Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ „Gekk ég yfir sjó og land“ Nú er bara að sjá hvort ráðherranum tekst eins vel að ganga í svefni á sjó og blogga fram olíu. VEÐUR Það er gaman að líta til baka umáramót, kryfja atburðarásina í stjórnmálum og rýna inn í óljósa framtíð. Og það var viðfangsefnið í Silfri Egils. Vakti athygli að álits- gjafar litu á upp- hlaup sexmenn- inganna í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins, sem varð til þess að samruni REI og GGE rann út í sandinn, sem klúður ársins. En hlustendur Rásar 2 kusu á sama tíma Svandísi Svavarsdóttur, odd- vita Vinstri grænna í borgarstjórn, mann ársins fyrir sama gjörning, þ.e. að hafna samruna REI og GGE.     Flestir eru sammála um að of hratthafi verið farið í samrunaferlinu, horft fram hjá mikilvægum þáttum, bæði í lagalegu og pólitísku tilliti, nauðsynlegt samráð ekki viðhaft, jafnræðisregla ekki höfð í heiðri, og vafasamt hvernig hagsmunir nánast allra sem að málinu komu tengdust REI. Hvassar spurningar umboðs- manns Alþingis renna stoðum undir þessi viðhorf.     Þá er ljóst að Vilhjálmur Þ. Vil-hjálmsson, þáverandi borgar- stjóri, gerði afdrifarík mistök með því að leggja blessun sína yfir sam- runann, án nauðsynlegs samráðs við aðra borgarfulltrúa.     En hvert var klúður sexmenning-anna, sem stöðvuðu þessa vit- leysu?     Jú, þeir misstu meirihlutann. Ogboðskapur álitsgjafa í Silfri Egils virðist sá að öllu máli skipti, umfram hugsjónir og pólitíska sannfæringu, að halda völdum.     Og hvert stefnir svo Svandís meðREI-málið? Og hvernig reiðir Birni Inga af með þá hagsmuni sem hann vildi vernda? Það skiptir engu máli – völdin eru í þeirra höndum. STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Af hetjuskap og klúðri                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                             12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          !"! # $! $   %!"! # $! $       &         !"! # $! $ :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $  $ $    $              $                         *$BC !!                             !      "    #      $ %&' !  ()$     )      *! $$ B *! '"() !  !( !*   & +& <2 <! <2 <! <2 ')  !, % -!. &/   C2 D                  /           !* +    ,(   #    -)    <7  *   #  .             #    /' <   *   /&/      %  *0   0 $   1 # 1     01 !"!&22   &!"!3* & &!, % Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Margrét Sverrisdóttir | 1. janúar Falskar skýringar Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, hefur haldið því fram æ ofan í æ í fjölmiðlum að ég hafi sagt mig úr Frjáls- lynda flokknum af því að ég tapaði kosningu um varaformann flokksins […]. Þetta er ósköp hand- hæg eftirá-skýring hjá honum en ég vil minna fólk á að það var formaðurinn sjálfur sem ákvað að sameina Frjáls- lynda flokkinn og Nýtt afl gegn vilja meirihluta miðstjórnar flokksins […] Meira: margretsverris.blog.is Júlíus Baldursson | 1. janúar Ávörp leiðtoganna Jæja, þá er það komið á hreint sem verið var að velta vöngum yfir og það er það að forsetinn gefur áfram kost á sér til end- urkjörs á þessu ári. Kom það fram í áramóta- ávarpi hans fyrr í dag. En það stingur mig samt alltaf þegar yfirmenn þjóð- arinnar fara að ræða um velmegunina hér, hvað allir hafi það gott, hvað þjóð- arbúið standi sig vel og svo framvegis. Og nú á almenningur að spara til að halda niðri verðbólgunni … Meira: sanfran.blog.is Ómar Ragnarsson | 1. janúar Kennedy og Bhutto Ýmislegt