Morgunblaðið - 29.12.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 33
Mig langar til þess
að minnast tengdaföð-
ur míns sem lést hinn
5. ágúst sl. Hann hefði
orðið 76 ára 28. desember 2007. Hann
háði langa og stranga sjúkdómsbar-
áttu og dvaldist á dvalarheimilinu á
Egilsstöðum. Þar var vel um hann
hugsað, þar leið honum eins vel og
hægt var miðað við hans heilsu.
Ég er svo þakklát að hafa farið
austur á Egilsstaði 27. maí síðastlið-
inn í fermingarveisluna hans Sigga.
Við komum öllum á óvart, fórum svo
á dvalarheimilið og sóttum Ármann
og var hann með okkur seinnipartinn
í veislunni og voru teknar margar
skemmtilegar myndir.
Það eru margar minningar sem
Ármann Guðmundsson
✝ Ármann Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 28.
desember 1931.
Hann lést á sjúkra-
húsinu á Egils-
stöðum 5. ágúst
2007 og var jarð-
sunginn frá Egils-
staðakirkju 10.
ágúst.
skjótast upp í huga
minn þegar ég lít til
baka. Hestamennsk-
una fékk ég að upplifa
með Ármanni og allt
það sem því fylgir.
Bæði langir og stuttir
útreiðartúrar. Ég man
þegar fjölskyldan fór í
útreiðatúr meðfram
Eyvindaránni þegar
tengdapabbi kenndi
mér að hleypa klárn-
um og hvernig ég átti
að sitja hann, svo þeg-
ar við komum í hús var
alltaf þakkað fyrir, hesturinn kembd-
ur og strokinn.
Elsku Ármann, nú er kominn tími
til að kveðja, þín verður sárt saknað.
Hvíl í friði.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir
Valgerður.
✝ Óskar AlbertSigurðsson
fæddist á Litlahóli
við Dalvík hinn 20.
maí 1918. Hann lést
á Heilbrigðis-
stofnun Siglu-
fjarðar hinn 15. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Sigurður Jón
Guðjónsson, sjó-
maður og formaður
í Mói, Dalvík, f. 9.
desember 1885, d. 7.
janúar 1943, og
Anna Sigurðardóttir, húsmóðir, f.
17. október 1883, d. 7. júní 1971.
Albert var 8. í röð ellefu systkina
en hin eru: Guðjón Sigurvin, f.
1908, d. 1988, Rósa, f. 1909, d.
1995, Kristján Jón Helgi, f. 1909,
d. 1934, Jóhann Sævaldur, f. 1912,
d. 2001, Hallgrímur Friðrik, f.
1913, d. 1967, Jón Kristinn, f.
1915, d. 1992, Sigrún, f. 1916, d.
1996, Laufey, f 1920, d. 1998, Sig-
urður Marinó, f. 1922, og Lilja, f.
1925.
Albert kvæntist hinn 29. desem-
ber 1945 Guðborgu Franklíns-
dóttur frá Litla-Fjarðarhorni í
Strandasýslu, f. 5. maí 1924. For-
eldrar hennar voru hjónin Frank-
á Siglufirði árið 1945 og bjuggu
þar alla tíð, eða í 62 ár. Albert var
sjómaður og verkamaður og byrj-
aði ungur að sækja sjóinn frá Dal-
vík, Siglufirði og víðar. Á Siglu-
firði starfaði hann m.a. hjá Síldar-
verksmiðjum ríkisins og víðar en
fór jafnframt á vorvertíð á Suður-
nesjum í marga áratugi, einkum í
Sandgerði, síðast 1973. Eftir það
starfaði hann í nokkur ár hjá Hús-
einingaverksmiðjunni á Siglufirði
en síðast hjá Siglufjarðarkaup-
stað, m.a. við lagningu hitaveitu í
bænum. Albert var duglegur verk-
maður, ósérhlífinn og úthalds-
góður og hann vildi helst ekki
ganga frá verki fyrr en það var
fullklárað og búið var að ganga
vel og snyrtilega frá öllu.
Albert hafði yndi af ferðalögum,
heima og erlendis, en eftir að hann
fór á eftirlaun dvaldi hann á
hverju sumri í Flatey á Breiðafirði
í sumarhúsi Sigurmars og Álfheið-
ar. Í Flatey undi hann sér vel við
fiskveiðar, við aðgerð og frágang
á afla, við að dytta að húsum og
bátum og fleira sem til féll en
hann átti erfitt með að vera iðju-
laus. Hann var alla tíð vel á sig
kominn líkamlega; byrjaði
snemma að vinna erfiðisvinnu en
hann stundaði líka íþróttir á sínum
yngri árum, einkum knattspyrnu.
