Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR jólasveinarnir eru allir komnir til byggða tekur tími álfanna við. Þessir fjörlegu álfar gáfu sér tíma til að leika við mannabörn í önnum sín- um en eins og kunnugt er flytjast álfarnir búferlum á nýársnótt. Morgunblaðið/Jim Smart Kátir álfar á nýársnótt Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER KOMINN HEIM SAKNAÐIR ÞÚ MÍN? JÁ. OG MÉR FANNST ÞAÐ ALVEG FRÁBÆRT GJÖRÐU SVO VEL! ! EKKI SLÆMT !! ÞÚ FÆRÐ SÉRSTAKLEGA MIKINN KVÖLDMAT ÞVÍ ÞAÐ ER ALÞJÓÐLEG HUNDAVIKA ÉG VONA AÐ ÞEIR BREYTI ÞESSU Í ALÞJÓÐLEGAN HUNDAMÁNUÐ! HOBBES, LÍFIÐ ER BÚIÐ... ÉG HELD AÐ FORELDRAR ÞÍNIR HAFI EKKI BÚIST VIÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ MUNDIR SKEMMA BÍLINN FYRR EN ÞÚ YRÐIR SAUTJÁN ÁRA NÚNA ÆTLUM VIÐ AÐ SVERJA ÞESS EIÐ AÐ DEYJA FREKAR EN AÐ HLJÓTA ÓSIGUR! EDDI, AF HVERJU RÉTTIR ÞÚ EKKI UPP HÖNDINA? MÁ ÉG FYRST FÁ AÐ VITA HVERJAR LÍKURNAR ERU Á ÞVÍ AÐ VIÐ SIGRUM EN SÚ TILVILJUN... ÉG ER EINMITT HAUSAVEIÐARI FYRIR MICROSOFT RAJIV, VAR AÐ SEGJA MÉR HVERNIG VIÐ FÁUM FRÍA HELGARGISTINGU Á HÓTELI NÚ, HVERNIG? VIÐ ÞURFUM BARA AÐ HLUSTA Á 90 MÍNÚTNA FYRIRLESTUR HJÁ FASTEIGNASALA FORELDRAR MÍNIR FÓRU EINU SINNI Á SVONA ÞAU ERU FÓLK SEM SEGIR EKKI NEI VIÐ ÓKEYPIS FRÍI JÁ... EN ÞAU KEYPTU HLUTA Í FASTEIGN FYRIR TVÆR MILLJÓNIR H JÁ LP !! H VA R ER TU , PE TE R, ÞE GA R ÉG ÞA RF Á ÞÉ R A Ð H A LD A ? dagbók|velvakandi Er útrásin bara fyrir suma? Í DÚNGREININNI tína um 380 æðarbændur samtals 2,5 tonn dúns hvert vor en fimm hreinsistöðvar vinna og sex heildsalar flytja út. Greinin veltir yfir 200 milljónum kr. í meðalári. Íslendingar ráða 90% heimsmarkaðar. Mikill sparnaður næðist ef dúnn fengist fluttur út vél- unninn. Allan dún tíndan að vori mætti vélvinna fyrir ágúst og þar með opna á uppboð, gera heild- sölustig óþarft. Handvinnslan er flöskuháls svo nú verða Íslendingar að vinna dún allt árið og flytja út jafnóðum. Fjaðratínsla 1 kg æð- ardúns tekur verkamann frá 4 tím- um upp í dagsverk og kostnaðurinn hér skiptir þúsundum króna á kíló. Erlendir kaupendur eru tilbúnir að greiða sama verð fyrir vöruna ein- ungis vélunna enda ráða þeir yfir láglaunavinnuafli. Lög um gæðamat á æðardúni frá 2005 girða þó fyrir útvistun þessa verkþáttar með kröfu um fullvinnslu (handvinnslu) fyrir útflutning. Gæði verða aldrei lögskipuð heldur þróast á frjálsum markaði enda t.d. rík- ismat sjávarafurða löngu aflagt. Lögin koma í veg fyrir hagræðingu í dúngreininni. Umboðsmaður Alþingis komst að því 2004 við athugun á fyrri dún- matslögunum frá 1970 og reglugerð þeim tengdri, að krafa um að ein- ungis væri fluttur út 1. flokks dúnn væri óeðlileg, væri kaupandi fyrir hendi að annars flokks vöru ættu viðskipti að mega fara fram. Nýju lögin gefa heldur ekki kost á flokkun og hundsa því álit umboðsmanns. Nú er einnig krafist mats á dúni á innan- landsmarkaði en ástæða breyting- arinnar er að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) lagði 2004 fram álit eftir skoðun laganna þar sem bent var á að misræmi væri milli innanlands- og Evrópumarkaðar. Gömlu