Morgunblaðið - 29.12.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 29
MINNINGAR
✝ Kári Her-mannsson fædd-
ist í Keldudal í
Skagafirði 24. jan-
úar 1923. Hann lést
á heimili sínu,
Smáragrund 14 á
Sauðárkróki, 24.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Hermann Sig-
urjónsson, f. 8.1.
1901, og Rósa Júl-
íusdóttir, f. 15.5.
1897. Systkini Kára
eru Njáll, f. 30.9.
1927, d. 18.6. 1975, Konkordía, f.
10.3. 1930, d. 11.8. 1930, Agnar f.
3.9. 1933, María, f. 1.6. 1936, d.
31.5. 1985, og Friðrika, f. 14.6.
1941. Kári kvæntist Sigurlínu
Árnadóttur, f. 26.4. 1922. Fyrstu
hjúskaparár sín bjuggu þau í
Reykjavík en fluttu síðan til Sauð-
árkróks og hafa búið þar síðan.
Sonur þeirra er
Reynir, f. 17.9.
1953, kvæntur
Helgu Rósu Guð-
jónsdóttur, f. 21.2.
1953. Börn þeirra
eru, Björgvin, f.
15.11. 1973, sam-
býliskona Elín Ás-
geirsdóttir, Árni
Hermann, f. 25.7.
1984, sambýliskona
Kolbrún Ragnars-
dóttir og María, f.
31.3. 1986.
Kári ólst upp í
föðurhúsum í Skagafirði, lauk
prófi frá Héraðsskólanum að
Laugarvatni, iðnréttindi múrara
1951. Kári vann við iðn sína til
1969 og sem verslunarmaður til
1983.
Útför Kára verður gerð frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Ég var að undirbúa jólahaldið
heima hjá mér í Espilundi 20 hinn
24. des. 2007. Bækur og pappírar
lágu í óreiðu á skrifborði og skáp-
um. Allt var fært í viðunandi horf
og sett á sína staði, síðast handlék
ég litla bók í svörtu bandi –
„Ákvæðisvinnuverðskrá múrara“
stóð letrað gylltum stöfum á for-
spjald bókarinnar. Undarleg til-
viljun. Þessari bók hafði ég ekki
flett nokkuð lengi, þótt ég hafi oft
notað hana vegna atvinnu minnar
og hún verið ásamt öðru drjúgur
stuðningur fyrir mig í lífsbarátt-
unni.
Mágur minn, Kári Her-
mannsson, kynnti mig fyrir þess-
ari bók og kenndi mér að nota
hana. Mér varð hugsað til hans
um leið og ég lokaði bókinni og
kom henni á sinn stað í bóka-
skápnum. Um leið hringdi síminn
og mér var tilkynnt að mágur
minn hefði látist fyrir skammri
stundu. Hann hafði nýlokið við að
fara í jólabaðið og lagt sig á eftir.
Þá kom kallið sem allir verða ein-
hvern tíma að svara.
Ég veit að við Kári hefðum ver-
ið sammála um, að viðkunnan-
legra væri, að koma sæmilega
snyrtur á fund þeirra, sem bíða
gestkomunnar hinumegin.
Kári gat vel fléttað saman al-
vöru og kímni og þrátt fyrir veik-
indi af og til fyrr á árum og stöðug
seinni árin, var alltaf stutt í gásk-
ann og skemmtilegar athuga-
semdir.
Kári var múrari að mennt og
meistari í þeirri grein. Prófi lauk
hann frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 1951 og vann við iðn sína
næstu ár. Einnig var hann mæl-
ingafulltrúi fyrir múrara í Skaga-
firði um árabil. Seinni starfsárin
vann hann við verslunarstörf, en
slæm liðagigt gerði honum lífið
leitt er líða tók á ævina og svipti
hann starfsgetu að nokkru og síð-
ast alveg.
Þorsteinn Valdimarsson, skáld,
segir í ljóði; „Sumir kveðja og síð-
an ekki söguna meir.“
Kári kvaddi ekki með söng, þótt
söngrödd hefði hann fallega og
tónlistarsmekk góðan, en eftir
hann standa ýmis verk, sem bera
vitni listfengi og vandvirkni. Við
horfum á fallega múrhúðun og
múrverk á húsum, snúin, hand-
unnin stigahandrið, mótuð úr
deiglu með högum höndum, lista-
verk sem gera enga kröfu til þess
nafns í lítilræði sínu, en gleðja
augu þeirra, sem fram hjá fara.
