Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÁKVÆÐI laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands, sem sam- þykkt voru á sumarþingi í fyrra og var fyrsta þingmál nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, komu til framkvæmda í gær. Með lögunum fækkar ráðuneytun- um úr 14 í 12, þar sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmál heyra nú undir eitt og sama ráðuneytið og Hagstofa Íslands hefur verið lögð nið- ur sem ráðuneyti og gerð að sjálf- stæðri stofnun. Þá voru tryggingamál færð frá heilbrigðisráðuneytinu til ráðuneytis félagsmála sem nú ber heitið félags- og tryggingamálaráðu- neyti. Nýr ráðuneytisstjóri í nýju ráðuneyti Spánnýtt ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarmála tók til starfa í gær og hafa eigin starfsheiti og lög- bundið starfssvið landbúnaðarráðu- neytis og sjávarútvegsráðuneytis ver- ið lögð niður. Aðsetur hins nýja ráðuneytis er að Skúlagötu 4, þar sem sjávarútvegsráðuneytið var áður til húsa. Ráðuneytisstjóri hins nýja ráðu- neytis er dr. Sigurgeir Þorgeirsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands. „Það eru mjög spennandi viðfangsefni fram undan í hinu nýja ráðuneyti og á þess vegum,“ segir Sigurgeir. Hann segir að næstu mánuðum muni hann verja í að læra betur á gang mála í þeim ráðuneytum sem renna saman í eitt og svo þurfi að ganga frá öllum lausum endum að því er varðar sameininguna, en það verði ekki gert á einni nóttu. Af öðrum stórum verkefnum sem standa fyrir dyrum í ráðuneytinu nefnir Sigurgeir stofnun Matvæla- stofnunar sem unnið verði að í ár og á næsta ári. Hin nýja stofnun er reist á grunni Landbúnaðarstofnunar ann- ars vegar og hins vegar matvælasvið- um Umhverfisstofnunar og Fiski- stofu. „Á þessu sviði blasa við mikil verkefni við innleiðingu og upptöku á matvæla- og dýraheilbrigðislöggjöf Evrópusambandsins á næstu misser- um,“ segir hinn nýbakaði ráðuneyt- isstjóri Ráðuneytum fækkar um tvö  Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál í eina sæng  Hagstofa gerð að sjálf- stæðri stofnun  Tryggingamál færð yfir til félagsmálaráðuneytisins Sigurgeir Þorgeirsson ÚRKOMUMET virðast hafa verið slegin í Reykjavík, bæði í desem- bermánuði einum sem og á ársvísu, en ársúrkoman í Reykjavík hefur ekki verið meiri síðan 1921. Þetta kemur fram á Veðurvaktinni, blogg- vef Einars Sveinbjörnssonar veður- fræðings. Í bráðabirgðatíðarfarsyfirliti frá Veðurstofu Íslands, sem Trausti Jónsson veðurfræðingur tók saman, kemur fram að árið 2007 hafi verið mjög hlýtt, það 10. hlýjasta frá upp- hafi mælinga á velflestum stöðum um sunnan- og vestanvert landið og það 14.-15. hlýjasta norðaustan- lands. Óvenjuúrkomusamt var á árinu, en úrkomutíð hefur staðið samfellt á Suður- og Vesturlandi frá því í ágúst. Þurrt var hins vegar langt fram eftir sumri á mestöllu landinu. Norðaustanlands var úr- koma hins vegar nærri meðallagi þegar litið er á árið í heild. Snjólétt það sem af er vetri Janúar var umhleypingasamur mánuður og snjór meiri suðvestan- lands en verið hefur í nokkur ár. Tíð var víðast mjög hagstæð í febrúar, mjög snjólétt um mikinn hluta lands- ins og færð með besta móti. Í mars var tíðarfar fremur órólegt en al- mennt hagstætt í apríl, en hans verð- ur einkum minnst fyrir tvær óvenju- legar hitabylgjur. Mjög hlýtt var einnig fyrstu dag- ana í maí, en annars var mánuðurinn kaldur og snjóaði víða. Júní- og júlí- mánuður voru hlýir og þurrir víðast hvar á landinu. Í ágúst skipti hins vegar rækilega um veðurlag og hafa mánuðirnir september til desember verið óvenjuúrkomusamir um sunn- an- og vestanvert landið en nyrðra þornaði eftir því sem á haustið leið. Mjög snjólétt hefur verið það sem af er vetri. Nýliðið ár óvenjuhlýtt og blautt Skýfall Óvenju úrkomusamt var á árinu sem er að líða og met slegin. „VIÐ vorum búin undir það að nú yrði verulegur samdráttur í sölu okkar, vegna veðursins. Þetta leit ekki vel út að morgni gamlársdags, og dagurinn áður var líka slakur, en við seldum álíka mikið og í fyrra áð- ur en lauk,“ segir Kristinn Ólafsson, formaður Landsbjargar, en þjóðin svaraði kalli Landsbjargar um styrk til áframhaldandi björgunarstarfs á komandi ári. Líklega seldust um 500 tonn af flugeldum hjá Landsbjörg þetta árið. Sölunni er þó ekki lokið enda nóg til af vörum fyrir þrett- ándann. „Við munum halda okkar striki þetta árið og geta staðið við allar okkar skuldbindingar. Þetta er bara alveg frábært,“ segir Kristinn. 