Morgunblaðið - 29.12.2007, Page 6

Morgunblaðið - 29.12.2007, Page 6
6 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að er flókið að vera til. Okkur líður eins og við höfum loks fundið hinn eina sanna tilgang en áður en við vitum af er sá til- gangur uppurinn. Okkur líður vel en svo líður okkur illa, við erum ánægð í vinnunni en litlu síðar hundóánægð, við viljum borða hollt en látum freist- ast, við hættum að reykja en hættum við að hætta. Við viljum breyta til og breyta okkur sjálfum en hversdagur- inn er samur við sig og breytingar láta á sér standa. Það er einfaldlega flókið að vera til. Ég lít áramót alltaf jafnhátíðlegum augum: ég ímynda mér í hvert sinn að nú sé möguleiki á nýju upphafi. Ég á að baki ógrynni áramótaheita sem hafa meira og minna öll farið í vaskinn en ég gefst ekki upp. Ég fer aftur á fulla ferð núna með ný fyrirheit, þrátt fyrir öll hin sem hurfu, ég lofa bót og betrun, upphugsa eitthvað gott eða frumlegt sem ég þykist ætla að standa við, horfi björt fram á við. Mér finnst óumræðilega spennandi að vilja byrja upp á nýtt. Það tekst en svo tekst það kannski ekki. Á árinu 2008 ætla ég að reyna að gera margt ólíkt því sem ég gerði á síðasta ári. Sumt af því telst til mun- aðar eins og t.d. að tefla meira. Að stunda taflmennsku er í mínum huga munaður sem tengist listinni að lifa og leika sér. Hvers er frekar þörf í nýjum áramótapakka? Það að tefla kennir okkur t.d. það að við erum alltaf að gera mistök, stöð- ugt, eilíflega, en mitt í öllum afleikj- unum getur líka skinið í von og snilli, dug og þor, óvænt tækifæri. Sigurinn felst á endanum í því hvernig við tök- umst á við eigin mistök á meðan klukkan tifar, og hvað við gerum úr því sem heppnast illa ekki síður en því sem heppnast vel. Það að kunna að höndla óvissuna hefur takmarkalaust gildi í skákinni: að leika þótt maður skilji ekki alveg stöð- una og efist um eigin sýn. Margir halda að góður skákmeistari sé sá sem geti reiknað allt út, hugsi marga leiki fram í tímann og sjái lengra en aðrir. Þetta er að hluta til rétt en bara að hluta. Af því að jafnvel þótt meistarinn geti reiknað út fjölda ólíkra leikjaraða þá lendir hann samt alltaf í sömu erfiðu ákvörð- uninni: hverja af þessum leikjaröðum skal velja? Hver er best, fallegust, vænlegust, skemmtilegust, sigur- stranglegust, þessi staðan eða hin, og hvað svo? Jafnvel heimsmeistari hefur aldrei vissu fyrir framhaldinu, ekki í einni einustu skák. Þar duga engin reikni- líkön heldur innsæi og djörfung, að hafa „eitthvað á tilfinningunni, finna það á sér“ og þora að fara eftir því, eða einfaldlega bara að viðurkenna að við skiljum ekki í hverju við erum lent en látum samt vaða. Ófullkomin áætl- un er alltaf betri en engin áætlun, eitt- hvað markmið er alltaf betra en ekki neitt: spurningin er að hrökkva eða stökkva sama hversu þrengir að og burtséð frá því hversu lítils við erum megnug. Það er list að leika og slá á klukku, en það er líka hluti af hverri einustu skák að leika af sér. Það er þjálfuð kúnst að komast yfir eigin afleiki, sætta sig við þá nýju erfiðu stöðu sem kemur upp á borðið við hvern leik og afleik. Það er aðeins eitt sem sá sem teflir veit fyrir víst: klukkan tifar, staðan á borðinu er staðan sem glíma verður við, óvissan leggst aldrei til hvílu. Leiðin að tindinum er vörðuð mistökum vanhugsunar, breyskleikum og göllum en líka leikgleði og fjöri. Upp er hægt að komast ef ekki er gef- ist upp en tindurinn er sjaldnast sá sem maður hélt og útsýnið annað en lagt var upp með. Við sitjum aldrei ein að tafli: við ráðum aldrei alveg för. Það eru alltaf mýmargar mismun- andi leiðir til vinnings eða taps. En andinn sem við þurfum á að halda er aðeins einn: baráttuandi, leikgleði og þrjóska hið innra, máttur til úthalds og sköpunar, að skilja eigin takmark- anir og stilla upp á nýtt ef því er að skipta. Þar sem er þrjóska þar er von og vonin er undir okkur sjálfum kom- in. Þau sem