Útför Alberts verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
lín Þórðarson, bóndi í
Litla-Fjarðarhorni, f.
1879, d. 1940, og
Andrea Jónsdóttir,
húsmóðir, f. 1881, d.
1979. Börn Alberts
og Guðborgar eru: 1)
Sigurmar Kristján, f.
7. maí 1946, fyrri
kona hans var Mar-
grét Elíasdóttir, þau
skildu. Seinni kona
Sigurmars er Álf-
heiður Ingadóttir,
sonur þeirra er Ingi
Kristján, f. 1991. 2)
Andrea Guðrún, f. 12. nóvember
1947, d. 17. ágúst, 1951. 3) Guð-
mundur Jón, f. 13. október 1951,
var kvæntur Þórdísi Þórðar-
dóttur, þau skildu, sonur þeirra er
Þórður Albert, f. 1978. Fyrir átti
Þórdís dæturnar Ragnhildi Sig-
urðardóttur, f. 1969 og Guðrúnu
Helgu Magnúsdóttur, f. 1974. Son-
ur Guðrúnar og Steinars Þórs
Þorfinnssonar er Þór Jökull, f.
2007. 4) Óskar Helgi, f. 8. júlí
1954, kvæntur Aðalheiði Erlu
Jónsdóttur, f. 1957. Börn þeirra
eru Kári Páll, f. 1981, Björk, f.
1986, Ásdís Helga, f. 1991 og Stef-
án Andri, f. 2001.
Albert og Guðborg hófu búskap
Nú bíða menn eftir því að komast
á eftirlaun og hætta að vinna. Það
átti hins vegar ekki við tengdaföður
minn að vera allt í einu án atvinnu
þegar hann stóð á sjötugu. Hann fór
ungur að vinna við bústörf og út-
ræði með föður sínum og bræðrum.
Vinnuharkan var mikil, við myndum
hreinlega kalla það barnaþrælkun
að láta sjö ára dreng vinna við
beitningu. En við þetta bjó alþýða
manna til sjávar og sveita á Íslandi í
byrjun 20. aldar. Í kreppunni tók við
óttinn við atvinnuleysið. Menn töld-
ust hólpnir svo lengi sem þeir höfðu
vinnu og tengdafaðir minn dvaldi á
hverju ári langdvölum frá konu og
börnum við sjósókn í öðrum fjórð-
ungi. Eftir 1973 vann hann heima í
Siglufirði. Þar til einn góðan veð-
urdag 1988 að vinnunni var lokið.
Hann var sjötugur en fullur starfs-
orku og hraustur með afbrigðum
þótt heyrnin væri farin að gefa sig.
Fæstir gátu uppá réttum aldri Al-
berts þegar hann fjórum árum síðar
kom fyrst með okkur í Flatey til
sumardvalar. Hann leit út fyrir að
vera a.m.k. 10 árum yngri enda létt-
ur á fæti og vel á sig kominn. Í Flat-
ey eru endalaus verkefni fyrir
vinnufúsar hendur og þar undi hann
sér vel. Fyrstu árin var dyttað að
kofanum okkar, Vegamótum, innan
húss og utan en 1995 sjósettu þeir
langfeðgar Tröllafoss, tæplega 4ra
metra langa fleytu, og eftir það mið-
aðist hvert verk Alberts í landi við
að búa svo í haginn að allt væri klárt
ef gæfi á sjó. Og þá mátti ekki á
milli sjá hvor var ákafari, sá áttræði
eða hinn sem var átta ára.
Albert féll vel inn í samfélagið í
Flatey og það tók honum vel. Hon-
um lynti vel við alla, hann var hjálp-
fús og verklaginn. Enginn í þorpinu
flakaði betur eða hraðar, færin hans
voru einstök og svo kunni hann að
splæsa tóg í rólur og víra í legufæri.
Og til allra verka gekk hann af sömu
vinnugleði. Það eina sem hann vildi
helst ekki gera var að drepa lund-
ann, þótt honum fyndist hann herra-
mannsmatur. Reyndar þótti honum
allur matur góður. Þetta er alls ekki
vont! var viðkvæðið þegar hann var
spurður um matargerð húsmóður-
innar.