lögin kröfðust einungis mats á útfluttum dúni. ESA rakti dæmi um frönsk úr sem franska ríkið hafði gert fram- leiðendum skylt að afla vottunar fyr- ir við útflutning en þessa var ekki krafist við sölu innan Frakklands. Evrópudómstóllinn dæmdi þetta brot á reglunni um frjálst flæði vöru innan Evrópusambandsins og franska ríkið afnam lögin. Íslenska ríkið taldi sig uppfylla jafnræði milli markaða með því að láta matsskyld- una gilda líka innanlands, ekki með því að afnema hana. ESA hafði tekið fram að tollflokkur æðardúns væri það almennt skilgreindur að vinnslu- stig skipti ekki máli, jafnvel alveg óhreinsaður myndi hann teljast vara í skilningi EES-samningsins og því gilti grundvallarreglan um frjálst flæði vöru. Út frá þessu áliti ESA má því ætla að þar sem æðardúnn fellur ekki undir þá vöruflokka sem sérstaklega var samið um takmark- anir fyrir við gerð EES, s.s. land- búnaðarvörur, heldur er almenn vara í skilningi samningsins, brjóti dúnmatslögin eftir sem áður gegn nefndri grundvallarreglu EES. Þá brjóta dúnmatslögin gegn stjórnsýslulögum sem ætlað er að tryggja jafnræði þegar hið opinbera leggur kvaðir á borgarana. Það felst misrétti í því að meina heilli starfs- grein útvistun kostnaðarsamrar en einfaldrar handvinnslu á sama tíma og aðrar iðngreinar nýta sér þetta til hagræðis. Í Austur-Evrópu smíðar BYKO glugga, 66°N saumar peysur en okkur æðarbændum að bannað að láta fjaðratína dún ytra. Jón Sveinsson, Heiðargerði 51, Reykjavík. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is FRÉTTIR 16. JANÚAR næstkomandi hefst nýtt framhaldsnám í stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar við Háskól- ann á Akureyri. Námið er sam- vinnuverkefni heilbrigðisdeildar og viðskipta- og raunvísindadeildar. Skipulag námsins er með þeim hætti að boðið er upp á þrjú nám- skeið í stjórnun og rekstri sem mynda 15 eininga diplómanám. Þau námskeið eru Stjórnun, rekstur og ígrundun; Alþjóðleg mannauðs- og þekkingarstjórnun og Forysta og árangur. Fólk getur ennfremur tek- ið 30 eininga diplómanám eða 60 eininga meistaranám í stjórnun inn- an heilbrigðisþjónustunnar, allt eft- ir því sem hentar því. Frekari lýs- ingu á náminu er að finna í handbók á heimasíðu Háskólans á Akureyri (www.unak.is). Umsóknarfrestur rennur út í dag, 2. janúar, og skráningargjald fyrir vormisseri er 22.500 kr. Nýtt nám í stjórnun í heilbrigðis- þjónustuHEIMILISIÐNAÐARFÉLAG Ís-lands hefur sl. ár staðið fyrir vin- sælu prjónakaffi 1. fimmtudag í hverjum mánuði. Fyrsta prjóna- kaffi á nýju ári verður fimmtudag- inn 3. janúar 2008, frá kl. 20.00, að því er segir í tilkynningu. Það verður haldið á kaffihúsinu Amokka, Hlíðarsmára 3, Kópavogi. Fimmtudaginn 3. janúar mun Bjargey Ingólfsdóttir kynna vörur sínar, sem nefnast bara123. Allt áhugafólk er velkomið með prjón- ana sína eða aðra handavinnu til að njóta samverunnar með öðrum gestum. Hlíðarsmári er í nágrenni Smára- lindar en helstu kennileiti eru hús Hjartaverndar og Air Atlanta. Fyrsta prjónakaffi ársins Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.