Morgunblaðið - 29.12.2007, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
M
arkmiðið með því að
strengja áramóta-
heit er jafnan að
verða betri maður,
annaðhvort til sál-
ar eða líkama eða hvort tveggja.
Slík heit geta varðað einhvern til-
tekinn ósið sem maður vill venja
sig af, eins og að hætta að reykja,
nú eða heilsubót sem maður vill
temja sér, eins og til dæmis að fara
að mæta í ræktina á hverjum degi.
Göfugust eru þó þau heit sem
maður gefur um að koma betur
fram við annað fólk. Bandaríski rit-
höfundurinn Henry James sagði
við William frænda sinn að þrennt
væri mest um vert í mannlífinu: „Í
fyrsta lagi að vera vingjarnlegur. Í
öðru lagi að vera vingjarnlegur. Og
í þriðja lagi að vera vingjarnlegur.“
Hvort Henry beindi þessum orðum
fyrst og fremst til sjálfs sín skal
ósagt látið.
En við svona háleit heit er eitt að
athuga: Það er eiginlega alveg gef-
ið mál að maður getur ekki staðið
við þau. Það er ekki einu sinni rök-
rétt að fylgja þessu boðorði Henry
James. Á maður að vera vingjarn-
legur við þá sem vinna manni sjálf-
um og jafnvel náttúrunni tjón? Þá
sem brjóta gegn mannréttindum?
Á maður jafnvel að vera vin-
gjarnlegur við innbrotsþjóf sem
maður mætir í stofunni heima hjá
sér um miðja nótt og bjóða honum
kaffisopa á meðan beðið er eftir
lögreglunni?
Nei, þetta boðorð virðist beinlín-
is stríða gegn mannlegu eðli. Væri
þá ekki nær að hafa í heiðri þann
viðauka bandarísku stjórnarskrár-
innar sem heimilar skotvopnaeign
til að hver og einn geti varið bú og
börn?
Samt er það nú svo, að frá örófi
alda hafa menn leitað leiða til að
gera sjálfum sér og öðrum kleift að
fylgja þeirri hugmynd sem Henry
James setti þarna fram. Sökum
þess að mannskepnan hefur áskap-
að eðli, hvað sem hver segir, hefur
erfiðasti hjallinn alltaf verið sá
sami: Manns eigið skap. Það virðist
beinlínis þurfa fullkomið skapleysi
til að verða aldrei reiður og láta allt
yfir sig ganga, samanber dæmin
hér að framan.
Maður nær aldrei árangri í lífinu
og verður aldrei ríkur með þeim
hætti. Og svo mikið er víst að enga
möguleika ætti maður á frægð ef
maður hefði ekkert skap til að
missa stjórn á undir vökulu auga
papparassa.
En hvers vegna hefur þetta engu
að síður verið yfirlýst markmið
fjölda fólks frá ómunatíð? Hvað var
Henry James – íhugull rithöfundur
af gamla skólanum – þá eiginlega
að hugsa? Hvers vegna kveður
kristinn siðaboðskapur á um að
manni beri að bjóða fram hinn
vangann? Er það ekki hámark
aumingjaskaparins að leggjast eins
og hundur fyrir fætur kvalara síns?
Fyrr má nú vera fórnarlambs-
komplexinn!
Af þessum sama meiði er svo
auðvitað æðruleysisbænin svo-
nefnda, um styrk til að fást ekki
um það sem maður fær engu um
breytt, og óhætt er að fullyrða að
allar sjálfshjálparbækur sem skrif-
aðar hafa verið – og þær eru sann-
arlega ófáar – hafa þennan sama
kjarnaboðskap: Maður á að ein-
beita sér að því sem maður getur
haft stjórn á.
Og hverju getur hver og einn
sjálfur stjórnað? Síauknar vinsæld-
ir hvers kyns reiðistjórnunarnám-
skeiða sýna að ekki verður sagt að
almennt hafi fólk stjórn á eigin
skapi. Að reyna sífellt að hafa
stjórn á öðrum telst nú orðið sjúk-
leiki og kallast meðvirkni.
En maður getur haft stjórn á
hugsun sinni, það eru aldagömul
sannindi sem eru kjarninn í öllum
nýjum sjálfshjálparbókum. En
hvað felur það í sér að hafa stjórn á
hugsun sinni?
Við þessari spurningu hafa verið
veitt ótal svör, en þau hafa þó alltaf
verið það sama. Líklega hefur eng-
inn orðað svarið betur en stóuspek-
ingurinn Epiktítos, sem sagði í
Handbók sinni:
„Mundu að fúkyrði og kjafts-
högg eru ekki í sjálfu sér hneyksl-
anleg heldur er það þín eigin
ákvörðun að svo sé. Þegar einhver
reitir þig til reiði skaltu gera þeir
grein fyrir því, að það er þín eigin
hugsun sem hefur vakið reiði þína.