Þó vinnusemin væri mikil, naut
Albert líka lífsins í Flatey og var
hrókur alls fagnaðar í veislum og á
böllum í Samkomuhúsinu. Þá dró
hann fram dansskóna og sýndi til-
þrif sem synir hans höfðu aldrei
orðið vitni að. Eitt sinn dró Albert
lúðu, sem honum þótti reyndar
skammarlega lítil. En fögnuður
þorparanna var mikill því þó bænd-
ur dragi stórlúður úr Breiðafirði
hafði ekki veiðst lúða í þorpinu í
langan tíma. Það var slegið upp
veislu, lúðan hans Alberts endaði
sem forréttur í fjórum húsum og var
snædd úti á hlaði á salatbeði úr kál-
garðinum. Og mágur hans, Ben
Frank, fékk hausinn. Svona gerast
ævintýrin í Flatey. Það var líka eftir
Albert spurt og hans saknað þegar
við komum vestur án hans sumarið
2006 og aftur í sumar er leið. Og
beðið fyrir góðar kveðjur úr hverju
húsi.
Það var mikil gæfa fyrir okkur öll
og ekki síst fyrir Inga Kristján að fá
tækifæri til að kynnast afa sínum
svona vel. Þegar Ingi var hálfs ann-
ars árs smíðaði afi sandkassa fyrir
stráksa með háum veggjum og set-
bekk. Sá er enn í notkun, heilsar
nýjum börnum á torfunni á hverju
sumri og vitnar um verkin hans
Alla.
Ef ég hefði verið spurð hvort ég
treysti mér til að búa ásamt fjöl-
skyldunni með mér óskyldum manni
á 35 fermetrum allt að fimm vikur á
hverju sumri í tólf ár hefði ég sagt
nei. Það væri útilokað. En það var
aldrei spurning með Albert, enda
var hann einstaklega jafnlyndur og
mikill snyrtipinni. Þolinmóður var
hann líka við mig alla tíð og góður
og fyrir það skal þakkað hér. Síð-
ustu árin átti sjórinn hug hans allan
í Flatey. Það var eins og hann væri
kominn aftur heim til Dalvíkur. Líf-
ið hafði farið sinn hring.
Álfheiður Ingadóttir.
Albert Sigurðsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Alúðar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
JÓNS KR. GÍSLASONAR,
Hvannavöllum 6,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Helgadóttir og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa,
KRISTJÁNS J. ÞORKELSSONAR
vélstjóra.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar
3B á Hrafnistu Hafnarfirði.
Kristján E. Kristjánsson, Áslaug Gísladóttir,
Brynhildur Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson,
Auður Kristjánsdóttir, Roger Olofsson,
Alfa Kristjánsdóttir, Sigmar Þormar,
Bárður Halldórsson,
Grétar Sveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
VALUR GRÉTAR ÞORGEIRSSON,
lést að morgni aðfangadags þann 24. desember.
Útför hans verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
miðvikudaginn 2. janúar kl. 14.00.
Ólöf Karlsdóttir,
Ragnheiður Valdimarsdóttir,
Karl Halldór Valsson, Kolbrún Lind Karlsdóttir,
Þorgeir Ragnar Valsson, Aseneth Luna Martinez,
Súsanna Valsdóttir,
Ásdís Ósk Valsdóttir, Guðmundur Ástþór Jóhannsson,
og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur, bróðir, mágur, faðir og afi,
SNORRI SNORRASON
frá Húsavík,
lést miðvikudaginn 19. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Inga Filippía Sigurðardóttir,
Inga Lilja Snorradóttir,
Herdís Snorradóttir, Heimir Aðalsteinsson,
Bergljót Snorradóttir, Hermann Sigurður Jónsson,
Örn Snorrason,
Snorri Snorrason, Sindri Snær Snorrason.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför ástkærrar eiginkonu,
móður, ömmu, dóttur og systur,
MARGRÉTAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Hnífsdal,
búsettrar í Fuglafirði í Færeyjum,
sem lést 12. desember síðastliðinn á
Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn.
Jarðarförin fór fram frá Hnífsdalskapellu
22. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Páll Jakob Breiðaskarð.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
ÞÓRA JENNÝ PÉTURSDÓTTIR,
Safamýri 42,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn
26. desember.
Ólína Ágústsdóttir,
Gunnar H. Stefánsson,
Þóra Jenný Gunnarsdóttir,
Stefán Sveinn Gunnarsson,
Álfhildur Íris Arnbjörnsdóttir,
Hekla Ólína Stefánsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar