Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 40
■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Vinsælustu valsarnir, óperettuaríur, fjör og frábær skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Ernst Kovacic. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Fim. 3. janúar kl. 19.30 örfá sæti laus, fös. 4. janúar 19.30 örfá sæti laus lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, nokkur sæti laus. ■ Fim. 10. janúar kl. 19.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu- hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. ■ Fim. 17. janúar kl. 19.30 Söngvar ástar og trega Rannveig Fríða Bragadóttir syngur hina óviðjafnanlegu Rückert-söngva Mahlers. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Mikil eftirvænting einkenndi and-rúmsloftið í Þjóðleikhúsinu ann-an í jólum þegar leikritið Ívanoveftir eftir Anton Tsjekhov var frumsýnt í leikstjórn Baltasar Kormáks. Flugan komst því miður ekki á Jesus Christ Superstar með Krumma og félögum og var það miður. Ívanov var viðburður sem alvöru leikhúsunnendur höfðu hlakkað lengi til að upplifa og voru gestirnir því í sannkölluðu hátíðarskapi. Fólk notaði tækifærið til þess að monta sig af dýrindis jólafatnaði og víða glitruðu demantar á krumpuðum hálsum. Nokkrir kvenkynsgestir höfðu greinilega far- ið í andlitsstrekkingu nýlega en hrukku- hringirnir á svanahálsunum koma ávallt upp um slíkt; maður reiknar bara út aldurinn með talningu á hringjunum, rétt eins og tré eru aldursgreind. Mætt voru meðal annarra góðborgara þau Þorsteinn Joð fjölmiðlamað- ur og listahjónin Hulda Hákon og Jón Óskar. Meira að segja Fjölnir Bragason tattúmeist- ari var aldrei slíku vant ekki ber að ofan heldur klæddur í fallega hvíta skyrtu, í tilefni jólanna. Í hléinu heilsaði Áskell Másson tón- skáld kumpánlega upp á Helgu Þórarins- dóttur lágfiðluleikara og leikstjórarnir Bene- dikt Erlingsson og Ásdís Thoroddsen nikkuðu hvort til annars. Friðsæli mótmæl- andinn Birna Þórðar setti svo sinn skemmti- lega og persónulega svip á mannhafið og skartaði hárauðum hlýrakjól. Dásamleg til- breyting að sjá berar axlir í stað loðslánna. Bryndís Emilsdóttir Emblukona var einnig mætt og menningarstuðningsvinurinn hann Björgólfur Guðmundsson – í teinóttum. … Hjálparsveitir, hryðjuverka- samtök og blómasalar … Fluga og flugeldar eiga í fremur eldfimu sambandi og öfundar hún oft hin gæludýrin sem fá róandi meðan sprengjuárásin gengur yfir um áramótin. Kvikindið var því þakklátt fyrir storminn sem geisaði á eyjunni og ósk- aði þess, sem oftar, að landsmenn gæfu nú allar þessar milljónir sem fara í flugelda- kaupin frekar til stríðshrjáðra landa. Að styðja starfsemi hjálparsveita með þessum hætti er eins absúrd og að blómaframleið- endur gæfu ágóða sumarsölunnar til hryðju- verkasamtaka. Getum við ekki fundið smekklegri leið til þess að styðja við hin duglegu og sterku bök björgunarsveitamannanna okkar og fækka komum á Slysó um áramót? flugan@mbl.is Morgunblaðið/Jón Svavarsson Margrét Runólfsdóttir og Vilhelm Bjarnason. Þuríður Davíðsdóttir, Erna Þorsteinsdóttir, Tinna Sigurðardóttir og Hrund Ólafsdóttir. Arnþór Sveinsson, Snorri Sturlu- son og Hafsteinn Gíslason. Katarina frá Tékklandi, Stefan frá Þýskalandi og Jón frá Danmörku. Aðalheiður Gylfadóttir, Björn Ævar Jónsson og Davíð Valsson. Morgunblaðið/Ómar Arndís Þórarinsdóttir og Haukur Þorgeirs- son fylgdust með Jesú og lærisveinunum. Systurnar Bryndís og Hrefna Óðinsdætur. Arnold Cruz og Erin Yarbrough. Björn Björnsson og Þóra Jónsdóttir. Helgi Björnsson og Vilborg Halldórsdóttir. flugan … Demantarnir glitruðu á krumpuð- um hálsunum … Tilbreyting að sjá berar axlir í stað loðslánna Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Ragnheiðu Björk Reynisdóttir og Björgvin Halldórsson. Einar Örn Einarsson og Steinar Guðmundsson. Sigríður Jónsdóttir og Laufey Bald- vinsdóttir fóru á GusGus tónleika. »Rokkóperan Jesus ChristSuperstar var frumsýnd föstudagskvöldið síðastliðið, rokkaðri en nokkru sinni » GusGus hélt tónleika áNasa á laugardagskvöldið og var stemningin gríðarlega góð, trylltur dans stiginn …börnunum og hjóna- bandinu var búið að pakka inn í Pakkann, þetta lokatakmark alls… 42 » reykjavíkreykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.