gefast ekki upp þrátt fyrir vonleysið, þau sem þrauka í myrkrinu og ráðvillunni, þau sem leika þrátt fyr- ir að vita ekki hverju þau eiga að leika, þau sem smíða áform, jafnvel áform sem bregðast, þau geta snúið taflinu við, búið til nýtt upphaf. Það geta allir. Allt er hægt af því að óvissan geym- ir hið óvænta og kraftaverk eru stað- reynd. Út í óvissuna með okkur, stökkvum út í myrkrið, út í flugeldana, út í árið! Megi nýja árið færa okkur öllum gæfu og gleði og óvænta sigra. Að höndla óvissuna » Okkur líður vel ensvo líður okkur illa, við erum ánægð í vinnunni en litlu síðar hundóánægð, við viljum borða hollt en látum freistast, við hættum að reykja en hættum við að hætta.Guðfríður Lilja Grétarsdóttir PISTILL Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir les pistilinn HLJÓÐVARP MBL.IS Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is FERNIR þríburar fæddust á fæð- ingardeild Landspítala við Hring- braut á þessu ári. Er það töluverð aukning frá fyrra ári en þá fæddust einir þríburar á spítalanum. Fæðingum á spítalanum heldur áfram að fjölga og í gær höfðu það sem af er ári fæðst rúmlega 3.100 börn en þau voru 3.074 í fyrra. Fjölgunin skýrist e.t.v. af því að konum á frjósemisaldri (18-40 ára) hefur fjölgað um nær 9% á höfuð- borgarsvæðinu síðastliðinn áratug. Um 70% kvenna á Íslandi fæða á Landspítalanum en árlega fæðast milli 4.200-4.300 börn á landinu. „Ein helsta breytingin milli ára er að fæðingum í Hreiðrinu hefur fjölgað en þær eru orðnar um 770 það sem af er ári,“ segir Hildur Harðardóttir, sviðsstjóri lækninga á kvennasviði LSH. Hreiðrið er deild sem ætluð er fæðandi konum án áhættuþátta. Þar sjá ljósmæður um fæðingarnar að mestu. Konur sem velja að fæða í Hreiðrinu hafa að jafnaði gert það upp við sig að þær vilji fæða á sem eðlilegastan máta. Fjöldi keisaraskurða í ár er um 17,8% sem er svipað og verið hefur. Tíðni keisaraskurða jókst jafnt og þétt á tímabilinu 1994-2003 en hef- ur verið nokkuð jöfn síðan. Í mörg- um nágrannalanda okkar er hún komin yfir 20%. „Við reynum að framkvæma keisaraskurði sam- kvæmt réttum ábendingum en ekki eingöngu ef um ósk móður er að ræða því keisaraskurður er heil- mikið inngrip,“ segir Hildur. Tíðni fyrirburafæðinga á LSH er 5,9% það sem af er ári. Hefur sú tala farið hækkandi alls staðar í heiminum sem talið er m.a. skýrast af fjölgun glasafrjóvgana og fjöl- burafæðinga. Síðustu ár hefur fæðandi konum með erlent ríkisfang fjölgað tölu- vert. Fjölgunin var 40-50% milli ár- anna 2006 og 2007. Þjónusta við einstaklinga sem skilja ekki ís- lensku er ávallt vandasöm og krefj- andi bæði fyrir þá sem hennar njóta og hana veita en leitast er við að hafa túlka til staðar, segir í starf- semisupplýsingum spítalans frá því haust þar sem fæðingar voru í brennidepli. Endurbætur voru gerðar á fæð- ingardeildinni í ár. Var t.d. sett upp salerni og sturta fyrir hverja stofu. „En auðvitað vildum við gjarnan hafa hana enn betri,“ segir Hildur. Barnsfæðingum heldur áfram að fjölga á Íslandi Fernir þríburar fæddust á Landspítalanum í ár Morgunblaðið/Ásdís Nýfædd Þessi stúlka er ein þeirra fjölmörgu barna sem komu í heiminn á Landspítalanum í ár. Þar hafa það sem af er ári fæðst yfir 3.100 börn. FLUTNINGASKIPIÐ Wilson Muuga, sem nú heitir Karim, hefur nú verið í ferðum fyrir líbanskan eig- anda skipsins, í innanverðu Miðjarð- arhafi og Svartahafi. Um tveir mán- uðir eru síðan skipið var tekið í notkun eftir vægast sagt viðburða- ríka mánuði á undan. Fáir vissu hvað Wilson Muuga var fyrir 19. desember 2006, en þann dag sigldi skipið í strand við Hvalsnes og upp frá því var nafn skipsins á hvers manns vörum. Það kom ekki til af góðu, því bæði hlaust nokkur olíu- mengun af slysinu og ekki síst fólst alvarleiki málsins í láti dansks varð- skipsmanns við björgunartilraunir. Eftir fjögurra mánaða strandlegu og miklar tilfæringar við að bjarga olíu úr skipinu ásamt bráðabirgðavið- gerðum