Morgunblaðið - 29.12.2007, Side 36

Morgunblaðið - 29.12.2007, Side 36
36 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Waldorfleikskólinn Ylur Óskar eftir leikskólakennara Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu og/eða áhuga á mannspeki Rudolfs Steiner sem liggur til grundvallar Waldorf- uppeldisfræðinni. Uppl. veitir Ingibjörg í síma 534 0111 eða Inger í síma 587 4486 Vélstjóri - vélavörður Vélstjóra eða vélavörð vantar á 140 brl. dragnótabát sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Upplýsingar í síma: 840 0841/852 2962 Jóhann . Trésmiðir Traust verktakafyrirtæki í byggingariðnaði óskar eftir trésmiðum annars vegar á verkstæði í sérsmíði innréttinga og hins vegar nýbygg- ingarvinnu alla. Lögð er áhersla á fagmennsku og góðan starfsanda. Umsóknir berist á box@mbl.is merktar T - 21030. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði í boði Falleg íbúð til leigu við Tjörnina Nýstandsett íbúð á jarðhæð á frábærum stað í miðborginni til leigu frá 1. jan. Tvær stofur, svefn- herbergi, þvottahús, geymsla. Hentar reyk- lausum einstaklingi eða pari. Sími 7 700 700. Tilkynningar Auglýsing um starfsleyfistillögur Með vísan til 9. gr. reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða mengandi starfssemi, munu starfsleyfistillögur neðangreinds fyrirtækis liggja frammi hjá upplýsingaþjónustunni í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 29. desember til 29. janúar 2008. Fyrirtæki/gildistími Almenn Sértæk Heimilisfang starfsleyfis í árum: 12 skilyrði skilyrði Hringrás ehf. X X Klettagarðar 9 Skotfélag Reykjavíkur X X Álfsnes Mest ehf. X X Varmhóla melar/Esjuberg Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: • Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. • Íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. • Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, skulu vera skriflegar og sendast Umhverfissviði Reykjavíkur, Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, fyrir 29. janúar 2008. Dregið hefur verið í síma- happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota Prius að verðmæti kr 2.699.000 komu á miða númer: 54956 136732 Toyota Yaris Terra 1.0 að verðmæti kr. 1.529.000 komu á miða númer : 4242 16907 28422 35230 48704 56610 58415 64524 75595 83809 98522 99452 107230 107734 117374 118334 123564 128489 130349 136035 141549 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrif- stofu félagsins að Háaleitisbraut13, Reykjavík, sími 535 0900. Byrjað verður að afhenda vinninga 3. janúar 2008. Félagslíf Heilun/sjálfs- uppbygging ● Hugleiðsla ● Fræðsla Halla Sigurgeirsdóttir andlegur læknir. Upplýsingar í síma 663 7569 / 5538260. 29.12. Í dag, laugardag. Blysför Útivistar og FÍ í Öskju- hlíð og ferðaárið kvatt. Brottför kl. 17:15. Gangan hefst frá Nauthóli og er gengið í gengum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perl- unni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18.00. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis. 5.1. 2008. Þrettándaferð - jeppaferð Jeppadeildin byrjar árið í Básum með ferð sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Þátttaka háð samþykki farar- stjóra. V. 3.600/3.900 kr. 25.-27.1. 2008 Þorrablót verður haldið í Nesbúð - Foss- hóteli. Fararstjórar Fríða Hjálm- arsdóttir og Sylvía Hrönn Krist- jánsdóttir. Skráning í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is Raðauglýsingar sími 569 1100 RÚSSNESKI stórmeistarinn Al- exander Morozevich hefur aldrei verið nálægt því að ná heimsmeist- aratitlinum í skák sem er eiginlega synd því um langt árabil hefur hann verið einhver frumlegasti og skemmtilegasti skákmaður heims; hann bókstaflega leitar uppi óvenju- legar stöður. Á rússneska meist- aramótinu sem nú stendur yfir í Moskvu hefur hann hreinlega stungið aðra keppendur af. Eftir fremur dauflega byrjun, jafntefli í 1. umferð og tap fyrir einum af minni spámönnum í 2. umferð, tók Moro mikinn sprett, sex sigrar í röð þar af fjórir með svörtu. Meðal fórnarlamba hans: Svidler og Grischuk. Tólf skákmenn tefla innbyrðis í efsta flokki en staða efstu manna að loknum þessum átta fyrstu umferð- um: 1. Morozevich 6½ v. 2. E. Tom- ashevskí 5 v. 3. Grischuk 4½ v. 4.