Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Sendiherrar Íslands í Berlín og Peking verða til viðtals í janúar sem hér segir: Berlín – Ólafur Davíðsson, sendiherra, fimmtudaginn 3. janúar. Auk Þýskalands er umdæmi sendiráðsins Búlgaría, Króatía og Pólland. Peking – Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, fimmtudaginn 10. janúar. Auk Kína er umdæmi sendiráðsins Ástralía, Kambódía, Laos, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Víetnam. Fundirnir eru ætlaðir fyrir tækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiráðanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þau fyrir tæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst, í síma 511 4000 eða hjá utflutningsrad@utflutningsrad.is. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35. Nánari upplýsingar veita: Svanhvít Aðalsteinsdóttir, svanhvit@utflutningsrad.is og Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is. P IPA R • S ÍA • 7259 0 ÞETTA HELST ... ● SÍÐUSTU hindruninni fyrir sam- runa norrænu kauphallarinnar OMX og Nasdaq, sem m.a. rekur samnefnda kauphöll í Bandaríkj- unum, hefur verið hrint úr vegi. CI- FUS, nefnd sem samþykkja þarf vissar erlendar fjárfestingar í Bandaríkjunum, hefur lagt blessun sína yfir samrunann að sögn Blo- omberg News. Ástæða þess að CIFUS þurfti að taka samrunann til skoðunar er sú að Borse Dubai, eignarhaldsfélag í eigu emírsins í Dubai, verður í kjöl- farið stór hluthafi í Nasdaq. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gerði Nasdaq yf- irtökutilboð í OMX á fyrri hluta síð- asta árs og skömmu síðar gerði Borse Dubai samkeppnistilboð í norrænu kauphöllina. Aðilarnir náðu síðan samkomulagi um að Borse Dubai kaupi OMX og leggi félagið síðan inn í Nasdaq sem greiðir fyrir með 20% hlut í sjálfu sér. Í kjölfar þess að CIFUS hefur gefið grænt ljós dregur Nasdaq til- boð sitt í OMX formlega til baka. Síðasta ljónið úr veginum ● TÉKKNESKT dótturfyrirtæki Cre- didinfo Group, Creditinfo Solutions, hefur gert samning um sölu á hug- búnaði og ráðgjöf til Íran. Kaupandi er Iran Credit Scoring, ICS, en það er fyrirtæki í sameiginlegri eigu sextán helstu banka landsins. Samkvæmt tilkynningu er um að ræða hugbúnað og þekkingu til að halda utan um fjár- hagsupplýsingar einstaklinga og fyrirtækja. Creditinfo hefur innleitt svipuð kerfi í löndum þar sem félagið er sjálft með starfsemi, auk þess að hafa í nokkrum tilfellum selt hug- búnað án þess að taka þátt í viðkom- andi starfsemi með eignaraðild. Hvað varðar Íran segir í tilkynning- unni að með hliðsjón af því um hve áhættusaman markað sé að ræða hafi sú leið verið valin að selja þekk- ingu Creditinfo án þess að koma að rekstri ICS á annan hátt. Íranska fyrirtækið stefnir að því að hleypa af stokkunum alhliða lána- upplýsingaþjónustu á síðari hluta næsta árs, með upplýsingum um bæði fyrirtæki og einstaklinga. Creditinfo Group rekur Lánstraust og Fjölmiðlavaktina hér á landi. Creditinfo gerir samning í Íran EIMSKIP hefur nú losað sig end- anlega út úr flugtengdum rekstri eftir að félagið seldi 49% hlut sinn í Northern Lights Leasins, sem á flugflota flugfélagsins Air Atlanta – sem telur 13 breiðþotur. Kaupandi er félagið AAI Holding ehf. sem er í eigu Hannesar Hilmarsson, for- stjóra Air Atlanta, og Geirs Vals Ágústssonar, fjármálastjóra Air Atl- anta, og er söluverðið 22 milljónir evra, jafngildi um tveggja milljarða króna. Í fréttatilkynningu frá Eimskip segir að í kjölfar sölunnar muni stjórnendur félagsins „einbeita sér að meginstarfsemi félagsins sem eru flutningar og rekstur á kæli- og frystigeymslum. Eimskip hefur vax- ið mjög hratt og hefur tífaldað um- svif sín á þremur árum. Félagið hef- ur nú 13% markaðshlutdeild á heimsvísu á þessu sviði.