Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING RÚSSNESK yfirvöld hafa ákveðið að senda tugi meistaraverka úr rúss- neskum söfnum til Royal Academy í London, þar sem þau verða sýnd við hlið franskra verka á næstu mán- uðum. Allt stefndi í að hætta yrði við sýninguna því Rússum þótti ekki tryggt að verkin yrðu send aftur til Rússlands að sýningu lokinni. Breska menntamálaráðuneytið skarst þá í leikinn og veitti trygg- ingu fyrir því að verkin yrðu send til Rússlands. Menningarmálaráð Rússlands óttaðist að vegna deilna um eignarrétt myndu einhverjir ónefndir gera tilkall til fjölda verk- anna, afkomendur fyrri eða upp- haflegra eigenda. Málverkin eru 120, sum hver tekin úr einkasöfnum eftir að Rússnesku byltingunni lauk 1917. Ný, bresk lög koma í veg fyrir að afkomendur upphaflegra eigenda geti gert tilkall til verkanna á breskri grundu. Rússar gefa eftir Meistaraverk send til sýningar í London Hestabað Málverk eftir Kuzma Petrov-Vodkin verður á sýningunni. NANCY Durr- ant, blaðamaður breska dagblaðs- ins Times, segir yfirlitssýningu á verkum Ólafs Elí- assonar í Ný- listasafninu í San Fransisco þá áhugaverðustu í heiminum um þessar mundir, þ.e. hvað myndlist varðar. Sýningin ber titilinn Take Your Time og segir Durrant hana „ómengaða sælu“ og að áhorfendur gapi af undrun yfir sumum verkanna. Sýningunni lýkur 24. febrúar. Af öðrum sýningum nefnir hún m.a. sýningu á hreyfi- myndum Salvador Dalí í Tate Mod- ern og sýningu á teikningum George Seurat í MoMa í New York. „Ómenguð sæla“ Ólafur Elíasson myndlistarmaður HLJÓMSVEITIN Pops og Ei- ríkur Hauksson munu skemmta á þrettándagleðinni á Kringlukránni föstudaginn og laugardaginn, 4. og 5. janúar. Pops er ein þekktasta hljóm- sveit 6́8 kynslóðarinnar og hef- ur í meira en áratug skemmt gestum á Kringlukránni í kringum þrettándann við frá- bæran orðstír. Eiríkur hefur verið búsettur í Noregi und- anfarin ár, sungið þar með Ken Hensly, stofnanda Uriah Heep, ásamt því að syngja í söngleikjum, sjónvarpi og ýmsum öðrum verkefnum. Pops og Eiki munu taka slagara á borð við „Seinna meir“ og „Jenny Darling“, Stones-lög o.fl. Tónlist Pops og Eiríkur á Kringlukránni Eiríkur og Óttar Felix í Pops. FJÓRÐU hádegistónleikar í tónleikaröðinni VON103 verða haldnir föstudaginn 4. janúar kl. 12.15 í tónleikasalnum VON í Efstaleiti 7. Þar munu Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja tvær són- ötur eftir Debussy, sellósónötu og fiðlusónötu. Þær samdi tón- skáldið á sínum efri árum, 1915-1917, og tileinkaði þær eiginkonu sinni Emmu-Claude. Sónöturnar eru sjaldan fluttar saman á tónleikum og þykja tímamótaverk, fyrirmyndir verka annarra tón- skálda síðar á 20. öldinni. Tónlist Sónötur eftir Debussy Claude Debussy ÞETTA vilja börnin sjá! heitir sýning sem nú stendur yfir í menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi. Þar gefur að líta úrval myndskreytinga í íslenskum barnabókum á liðnu ári. Í texta á vefsíðu Gerðubergs um sýn- inguna segir að á allra síðustu árum hafi athygli manna beinst í auknum mæli að gildi mynd- skreytinga í barnabókum. Góð frásögn kristallist í nánu sam- spili texta og myndar. Árið 2002 var ákveðið að halda sýningu á myndskreytingum nýjum barna- bókum og veita verðlaun fyrir bestu myndskreyt- inguna, Dimmalimm. Sýningu