Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 25 þjóðin hefur falið mér. Sé það nú á nýju ári vilji Íslendinga að ég beri áfram þessa ábyrgð er ég fús að axla hana en veit um leið af eigin reynslu að embætti forseta Íslands fylgja ríkar skyldur. Enginn get- ur innt þær af hendi svo vel sé nema njóta trausts meðal þjóðarinnar. Þótt óvissan sé ef til vill meiri nú en oftast áður, blikur á lofti eins og ég nefndi í upphafi, bæði vegna sviptinga í hagkerfi heimsins og þróunarinnar hér hjá okkur, skulum við ganga bjartsýn fram eftir vegi, kappkosta að efla samstöðuna og missa ekki sjónar á því sem mestu skipt- ir, hinum raunverulegu verðmætum sem veita hverjum og einum farsælt líf. Kapphlaupið um auð og eignir hefur um skeið verið svipmót tímans, skilað ýmsum ávinningum þótt þúsundir berjist við hin bágu kjör, margir sitji fastir í fá- tæktargildru og enn sé brýnt að „gera velferðarnetið svo þéttriðið að það veiti öllum öruggt skjól“ svo vitnað sé til hvatningar í nýársávarpi fyrir fáeinum árum. Þanþolið reynst ótrúlegt Þanþolið í hagkerfinu hefur á köflum reynst ótrúlegt en nú bendir margt til að hollt sé að ganga hægar um gleðinnar dyr, nema staðar um stund og hugleiða hvað skiptir mestu. Er það eyðslan, gæðin sem ganga kaupum og sölum, eða stundirnar með fjölskyldunni, ánægjan sem börnin veita foreldrunum, gleðin þegar við vitum að okkar fólki líður vel? Svarið sem ungur piltur veitti á For- varnardaginn fól í sér vísbendingu. Hann sagði að betra væri að kaupa minni íbúð því þá þyrftu foreldrarnir ekki að vinna eins mikið og fjölskyldan gæti verið meira saman. Þessi lífssýn er okkur öllum áminning og sama gildir um önnur svör sem grunn- skólabörnin gáfu á Forvarnardaginn. Þau báðu ekki um veraldleg gæði, nýj- ustu tæki eða tölvuleiki, heldur fóru fram á félagsskap með foreldrunum, gleðina sem hið hversdagslega veitir öllum, sam- veru á góðum stundum. Við ættum að hlusta á þetta unga fólk, muna lífsgildin sem þeim eru kærust. Kannski er kominn tími til að við hægj- um aðeins á kapphlaupinu, hefjum að nýju til vegs hófsemi og aðrar dyggðir sem byggðar eru á mannlegum gildum. Þótt við höfum á stundum verið miklir eyðsluseggir Íslendingar og sú athafna- semi knúið aflvélar atvinnulífsins kann á komandi árum að vera skynsamlegt að venda sínu kvæði í kross, setja sparnað í öndvegi, gera aðhald og nýtni að að- alsmerki, nota áfram góða hluti í stað þess að kaupa sífellt eitthvað nýtt. Árangur Íslendinga í efnahagsmálum er að sönnu athyglisverður en of mikil eyðsla er veikur hlekkur. Sé ætlunin að tryggja þjóðinni stöðugleika verður að sýna gætni, fara varlegar í framtíðinni. Við þurfum að festa í sessi gildismat sem byggt er á dyggðunum sem ömmur okkar og afar mátu mikils, fólkið sem kom Íslandi úr fátækt til góðra efna. Slíkt gildismat er forsenda þess að þjóðinni auðnist að vera áfram á sig- urbraut og sjálfstæðisbarátta nýrrar aldar reynist okkur gæfurík, líkt og ævintýrið sem hófst þegar unglingurinn úr Öxnadal sótti skólann hér á Bessa- stöðum, sendi landsmönnum svo brýningar frá Kaupmannahöfn og varð fyrsti nútímamaðurinn í íslenskum skáld- skap. Í hans anda skulum við óttalaus mæta nýjum straumum um leið og við treystum ræturnar, missum ekki sambandið við upprunann. isbaráttu nýrrar aldar. Hún er ríkur þátt- ur í sterkri stöðu þjóðarinnar, sönnun sem dugir ungu fólki þegar spurt er hvort það vilji veðja á ættjörðina. Efnilegir vísindamenn og sérfræðingar finna í öflugum háskólum og rannsókn- arstofnunum hér heima leiðir til þátttöku í alþjóðlegri