Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Atvinnuauglýsingar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík og breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024 Í samræmi við 25. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst tillaga að breyting á deiliskipulagi í Reykjavík. Stakkholt 2 – 4 og 3. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóða við Stakkholt 2-4 og 3. Tillagan gerir ráð fyrir að grynnka byggingarreit ibúðarhluta bygginga svæðis meðfram Brautar- holti, Stórholti og Þverholti, bæta við kjallarahæð og einni inndreginni hæð ofan á að hluta til. Á jarðhæð er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Heimilt verði að byggja svalir, skyggni, litlar útbyggingar, stiga og lyftuhús út fyrir byggingarreit. Í inngarði er gert ráð fyrir þriggja hæða húsi með kjallara. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur Í samræmi við 18. gr. skipulags- og bygg- ingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Gylfaflöt Grafarvogi, breyting á Aðalskipulagi Gert er ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota við Hallsveg, sunnan núverandi athafnasvæðis við Gylfaflöt breytist í athafnasvæði A2. Um er að ræða stækkun á núverandi atvinnusvæði við Gylfaflöt um u.þ.b. 3 ha. Á hinum nýju lóðum er gert ráð fyrir sambærilegri starfsemi og nýtingu og fyrir er á svæðinu við Gylfaflöt. Umrædd stækkun er í samræmi við eldri hugmyndir um skipulag atvinnusvæðisins við Gylfaflöt. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Grjótháls v/Vesturlandsveg, breyting á Aðalskipulagi Gert er ráð fyrir að opið svæði til sérstakra nota, milli Vesturlandsvegar og Grjótháls breytist í miðsvæði. Svæðið er um 0,4 ha að stærð og kemur í beinu framhaldi af þjónustulóð bensín-stöðvar við Vesturlandsveginn. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir þjónustu við bíla og vegfarendur, s.s. bílaþvottastöð. Aðkoma að svæðinu verður um Grjótháls. Nýtingarhlutfall verði sambærilegt og á lóðinni að Grjóthálsi 8. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskálaskipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 2. janúar 2007 til og með 13. febrúar 2008. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 13. febrúar 2008. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 2. janúar 2008 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Félagsstarf Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Ragnhildur Filippusdóttir, Símon Bacon og Guðríður Hannesdóttir kristalsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Raðauglýsingar 569 1100 Smáauglýsingar Heilsa Lr - kúrinn er tær snilld. Léttist um 22 kg á aðeins 6 mánuð- um. Stuðningur, vigtun og gönguhóp- ur hefst 3.1. 2008. www.dietkur.is Dóra, sími 869-2024. Lr- kúrinn er tær snilld Léttist um 22 kg á 6 mán. Þú kemst í jafnvægi, sefur betur, aukin orka og grennist í leiðinni. www.dietkur.is/Dóra 869-2024 Sumarhús Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Póstkassar hjá plexiform.is S. 555 3344. Póstkassasmstæður sem eru til á lager, 20% afsláttur, 2 til 8 hólfa kassar. Efni: tré, plast og stál. Standar fyrir fartölvur, nafnspjöld, blöð og skiltamerkingar. Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Ýmislegt Tískuverslunin Smart, Grímsbæ/Bústaðavegi ÚSALA – ÚTSA.LA Úsalan hefst 3.janúar kl. 10.00 Sími 588 8050 Loðfeldur í óskilum Svartur, síður, eðalminkaloðfeldur Black Glama í óskilum. Á sama stað er saknað sams konar flíkur. Báðir eru loðfeld- irnir saumaðir af Eggerti feldskera. Upplýsingar í síma 864-0693. Bílar Toyota Landcruser 01/2005 VX Gulllitaður. 33t dekk.Gott eintak með sóllúgu og fleiri aukahlutum Ekinn 49.000 verð kr 4.990.000 Uppl. í s.897 1600. Til sölu Toy Hilux 3L sjálfsk., árg. 03/07, ekinn 20 þ. Klæðning í palli, krókur, húdd og gluggahlífar. Klassabíll, verð 3.250 þús. Uppl. í s. 894 6562, Gunnar. Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06. 822 4166. Snorri Bjarnason Nýr BMW 116i. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 . 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06. 696 0042/566 6442. Kristófer Kristófersson BMW. 861 3790. Raðauglýsingar sími 569 1100 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 LAUGARDAGINN 13. október síðastliðinn, birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Neyðarkall um úrbætur í Heiðmörk“. Þar er lýst slæmu ástandi vega í Heið- mörk og haft er eftir Helga Gíslasyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavík- ur að hvergi ann- ars staðar á land- inu séu malar- vegir í jafnskelfi- legu ástandi. Ég get hins vegar staðfest að því miður eru til veg- ir í landinu sem eru jafnvel í verra ástandi en í Heiðmörk. Einmitt þessa helgi, þegar fréttin birtist, ók ég sjálfur um Vestfirði og slæmt ástand veganna gat ekki farið fram hjá mér. Ég er hissa á hvað fólkinu