lýkur 13. janúar og er opið virka daga kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar. Myndlist Þetta vilja börnin sjá! í Gerðubergi Sigrún Eldjárn Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞEGAR orðið vettvangur heyrist, birtist mögulega í huga áheyrandans mynd af vettvangi glæps; þetta er eins og framhaldsþáttur í sjónvarpi, smellt er af myndavélum og aðalleik- ararnir í hvítum samfestingum að taka sýni. Dr. Gunnar Þór Jóhann- esson er mannfræðingur og útskrif- aðist sem doktor í land- og ferða- málafræði í Danmörku í vor sem leið. Hann er að undirbúa fyrirlestur, sem hann flytur á vegum Mannfræði- félags Íslands í Reykjavíkurakademí- unni á þriðjudaginn kemur, og kallar Er mannfræði vefnaðarvara? Vett- vangsrannsóknir í ljósi tengsla- hyggju. Gunnar segir vettvang mannfræðirannsókna þó ólíkan glæpavettvangi. „Vettvangurinn er áberandi hug- tak í mannfræðinni,“ segir hann. „Hefðbundin sýn á vettvanginn er að það sé afmarkað svæði. Í klassískum mannfræðirannsóknum er þetta oft „exótískt“ svæði, fjarri veruleikanum sem mannfræðingar koma frá. Hug- myndin var að hægt væri að lýsa þjóð eða heilu svæði á heildrænan hátt. Á síðustu árum hefur verið gagnrýnin umræða um þetta í mannfræðinni. Ekki síst í tengslum við hnattvæð- inguna sem hefur gert það ómögulegt að líta fram hjá tengslum og hreyf- ingu fólks og hluta milli staða. Mannfræðingar eru í æ ríkari mæli að skoða hluti í sínu nærumhverfi. Þá kemst los á þessa hugmynd um vett- vanginn, að hann sé afmarkaður stað- ur sem hægt er að fara til og rann- saka í einhvers konar einangrun.“ Okkur er fátt óviðkomandi Gunnar Þór segir fræðisvið sín, mannfræði og menningarlandafræði eiga vel saman, því fögin byggja á svipuðum grunni. Í doktorsverkefn- inu rannsakaði hann uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu á Þingeyri á Vestfjörðum og í Sandey í Færeyjum. Á Vestfjörðum var unnið með Gísla sögu Súrssonar en Fær- eyingasögu í Sandey. Gunnar Þór spyr í fyrirlestrinum hvort mannfræðin sé vefnaðarvara. Hvað á hann við? „Líkingin við vefnaðinn snýst um að varpa ljósi á það hvað mannfræð- ingar eru að gera þegar þeir stunda rannsóknir. Ég reyni að varpa ljósi á þá vinnu sem felst í mannfræðirann- sóknum og sköpun þekkingarinnar. Í vestrænni þekkingarfræði er oft litið á þekkingu út frá ákveðinni sjón- hyggju. Talað hefur verið um að með endurreisnarmálverkinu hafi orðið ákveðin vatnaskil í heimsmyndinni. Þá fóru menn að mála í þrívídd, fjar- víddin varð til og menn aðskildu sig frá myndefninu. Vefnaðurinn er hins vegar handverk þar sem vefarinn er í stöðugum tengslum við efnivið sinn. Ég leik mér með þau líkindi og undir- strika hvernig rannsakandinn er allt- af í virkum tengslum við efnið sitt og er að skapa það og vettvanginn í leið- inni. Í stað þess að við mannfræð- ingar séum að reyna að mála hina fullkomnu mynd af vettvanginum, er- um við í svipaðri aðstöðu og vefari við vefstól, að vefa einhvers konar mynd og tvinna saman ólíka þræði.“ Mannfræði hefur verið vinsæl námsgrein hér á landi á síðustu árum og mannfræðirannsóknir töluvert í umræðunni. „Enda er þetta mjög vítt svið, spannar frá erfðamengi manns- ins yfir í hnattvæðingu,“ segir Gunn- ar Þór. „Það er allt og ekki neitt og kannski er stundum erfitt að setja fingurinn á hvað mannfræðingar gera ekki. Okkur er fátt óviðkom- andi.