þekkingarsköpun. Síaukinn áhugi á íslenskri menningu, bókmenntum og listum í öðrum löndum veitir nýrri kynslóð aukinn kraft til að helga sig hinni listrænu köllun. Árangur banka og íslenskra fyrirtækja víða um veröld hefur skapað nýjan vett- vang fyrir athafnafólk og námsmenn sem sótt hafa þekkingu í fjármálum og við- skiptum til háskóla í ýmsum löndum. Orkuútrásin getur líka, ef rétt er á haldið, styrkt til muna stöðu Íslands, veitt ungu fólki sem áhuga hefur á jarð- fræði, náttúruvísindum, verkfræði og tæknistörfum fjölþætt tækifæri til að nýta menntun sína. Um leið hjálpum við öðrum þjóðum að virkja hreinar orku- lindir og eflum baráttuna gegn breyt- ingum á loftslaginu, tökum öflugan þátt í brýnasta verkefni þessarar aldar. Það hafa verið forréttindi fyrir mig að leggja sókn á svo mörgum sviðum nokk- urt lið, greiða götu unga fólksins. Embætti forseta Íslands var í önd- verðu tákn um sigur fátækrar þjóðar og kannski er eitt mikilvægasta hlutverk þess á okkar tímum fólgið í liðveislu á vettvangi sjálfstæðisbaráttu nýrrar ald- ar, að gagnast ungu fólki í glímunni um framtíðina og taka þannig þátt í að sann- færa sérhvern ungan Íslending um að besti kostur hans eða hennar sé að hafa ættjörðina að athafnavelli, að helga Ís- landi heimili sitt og fjölskyldulíf. Það hefur veitt mér mikla gleði að vinna með ykkur að þessum verkum og ég mun ætíð meta mikils trúnaðinn sem ingum að halda í unga fólkið?“ spurði for- seti Rúmeníu. Að tryggja nýrri kynslóð farsæla fram- tíð í heimalandi er í reynd sjálfstæðisbar- átta þessarar aldar, kjarninn í viðleitni stjórnvalda og atvinnulífs. Án árangurs á því sviði munu þjóðirnar bíða stórfellt tjón, eiga erfitt með að sækja fram og treysta grundvöll lífskjaranna. Unga kynslóðin í okkar heimshluta er hin fyrsta sem býr við þá stöðu að hver og einn, karl eða kona, getur kosið sér land til búsetu. Hvorki stjórnarskrá, löggjaf- arþing né ríkisvald veita þá tryggingu sem úrslitum ræður. Nú hefur sérhver íbúi ákvörðun í eigin hendi og dæmir sjálfur hvar best er að vera; engin vist- arbönd halda þeim sem vilja hasla sér völl í öðru landi. Útrásin hefur skipt sköpum Þótt okkur finnist eðlilegt að unga fólk- ið búi áfram hér heima, kannski vegna þess að ættjarðarástin sem við erfðum frá Jónasi og Fjölnismönnum er enn sterk í brjóstum okkar, þá sýnir reynsla annarra þjóða að barist er um hugi og hollustu kynslóðanna sem nú koma jafnt og þétt inn á völlinn. Sem betur fer hefur tekist einkar vel að skapa ungum Íslendingum ríkuleg tækifæri til að tvinna saman rætur á heimaslóð og athafnasemi á veraldarvísu, en þó er engan veginn sjálfgefið að svo verði áfram. Hér hefur útrásin, hin víðtæku al- þjóðlegu umsvif í viðskiptum, vísindum og menningarlífi, skipt sköpum, veitt þúsundum tækifæri til að sanna getu sína, ná árangri sem nýst hefur allri þjóð- inni vel. Með vissum hætti er útrásin ein af mikilvægum ástæðum þess að við Íslend- ingar stöndum vel að vígi í sjálfstæð- Samtímanum svipar til ævi Jónasar á þann hátt að ið heyjum líka sjálfstæð- sbaráttu og munum enn rekar gera í framtíðinni. Sú sjálfstæðisbarátta á ætur að rekja til bylting- nna sem umskapað hafa eröldina, opnað lönd og lfur, veitt nýjum kyn- lóðum tækifæri til að kjósa sér búsetu hvar sem r. Áður mátti ganga að því ísu að íbúarnir yrðu áfram heimilisfastir hjá ættjörð- nni, en nú eru engar slíkar ryggingar. Fólkið flytur bara burt ef annars staðar bjóðast betri kostir. Aldrei a fólkið í okkar álfu haft ð vettvangi sínum. íki verða ráðamenn nú að gra landa sinna, sannfæra m að vænsta leiðin