Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝJA árinu var fagnað bæði til sjós og lands í gær. Í Nauthólsvík fór um miðjan dag fram hið árlega nýárs- sund sjósundgarpa. Að þessu sinni tóku um sextíu manns þátt, sem er algjör met því aldrei áður hafa jafn margir tekið þátt í sundinu. Meðal þátttakenda í ár var Eyjólf- ur Jónsson, sem tekið hefur þátt í þessu sundi alls fimm sinnum þrátt fyrir ungan aldur, því hann er ekki nema sautján ára. Afi hans og al- nafni var þekktur fyrir afrek sín í sjósundi og einnig faðir hans Jón Otti Gíslason sem var einn af frum- kvöðlum þessa nýárssunds. Ekki reyndist á höfuðborg- arsvæðinu unnt að hafa áramóta- brennurnar þetta árið á gamlársdag sökum vonskuveðurs og var þeim víðast hvar frestað um sólarhring. Í gær funduðu svo fulltrúar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita og mátu það sem svo að óhætt væri að kveikja í bálköstunum að kvöldi ný- ársdags. Vafalítið hefur sú ákvörðun kætt marga, jafnt unga sem aldna, sem lögðu leið sína að brennum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Metfjöldi Nýárssund sjósundgarpa fór að venju fram í Nauthólsvík. Um sextíu manns tóku þátt að þessu sinni, þar af tíu konur. Mikilvægt þykir að vera vel búinn í sjósund á borð við þetta. Fagnað til sjós og lands Morgunblaðið/Kristinn Eldhaf Mikill fjöldi fólks lagði leið sína að Rauðavatni til þess að fylgjast með brennunni þar, en hún var ein af fjórum stóru brennunum í Reykjavík. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kátar Stjörnuljós eru ómissandi hluti af áramótabrennum. Meðal gesta á nýársbrennu í Kópa- vogi voru þær Hulda Pálsdóttir og Lilja Dögg Gísladóttir sem brostu sínu blíðasta í kuldanum. Morgunblaðið/Kristinn Bjart ljós Hlífðargleraugun voru ekki langt undan hjá þessum ungmennum þar sem þau nutu stjörnuljósanna og eldglæringanna við Rauðavatn í Reykjavík í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.