“ Haft er eftir Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskips, að salan sé stór áfangi. Morgunblaðið/Ásdís Selt Air Atlanta er ekki lengur hluti af Eimskip. Eimskip losar sig við flugrekstur Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is BANDARÍKIN gætu vel verið á leið inn í efnahagslega niður- sveiflu. Þetta segir Robert Shiller, prófessor í hagfræði við Yale-há- skólann. Enska blaðið Times hefur eftir Shiller að tapið vegna krepp- unnar á bandarískum fasteigna- markaði gæti þrefaldast á næstu árum og er það helsta ógnin við hagvöxt í Bandaríkjunum. Eins og staðan er nú er ekki úti- lokað, það er meira að segja vel mögulegt, að Bandaríkin lendi í niðursveiflu af þeirri tegund sem hrjáð hefur japanska hagkerfið allt síðan um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Sú niðursveifla hefur einkennst af almennri verðhjöðnun, ekki síst hjöðnun á fasteignaverði, sem síð- an hefur dregið máttinn úr öðrum hagvaxtardrífandi þáttum. Verðlagt inn í framvirka samninga „Verðmæti fasteigna í Banda- ríkjunum hefur þegar rýrnað um nær 1.000 milljarða dala. Það get- ur auðveldlega þrefaldast á næstu árum. Þetta er mun meira mál en þær hremmingar sem orðið hafa vegna ótryggra veðlána. Við erum að tala um mörg þúsund milljarða dala tap,“ segir Shiller, sem er af- ar virtur meðal hagfræðinga og er einn höfunda S&P Case/Shiller- fasteignaverðsvísitölunnar. Sú vísi- tala hefur einmitt gefið til kynna að fasteignaverð vestanhafs muni lækka um 14% á næstunni; til skamms tíma hefur markaðurinn þegar verðlagt það inn í framvirka samninga. „Framvirkir samningar benda til 35% lækkunar á næstu fimm ár- um á sumum svæðum, svo sem Flórída, Kaliforníu og Las Vegas. Það er vel hugsanlegt að þessi fasteignaniðursveifla muni halda áfram í nokkur ár,“ segir Shiller og bætir því við að þess séu greini- leg merki að bóla sé að springa. „Fyrir nokkrum árum hækkaði fasteignaverð mikið vegna vænt- inga fjárfesta. Bandaríkjamenn hafa ýtt undir goðsögnina um að verð muni aldrei falla, að það geti bara farið upp. Fólk trúði sögunni og nú er töluverð hætta á djúpri niðursveiflu,“ segir Shiller og bendir á að í upphafi síðasta árs hafi verið teikn á lofti um að í ein- hverjum fylkja Bandaríkjanna væri verð á uppleið á nýju, en það hafi verið tálvonir. Áhrifanna gætir víða Eins og fram hefur komið á und- anförnum vikum og mánuðum hef- ur ástandið á bandarískum hús- næðismarkaði, þá sér í lagi því húsnæði sem fjármagnað hefur verið með ótryggum veðlánum, smitað af sér í aðra hluta fjár- málakerfisins og ekki einangrast við Bandaríkin. Mikið fall á öllum helstu hluta- bréfavísitölum heimsins á síðari hluta ársins sem um leið má rekja til lánakreppunnar svokölluðu enda hefur aðgangur að lánsfé ver- ið mjög heftur og fjármálastofn- anir gengið hart fram í svoköll- uðum veðköllum víða um heim. Ísland er þar engin undantekning. Hér lækkaði úrvalsvísitalan um- talsvert á síðari hluta ársins og hugtakið veðkall komst á allra var- ir. Bandaríkin á leið inn í efnahagslega niðursveiflu Prófessor við Yale segir tapið á fasteignamarkaði geta þrefaldast Verð lækkað Eins og sjá má á þessu skilti í Portland í Oregon-fylki Bandaríkjanna hefur fasteignasalinn gripið til þess ráðs að reyna að lækka verð á húsinu sem er til sölu. Fasteignasala þar í landi hefur gengið treglega. Reuters Í HNOTSKURN »Verðhjöðnun getur komiðsér mjög illa fyrir efnahags- lífið. »Verðbólga er hvati til neysluen verðhjöðnun letur til neyslu. »Neytendur bíða þess einfald-lega að verð lækki og draga þannig úr virkni í hagkerfinu. Þetta hefur hrjáð Japan. »Bandaríkin eru enn mik-ilvægasta hagkerfi heimsins og því gæti verðhjöðnunarskeið þar í landi haft mjög neikvæð áhrif á heimshagkerfið. AGNAR Hansson hefur verið ráðinn nýr bankastjóri Icebank, sem eitt sinn hét Sparisjóðabanki Íslands, í kjölfar þess að samkomulag náðist um starfslok Finns Sveinbjörns- sonar. Skv. fréttatilkynningu frá Icebank hefur Finnur gegnt starfinu frá árinu 2002 og leitt bankann í gegn- um mikið um- breytingarferli. „Umsvif bankans hafa vaxið veru- lega undir stjórn Finns. Í árslok 2001 námu heildareignir hans 54 milljörðum króna en í árslok 2007 er áætlað að heildareignir verði liðlega 200 milljarðar króna. Ennfremur hefur hlutverk bankans sem þjón- ustubanka sparisjóðanna verið út- víkkað, honum fengin ný verkefni m.a. á sviði fjárfestingarbanka- starfsemi og fyrirtækjaráðgjafar,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að hinn ný- ráðni bankastjóri hafi undanfarin tvö ár starfað sem framkvæmda- stjóri fjárstýringar bankans auk þess að hafa meira en áratugar reynslu af störfum innan fjár- málageirans. Mannabreyt- ingar í brúnni hjá Icebank Agnar Hansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.