til vel- halda tryggð við ættjörð- hafa hingað til verið lán- efnum. Unga fólkið sækir u til annarra landa en leitar m. Ýmsar þjóðir hafa aðra Því kynntist ég vel í heim- Rúmeníu á liðnu ári og ðum við ráðamenn í fleiri ustur- og Mið-Evrópu baráttu um hugi unga sundir kjósa á hverju ári úmenía hefur misst nærri ara til Ítalíu, og fólks- á Eystrasaltsríkjum er m hef ég verið knúinn ðamenn ræða þennan ig tekst ykkur Íslend- s vipar til ævi Jónasar“ hans að landsstjórnin verði að byggjast á sátt og sanngjarnri málamiðlun. Á liðnu hausti átti ég þess kost, ásamt konu minni, að heimsækja páfagarð. Það varð okkur ákaflega minnisstæð ferð. Ekki það eitt að eiga fund með páfanum, þeim sem nú fer með embættisstaf sjálfs Péturs postula og er trúarleiðtogi um þúsund milljóna manna, heldur líka að ganga um gáttir þess veraldarundurs sem Vatíkanið og hallir þess eru. Þar snertir maður söguna við hvert fótmál. Kaþólska kirkjan er tæplega 2000 ára gömul stofnun og oft hefur um hana blás- ið. En henni hefur líka fylgt mikil blessun, hún er sterk og á djúpar rætur. Margir landar okkar eru kaþólskir og hafa hér öflugan söfnuð, sem margt gott hefur lát- ið af sér leiða. Við heilsum nýjum kaþ- ólskum biskupi, sem vígður var fyrr í þessum mánuði, og óskum honum heilla í starfi. Orðkynngi Sigurbjörns Einarssonar Ef einhver einn samtímamaður hér á landi verðskuldar að kallast trúarleiðtogi þjóðarinnar, þá er það herra Sigurbjörn Einarsson biskup, sem nú er hátt á tíræð- isaldri og guð hefur gefið svo úthalds- góðan andlegan þrótt að furðu sætir. Það var vel ráðið að veita honum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu. Orðkynngi Sigurbjörns í ræðu og riti er löngu þekkt. Þar fer saman trúar- vissa og kjarngott íslenskt mál. Í orðum sínum við verðlaunaveitinguna bar hann fram sem sterkasta vopn gegn upplausn og firringu nútímans þau heilbrigðu við- horf sem íslenskt alþýðufólk hafði á upp- vaxtarárum hans í Meðallandinu. Og svo bætti gamli biskupinn við: „Mín trú bann- ar mér að vera bölsýnn og hamlar gegn því á allan hátt.“ Þessara orða mættu sem flestir minnast og kannski ekki síst þeir sem um þessar mundir vilja gert sem Hér á sólin heima. Sólin er heima. Þetta stutta ljóð er okkur áminning um nauðsyn þess að búa öllum tækifæri við hæfi – því allir skipta máli í okkar litla samfélagi. Góðir Íslendingar. Sérhver þjóð á sér merki og tákn um stöðu sína og samheldni. Fáninn er eitt þeirra en annað er þjóðsöngurinn. Hann hefur reynst mörgum þungur í skauti í söng og segja má að það hafi spillt nokkuð fyrir almennri notkun hans. Af þeim sök- um beitti forsætisráðuneytið sér fyrir því, í samvinnu við fagmenn, að koma á fram- færi nýrri og meðfærilegri útgáfu þjóð- söngsins til hliðar við hina eldri. Ég vona að vel hafi til tekist og að hið volduga og fagra lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar heyrist sungið við fleiri tækifæri en áður. Þjóðsöngurinn okkar, lofsöngur sr. Matthíasar til Guðs vors lands og íslensku þjóðarinnar, er sjaldan sunginn allur, en hann hittir sannarlega þann streng í brjóstum okkar sem slíkur söngur á að snerta: „Íslands þúsund ár, verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut.“ „Íslands þúsund ár, voru morgunsins húmköldu, hrynjandi tár, sem hitna við skínandi sól.