Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 41
Þjóðleikhúsið 551 1200 | midasala@leikhusid.is Ívanov (Stóra sviðið) Fös 4/1 4. sýn. kl. 20:00 Ö Lau 5/1 5. sýn.kl. 20:00 Ö Fös 11/1 6. sýn.kl. 20:00 Ö Lau 12/1 7. sýn.kl. 20:00 U Fös 18/1 8. sýn. kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 20:00 Lau 2/2 kl. 20:00 Gott kvöld (Kúlan - barnaleikhús) Sun 13/1 kl. 13:30 U Sun 13/1 kl. 15:00 Ö Sun 20/1 kl. 13:30 Sun 20/1 kl. 15:00 Sun 27/1 kl. 13:30 Sun 27/1 kl. 15:00 Sýningart. um 40 mínútur Vígaguðinn (Smíðaverkstæðið) Fös 25/1 frums. kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Skilaboðaskjóðan (Stóra sviðið) Sun 6/1 kl. 14:00 U Sun 6/1 aukas. kl. 17:00 Sun 13/1 kl. 14:00 U Sun 13/1 kl. 17:00 Ö Sun 20/1 kl. 14:00 Ö Sun 20/1 kl. 17:00 Ö Sun 27/1 kl. 14:00 Ö Sun 27/1 kl. 17:00 Ö Sun 3/2 kl. 14:00 Sun 10/2 kl. 14:00 Sun 17/2 kl. 14:00 Sun 24/2 kl. 14:00 Aukasýn. 6. jan. Konan áður (Smíðaverkstæðið) Lau 5/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Sólarferð (Stóra sviðið) Fös 15/2 frums. kl. 20:00 Lau 16/2 2. sýn. kl. 20:00 Fim 21/2 3. sýn. kl. 20:00 Fös 22/2 4. sýn. kl. 20:00 Lau 23/2 5. sýn. kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Fös 29/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl.12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is La traviata Fös 8/2 frums. kl. 20:00 Ö Sun 10/2 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 Mið 20/2 kl. 20:00 Fös 22/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Ævintýri í Iðnó (Iðnó) Sun 13/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 1/2 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 20:00 Revíusöngvar Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 14:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Ópera Skagafjarðar ¯ La Traviata Sun 20/1 kl. 20:00 STOPP-leikhópurinn 8987205 | eggert@centrum.is Óráðni maðurinn (Ferðasýning) Mán 14/1 kl. 10:00 F Þri 15/1 kl. 10:00 F Þri 15/1 kl. 13:00 F Þrymskviða og Iðunnareplin (Ferðasýning) Mán 21/1 kl. 10:00 F Þri 29/1 kl. 10:00 F Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is ÁST (Nýja Sviðið) Mið 2/1 kl. 20:00 U Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport BELGÍSKAKONGÓ (Nýja Sviðið) Fim 3/1 kl. 20:00 Ö Mið 9/1 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Síðustu sýningar DAGUR VONAR (Nýja Sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 Fim 10/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Gosi (Stóra svið) Lau 5/1 kl. 14:00 U Sun 6/1 kl. 14:00 U Lau 12/1 kl. 14:00 Ö Sun 13/1 kl. 14:00 Ö Lau 19/1 kl. 14:00 Sun 20/1 kl. 14:00 Lau 26/1 kl. 14:00 Sun 27/1 kl. 14:00 Lau 2/2 kl. 14:00 Sun 3/2 kl. 14:00 Lau 9/2 kl. 14:00 Sun 10/2 kl. 14:00 Lau 16/2 kl. 14:00 Sun 17/2 kl. 14:00 Hér og nú! (Litla svið) Fös 11/1 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 20/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Í samstarfi við Sokkabandið Jesus Christ Superstar (Stóra svið) Fös 4/1 3. sýn.kl. 20:00 U Lau 5/1 4. sýn.kl. 20:00 U Fim 10/1 5. sýn.kl. 20:00 U Lau 12/1 6. sýn.kl. 20:00 U Fim 17/1 kl. 20:00 U Fös 18/1 kl. 20:00 U Fim 24/1 kl. 20:00 U Lau 26/1 kl. 20:00 U Fös 1/2 kl. 20:00 U Lau 2/2 kl. 20:00 Ö Fim 7/2 kl. 20:00 Fös 