Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 15
KAMMERSVEITIN Ísafold og Ís-
lenska óperan standa fyrir Öðruvísi
Vínartónleikum þriðja árið í röð á
morgun, sunnudag. Að þessu sinni
verður leikið eitt af meistaraverkum
20. aldarinnar, Söngvar jarðar (Das
Lied von der Erde) eftir Gustav
Mahler (1860-1911).
Tónskáldið sjálft taldi verkið sína
persónulegustu tónsmíð en náði aldr-
ei að heyra það flutt því hann lést áð-
ur en af því varð. Í raun er um að
ræða mikilfenglega söngsinfóníu
sem sameinar þær greinar sem tón-
skáldið hafði mest dálæti á, sönglög
og sinfóníu.
Tveir söngvarar til liðs við
Kammersveitina að þessu sinni
Í verkinu notast hann við gömul
kínversk ljóð þar sem fjallað er um
hverfulleika mannlegrar tilveru,
gleði, sorg og söknuð.
Á tónleikunum heyrist verkið flutt
í kammerútsetningu sem tónskáldið
Arnold Schönberg hóf að gera en
Rainer Riehn kláraði árið 1980. Út-
setningin heyrðist upprunalega í
Vínarborg á árunum í kringum 1920
á tónleikum „Félags um einkaflutn-
ing tónverka“ (Verein für Musikal-
ische Privataufführungen), sem
Schönberg stofnaði ásamt fleirum í
Vínarborg árið 1918. Að því er best
er vitað mun þetta vera í fyrsta skipti
sem þetta verk Mahlers fær að
hljóma í þessari útsetningu á Íslandi.
Kammersveitin Ísafold var stofn-
uð árið 2003 og sérhæfir sig í flutn-
ingi tónlistar 20. og 21. aldar. Sveitin
hefur hlotið lof áheyrenda og gagn-
rýnenda fyrir flutning sinn og var
ásamt stjórnanda sínum, Daníel
Bjarnasyni, tilnefnd til Íslensku tón-
listarverðlaunanna 2005 sem bjart-
asta vonin í flokki sígildrar og sam-
tímatónlistar. Ísafold fær nú til liðs
við sig tvo söngvara af yngri kynslóð-
inni, þau Finn Bjarnason, tenór, og
Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur,
mezzósópran, til að flytja verk
Mahlers, en stjórnandi á tónleik-
unum er Daníel Bjarnason.
Söngvar jarðar: Öðruvísi Vínartónleikar í þriðja sinn í Íslensku óperunni
Hverfulleiki tilverunnar
Ísafold Kammersveitin Ísafold heldur tónleika í Íslensku óperunni á morgun, sunnudag.
TENGLAR
..............................................
Frekari upplýsingar um flytjendur og
verkið sjálft má finna á vef Íslensku
óperunnar, www.opera.is, þar sem
einnig má kaupa miða á tón-
leikana.
Bókin sú myndi ekki einastaskelfa samtíma vorn, heldurog kynslóðir næstu alda.“
Svo ritaði Bartolomé de Las Casas
um útrýmingu Spánverja á indján-
um Ameríku og við sem erum uppi
hálfri fimmtu öld og ófáum kyn-
slóðum á eftir honum skelfumst lík-
lega alveg nóg af bókinni sem hann
skrifaði þetta í, Örstutt frásögn af
eyðingu Indíalanda, sem hann tek-
ur þó fram að reki aðeins brot af
þessari helför Spánverja gegn ind-
jánum í Mið- og Suður-Ameríku
(auk syðsta hluta Norður-
Ameríku).
Talið er að þegar Spánverjar
komu til Ameríku hafi jarðarbúar
verið um 400-500 milljónir, þar af
hafi einar 80 milljónir búið í
Ameríku. Af þessum 80 milljónum
frumbyggja voru aðeins um tíu
milljónir eftir sextíu árum síðar.
Þjóðarmorð okkar tíma, jafnvel
sjálf helför nasista, blikna í sam-
anburði.
Ástæðurnar voru margvíslegar,
Spánverjar brytjuðu milljónir indj-
ána niður, aðra drápu þeir öllu
hægar á þrælkunarvinnu eða létu
þá drepast úr hungri á meðan þeir
rændu af þeim öllum mat. Evr-
ópskir smitsjúkdómar voru þó einn
algengasti banabiti frumbyggj-
anna, en það hefur örugglega
hjálpað landnámi hinna evrópsku
sjúkdóma að heimamenn skyldu
flestir vera aðframkomnir eftir að
hafa mátt þola ofríki Evrópubúa í
fjölda ára.
Las Casas skrifaði raunar mun
lengri frásögn síðar, en það er þessi
stutta frásögn, sem áður er getið,
sem kom nýverið út á íslensku í
þýðingu Sigurðar Hjartarsonar
sagnfræðings, sem einnig ritar ítar-
legan formála og gefur bókina
sjálfur út. Áður hefur Sigurður þýtt
Leiðarbækur Kólumbusar, en þær
eru einmitt eingöngu til í hand-
ritum Las Casas.