“ Með þessum brotum úr þriðja og öðru erindinu í sálmi Matthíasar Joch- umssonar óska ég öllum landsmönnum gleðilegs árs og friðar. Megi öll tár hitna við skínandi sól að morgni nýs árs. Góðar stundir. minnst úr áhrifum kristninnar í samfélagi okkar. Kristin trú hefur ævinlega verið þjóðinni kær, eins og alltaf kemur glöggt í ljós á þessum árstíma, og þannig verður það áfram. Sem betur fer er það einnig svo að ís- lensk tunga stendur styrkum fótum með- al okkar. Hún nærist af mörgu, en eitt hið mikilvægasta er framlag skálda og rithöf- unda. Þeir viðhalda frjómagni hennar, þroska hana, dýpka og þróa. Það er vissu- lega gleðilegt hve margt ungt fólk kýs að tjá hugsun sína og tilfinningar í ljóðum og lausu máli. Þar er ekkert lát á. Sumir fylgja gömlum siðum, aðrir feta nýja slóð og enn öðrum tekst að tengja saman gam- alt og nýtt. Á aðventunni fara skáldin á kreik og senda okkur nýjustu verkin sín. „Sólin er heima“ Bók Þórarins Eldjárns, Fjöllin verða að duga, er athyglisverð og skemmtileg, eins og hans er von og vísa. Hann bindur sam- an gamlar hefðir og nýjar og leikur á margræðni málsins. Ég tek hér upp kvæðið „Sól heima“ sem ort var til vina okkar að Sólheimum í Grímsnesi og hljóð- ar svo: Þar sem sólin á heima vaxa regnbogar í rekjunni Litrófið allt dafnar og vex óskir spretta og þroskast í skjóli. Í griðastað eru smíðuð sóknarfæri. um búið í haginn með marg- víslegu móti, t.d. í hinum geysiöflugu lífeyrissjóðum landsmanna, sem eru öðrum þjóðum fyrirmynd. Ég bendi einnig á margra tuga millj- arða afgang á ríkissjóði ár eftir ár og fleira mætti nefna. Undirstaða þjóðarbúsins hef- ur verið treyst þannig á und- anförnum árum að hagur okkar á ekki að skekjast á þeim grunni að neinu veru- legu marki ef fram er haldið með fyrirhyggju og ráðdeild. Framundan eru kjara- samningar á almennum vinnumarkaði og þar með mikilvægar ákvarðanir í efnahagsmálum Íslendinga. Reynsla undanfarinna ára vekur sannarlega vonir um framhald far- sællar stefnu. Í forystusveit launamanna og vinnuveitenda er ábyrgt fólk sem hef- ur lært það af reynslunni að hóflegir kjarasamningar sem byggja á traustu at- vinnulífi og stöðugleika í efnahagsmálum leiða til mestra kjarabóta. Allar mælistik- ur sem hægt er að nota sýna okkur það og sanna. Með ábyrgri stefnu má framlengja það framfaraskeið sem við höfum verið á. Ríkisstjórnin er fús til að koma að því borði eftir því sem nauðsyn krefur. Kæru landsmenn. Á næsta ári verða liðin 100 ár frá fæð- ingu Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann var í hópi allra fremstu stjórnmálaforingja Íslendinga á síðustu öld en féll frá með sviplegum hætti á hátindi ferils síns. Bjarni var í senn fræðimaður, framkvæmdamaður og stjórnmálamaður – þjóðarleiðtogi. Það er sannarlega ástæða til að minnast Bjarna Benediktssonar, ævi hans og afreka, á þessum tímamótum. Stefnufesta hans á viðsjálum tímum er mikilvægur lærdóm- ur fyrir yngri kynslóðir sem og sú trú taka á við af ni árið eims verða f mörkum. ð einnig er metn- nda sig vel í manburði ararbroddi lega var kjaralisti“ nar Sam- a sem á eru kjara- era mæli- ði í hverju t á þremur meðalaldri, menntun og lu á mann, stoðum sem að settar saman úr ótal þátt- ig. Og á þessum lista er Ís- i. Þetta er sannarlega góð m þá stefnu sem við höfum na áratugi. Slíkur árangur ömmum tíma, hann er sam- ur langrar en markvissrar svokallaðrar PISA- m birtir alþjóðlegan sam- mistöðu grunnskólanem- ur ekki eins hagstæðar. Þá að líta á sem áskorun um Menntamálaráðherra hef- yrir Alþingi frumvörp sem ntastefnu allt frá leikskóla pp verður lagt á að efla slenska samhliða því sem sla verður lögð á efla vís- r og tækniþróun. rnir öðrum mynd ar Íslendinga stendur m. Við höfum fulla ástæðu ð svo verði áfram. Við höf- tíma er sjálfbærni“ Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.