28 JÓLAFAGNAÐUR Hjálpræðishers- ins og Verndar verður haldinn í dag, aðfangadag, í Herkastalanum, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Fagnaðurinn hefst að venju með borðhaldi klukkan 18. Allir þeir, sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönn- um á aðfangdagskvöld, eru hjart- anlega velkomnir í jólafagnaðinn í kvöld. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út fimmtudaginn 27. desember. Vegna hátíðanna verður hlé á útgáfu Fast- eignablaðs Morgunblaðsins, og kem- ur næsta blað út mánudaginn 7. jan- úar. Að venju verður fréttaþjónusta á Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Áskriftadeild Morgunblaðsins verður opin í dag, aðfangadag, frá klukkan 7 til 14. Lokað verður á jóla- dag og annan í jólum. Auglýsinga- deild blaðsins verður lokuð yfir jólin en verður opnuð á ný 27. desember. Skiptiborð Morgunblaðsins verð- ur lokað á aðfangadag og jóladag en opið annan í jólum frá klukkan 13 til 20. Símanúmer Morgunblaðsins er 569-1100. Netfang ritstjórnar er rit- stjorn@mbl.is. Fréttavakt á mbl.is um jólin MIKIÐ var um að vera á Laugaveginum í gær, eins og hefð er orðin fyrir á Þorláksmessu. Góð þáttaka var í hinni árlegu friðargöngu, skipuleggjendur töldu um 4000 manns hafa mætt. Kaupmenn, sem haft var sam- band við, segja verslun fyrir þessi jól hafa verið með eindæmum góða, þótt veður undanfarinna vikna hafi sett eitthvert strik í reikninginn. Ekki var þó hægt að kvarta undan veðri í gær, enda sannkallað jólaveður. Jólaveður á Þorláksmessu Morgunblaðið/Golli „ÞAÐ er hálf öld síðan ég var gestkomandi hjá bróður mínum suður í Garði. Mig vantaði eitthvað til að lesa mig í svefn og tók ég fram það eina sem mér fannst lestrarhæft, en það voru Riddarasögurnar. Ég valdi stystu söguna, sem reyndist vera Möttulssaga. Þegar ég sofnaði var ég ákaflega kátur, því þarna þóttist ég hafa fundið efni í óperu,“ segir Jón Ásgeirsson tónskáld, en hann hefur lokið smíði stórrar óp- eru sem byggð er á Möttulssögu, en einnig á Norna-Gests þætti úr Fornaldarsögum Norðurlanda. Óperan ber nafn Möttulssögu. Jón fléttar líka inn í verkið skáldskap Gríms Thomsens um Vémund járn- smið og sverðið Sköfnung, sem gegnir veigamiklu hlutverki í óperunni, ásamt möttlinum. Jón samdi óperutextann sjálfur upp úr sögunum og taldi það ekki eftir sér. „.... ég er búinn að vera að lesa þessar sögur síðan ég var smástrákur. Ég var innan við tvítugt þegar ég las Möttulssögu – það eru hátt í sextíu ár. En þetta er búið að taka langan tíma, því ég þurfti að yrkja í hann líka,“ segir Jón, en óvíst er hvenær verkið verð- ur sett á svið. | 20 Vantaði eitthvað til að lesa sig í svefn Óperusmíð Jóns Ásgeirssonar REIKISTJARNAN Mars er „jóla-stjarna“ stjörnuáhugamanna í ár, skrýð- ist appelsínugulu hátt á himni bæði kvölds og morgna. Venus er hins vegar morgunstjarnan og þegar líða tekur að miðnætti sést í Satúrnus sem hækkar á himni eftir því sem líða tekur á nóttina. Ýmsir stjörnufræðingar hafa viðrað þá hugmynd að Betlehemsstjarnan hafi í raun verið samstaða bjartra reikistjarna á himninum. Þá hafa verið settar fram kenningar um að Betlehemsstjarnan hafi verið hreyfingar Júpíters, stærstu reiki- stjörnu sólkerfisins, á himninum. Í hugvekju sr. Sigurðar Ægissonar í dag er fjallað um ýmsar vangaveltur um Betlehemsstjörnuna og þar kemur m.a. fram að elsta tilgátan um fyrirbærið var færð í letur árið 248 af Órigenesi kirkju- föður. | 54 Mars jóla- stjarnan í ár MIKILL erill hefur verið í sjúkra- flugi undanfarið og hafa verið farin 16 flug á síðustu sjö dögum. Árið 2007 verður enn eitt metárið í þess- um efnum, en nú eru sjúkraflug orð- in 481 talsins með 521 sjúkling. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slökkviliði Akureyrar. Annir í sjúkraflugi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.