-7. Dreev, Jakovenko, Amaonatov og Vitiugov 4 v. 8.-9. Svidler o Rystj- agov 3½ v. Í skákinni sem hér sem hér fer á eftir og tefld var í 8. umferð lýstur saman tveim hugmyndaríkum skák- mönnum sem báðir eru í hópi 10 efstu á Elo-lista FIDE. Sennilega er ekkert jafn erfitt og að tefla við Svidler með svörtu; að beita Naj- dorf-afbrigðinu virðist í fljótu bragði vera óðs manns æði. En Morozevic stenst prófið ágætlega. Byrjanir nú til dags eru svo þróaðar að það er eins skákin hefjist ekki al- mennilega fyrr en í 24. leik þegar Moro leikur Bxg5 sem byggist á hugmyndinni 25. Hxg5 Rh3 o.s.frv. Hvítur hefur ýmsar hótanir, t.d. 28. Hxg5 sem Moro verst með 27. Hf7. Svidler hristir þá fram úr erminni hinn bráðsnjalla leik 28. Be3 sem byggist á hugmyndinnni 29. Bxe3 30. Hxg6+! o.s.frv. Nú eru góð ráð dýr: Moro fórnar skiptamun með 28. Hxc3 og síðan fylgir magnaður leikur, 30. Rd4+ sem slær Svider alveg út af laginu. Hann varð að leika 32. Hg2 með afar óljósri stöðu en velur 32. c4 sem tapar. Rússneska meistaramótið 2007: Peter Svidler-Alexander Moroze- vich Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Rbd7 9. g4 Rb6 10. g5 Rh5 11. Dd2 Hc8 12. 0–0–0 Be7 13. Kb1 0–0 14. Hg1 g6 15. h4 Dc7 16. Hg2 f6 17. Df2 Rc4 18. Bxc4 Bxc4 19. Bb6 Dd7 20. Rc5 Dc6 21. Rd3 Bxd3 22. cxd3 Rf4 23. Hg4 fxg5 24. hxg5 Bxg5 25. Hh1 Re6 26. Dh2 Dd7 27. Dh3 Hf7 28. Be3 Sjá stöðumynd 28. Hxc3 29. bxc3 Db5+ 30. Kc2 Rd4+ 31. Bxd4 exd4 32. c4 Da4+ 33. Kb1 Db4+ 34. Ka1 Dc3+ 35. Kb1 Dxd3+ 36. Ka1 Dc3+ 37. Kb1 Db4+ 38. Ka1 Bf6 – og hvítur gafst upp. Það er ekk- ert haldgott svar við hótuninni 39. … d3+ Landsbankamótið fer fram í dag 44 skákmenn, og þar af sex stór- meistarar hafa skráð sig til leiks á Friðriksmót Landsbankans fer fram í aðalútibúi Landsbankans í Austurstræti í dag. Mótið hefst kl. 14 oger öllum opið meðan húsrúm leyfir, en þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á net- fangið siks@simnet.is fyrir kl. 10 í dag. Gert er ráð fyrir að 60 skák- menn geti verið með. Tefldar verða 13 umferðir og hafa keppendur 7 mínútur til að ljúka skákinni. Skák- ir á efstu borðum verða sýndar á stóru tjaldi. Íslandsmótið í netskák Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 30. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótið er öllum opið og er teflt í einum flokki. Mótið er öllum opið og er teflt í einum flokki. Skráning fer fram á Heimasíðu Hellis www.hellir.com. Þeir sem ekki eru skráðir á ICC geta skráð sig á vef ICC endurgjaldslaust. Þeir sem ekki hafa hugbúnað til að tefla geta halað niður þar til gerðu for- riti, einnig er hægt að tefla í gegn- um java–forrit. Íslandsmótið í net- skák er elsta landsmót í netskák en fyrsta Íslandsmótið fór fram 1996. Tímamörk eru 4 2 (4 mín- útur + 2 sekúndur á leik) og tefldar verða níu umferðir. Anand og Kramnik tefla í Bonn Samkvæmt tilkynningu frá fyr- irtæki sem nefnt er UEP promo- tions verður einvígi Wisvanathan Anand heimsmeistara og Vladimir Kramnik háð í Bonn á næsta ári dagana 11.- 30. október. Þeir munu tefla 16 skákir. Engin leið að stöðva Morozevich SKÁK Moskva Rússneska meistaramótið 17.-30. desember 2007 Óstöðvandi Alexander Morozevich hefur unnið sex skákir í röð á rúss- neska meistaramótinu sem nú stendur yfir. helol@simnet.is Helgi Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.