Þess vegna skaltu leitast við að láta
ekki upplifunina hlaupa með þig í
gönur.“
Epiktítos mun hafa fæðst árið 55
svo að ekki verður sagt að boð-
skapurinn sé alveg nýr af nálinni.
Hann mun upphaflega hafa verið
rómverskur þræll, en síðar lærði
hann heimspeki hjá stóuspekingum
og stofnaði eigin skóla.
Inntak stóuspekinnar var yfir-
vegun í mótlæti, og þaðan er auð-
vitað dregið orðalagið að taka ein-
hverju með stóískri ró.
Grundvöllurinn að þessari ró er
einmitt að gera sér grein fyrir því
að maður hafi sjálfur stjórn á hugs-
un sinni, og geti því sjálfur ákveðið
hvort það sem sagt er við mann er
móðgandi og kalli á hefnd. Epiktí-
tos sagði ennfremur í Handbók-
inni: „Það sem raskar ró manna
eru ekki atburðirnir sjálfir heldur
skilningur þeirra á atburðunum.“
Sá sem gerir sér grein fyrir því að
hann hefur stjórn á hugsun sinni er
því ekki ofurseldur neinum fyr-
irfram gefnum og utanaðkomandi
skilningi á atburðum eða gjörðum
og orðum annarra.
Þannig hefði mátt afstýra mörgu
hefndarvíginu hér á landi ef áhrifa
stóuspekinnar hefði gætt hér á
miðöldum – og má vekja athygli á
að stóuspekin hafði þá verið til í
hundruð ára, en því miður ekki rat-
að hingað norðureftir.
En það þarf ekki að fara aftur á
miðaldir til að finna tíma sem hefðu
haft gott af smá stóuvæðingu. Þau
eru ófá voðaverkin sem framin hafa
verið „af illri en óhjákvæmilegri
nauðsyn,“ eins og til dæmis til að
varðveita meintan hreinleika ein-
hvers kynstofns.
Stóuheimspekin getur því rennt
stoðum undir boðskap Henry
James um mikilvægi vingjarnleik-
ans, og jafnvel sýnt fram á hvernig
hægt er að framfylgja honum. Þess
vegna væri alveg hægt að strengja
þess heit um áramótin að verða
framvegis stóískari og vingjarn-
legri.
Stóískt
nýtt ár
» „Mundu að fúkyrði og kjaftshögg eru ekki ísjálfu sér hneykslanleg heldur er það þín eig-
in ákvörðun að svo sé. Þegar einhver reitir þig til
reiði skaltu gera þeir grein fyrir því, að það er þín
eigin hugsun sem hefur vakið reiði þína.“
BLOGG: kga.blog.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
ÁÐUR hef ég skrifað hér um
kjarknorkuvopnaógnina frá Íran og
Norður-Kóreu og nú er röðin kom-
in að Pakistan.
Pakistan hefur búið
yfir kjarnorkuflaugum
í tæpan áratug. Þótt
þær séu að öllum lík-
indum fáar, er þó nöt-
urlegt að vita til þessa
litla kjarnorkuveldis
fyrir heimsfriðinn,
þegar eftirfarandi að-
stæður Pakistans eru
teknar til greina:
Megin yfirlýsti til-
gangur Pakist-
anstjórnarinnar með
þróun kjarnorkuvopna
sinna, var að skapa mótvægi við
ógnunina frá kjarnorkuflaugaflota
grannríkisins Indlands. En þau
lönd deila enn um landamæra-
héruð, og blossa vopnuð átök þar
upp milli þeirra öðru hverju.
Pakistan á einnig landamæri að
Afganistan. Eru þau landamæri
víða ótrygg; og að sumu leyti á
valdi hermdarverkahópa sem hafa
hag af að komast yfir kjarn-
orkuvopn. Pakistan hefur og verið
helsta upprunalandið fyrir hermd-
arverkastarfsemi á Vesturlöndum
undanfarið.
Pakistan hefur orðið uppvíst að
að leka leyndarmálum um gerð
kjarnorkuvopna til nokkurra ann-
arra ríkja; í trássi við bandamenn
sína í Nató, sem kappkosta að
hindra fjölgun kjarnorkuvelda.
Í Pakistan ríkir útbreidd fátækt
og átök milli þjóðfélagshópa.
Stjórnarskipti hafa verið tíð milli
herforingjastjórna og spilltra lýð-
ræðisstjórna. Slíkt gæti komið yf-
irráðunum yfir kjarnorkuvopnabúri
stjórnarinnar í uppnám.
Pakistan er hluti af belti kjarn-
orkuvopnavelda sem til samans
ráða yfir stærsta kjarnorkuvopna-
safni í heimi. Eiga þau samhang-
andi landamæri þar sem erjur vilja
verða. Þessi ríki eru Rússland-
Kína-Pakistan-
Indland. Norður-
Kórea liggur svo að
Kína en Íran að Pak-
istan. Stríð á þesu
svæði gæti því endað
sem heimsstyrjöld eða
jafnvel með heims-
slitum.
Líklegast er að
notkun kjarn-
orkuvopna verði há-
punktur stríðsátaka
en ekki upphafið. Því
er eðlilegt að Natórík-
in horfi með meiri
ugg til kjarnorkuvelda er tengjast
ólgu- og átakasvæðum svo sem
arabalöndum og íslam, fremur en
til tiltölulega stöðugra landa svo
sem Indlands, Kína, Rússlands og
jafnvel Ísraels. Viðbúið er að ef
klerkaveldi næði völdum í Pakistan
yrði það sem fullnað kjarn-
orkuveldi miklu meira ógnvekjandi
en t.d. Íran og Norður-Kórea eru
nú. Ekki virðist þó að stefni í slík-
an uppgang harðlínuíslamssinna
um sinn.
Þess má geta hér að Pakistan er
að flatarmáli rúmlega sex sinnum
stærra en Ísland. Það hefur yfir
137 milljónir íbúa, og var því sjö-
unda fjölmennasta ríkið í heiminum
1995. 97% íbúa játuðu þá íslamstrú.
Það varð endanlega sjálfstætt frá
Indlandi 1956. Bangladesh braust
síðan undan Pakistan í borg-
arastyrjöld 1971. Kringum 1982
hafði Pakistan 478.000 manna her.
Það hafði þá átt í stríði í 13 ár eftir
1945. Það var þá bandamaður Nató
í kalda stríðinu, en þótti ótryggur
bandamaður. Þá þegar þótti mikil
hætta á að það væri að verða
kjarnorkuvopnaveldi. Herstjórn
ríkti þá; og hafa stjórnir þar jafnan
þurft að hafa blessun hersins. Hef-
ur nú yfirmaður hersins enn og aft-
ur lýst yfir neyðarlögum og afnum-
ið stjórnarskrána, til að fá ráðrúm
til að berja á hermdarverkamönn-
um; og fresta kosningum í leiðinni.
Á persónulega planinu verður að
viðurkennast, að Vesturlandabúum
þykja Pakistanar fremur geðþekkir
og auðskiljanlegir; jafnvel miðað
við Indverja. Gildir það bæði um
núverandi forsetann, Perves
Musharaf hershöfðingja, og fjand-
vin hans og keppinaut um hylli
lýðsins, hana Benasir Bhutto.
Einnig er Pakistan land sumra
af elstu borgum heimsins, og það
landsvæði sem Indó-Evrópumenn,
sem Íslendingar telja sína áa,
komu fyrst inn í á landvinningaför
sinni suður um Indlandsskaga.
Ennfremur kitlar það hégómagirnd
okkar að Pakistanar tala helst
indóevrópska málið urdu. Þeir
munu og eiga skáld góð.
Og nú er bara að vona að allt
snúist ekki í höndunum á þessum
bandamanni Nató í stríðinu við
uppreisnarmennina í Afganistan og
nágrenni, með ófyrirsjáanlegum af-
leiðingum fyrir framtíð heimsins.
Pakistan og kjarnorkan
Tryggvi V. Líndal
skrifar um Pakistan »Megin yfirlýsti til-gangur Pakist-
anstjórnarinnar með
þróun kjarnorkuvopna
sinna, var að skapa mót-
vægi við ógnunina frá
kjarnorkuflaugaflota
grannríkisins Indlands.
Tryggvi V. Líndal
Höfundur er þjóðfélagsfræðingur
og skáld.
OFT gætir þess leiða misskiln-
ings meðal Íslendinga, að land
þeirra sé ófært um að verja sig
komi til átaka. Þetta á jafnvel við
bestu menn sem telja nauðsynlegt
að erlendar þjóðir verji landið einar
á meðan Íslendingar láti sér nægja
að gefa þeim mat og upplýsingar.
En eins og um ann-
an misskilning gildir
þá er það ekki alls-
kostar rétt.
Til þess að meta
varnarmátt Íslendinga
þarf ekki miklar
hundakúnstir eða
flókna útreikninga.
Grundvallareiningar
slíks mats eru þjóð-
arframleiðsla, skatt-
tekjur og mannauður.