100 þúsund króna kaup algeng Tertur seldust langmest að þessu sinni, enda var fólki ráðlagt að kaupa þær. Þegar veður er slæmt og vindur mikill eru terturnar mun öruggari í notkun. Stórkaupendur voru margir og segir Kristinn 100- 150 þúsund króna kaup algeng. „Það var meira um að fjölskyldur tækju sig saman í innkaupunum en áður.“ Björgunar- sveitirnar seldu vel Umfram væntingar miðað við veðurspá HUNDRUÐ kvenna og karla tóku þátt í árlegu Gaml- árshlaupi ÍR á síðasta degi ársins 2007, en þetta er í 32. skipti sem hlaupið er haldið. Rásmarkið var í Kirkju- stræti við Alþingishúsið og kom flugeldur í stað hefð- bundinnar rásbyssu. Sumir þátttakendur voru í keppn- isskapi en aðrir skrýddust höttum og furðufatnaði í tilefni dagsins. Almennt var góð stemning í hlaupinu þrátt fyrir að veður væri ekki með besta móti. Að sögn hlaupara, sem tal náðist af, var mótvindur gífurlega mikill þegar farið var eftir Ægisíðu og upp Suðurgötu í lok hlaupsins. Hægði þetta talsvert á mörgum keppendum. Fæstir létu það þó á sig fá og kláruðu hlaupið með sómasamlegum hætti enda kalla íslenskir hlaupagikkir ekki allt ömmu sína. Einungis var boðið upp á eina vegalengd, tíu kílómetra, enda feikinóg í kulda og roki. Keppt var í 14 flokkum, þ.e. sjö aldursflokkum og kynjaskiptum flokkum. Morgunblaðið/Kristinn Gamlárshlaupið ræst með flugeldi „ÁSTANDIÐ í borginni er í augna- blikinu alveg þokkalegt á yfirborðinu en greinileg spenna í loftinu. Fólk er mjög áhyggjufullt og óttaslegið. Um- ferð í borginni er nánast engin og flestar verslanir lokaðar,“ segir Ómar Valdimarsson, forstöðumaður upp- lýsingadeildar Rauða hálfmánans (IFRC) fyrir Austur-Afríku, en hann býr og starfar í Naíróbí, höfuðborg Kenía. „Menn telja að yfirborðskyrrðin í dag [þriðjudag] geti verið lognið á undan storminum,“ segir Ómar og bendir á að Raila Odinga, forseta- frambjóðandinn sem keppti við Mwai Kibaki for- seta, hafi boðað til útifundar í mið- borg Naíróbí á morgun, fimmtu- dag. „Hann segist reikna með allt að milljón manns á þann fund. Það ætti ekki að koma á óvart þótt einhverjar róstur yrðu í kjölfar þess fundar, enda er hiti í mönnum sem telja að þeir hafi verið sviknir um kosningasigur og sé enn ýtt til hliðar við stjórnun landsins.“ Að sögn Ómars hefur verið mikið um ofbeldisverk í Eldoret og annars staðar í vesturhluta Kenía frá því að lýst var yfir á sunnudag að Mwai Ki- baki, forseti landsins, hefði verið end- urkjörinn. Segir hann fréttir herma að yfir tvö hundruð manns hafi látið lífið í óeirðunum undanfarna daga. „Keníski Rauði krossinn telur að ná- lægt 15 þúsund manns hafi misst heimili sín og hefur aðstoðað við að útvega fólki skjól og mat.“ Aðspurður segir Ómar her lands- ins hafa verið í viðbragðsstöðu síð- ustu daga sem og lögregluna. Einnig hafa yfirvöld landsins brugðist við ástandinu með því að reyna að hindra frjálsan fréttaflutning. „Upplýsingastreymið innanlands hefur nánast verið stöðvað, útvarpi og sjónvarpi er óheimilt að flytja beinar fréttir af ástandinu, sem aftur verður til að auka á óöryggið og óvissuna sem fólk býr við.“ Yfirborðskyrrðin gæti verið lognið á undan storminum Yfir 200 manns hafa látið lífið í óeirðum og 15 þúsund manns misst heimili sín Ómar Valdimarsson FORMLEGA var gengið frá upp- sögn Brynjólfs Árnasonar, sveitar- stjóra Grímseyjarhrepps, á fundi hreppsnefndar á gamlársdag. Kæra vegna meintra fjársvika og skjalafals sveitarstjórans verður að öllum lík- indum send lögreglu á næstu dögum. Í lok nóvember sl. var skrifstofa Grímseyjarhrepps innsigluð vegna gruns um að misfellur væri að finna í bókhaldi hreppsins. Var sveitar- stjórinn grunaður um fjárdrátt og bókhaldssvik og stóð rannsókn yfir lungann úr desember. Sveitarstjórn- armenn vilja lítið tjá sig efnislega um málið en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leikur grunur á að um verulegar fjárhæðir sé að ræða. Sveitarstjórinn var í nóvember dæmdur fyrir að hafa tekið 12.900 lítra af olíu ófrjálsri hendi, en hann var umboðsmaður Olíudreifingar. Formlega sagt upp ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.