8/2 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Sun 13/1 kl. 20:00 Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Fim 31/1 kl. 20:00 Lík í óskilum (Litla svið) Fim 10/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Ræðismannsskrifstofan (Nýja svið) Sun 6/1 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Stranglega bönnuð börnum yngri en 12 ára Viltu finna milljón (Stóra svið) Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Allra síðustu sýningar Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Febrúarsýning (Stóra sviðið) Fös 22/2 frumsýn kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 Fös 14/3 kl. 20:00 Sun 16/3 kl. 20:00 Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Svartur fugl (Hafnarfjarðarleikhúsið) Lau 12/1 kl. 20:00 Sun 13/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Sun 20/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Ökutímar (LA - Rýmið) Sun 6/1 kl. 20:00 Ö Sun 13/1 kl. 20:00 Ath! Ekki við hæfi barna. Fló á skinni Fös 8/2 frums. kl. 20:00 U Lau 9/2 kl. 20:00 Sun 10/2 kl. 20:00 Fim 14/2 kl. 20:00 Fös 15/2 kl. 20:00 Lau 16/2 kl. 20:00 Sun 17/2 kl. 20:00 Forsala hefst 9. janúar Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Lau 5/1 kl. 20:00 U hátíðarsýn. Sun 6/1 frums. kl. 16:00 U Fös 11/1 2. sýn. kl. 20:00 Lau 12/1 3. sýn. kl. 20:00 Sun 13/1 4. sýn. kl. 16:00 Fös 18/1 5. sýn. kl. 20:00 Lau 19/1 6. sýn. kl. 20:00 Sun 20/1 7. sýn. kl. 16:00 Fös 25/1 8. sýn. kl. 20:00 Lau 26/1 9. sýn. kl. 20:00 Sun 27/1 10. sýn. kl. 16:00 Möguleikhúsið 5622669/8971813 | ml@islandia.is Höll ævintýranna (Möguleikhúsið/ferðasýning) Fös 11/1 kl. 09:00 F Landið vifra (Möguleikhúsði/ferðasýning) Sun 20/1 kl. 14:00 U Sun 27/1 kl. 14:00 F Skrímsli (Möguleikhúsið/ferðasýning) Mið 27/2 kl. 12:00 Draumasmiðjan 8242525 | elsa@draumasmidjan.is Óþelló, Desdemóna og Jagó (Litla svið Borgarleikhússins) Sun 27/1 kl. 17:00 Ö Samstarfsverkefni Draumasmiðjunnar, LR og ÍD MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 41 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus U Uppselt Ö Örfá sæti laus F Farandsýning EINAR Ágúst hefur á síðustu árum farið til helvítis og aftur til baka eins og það er kallað, var djúpt sokkinn í eiturlyfjaneyslu og almenna óráðsíu en tókst svo að lokum að krafla sig upp á yfirborðið aftur. Fyrsta sóló- plata hans snýst um þetta ferðalag, þar sem Einar horfir hugsi um öxl reynslunni ríkari og nokkrum stríðs- örum líka, hrærður og feginn yfir því að hafa sloppið lífs af. Þetta tema er undirstrikað frekar með umslaginu, yfir plötunni liggur ára friðsemdar og angurværðar og textar einkennast af bjartsýni og von þess manns sem hef- ur endurnýjað trú sína á lífið. Platan hefst á því að breitt er yfir kassagít- arballöðu harðrokkssveitarinnar Thunder, „Better Man“. Lagið heitir nú „Tímans spegill“ og er ætlað að slá tón plötunnar af krafti, textinn er nokkurs konar yfirlýsing eða mani- festo, þar sem Einar segist vilja sjá „betri mann“, hann hafi verið „deyj- andi að innan“ en hann trúi því nú að hlutirnir „fari á annan veg“. Lagið er líka vel heppnuð kraftballaða en í þessu samhengi öllu er þetta skot yfir markið, boginn einhvern veginn of spenntur og tilgerð og væmni lúra handan hornins. Í næstu lögum er hins vegar eins og menn hafi náð að slappa af, þau renna áreynslulaust og þægilega áfram og Einar er einhvern veginn „sannari“ . Hann á þannig vel heppnaðan dúett með Stefáni Hilm- arssyni í laginu „Hvað er að lokum?