Ég var svo lánsamur að fá að
læra múraraiðn hjá Kára og vinna
svo með honum af og til í mörg
sumur.
Á heimili þeirra hjóna, Sigur-
línu og hans, var ég alltaf velkom-
inn og naut hjá þeim fyrir-
greiðslu, sem kom sér vel fyrir
mig á námsárum mínum. Við Kári
unnum oft saman tveir og féll
aldrei skuggi á þá samvinnu.
Á meðan ég er að skrifa þessar
línur, hljómar fyrir eyrum mér
tvísöngur. Við Kári vorum að
byggja fyrsta söluskálann að Brú
í Hrútafirði og tókum lagið í
sumarþeynum. Fyrir valinu varð í
þetta skipti: „Við brunninn bak
við hliðið.“ Nú er rúmlega hálf öld
síðan. Litli skálinn er orðinn að
dágóðu húsi, sem ef til vill hverfur
fljótlega, og það er vetur í Hrúta-
firði núna.
En nú fer daginn að lengja og
minn gamli vinur og félagi fylgir
birtunni í síðustu ferðina, ferðina
okkar allra, sem við vonum að
ljúki við opið hlið, þar sem gestum
er boðið í bæinn.
Sigurlínu og afkomendum
þeirra Kára votta ég samúð mína.
Trausti Helgi Árnason.
Kári
Hermannsson
✝ Gerður Ingi-björg Stef-
ánsdóttir fæddist á
Ekru í Hjalta-
staðaþinghá 8. júlí
1927. Hún lést 14.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru
Stefán Jónsson frá
Heyskálum í
Hjaltastaðahreppi,
bóndi á Ekru, f.
12. febrúar 1893,
d. 1. janúar 1968,
og Sigurborg
Sigurðardóttir frá Litlasteins-
vaði í Tunguhreppi, f. 9. ágúst
1890, d. 4. október 1969.
Gerður átti fjögur systkini,
þau eru; Ástdís, f. 4. júlí 1920,
d. 1. jan. 2006, sambýlismaður
var Jón Kjartan Sigurjónsson,
d. 1949, síðar gift
Páli Pálssyni, d.
2005, búsett lengst
af í Smiðsgerði í
Skagafirði, Sig-
rún, f. 13. desem-
ber 1921, d. 16.
júlí 1987, búsett
lengst af í Reykja-
vík, Jóna Sig-
þrúður, f. 19. des-
ember 1925, gift
Guðmundi S. Guð-
mundssyni, búsett
á Fossum í A-Hún.
og Gunnsteinn, f.
23. júní 1930, d. 10. janúar
1986, kvæntur Huldu Jóns-
dóttur, d. 2004, búsettur á
Egilsstöðum.
Útför Gerðar verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Það er dimmt skammdegið, en
sigurganga ljóssins er samt hafin
enn eitt árið.
Það er sorg í hjarta, en sorgin
er gríma gleðinnar og gleðin í
þessu tilfelli er fólgin í hlýjum
minningum.
Elskuleg frænka okkar hún
Gerða hefur kvatt þennan heim.
Við vissum að hverju stefndi er
við fengum þær fregnir að heilsu
hennar færi hrakandi núna í
byrjun desember.
Hún fékk svo hvíldina föstu-
daginn 14. desember. Hún hafði
átt við visst heilsuleysi að stríða
sl. misseri og lifði mikið í þeim
heimi sem er okkur sem göngum
heil til skógar nokkuð ókunnug-
ur.
En kannski er sá heimur ekki
eins ókunnugur og við höldum.
Þetta er heimur minninga, heim-
ur liðinna stunda. Í öllum erli nú-
tímans getur verið gott að leita í
þann heim.
Hennar heimur var mikið bund-
inn við æskustöðvarnar út á
Ekru, en þar átti hún sterkar
rætur sem aldrei slitnuðu þrátt
fyrir að hún væri búsett nokkra
áratugi á Egilsstöðum. Heim var
ætíð út að Ekru. Hún var nátt-
úrubarn eins og svo margir af
hennar ættingjum. Margur myndi
segja að þetta væri í blóðinu. Hún
hafði gaman af ferðalögum og tók
þá gjarnan mikið af myndum og
átti orðið einstakt safn mynda af
kirkjum víðsvegar af landinu.