sem nægðu til að koma skip- inu út, losnaði það af strandstað 17. apríl sl. Líbanskur kaupandi skipsins fékk það afhent 1. maí og breytti nafninu í Karim. Skipið var í viðgerðum í Hafn- arfirði til 4. júní og var þvínæst siglt fyrir eigin vélarafli til Líbanons. Í lok október lauk viðgerðinni og var nú skipið tilbúið til notkunar á nýjum slóðum undir nýju nafni fyrir eigandann nýja. Að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, stjórnarformanns Nesskipa, sem áður gerði út gamla Wilson Muuga, mun skipið hafa þjón- að nýja eigandanum áfallalaust þá tvo mánuði sem það hefur verið í förum. Wilson Muuga á ný í fragtflutningum Morgunblaðið/ÞÖK Skipið Wilson gamli Muuga heitir nú Karim og siglir á Miðjarðarhafi. SPÁÐ er hlýindum, hvassviðri og mikilli rigningu um mestallt landið á sunnudag. Því má búast við asahláku víða um landið. Sjóvá hefur varað fólk við veðrinu og hvetur það til að gæta að því að niðurföll stíflist ekki. Árni Snorrason, forstöðumaður Vatnamælinga Orkustofnunar, segir að sökum hlýinda undanfarið sé ekki mikill snjór á hálendinu. Ekki er heldur mikill ís í stórám. Árni sagði að flóðahætta færi alveg eftir magni úrkomunnar á sunnudag. Hann taldi þó fremur litla hættu á flóðum því spáð væri snöggu áhlaupi. Vatnamælingar munu fylgjast vel með úrkomunni og því sem gerist á mælum í ám, en mælar eru bæði á hálendinu og niðri á láglendi á Suð- urlandi. Steinar Halldórsson, bóndi í Auðs- holti 4, en þar varð mikið flóð fyrir rúmu ári, taldi veðurspána þannig að ekki væri mikil hætta á flóði. Í gær var spáð stórrigningu á sunnudag. Ef því hefði verið spáð að rigna myndi lengur þá hefði verið meiri flóðahætta. Steinar sagði drjúgan snjó til að bráðna. Hann taldi líklegt að Hvítá færi á ís í gærkvöldi en hann yrði fljótur að grotna niður. Kominn var ís á Stóru-Laxá í gær enda 17 stiga frost í fyrrinótt. Stein- ar sagði að ef mikið rigndi á sunnu- dag myndi hann taka hrossin á öruggt svæði heima á bæ. Hann sagði að menn væru betur vakandi fyrir flóðahættu eftir reynsluna frá því í fyrra. Tryggingafélagið Sjóvá hefur sent út viðvörun og bendir á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá öllum niðurföll- um, t.d. í kjallaratröppum og á svöl- um. Eins þurfi að athuga hvort hætta sé á að lausamunir á borð við sleða geti fokið og valdið skemmdum. Þá bendir Sjóvá á að ástæða sé til að við- hafa sérstaka varúð við meðferð flugelda í veðri líku því sem spáð er á gamlárskvöld. Víða er spáð hvass- viðri og því er hætta á að skoteldar fari ekki þá leið sem ætlast er til. Slagviðri og asa- hláka á sunnudag HLUTFALL þeirra sem telja að at- vinnuleysi muni aukast á þessu ári eykst töluvert frá síðustu mælingu Gallup, eða nálægt 20 prósentum. Tæplega helmingur landsmanna tel- ur að atvinnuleysi muni aukast, sami fjöldi að það muni standa í stað og tæp 10% telja að atvinnuleysi muni minnka á nýju ári. Þetta kemur fram í árlegri könnun Gallup, þar sem spurt er um horfur í nokkrum málaflokkum fyrir kom- andi ár. Könnunin var gerð í rúm- lega 50 löndum nú undir lok árs. Könnunin leiðir einnig í ljós að við- horf til efnahagsástands er mun nei- kvæðara nú en á síðasta ári. Hlutfall þeirra sem telja að ástandið verði verra árið 2008 en 2007 hefur hækk- að umtalsvert í 44% eða um nær 30 prósentur. Þeim hefur einnig fækk- að sem telja að ástandið verði betra 2008 en 2007, úr 12% í 6%. Ríflega helmingur Íslendinga telur að verk- föll og átök á vinnumarkaði verði meiri árið 2008 en árið 2007. Aldrei hefur hlutfall þeirra verið jafnhátt, sem telja meiri verkföll yfirvofandi. Tæplega 30% landsmanna telja að persónulegir hagir verði betri á kom- andi ári, en 60% telja að þeir verði svipaðir og 10% telur hagi sína munu versna á nýju ári. Loks telja 32% landsmanna að al- þjóðadeilur verði meiri á nýju ári og er það fækkun um 4% milli ára. Telja að atvinnuleysi aukist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.