“ og skín svo skært í lagi hins danska Tim Christensen „Right next to the Right one“ sem hér kallast „Er ást er annars vegar“. Lag Vignis Snæs, „Dagur og nótt“ smellpassar inn í þessa stemningu, en það sem ber þessi lög uppi fyrst og fremst er ein- lægur og ástríðufullur söngur Einars. Hann er góður söngvari og með sterka nærveru á því sviðinu og þetta gerir t.a.m. að verkum að hann kemst upp með flutning sinn á vel þekktri ballöðu Sálarinnar hans Jóns míns, „Ekki“ en þar hann komin út á ystu nöf í yfirkeyrðri túlkuninni. Eftir þetta hallar nokkuð undan fæti, lag hans „Stundarfriður“ og lag Örlygs Smára „Af stað“, eru temmilega ódýr og endingarlítil. Það er ekki fyrr en í blálokin sem maður sperrir eyrun á ný, í kántrígospelinu „Ef við hittumst ei hér megin himna“. Efniviðurinn plötunnar er því mis- traustur, platan nær ágætisflugi fyrri helminginn en dettur nokkuð niður undir rest. Það sem hífir plötuna upp er áþreifanleg ástríða Einars, þetta er ein af þessum plötum sem menn verða að gera og kemst Einar oftar en ekki vel frá verki. Uppgjörið TÓNLIST Geisladiskur Einar Ágúst – Það er ekkert víst að það klikkibbbnn Arnar Eggert Thoroddsen ROKKGOÐSAGNIRNAR í Led Zep- pelin hafa ekki spilað sitt síðasta. Sveitin mun koma saman á ný á Ten- nessee’s Bonnaroo-hátíðinni í Bandaríkjunum á næsta ári, í júní nánar tiltekið. Ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Daily Mirror segir Robert Plant hafa skipt um skoðun, en hann var ekki spenntur fyrir frekara spi- leríi þó svo að sveitin hefði haldið gríðargóða tónleika í O2-höllinni í Lundúnum í desember á síðasta ári. Nú er orðrómurinn svo magnaður að farið er að tala um heimsreisu sveitarinnar og gæti hún fært þeim um milljarð punda í tekjur. Fyrrnefndur heimildarmaður seg- ir miðasölufyrirtæki hafa verið látin vita af því að heimsreisa væri í nánd, aðeins eigi eftir að ganga frá samn- ingum. Fer Led Zeppelin í heimsreisu? Reuters Magnaðir Led Zeppelin á tónleikum í Madison Square Garden í New York árið 1973. Nú herma sögur að Plant hafi gefið grænt ljós á framhald. GARÐAR Thór Cortes á mest seldu plötu ársins í verslunum Skífunnar þegar tekin er saman salan yfir árið 2007, samkvæmt upplýsingum frá Einari Bárðarsyni, umboðs- manni Garðars. Markaðsstjóri Skíf- unnar, Sigvaldi Kaldalóns, telur þetta einsdæmi því platan sé „að megninu til sú sama og var sölu- hæst allra platna á öllu landinu árið 2005“, eins og segir í tölvupósti. Annar listamaður í allt öðrum bransa, grínmeistarinn Laddi, getur einnig fagnað góðu gengi á liðnu ári. Selst hefur upp 81 sinni á sýn- ingu Ladda í Borgarleikhúsinu, Laddi 6-tugur, rúmlega 40.000 manns séð hana og ekkert lát á að- sókn. Sýningin hóf göngu sína í febrúar í fyrra, á sextugsafmælisári Ladda, en sérstök viðhafnarsýning verður 20. janúar næstkomandi. Þá verður Laddi 61 árs. Búast má við óvæntum uppákomum á þeirri sýn- ingu. Garðar með metsölu og Laddi 61 árs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.