Þjóðarframleiðsla
Íslands er um 1000
milljarðar króna, þar
af eru skatttekjur um
400 milljarðar króna. Bandalagsríki
okkar og önnur nágrannaríki verja
um 2% af þjóðarframleiðslu til
varnarmála, það gerir því um 20
milljarða íslenskra króna. 20 millj-
arðar íslenskra króna rúmast innan
þeirra 400 milljarða króna sem rík-
ið tekur sér til ýmissa verkefna og
eru t.d. ekki meiri en rekstr-
arkostnaður ríkislögreglustjóra.
Árið 2000 taldi leyniþjónusta
Bandaríkjanna að um 62.990 ís-
lenskir karlmenn, á aldrinum 15-49
ára, væru hæfir til herþjónustu.
Þar sem þeir meta ekki hversu
margar konur eru það einnig ætla
ég að gefa mér það að allavega um
30 þúsund konur séu það einnig,
svo varlega sé áætlað. Stofninn er
því yfir 90 þúsund vígfærir Íslend-
ingar.
Stærð og afl herafla Íslendinga
miðast við þá fjármuni sem hægt er
að verja til hans og þann mannauð
sem getur starfað í honum. Það ríki
sem er okkur hvað skyldast menn-
ingarlega býr yfir 27 þúsund manna
fastaher, en það er Noregur. Hlut-
fallslega miðað við Noreg ættum
við því að búa yfir um 1700 manna
fastaher.
Noregur er einnig með 219 þús-
und manna varalið, hlutfallslega
miðað við það ættum
við því að hafa um 14
þúsund manna varalið.
Ef við miðum okkur
hinsvegar við Dan-
mörku værum við með
um 1200 manna fasta-
her og 3000 manna
varalið.
Í þessum tölum er
ekki tekið með „borg-
aralegt“ innra örygg-
islið eða löggæsla.
Ef við einbeitum
okkur að landvarn-
arliði og drögum þegar
frá og ríflega þann
kostnað sem felst í loftvörnum og
það lið sem notað er til þeirra höf-
um við 1000-1600 manns og 17
milljarða íslenskra króna. Ef klár-
um svo dæmið og drögum frá þann
liðsafla sem sæi um sjóvarnir og
annað slíkt eru allavega 500 til 1200
manns eftir og 12 milljarðar ís-
lenskra króna.
Með þeim fjármunum og mann-
eskjum má skipuleggja íslenskt
landvarnarlið sem eitt fullstyrkt
bryn- og vélvætt fótgönguliðs-
herfylki, með um 6-8 milljarða
króna rekstrarkostnaði á ári, ásamt
blönduðum hópi sérhæfðra und-
irfylkja og flokksdeilda, sem sæju
um ýmis sérhæfð verkefni eins og
varnir gegn geislun, efnavopnum og
þjálfun allt að 14 þúsund manna
varaliðs sjálfboðaliða.
Þeir sem efast um varnarmátt
slíks liðs ættu að kynna sér af-
kastagetu hugsanlegra andstæðinga
í að flytja nægilegt herlið yfir allt
frá 900 kílómetrum, 2000 kílómetra
og alveg að 9000 kílómetrum yfir
rúmsjó til að yfirbuga það. Enda
gefum við okkur að það komi ekki
frá austurströnd Grænlands.
Þumalputtareglur hern-
aðarsérfæðinga um innrás af hafi
hafa lengst af gert ráð fyrir að um
sex til átta sinnum fjölmennara inn-
rásarlið þurfi til að sigra.
Nú skulu menn skoða þau for-
dæmi sem eru til fyrir flutningi á
allt að og jafnvel yfir 90 þúsund
manna herliði yfir a.m.k. 900 km
opið haf beint inn á varða strönd.
Mönnum hlýtur að vera ljóst að
þegar hernám Íslands krefst her-
liðs sem slagar hátt upp í allt inn-
rásarlið bandamanna í Normandí
árið 1944 og flutnings þess yfir
margfalt lengri og hættulegri leiðir
hljóta þær varnir, sem orsaka kröf-
urnar, að gera eitthvað gagn.
Jafnframt getur undirbúningur
slíks innrásarleiðangurs ekki farið
framhjá neinum og þar með er
tryggt að rétt viðbrögð banda-
manna Íslendinga verði tímanleg,
óháð veru erlends herliðs á Íslandi.
Hvort Íslendingar verja land sitt
er því ekki spurning um getu, held-
ur vilja.
Um landvarnir
Pétur Guðmundur
Ingimarsson viðrar
hugmyndir um íslenskan her
» Oft gætir þess leiðamisskilnings að Ís-
land sé ófært um að
verja sig komi til átaka.
En eins og um annan
misskilning gildir þá er
það ekki rétt.
Pétur Guðmundur
Ingimarsson
Höfundur er háskólanemi.