er líkt með morðunum á Bhutto og John F. Kennedy, svo sem það að fleiri en einn hafi hleypt af skot- um. Í Sarajevo 1914 virðist ekkert hafa farið á milli mála að skotmaðurinn var einn á ferð og var þó ekki komin til skjala myndatökutækni okkar tíma. Nú er liðin næstum öld og fram koma mis- vísandi skýringar á dánarorsök Bhutto, – framfarirnar hafa nú ekki orðið meiri en það. Meira: omarragnarsson.blog.is Dögg Pálsdóttir | 1. janúar Gleymast börnin okkar í annríkinu? Eins og lesendur þess- arar bloggsíðu minnar hafa séð þá eru mér málefni barna sér- staklega hugleikin. Ég hef lengið verið þeirrar skoðunar að við séum of oft að gleyma börnunum í annríki dagsins. Við erum líka að leggja of mikið á börnin okkar. Það eru of mörg börn sem alast upp við það að for- eldrarnir (í þeim tilvikum sem þeir búa ekki lengur saman) eru sífellt að kynna börnin fyrir nýjum og nýjum „vini“ eða „vinkonu“ og ætlast jafn- vel til að börnin kalli þessa „vini“ og „vinkonur“ „pabba“ og „mömmu“. Mér er sagt að hér á landi séu dá- lítið sérstök viðhorf í þessu efni. Er- lendis gæti foreldrar í þessari stöðu þess að halda samskiptum sínum við aðila af hinu kyninu frá börnum sínum þangað til ljóst er að alvara sé í nýju sambandi. Þess vegna tek ég svo heilshugar undir hugleiðingar biskups Íslands í áramótapredikun hans. Ábendingar hans eru þarfar, tímabærar og hár- réttar. Þær eru raunar af sama meiði og ábendingar herra Sigurbjörns Ein- arssonar biskups í ávarpi sem hann hélt við móttöku verðlauna Jónasar Hallgrímssonar. Um það bloggaði ég hér og hér. Við erum ekki að gefa börnunum þann tíma sem þau þurfa og eiga skilið af okkur. Ég er ekki að krefjast þess að kon- ur hætti að vinna úti. Alls ekki. Í orð- um mínum felst hins vegar krafa um að við viðurkennum, horfumst í augu við, að það þarf að sinna börnum, það þarf að gefa þeim tíma, það þarf að ala þau upp. Á öllu þessu bera heimilin, foreldrarnir, frumábyrgð, feður ekki síður en mæður, sem og aðrir sem foreldrarnir fá til að styðja sig í því hlutverki. Ég hef haldið því fram að tími feðra sé ónýtt auðlind þegar kemur að umönnun barna. Sem betur fer hefur mjög margt breyst í þessum efnum á síðustu ár- um, en ekki nóg. Þeim fer fjölgandi feðrunum sem vilja vera og eru mjög virkir þátttakendur í umönnun og uppeldi barna sinna. Sumir til jafns við mæðurnar og er það vel. Þannig á það að vera. Foreldraábyrgð á að vera jöfn og sú ábyrgð er ekkert meira viðfangsefni kvenna fremur en karla. Meira: doggpals.blog.is/ BLOG.IS UNG vinstri græn slógust á gaml- ársdag í hóp með þeim sem gáfu ráð- herrum ríkisstjórnarinnar gjafir fyr- ir þessi áramót. Gjafir til ráðherra hafa vakið nokkurt umtal að und- anförnu, enda ekki allir á eitt sáttir um hvað sé við hæfi að þiggja og frá hverjum. Buðu þau ráðherrum að mæta á skrifstofu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til þess að taka á móti gjöf frá ungliðahreyfingunni. Einn ráðherra, Kristján Möller sam- göngumálaráðherra, mætti og tók við gjöfinni, sem var eitt bréf af stjörnuljósum. Datt honum að eigin sögn ekki annað í hug en að kíkja við og þiggja gjöfina. Auður Lilja Erlingsdóttir, for- maður UVG, segir tilgang gjörn- ingsins tvíþættan, að minna á björg- unarsveitirnar og hugleiða hvaða gjöfum sé réttlætanlegt að ráða- menn veiti viðtöku. Gjöf Kristján L. Möller og Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður UVG. Ung vinstri græn gáfu ráðherra gjöf við hæfi SIGMUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.