á landsbyggðinni er boðið uppá á því herrans ári 2007. Nú er ég ekki að tala um heimreiðir sem eru enn ómalbik- aðar en ekki síð- ur lífsnauðsyn- legar en vegirnir um Heiðmörk, heldur er ég að tala um lífæð Vestfjarða, Djúpveg- inn annars vegar og svo hins vegar leiðina frá Þingeyri suð- ur á Bíldudal. Ég vil ekki gera lítið úr þeim köflum sem hafa verið lagfærðir og eru komnir í gott horf en samt er þó tölu- verður kafli á Djúpveginum sem er enn malarvegur og því um þessar mundir hrjúfur og holóttur sem svissneskur ost- ur. Þar sem ég var á ferð með ferðamenn frá Suður-Evrópu á breyttum jeppa var gaman að skvetta úr öllum þessum poll- um og keyra meðfram sjónum um langan fjörð, djúpan fjörð, enn einn fjörð og þar næsta fjörð, tímunum saman án þess að komast verulega í átt að áfangastað. Við nutum þess virkilega enda er það hluti af upplifun náttúrunnar. En svo velti ég fyrir mér hvaða afleiðingar ástandið hef- ur fyrir fólk sem býr á svæðinu eða á brýnt erindi þangað. Nið- urstaðan hlaut að vera sú sem vinur minn, sem er sumarbú- staðareigandi á Vestfjörðum, hefur lýst fyrir mér: „Svæðið er eins og Ísland fyrir 30 ár- um“. Sem sagt samgöngur á landsbyggðinni eru víða barn síns tíma, þ.e. þær eru ekki í samræmi við hlutverkið sem þeim er ætlað að gegna. En í samgöngumálum virð- ast Íslendingar vera almennt nokkrum árum á eftir öðrum Evrópulöndum, kannski vegna þess að vandamálin sem stór- aukin bílaumferð skapar eru ekki ennþá orðin eins alvarleg og á Vesturlöndum – og þá er hvatinn til að leysa vandann ekki nægur. Samt: stækkun stofnbrauta á höfuðborgar- svæðinu og óskir um breikkun helstu vega – hvort sem fólk kallar eftir tvíbreiðum vegum eða breikkun akreina á þjóð- vegum – tala sínu máli. Auk þess stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að hefðbundið eldsneyti sem aðalorkugjafi verður sífellt dýrara og jafnvel knappt í framtíðinni. Hátt verð þess mun hafa langtímaáhrif á flutningsmáta sem er ein meg- instoð velferðar okkar sem byggist á frjálsum og ódýrum vöruflutningum. Ein lausn er vetni og vetnis- tengdir orkugjafar. En samt mundu þessi farartæki halda áfram að fylla götur og vegi. En þessa tækni þarf að þróa enn frekar og tekur marga áratugi að fullþróa hana. Annar möguleiki væri e.t.v. að breyta út- blæstri álvera með rafmagni og vetni í hefðbundið eldsneyti en hvort af því verð- ur veit guð einn. Þegar fylgst er með umræðum þá blasir við að margir sjá fyrir sér að þróunin eins og hún hefur verið hingað til – með enn fleiri ak- reinum og mis- lægum gatnamót- um sem éta marga hektara lands – hlýtur einhvern tímann að taka enda. Menn átta sig á að almennings- samgöngur þurfa að spila stærri þátt til að forðast megi stöðugar umferðarteppur eins og kom fram í viðtali við tvo verkfræðinga í þætti Hjálmars Sveinssonar, Krossgötum, þann 12. maí sl. eða til að losa minna af gróðurhúsalofttegundum eins og talað er um í Morg- unblaðinu 4. nóv. sl. þar sem fram kemur að fimmtung allrar losunar þeirra lofttegunda má rekja til samgangna. En hver skyldi lausnin vera þegar al- menningssamgöngur eru ekki nýttar meira en raun ber vitni? Til er tækni sem getur nýtt rammíslenska raforku, leitt saman margar ferðir í einu og hefur næga flutningsgetu sem mundi sinna öllum lang- ferðavöruflutningum, svo ekki sé talað um aukin þægindi, hraða og ferðaöryggi þótt veður sé slæmt. Töfralausnin er raf- magnslest. Mörgum finnst þetta kannski galin hugmynd en tækninni hefur fleygt fram í þessum málum á síðustu árum og ný rekstrarform geta opnað nýja möguleika. Jafnvel í Nor- egi eru menn farnir að spá í hraðlestir og að skattleggja flug. Rafmagnsnotkun og orku- sparnaður geta bæði sparað peninga og gert Íslendinga að miklu leyti óháða þróun orku- mála á alþjóðamörkuðum. Því legg ég til að Strætó bs. kynni sér sem fyrst rafknúna strætisvagna eða sporvagna á stofnleiðir, að væntanleg Sundabraut verði hönnuð með möguleika á lestarteinum á Kjalarnes, að járnbraut verði lögð frá Reykjavík til Keflavík- ur og Sandgerðis og önnur um Þrengsli og Suðurland að nýrri Bakkahöfn til að tryggja Vest- mannaeyingum fljóta tengingu til borgarinnar og svo má leggja teina alla leið undir Hvalfjörð, um Vesturland á Norðurland og áfram annars vegar og alla leið til Vestfjarða hins vegar. Þar með gætu þeir sem vildu eða þyrftu að ferðast hratt og örugglega, þótt þoka sé í Reykjavík eða þungfært á Steingrímsfjarðaheiði, komist leiðar sinnar og ferðamenn geta haldið áfram að vera í pollaleik. Pollaleikir og galnar hugmyndir Jens Ruminy veltir fyrir sér samgöngumálum Jens Ruminy » Töfralausniner raf- magnslest. Mörgum finnst þetta kannski galin hugmynd en tækninni hef- ur fleygt fram í þessum málum á síðustu árum. Höfundur er stjórnmálafræð- ingur og áhugamaður um al- menningssamgöngur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.