“ Frá erfðamenginu yfir í hnattvæðingu Fyrirlestur um tengsl vettvangsrannsókna og vefnaðar í mannfræðinni Morgunblaðið/Skapti Gunnar Þór Segir fræðisvið sín, mannfræði og menningarlandafræði, byggja á svipuðum grunni. „Það sem við viljum gera er að kortleggja hvað borgin getur gert og þarf að gera til að þetta verði eins einfalt og gott og hægt er,“ segir Dagur um hugmyndir starfs- hópsins um Reykjavík sem kvik- myndaborg og þá einnig með tilliti til Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri átti fyrir helgi fund með Baltasar Kormáki leikstjóra þar sem þeir ræddu hugmyndir um Reykjavík sem kvikmyndaborg. „Það hefur verið starfandi starfshópur sem er að huga að tillögugerð um kvik- myndaborgina Reykjavík, við vor- um að fara yfir það svið,“ segir Dagur um fundinn. Áður hafi honum borist beiðni frá athafnamanninum Eyþóri Guð- jónssyni um að bandarísku leik- stjórarnir Eli Roth og Quentin Tarantino fengju að ræða við borgarstjórann. Degi fannst ágætt að slá þessu saman í hádegisverð og bauð öllum upp á fisk. arinnar í Reykjavík, RIFF. „Til þess að erlendar kvikmyndir og kvikmyndagerðarmenn geti komið hingað er mjög mikilvægt að það séu bæði góð tökulið, hljóðvinnslu- aðstaða og annað sem þarf til. Þannig að þetta byggist á því að íslensk kvikmyndagerð sé góð og gangi vel og hafi góðar aðstæður.“ Dagur segist ekki ætla að tjá sig um hugmyndir einstakra manna í þessum efnum, þ. á m. Baltasars Kormáks. Upp sé komin ný kynslóð öflugra kvikmynda- gerðarmanna sem hafi á sér gott orð og aðgang að fjármögnun víða úr heimi. „Ég held það sé mjög spennandi fyrir Reykjavík að heyra í þeim og hvað þeim finnst brýnast að gera. Það var nú markmiðið með þess- um fundi,“ segir Dagur um fund þeirra Baltasars. Margir hafi verið kallaðir til slíks samráðs og til- lögugerðar, m.a. Sigurjón Sig- hvatsson og aðrir fremstir í flokki í íslenskri kvikmyndagerð. Hugmyndin frá Birni Inga Upphaflega tillagan að þessu verkefni, kvikmyndaborginni Reykjavík, kom frá borg- arfulltrúanum Birni Inga Hrafns- syni og hefur verið unnið í því síð- asta hálfa árið eða svo, að sögn borgarstjóra. Hann vonast til þess að fljótlega á þessu ári verði lögð fyrir borgarráð einhvers konar til- lögugerð. Dagur segir áhugavert að fá sýn manna á borð við Tarantino og Roth, manna sem lifa og hrærast í kvikmyndaheiminum og tekið hafa myndir í borgum eins og Prag og Peking, hvar sem aðstæður leyfa. „Það sem mér fannst áhugavert var að heyra þann góða hug sem þeir bera til Reykjavíkur og Ís- lands og fullvissa þeirra var sú að það væru margir sem væru til- búnir að koma hingað. Það sem skipti mestu máli væri þessi um- gjörð og mannauðurinn.“ Tarantino og Roth hafi báðir sagst tilbúnir að veita hug- myndum um Reykjavík sem kvik- myndaborg stuðning. Dagur segir ekki hafa komið til tals hvort Tar- antino vildi taka mynd hér á landi eða í Reykjavík, enda fundurinn ekki til þess gerður, óformlegur hádegisverður þar sem mikið var skeggrætt og skrafað yfir íslensk- um fiski. Kvikmyndaborgin Reykjavík Leitað hugmynda hjá reyndum kvikmyndagerðarmönnum Baltasar Kormákur Quentin Tarantino Eli RothDagur B. Eggertsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.