Hún hló oft að þessari ástríðu
sinni að taka kirkjumyndir. Það
var oft svo stutt í hláturinn henn-
ar frænku, og hún gat oft spaug-
að mikið við mann.
„Ert þetta þú, gæskurinn (eða
gæskan)?“ Svona var manni oft
heilsað þegar maður kom óvænt í
heimsókn til hennar að Selási.
Alltaf yndislegar móttökur og
helst vildi hún leysa yngri kyn-
slóðina út með gjöfum.
Jólapakkarnir frá henni frænku
voru alltaf óskaplega spennandi
hjá okkur systkinunum á æskuár-
unum. Hvort heldur þeir voru
mjúkir eða harðir. Og þeir eru
ófáir bangsarnir og dúkkurnar
sem börn okkar eiga sem er
handgert af henni.
Já, hún var listamaður í hönd-
unum, hún frænka. Og nú á jóla-
dögunum kvikna þessar minning-
ar. Það er gott að ljúka upp kistli
liðinna stunda, og muna hana
Gerðu frænku. Þessa smávöxnu
nettu og kviku konu með sitt
hlýja bros.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð blessi minninguna um ynd-
islega frænku okkar, hana Gerði
Ingibjörgu, sem við fylgjum nú í
hinsta sinn.
Við vitum að okkar ástkæru
ættingjar sem farnir eru áður og
voru henni hjartfólgnir taka vel á
móti henni í enn öðrum ókunnug-
um heimi. Og megi almáttugur
guð styrkja hana mömmu okkar
sem nú kveður sitt síðasta systk-
ini í dag.
Vertu blessuð, gæskan, og
hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Systkinin frá Fossum,
makar og börn.
Gerður Ingibjörg
Stefánsdóttir
✝
Min beste venn og ektefelle, verdens beste pappa, svigerfar og bestefar,
ERIK HERMAN WILHELMSEN
f. 27. februar 1933
døde stille på Rikishospitalet etter et kort sykeleie, den 20. desember.
Begravelse fra Drammen krematorium fredag
4. januar kl. 14.00.
Like kjært som blomster er en gave til Frelsesarmeen.
Ditt liv du alltid bygget
på kjærlighetens grunn.
Du tenkte først på andre
helt til siste stund.
Sigríður,
Hildur Kristin,
Unnur Astrid, Kolbeinn Jón,
Martin, Lasse.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓNAS KRISTINN GUÐBRANDSSON,
Fjallalind 23,
Kópavogi
áður Glaðheimum 8, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, deild 11E,
miðvikudaginn 26. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 8. janúar kl. 13.00.
Dóra Steinunn Jónasdóttir, Bragi Sigurðsson,
Guðbrandur Kristinn Jónasson, Guðný Halldórsdóttir,
Jóhanna Guðrún Jónasdóttir, Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson,
Þuríður Helga Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐUR H. JÓNSDÓTTIR,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð þann 27. desember síðastliðinn.
Sverrir Hermannsson,
Jón Ásmundsson,
Auður Elva Jónsdóttir,
Guðrún Lilja Jónsdóttir,
Sverrir Már Jónsson,
Birkir Már, Katrín og Nói.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma
og langamma,
SIGURLAUG SVEINSDÓTTIR,
Krossalind 8,
Kópavogi,
lést fimmtudaginn 27. desember á Landspítalanum
í Fossvogi.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 4. janúar kl. 15.00.
Snorri Sigurðsson,
Sigurður Sveinn Snorrason, Hrefna Sigurjónsdóttir,
Arnór Snorrason, Kristín Hallgrímsdóttir,
Steinunn Snorradóttir, Jóhann Ísfeld Reynisson,
Guðrún Margrét Snorradóttir, Þórarinn Alvar Þórarinsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN FLOSADÓTTIR,
Dúna,
lést á jóladag.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn
ALAN VINER GOLDINGAY,
andaðist á heimili okkar í Englandi 8. desember sl.
Bálför hefur farið fram.
Jóna Guðleif Sigurjónsdóttir Goldingay
Börn Alans:
Már Viner
Bryndís Ragnheiður
Robert Gunnar