Las Casas var þó fyrst um sinnrétt eins og hver annar ný-
lenduherra, þótt hann væri hófsam-
ari en flestir landar hans. Hann var
prestlærður og var fyrst hvort
tveggja í senn, hermaður og her-
prestur, en gerðist svo landeigandi
á suðurströnd Kúbu og fékk nokkra
indjána í kaupbæti. En þegar Kúba
breytist úr ósnortinni paradís í
sannkallað helvíti á jörð tekur Las
Casas snöggum og varanlegum
sinnaskiptum, hann rís upp gegn
ofríki Spánverja og ofbeldi gagn-
vart frumbyggjunum og eyðir því
sem eftir er ævinnar í þá baráttu. Í
lok formála síns kallar Sigurður
Las Casas öflugasta málsvara
mannréttinda í sögunni, enda barð-
ist hann lengi og hatrammlega
gegn ofurefli og flestum viðteknum
hugmyndum síns tíma, sem iðulega
snerust um yfirburði hinnar kristnu
Evrópu yfir barbörunum í suðri,
sem enn áttu nokkuð í land að öðl-
ast sess manneskja í augum Evr-
ópubúa miðaldanna. Eins og sagan
birtist í meðförum Las Casas virð-
ast yfirvöld heima á Spáni einfald-
lega hafa misst öll tök á villi-
mennsku þegna sinna suður í
Ameríku, enda erfitt að hafa eftirlit
með þegnum konungsríkisins þeg-
ar þeir eru í annarri heimsálfu og
samskiptatæknin takmarkast við
sendibréf og skipaferðir. Þó er erf-
itt að ímynda sér annað en kon-
ungur hefði getað stöðvað slátr-
unina ef hann hefði virkilega beitt
sér.
Þó er merkilegt hvernig jafnvelþeir Evrópubúar sem komu til
Nýja heimsins með göfugar áætl-
anir, innblásnar af boðskap Las
Casas, urðu margir fljótlega að
álíka villidýrum og landar þeirra
sem fyrir voru. Það er auðvelt að
vera með sigurvegurunum í liði og
ansi erfitt að synda á móti straumn-
um – sérstaklega þegar um er að
ræða jafn hrikalegan blóðstraum
og flæddi yfir nýja heiminn með
komu þess gamla. Vissulega spyr
maður sig stundum hvort Las Casas
hafi aldrei spurt sig um ástæður
grimmdar Spánverja, hvaðan var
hún upprunnin – var jafnvel ein-
hver rót þessarar grimmdar í
kristninni sem hann boðaði svo
ötullega eða í valdastrúktúr kon-
ungdæmisins sem hann var svo
trúr? En þá er rétt að muna að ólíkt
flestum samtímamönnum sínum sá
hann grimmdina – sem vafalaust
hefur verið fullkomlega óskiljanleg
þegar ekki var hægt að skoða hana
í stækkunargleri aldanna, og er
hún nógu illskiljanleg ennþá.
Það merkilega er þó að aðrir ný-lenduherrar áttu seinna eftir
að nota bókina til þess að berja á
Spánverjum. Það tók bókina aldir
að öðlast hylli á Spáni en áður en
þriðja útgáfan kom út á Spáni voru
útgáfur í Hollandi, Englandi og
Frakklandi þegar farnar að skipta
tugum, enda kom ávallt ný útgáfa á
markað þegar ástæða þótti til að
kynda undir óvild gegn þeim Spán-
verjum – og eins nýttu þessar þjóðir
ritið til þess að réttlæta eigin ný-
lendustefnu, sem vissulega var ekki
jafn blóðug, enda mun færri eftir til
að drepa.
En um leið og þessi bók er eitt-
hvert mesta fordæmingarrit allra
tíma er hún rétt eins og aðrar
skyldar frásagnir fyrst og fremst
frásögn af blindu, óskiljanlegri
blindu sem slær heilar þjóðir og
heilar heimsálfur, jafnvel svo öld-
um skiptir. Hálfu árþúsundi síðar
sjáum við geðveikina sem þó hefði
átt að vera öllum augljós þegar Nýi
heimurinn taldist ennþá „nýr“.
Kannski er heimurinn eitthvað að
batna eða kannski erum við jafn
blind á óréttlæti eigin samtíma og
Spánverjar sextándu aldarinnar
voru? Svarið fæst á 25. öldinni – ef
við verðum ekki öllum gleymd þá.
Örstutt frásögn af grimmd Evrópubúa
» Vissulega spyr maður sig stundum
hvort Las Casas
hafi aldrei spurt sig
um ástæður grimmdar
Spánverja …
Reuters
Indjánar Brasilískir indjánar halda við hefðum forfeðra sinna er ofsóttir voru af Spánverjum fyrir 500 árum.
asgeirhi@mbl.is
AF LISTUM
Ásgeir H. Ingólfsson
Helför Koparstunga eftir flæmska
listamanninn Theodor de Bry prýð-
ir bókarkápuna.
FORVERÐIR í bókasafninu Biblio-
teca Ambrosiana í Mílanó hafa
greint frá því að mygla hafi fundist
í frægasta safni teikninga eftir
meistara endurreisnarinnar Leon-
ardo da Vinci.
Safnið Codex Atlanticus er víð-
frægt en þar gefur að líta hug-
myndir um allt á milli himins og
jarðar, allt frá flugvélum og vopn-
um til stærðfræði og grasafræði.
Hversu viðamiklar skemmdirnar
eru er enn ekki ljóst en tekist hefur
að hefta útbreiðslu þeirra, að söng
Marco Navoni, talsmanns safnsins.
Ljóst er að viðgerð á teikningunum
verður mjög kostnaðarsöm og eng-
ir sjóðir eru til að standa straum af
þeim kostnaði.
„Við þurfum að finna stuðnings-
aðila til að kosta greiningu til að
byggja viðgerðina á og hefjast síð-
an handa,“ segir Navoni.
Codex-safnið var til sýnis árið
1998 í Ambrosiana en var nýverið
sýnt í Zagreb og Róm.
Ógnað Teikning eftir da Vinci.
Ógn steðjar
að teikningum
da Vinci